Vísir - 15.03.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 15.03.1957, Blaðsíða 12
J>eir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypls til mánaðamóta. — Sími 1G60. VtSIR er uayrasta klaðið og ]>ó það fjöí- breytt^stá. — Ilringið í síma 1660 mg gerist óskrifendur. Föstudaginn 15. rnarz 1S5T ísraelsntemi grípa tíi vepna, ef Egyptar basiua siglingar á ný á Ákabaflóa. /nfar «pntfa IiciíraaraÍÁÍöian Egyptar senda lancEsljóra tið Gaza. Golda Meir utanríkisráð- herra Israeis sagði í ræðu í Tel Aviv í gærkvöldi^ að ef Egyptar settu aftur bann á sigiingar israelskra skipa á Akabaflóa, myndu Israelsmenn þegar grípa ta vopna. Abdul Latif, sem Nasser hef- ur skipað borgarlegan héraðs- stjóra í Gaza, kom þangað í gærkvöldi, og var fagnað af miklum mannfjölda. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að senda einn helzta lagasérfræðing sinn til Gaza. Er hann á förum þangað. Á hann að verða þeim Bunche, aðstoðarmanni Hammarskjölds, og Burns hershöfðingja til að- stoðar. Líkur eru nú aftur betri, að Nasser heykist á að senda her- lið til Gaza í bili. Alþjóðastjóm á Gazasvæðinu. Það er augljóst, að reynt verður að leiða málið til lykta með því að fá samþykkt, eins og Kanada hefur lagt til, að Gaza verði undir alþjóðlegri stjórn, þar til búið er að ganga frá friðarsamningum milli ísraels og Arabaríkjanna Við umræðu um þessi mál í neðri málstofu brezka þingsins í gær, sagði Selwyn Lloyd brezku stjórnina samþykka þessari lausn málsins, og að siglingaleið um Akabaflóa væri lýst alþjóðaleið. — Undir um- ræðuna sagði Bevan, að þeir sem hefðu lofað Israel öryggi, mættu ekki bregðast trausti israelsku þjóðarinnar. Efnahagsaðstoð við Israel. Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna hefur boðað, að ekkert sé því til fyrirstöou að Israel njóti efnahagsaðsíoðar Banda- ríkjanna, þar sem það hafi hlýtt fyrirmælum Smeinuðu þjóð- anna, og muni samkomulags- umleltanir hefjast i næstu viku. Libanon aðhyHLst Eisenhower-áætluiL. Forseti Líbanons hefir tjáð sendimanni Bandaríkjanna, að Libanon vilji þiggja aðstoð á grundvelli Eisenhower-áætlun- arinnar. Febróar er óhagstæ&ur Innanlandsflug var i sl. fcbrúarmánuði mun minna heldur en í sama inánuði í fyrra. Liggja til þess tvær megin- orsakir. Önnur sú að tíðarfar í 1 mánuðinum var óvenju óhag- stætt og erfitt um flug á ýmsa staði sérstaklega þó til Vest- fjarða og Norðurlandsins. Hin orsökin er flugmannaverkfall- ið, sem stóð viku af mánuðin- um og á meðan lá allt flug niðri. í s.i. febrúar fluttu flugvélar Flugfélags íslands 1234 far- þega milli sta'ða innanlands, en 11667 farþega í sama mánuði í líyrra. Fluttar voru 67 lestir af jvörum í stað 82 í fyrra og 11.4 lestir af pósti, en 14 lestir 1 sama mánuði í fyrra. Þá fluttu millilandavélar Flugfélags íslands 269 farþega milli landa í febrúar og 15 lestir af vörum. Flugslys við Manchester. . 22 manins farast. Vickers-Viscount flúgvél fórst í gær í lendingu við Manchester, er hún var að koma frá Amsterdam, og aílir er í henni vroru, 20 manns, og 2 aðrir í húsi, sem hún rakst á. Lending mistókst og nam annar vængurinn fyrst við jörðu ög rakst flugvélin þar næst á tvö hús, sem gereyði- lögðust, og var þá flugvélin nærri alelda. í flugvélinni vai fimm manna áhöfn og 15 far- þegar. Það var kona og barn, sem heima áttu í öðru húsinu. sem fórust. Fundust Iík þeirrá í rústuhurn. Á þremúr árum hafa flug- vélar félagsins af þessari gerð flogið 6 milljónir mílna án þess nokkurt óhapp kæmi fyrir. Elisabet drottning hefur sent BEA samúðarskeyti í tilefni af slysinu. í Gondóíaræðarinn Gino Marpodio kemst miklu hraðar una j skurðina í Feneyjum en aðrir ræðarar þar. Hann hefur nefnilega j fengið sér utanborðsmótor, sem liann hefur Iátið sctja í gondól sinn. En heídur þykir mönnum, að „rómantíkin“ tapist1 v*ð> þetta .... Nautilus sigkK um 60,000 mil- ur á 8 pundum úrmúuns. Eisenhower á lell til Bermtsda. Eisenhower lagði af stað til Rermuda í gær sjóleiðis, en þar hefst fundur hans og McMilIans ! eftir viku. 1 Forsetinn gat ekki komist burt sér til hvíldar eins og hann hafði hugsað sér, en hann hafði gert sér vonir um, að geta hvílst , i þurru og hlýju loftslagi fyrir ' Bermudafundinn. Hefur verið