Vísir - 25.03.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 25.03.1957, Blaðsíða 12
Þeir, sem geiast kaupendur VlSIS eftir 19. hvers mánaðar fá blaðið ókcypis til mánaðamóta. — Sími 1660. Vteœ er ouyrasta blaðið og þó það f jöi- breyttasia. — Hringið í sima 16G0 «f > erist áskrifendur. Mánudaginn 25. marz 1957 Sundhöll Reykjavíkur átti 20 ára afmæli í gær. Cestir voru llelri en daginn sem í gær voru liðin 20 ár frá því að Sundhöll Rcykjavíkur var opnuð til afnota fyrir Reykvík- inga. Það var öllum mikið fagn- aðarefni, þcgar þcssi menning- arstofnun, sem lengi hafði ver- ið beðið efíir, tók loksins til starfa. I Aðspurður sagði forstjóri Sundhallarinnar, Þorgeir Svein bjarnarson, að afmælisins hefði ekki verið sérstaklega minnzt að öðru leyti en því, að flest af I starfsfólkinu fór í Þjóðleikhúsið | í tilefni dagsins. i í sundhöllinni var ekki hægt að merkja, að afmælisdagur; væri, en þar var buslað og synt[ að vanda og gestir voru fleiril en daginn sem sundhöllin var opnuð. j Aðsóknin er nú orðin mjög svipuð frá ári til árs. Skólarnir og íþróttafélögin taka mikinn' tíma daglega, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Sagði framkvæmdastjórinn, að svo virtist sem sama fólkið sækti mest sundhöllina og þá helzt fólk, sem byggi nærri henni. Bendir það til þess, að heppilegra er að hafa fleiri sund laugar og dreyfðar um bæinn, til þess að tryggja aðsókn ungra sem gamalla. Forstjórar Sundhallarinnar hafa verið fjórir: Ólafur Þor- varðarson, Erlingur Pálsson, Sigríður Sigurjónsdóttir og nú- Mikft um sjúkraflug að undanförnu. Mikið hefur verið um sjúkra- flug að undanförnu og reynst ómetanlegt að hafa skíða-út- búnaðinn, sem settur var á flugvélina. Henni var flogið til Möðru- dals í gær. Flutti hún sjúkling þaðan til Akureyrar. Ennfremur sótti hún í gær sjúkling til Djúpavogs og flutti í sjúkrahús hér. verandi forstjóri, Þorgeir Svein bjarnarson. Sex af starfsmönnum sund- hallarinnar hafa verið þar síðan hún tók til starfa. Eru það vaktstjórarnir Bergsveinn Jóns son og Friðjón Guðbjörnsson, afgreiðslustúlkurnar Jóhanna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Sigurgeirsdóttir, Björn H. Björnsson baðvörður og Una Þorsteinsdóttir, Komnar snapir á hrein- dýrasló&um. Eregnir hafa borizt um það frá Egilsstbðum, að þíða hafi verið undangengna daga og séu komnar upp snapir fyrir hreindýr. Munu horfur hafa batnað all-verulega að þessu leyti bæði á Héraði og í Berufirði. Þaðan fréttist, að tekinn hefði verið hreindýrakálfur á hús á bæ einum, þar sem hann virtist lítilfjörlegur. Ekki vildi hann hey, en mjólk drakk hann. Er hann var hress orð- inn og sprækur var honum sleppt aftur til dýranna. Farfuglar fiafa fengið !ci fyrir gsstíhelmili í Reykjavík. 1 isiiíIia'IíisiiEaiisjiá eiá»áfa íélagsblaðs. Frá Abessiníuheimsókn Nixons. Hér er kona haös á leið til op- inberrar veizlu með Haile Selassle keisara. Evrópufundtir í Róin&hcqrg. Utanríkisráðherrar Vestur- Evrópulandanna sex safnast í dag saman í Rómaborg. Undirrita þeir þar sáttmála um sameiginlegan markað og og þau mál og um samstarf á sviði kjarnorku til friðsamlegra nota. Adenauer kaslari V.-Þ var í morgun á leið til Rómaborgar á fundinn, en hann skrifar und- ir fyrir hönd lands síns, þar sem von Brentano er víðs fjarri (í Ástralíuheimsókn). ViHijáknur og Vafhjörit settu Islandsmet í gær. Metin voru í langstökki og stangarstökki. Hléi naðitr snjó í Stykkishéfmi. Frá fréttaritara Vísis. Stykkishólmi 22. marz. Síðustu daga hafa verið ógæftir í Stykkishólmi, en í síðustu veiðiför bátanna, sem var um helgina, fengu þeir al- mennt frá sex og upp í 12 lestir á bát. Allar horfur voru á að bát- arnir gætu róið í kvöld. í gær var hríðarveður og hélzt það fram eftir degi í dag en er nú að batna. Hefir kingt niður snjó í þessari bylgusu og mesta ófærð komin í nágrenni Stykkishólms.Bændur úr næsta nágrenni eru í stökustu vand- ræðum með að koma mjólk til Stykkishólms sökum ófærðar. Undanfarið hafa allmiklar vöruflutningar farið fram frá Stykkishólmi suður yfir Kerl- ingarskarð til bænda á sunnan- verður Snæfellsnesi. Nú hefur í bili tekið fyrir þessa flutn- inga því leiðin er alófær orðin öllum bílum. Landsskíðagangan er í full- um gangi og hafa miðskóla- nemar lokið göngunni með 100% þátttöku. Próf í iðnskója Stykkishólms