Vísir - 15.03.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 15.03.1957, Blaðsíða 10
10 VlSIB Föstudaginn 15. marz 1957 >■■■ ■ ■■■ EDISOIM MARSHALL: ■ ■■■ ■ ■■■ VíkintftiHM ■ ' maaiiiflBBaDiiiiíiBiaiaiifl — Þú hefur afrekað mikið Meera, sagði Hasting og var nú snjallmæltari en ég átti von á. — Hefði ég afrekað meira, ef ég hefði dregið Ogier upp úr voginum, eins og ég ætlaði mér? Nei, Hasting. Ég hef ekki afrekað mikið. Satt er það, að Ragnar féll fyrir hejidi sonar síns og bróðir þinn veitti þér banasárið. En þú hefðir heldur átt að rista honum blóðöm. Ragnar hefði átt að deyja siðastur. En hann dó fyrstur, eins og Judith. — Þér heppnaðist ekki að siga Ulbba á mig. En þú hefur góða von um ívar, Björn og Hálfdán. Þegar þeir vita að þú ert sonur Ragnars, munu þeir ekki i'ísa gegn þér. Þú ert einn af hinni miklu ætt þeirra, en ekki nafnlaus þræll, og þú hefur rétt til að hefna fyrir það rang- læti, sem þú hefur verið beittur. Hasting mun fara til Gehenna, en þú verður útskúfaður af jörðunni, eins og Kain. Ragnar situr í glaum og gleði í Valhöll og þrír af sonum hans munu leggja England undir sig og ráða þar rikjum. Þannig endar, sá leikui', sem átti að eyðileggja alla ætt Ragnars. -—• Ég held, að leiknum sé ekki alveg lokið, sagði Kitti hlæjandi. Meera leit á hana og síðan á grein trésins, sem slútti yfir skipið. Rætur og greinar, tautaði hún og augu hennar þöndust út. Og hún rak upp barnslegan hlátur. — Kitti hefur rétt fyrir sér. Ég á einn leik eftir enn. — Ég sé greininaí sagði Alan. — En hvar er rótin? — Rótin var í Cordova, þegar ég var ung stúika. Ég elskaði Ragnai'. Ég fylgdi honum til fjárhirzlu riks gyðings. Gyðingur- inn var Gideon, auðugur kaupmaður. Hann var afi minn. Létt á fæti, eins og hún væri að læðast að bráð, gekk hún nú í áttina til stýrishússins. — Hvert ætlarðu? spurði Alan. Hún virtist hvorki sjá hann né heyra. Hún tók endann á reipinu, sem Kuola hafði kastað yfir greinina og bjó til lykkju. Hún fór með lykkjuna upp á borðstokkinn. Þar brá hún snör- unni um háls sér. Alan kallaði til hennar og var nú blíðróma. — Ég spyr þig, Meera, hvert ætlarðu? Það brá fyrir spurningarsvip í augum hennar. — Ég vildi, að ég vdssi það, sagði hún. Hún stökk léttilega, eins og hún ætlaði að koma fimlega niður. En hún stanzaði á miðri leið og hékk þar. Það brast í grein trésins og marraði í reipinu. Öldurnar gjálfruðu við bakkana og Sendlingur blýstraði lágt. Að öðru leyti var dauða- þögn. Margar mínútur liðu. Ég hélt, að senn rriundi Loki losna og Ragnarökkur koma. Þá heyrði ég Hasting stynja. — Hún er farin, sagði hann — og ég er líka á förum. — Liggur þér mikið á? — Já. — Þú þjáist sennilega mikið. Dálítið, það verð ég að játa. — Það væri ekki af neinni mkkunnsemi við þig, þó að ég kippti sverðinu úr sárinu. En ef satt skal sogja ryðgar sverðið, ef það stendur lengi í blóði, sem er að storkna. —• Ogier! kallaði Kuola. ■ ■■■ ■■■■ ■ ■■■ 7G — Þú ættir að kunr.a þig betur en svo að gjamma fram í, þegar höfðingjar tala saman. — Æ, lávarður minn! En þegar þú minntist á sverðið, datt mér reipið mitt í hug. Það getur nuddast sundur við skips- hiiðina. ; ^ ^ ^ %4f 3 _ % ■ — Hirtu sjálfur reipi þitt, Kuola. — Sverðið þitt skemmist ekki, þó að það sé kyrrt í sárinu ofurlitla stund enn þá, Ogier, sagði Hasting. Þó að þrek lík- amans sé að fjara út starfar hugurinn eim þá og forvitni mín um hinn mikla fiandmann minn er mikil. — Við þurfum ekki að dylja nein leyndarmál hvor fyrir öðrum lengur. — Meera sagði, að þú mundir reika um, eins og Kain, til dómsdags. En þú munt aldrei öðlast glevmsku. En þú getur haldið drekanum mikla frá dyrum þínum í nokkur ár enn. Það er satt, að þú getur orðið yfirkonUngur alls Bretaveldis. — Ég kinkaði kolli og beið þess, að hann héldi áfram. — Ég held, áð Ragnari mundi geðjast það vel, ef einn af sonum hans yrði það. e — Ég er særður því sári, sem aldrei mun gróa, Hasting, ságði ég. — Þess vegna ætla ég að búa út skip -og leggja af stað að leita að Avalon. — Vertu þá sæll, Ogier. Hann greip um