óvanalega annríkt hjá honum að undanförnu, en bæði Nixon og ,Dulles eru nú fjarverandi. For- j setinn vonar, að hann hafi gott af sjóferðinni og geti hvílst vel á leiðinni til Bermuda. Beitiskipið Canberra flytur hann þangað. Það hefur útbún- að til þess að skjóta í loft upp eldflaugum. i, sem enn eru i förum, fækker óðum. Þrír 9,f©ss®r64 eria úfi, tvö 99fell66. Venjulegur kafbátur hefði notað 11-12 millj. lítra af oliu. Bandaríski flotinn hefir nú skýrt frá því, að kjarnorkukaf- báturinn Nautilus hafi siglt um 60,000 mílur á 8 pundum af uranium. Eins og getið hefir verið í Vísi, hætti kafbáturinn sigl- íngum fyrir skemmstu, þar sem uranium-birgðirnar voru farn- ar að dofna og missa orku, eins og við var að búast. Nautilus lét fyrst úr höfn um miðjan janúar fyrir tveini árum og hefir ekki tekið eldsneyti síðan þar til nú. En frá því að kafbáturinn var tekinn í notkun hefir sú breyting orðið á, að nú er fiiég/ ' Sútja' í IíaniL' úýjá vél, er mun auka nýtni lijarn orkubirgðanna, scm hann tekur til mikilla muna. Reiknað hefir verið út, hversu mikla olíu kafbáturinn hefði notað, ef í honum hefði verið venjuleg vél — af því tagi, sem er í flestum kafbátum. Komust menn að þeirri niðurstöðu, að hann hefði notað ekki minna en 11—12 milljónir lítra eð'a um 10 þús. lestir. í Bandaríkjunum er nú verið að smíða fjórtán aðra kafbáta, sem knúðir verða kjarnorlcu, og eru þeir komnir naismunandi langt. Einn verður sennilega reyndur innan skamrns, en flestir eru miklu skemmra á Veg' komnir. Emmenníngskeppni í brldge lokið. Einmenningskeppni Bridge- félags Reykjavíkur er lokið og varð Guðmundur Ó. Guð- mundsson hlutskarpastur, hlaut 208 stig. Sjö næstu menn við hann urðu Stefán Guðjohnsen 206 st., Þorsteinn Bergmann 204% st., Egill Kristinsson 203 st., Róbert Sigmundsson 198% st., Þorsteinn Thorlacius 197 st., Sigurjón Sigurbjörnsson 196% st. og Sölvi Sigurðsson 194% stig. Á sunnudaginn kemur hefst tvímenningskeppni Reykjavík- urfélaganna í bridge, þar sem keppt verður um Reykjavíkur- meistaratitilínn. Þegar úrslit aíkvæðagreiðsl- unnar um sáttatillöguna í far- mannadeilunni voru kunn í gær, brugðust vonir manna um að nú væri þessu langvinna verkfalli lokið. Sjómenn felldu tillöguna með 160 atkvæðum gegn 44. Útgerðarfélögin höfðu hinsvegar samþykkt hana. Eimskip. Þeim skipum, sem stöðvast vegna farmannaverkfallsins fjölgar nú með hverjum deg- inum. Af skipum Eimskipafé- lags íslands eru enn í siglingu þrjú skip: Fjallfoss, sem lagður er af stað frá Englandi til Reykjavíkur og er væntanlegur á þriðjudag ,eða miðvikudag í næstu viku. Lagarfoss, sem fór frá New York þann. 13. þ. m. og ætti að vera kominn til Reykjavíkur um aðra helgi og svo Tröllafoss, sem fer frá New York þ. 19. þ. m. Ssambandsskip. Af skipum S.Í.S. eru bundin í Reykjavík vegna verkfallsins: Arnarfell, Dísarfell, Helgafell og Hamrafell. sem að vísu hef ur verið lagt upp í Hvalfirði af öryggisástæðum. Hvassafellið er að losa 500 lestir af kolum í Borgarnesi og, mun að líkind- um einnig stöðvast vegna verk- fallsins. Jökulfell er væntan- legt til Vestmannaeyja í dag. Olíuskipin KyndiII og Litla- fell hafa fengíð undanþágu til að halda áfram að flytja olíu út á land. Ríkisskip. Ríkisskip voru með þeírn fyrstu sem stöðvuðust í verk- fallmu. Lögðu þau úr höfn klukkustund áður en verkfalliö jhófst og fluttu mikið af vörurr.i, ien nú er farið að bera á vöru- Iskorti úti á landi, enda hafa ýms kauptún og smáþorp verið algerlega einangruð síðan skipin hættu að ganga þar eða víðast á Vestur-, Norður- og Austurlandi er óvenju miki'ð fannfergi og vöruflutningar á landi með öllu útilokaðir. Þurrf' stríð í S.-Aíríku. „Við drckkum ekld“, er nýjasta vígorð svertingja í kyn- þáttabaráttunni í Jóhannesar- borg og grennd. Bannað er að hvítir og svartir neyti veitinga í sömu veitinga- sölum svo að svertingjar haía mótmælt með því að bindast samtökum um að drekka ekki bjór. Vonast þeir til að fá eigenduj- ölgerðarhúsa tii að hvetja stjórnarvöldin til að falla frá banninu á „samdrykkjunni." ® Tveir Finnar voru nýlega j handteknir í Svíþjóð, grun- aðir um njósnir. Þeir hafa átt heima í Stokhhólmi frá 1 árinu 1955.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.