byrja í næstu viku. Á meistaramóti íslands, inn- anhúss, sem fram fór í gær, setti Valbjörn Þorláksson nýtt ís- landsmet í stangarstökki, stökk 14.15 m., sem er 5 cm betra en gamla metið, er hann setti á afmælismóti Í.R. Þennan árangur Valbjörns má telja afbragðsgóðan, þar sem aðstæður til stangarstökks inn- anhúss eru hér ekki góðar. — Gefur þetta afrek góð fyrirheit um enn stærri hluti í sumar. í hástökki án atr. sigraði Vil- hjálmur Einarsson, stökk 1.60 m. Hann reyndi við 1.67, sem er 2 cm. betra en gildandi met, en sú hæð reyndist honum of- viða. Vilhjálmur sigraði einnig í þrístökki, stökk 9.73 m. Ann- ar varð Daníel Halldórsson með 9.37. m. í hástðkki með atrennu sigr- aði Heiðar Georgsson, stökk 1.75 m. og kúluvarpið vann Guðm. Hermannsson með 14.04 metra kasti. Vilhjálmur sigraði einnig í langstökki án atr., stökk 3.30 m., sem er nýtt met. Gamla metið átti hann sjálfurj en það var 3.26 m. AÖalfundur Farfugladeildar Reykjavíkur var haldinn 4. marz s.l. að Café Höll. Starfsemi félagsins var með rriiklum blóma sl. ár eins og undaniarið. Á þingi Alþjóðabandalags farfugla, sem haldið var i Skotlandi í ágúst s.l. var Banda lag ísl. farfugla gert að aðal- meðlim samtakanna, en undan- anfarin ár hefif það verið auka- meðlimur. I Farnar voru tvær hópferðir til Skotlands á vegum félagsins j og ferðast á reiðlijólum. Þátt- | takendur í ferðum þessum tóku þátt í alþjóðamóti farfugla, sem haldið var í Edinborg dagana 10.—12. ágúst s.l. Næsta al- þjóðamót og þing Farfugla verður haldið i Hollandi í ág- úst n. k. Undanfarin ár hefur þeim ctöðugt fjölgað, er ferðast hafa erlendis og notið gistingar á farfuglaheimilum. Árið 1955 gistu íslenzkir farfuglar í 9 löndum samtals 1928 nætur, en árið áður voru gistinætur er- lendis 435. Undanfai'in sumur hafa farfuglar haft skólastofu í Austurbæjarbarnaskólanum til gistinga fyrir erlenda far- fugla. Einnig hafa farfuglar haft aðgang að gistingu að Reynihlið við Mývatn og í Hreðavatnsskála. Síðastliðið sumar gistu erlendir farfuglar hér á landi í samt. 637 nætur, en árið áður í 420 nætur. Fyr- irkomulag gistinga fyrir er- lenda farfugla verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Reynt verður að fjölga gististöðum úti á landi eins og auðið er. Farnar voru helgar- og. sum- arleyfisferðir hér innanlands á vegum félagsins. Meðal sumar- leyfisferða • vcru tvær ferðir í Þórsmörk og dvalið þar í tjöldum vikutíma í senn. Þátt- taka í öllum þessum ferðum var, mjög góð. Eitt mesta velferðarmál fé- lagsins er að koma upp gisti- og félagsheimili hér í Reykja-. vík. Á síðastliðnu ári var félag- inu úthlutað lóð við Rauð'alæk fyrir væntanlegt félagsheimili, en það hefir ekki enn varið hægt að hefjast handa um bygg ingu, vegna þess að fjárfest- ingarleyfi hefir ekki fengist í undirbúningi er að hefja útgáfu á félagsblaði, er flytja innlendar og erlendar fréttir af félagsstarfseminni ásamt ferða- sögum og fleiru. Mikiö ísrek á Atlantshafi. ísrek er nú mikið á Norð- ur-Atlahtshafi undir strönd- um Ameríku (Þar sem Tit- anic fórst á sínum tíma) svo að skip hafa neyðzt til að sveigja mjög af leið, þegar komið er á Nýfundnalands- bankann. í síðustu ferð sinni — í síðustu viku — neyddist Queen Elizabeth til að fara 40 mílum sunnar en venju- lesra, því að svo mikill borg- arís var á rekL Sir Ivan Thompson, skipstjóri á risa- skÍÐinu. kvaðst efast um, að ísrek við Nýfundnaland hefði nokkru sinni verið meira þau 50 ár, sem hann hefur verið í siglingum yfir Atlantshaf. „Þetta virðist boða langt, vætusamt vor," sagði hanu við blaðamenn. Tilboð frá Makar- iosi rætt í London. Brezka stjómin kemur enn saman í dag til þess að ræða Kýpurmálið. Makarios erkibiskup er sagð- ur hafa biðizt til að fyrirskipa að hætta skuli hermdarverkum á Kýpur. gegn vissum skilyrð- um. Það eru þessi skilyrði, sem istjórnin nú mun taka fyrir til (athugunar. — Harding land- stjóri hefir frestað ferð sinni til 'Kýpur vegna breytts viðhorfs. * Eugenio Castelotti,: 27 ára, frægastl kappastursgarpur ítala, fórst i Mlslysi i sX viku. Janos Kadar, forsætisráðherra Ungverjalands, leggur sveig á minnísvarða í Búdapest, á minningardegi Kossuth-byltingar- iaaiax 1848, sem var 15. þ.m. — Frelsissinnum var meinaður gangur, eins og getið var í fregnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.