hjöltu Hefnarans með hægri hendi og reyndi að ná sverðinu úr sárinu. Ógurlegir hvaladrættir fóru um and- lit hans, en hann náði ekki sverðinu. ^JMíargt er sktíiioi Þar eru skólasveinar forstjórar. „Uflglingastofnunin h.f." — amerískt fvrirbæri. Skóladrengur elnn í Chicago, sem var forstjóri fyrir plastverk- smiðju samtímis því sem hann stundaði námið, fékk eittþúsund dollara að láni þegar hann út- ski'ifaðist úr skólanum til að kaupa isbar og reka hann. Fyrsta árið, sem hann rak ís- harinn liagnaðist hann um 10.000 dollara. Piltur þessi, sem er orð- inn 25 ára, rekur nú tvo ísbara og vill kaupa fleiri. Þessi saga er aðeins ein af mörgum, sem sagðar eru af árangrinum af Unglingastofnun- inni h.f., sem er amerikst fyrir- brigði og liefur þann tiigang, að æfa unga menn við i'ekstur fyrir- tækja. Drengirnir eru oft kallaðir „börnin í forstjóraherberginu." Það var ameriskur kaupsýzlu- maður, sem setti Unglingastofn- unina h.f. á laggirnar. Stofnunin veitir ungum mönnum, sem enn eru við nám tækifæri til að reka fyrirtæki með hagnaði — eða tapi. Piltunum er leiðbeint við stofn- un fyrirtækja og fá þeir að taka þátt í öllum undirbúningsstörf- um og síðan rekstrinum að öllu leyti. Þeir ski'á fyrirtæki sitt hjá stofnuninni, seija hlutabréf — til ættingja eða annara — og nota hlutaféð til að leigja hús- pláss, vélar og áhöld svo að framleiðslan eða starfræksla geti liafist. í einu félaginu er meðalaldur hluthafanna 15 ár. Hvorki meira né minna en 1816 félög af þessu tagi eru rekin í Bandaríkjunum. Þetta hefur heppnast svo vel og hinir ungu menn hafa fengið svo góða og mikla reynslu í við- skiptamálum, að verðbréfasalar eru farnir að taka að sér sölu á hlutabréfum þeirra fyrirtækja, sem stofnuð eru á þennan hátt. Forstjóri kauphallarinnar í New York liefur veitt verðlaun því unglingafyrirtæki, sem sýndi beztan árangur. Eins pg gefur að skilja, heppn- ast sumum ekki reksturinn, en það er þó svo sjaldgæft fyrir- brigði — um eitt af hverjum tiu — að undrun vektir. k*v*ö*!*d*v*ö*k*u*n*n*i •••••••••••••••••••••••i Shaw hafði dirfst að skrifa bitra athugasemd um Ameríku- öienn. Amerískur útgefandi skrifaði Shaw þá m. a.: ,,Að þér þurfið að láta ill- kvitni yðar bitna á einhverjum var jú vitað mál — en hvers vegna endilega á okkur?“ Rithöfundm'inn skrifaði: „Eg | ætla að svara yður með dæmi- isögu: Á Olíufjallinu hjá Jerúsal- em. Nótt. Tími: Árið 33 e. Kr. Persónur: Tveir hermenn. 1. hermaður: Hefurðu frétt af Pétri? Hann varð brjálaður! Þegar maðurinn frá Nazaret var handtekinn beit hann eyrað af einum okkai'. 2. hermaður: Já, hann sleppti sér alveg þegar við tókum fé- laga hans frá Nazaret. Honum fanst hann yrði eitthvað að gera, bíta einhvern — sama hvern — annað hvort einhvern okkar nú eða einhvern af sín- um mönnum-----------! 1. hermaður: Já, en eg skil ekki-----hvers vegna endilega einhvern af okkur? Virðingarfyllst George Bernhard Shaw.“ ★ Dóttir borgarstjórans í Sachsenflur í Baden gerði föð- ur sínum lífið erfitt. Hún var 18 ára og' vildi ekki giftast manni þeim, sem faðh' hennar hafði valið handa henni. Svo var það eitt kvöld, er hin lag- lega Elfrida kóm heim af balli með manni, sem henni leizt vel á, en föður hennar ekki, að fað- ir hennar tók sig til og' klippti af henni allt hárið og mis- þyrmdi henni svo, að hún varð að fara í sjúkrahús. Til þess að kóróna verkið sagði borgarstjórinn, að hún hefði slasazt við sveitastörf, og tók við 219 mörkum í slysa- tryggingu. En nú er hann heldur ekki borgarstjóri lengur. ^ Bretar hafa lýst yfir því á vettvangi Sanieinnðu þjóð- anna, að mark þeirra sé, að öil lönd, sem falin hafa \erið verndargæzlu þeirra, fái sjálfssstjórn. -TARZAM- £ /?. SuncugkA 2.n.j kverkar honum og skipaði honura höstulega, að sleppa stúlkunni. ; Einn af hinum svartskeggjuðu Aröbum stóðst ekki hinn ögrandi clans stúlkunnar og stökk á fætur og fyrr en varði var hann búinn draga hana til sín og kvssti hana á- En það var óhapp hans að Tarzan stóð rétt hjá og greip fvrir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.