Vísir - 06.05.1957, Blaðsíða 10
'10..
VÍSIR
Mánudaginn 6. maí 1957
# •
• •
• •
• •
* • •
%
\XSiNEMARmit
../•
• • •
EFTIR •
RUTII MOORE •
• •
• •
• •
• •
• •
33
••••:
Því næst tók hún brekánin og fór inn í tjaldið. Hann heyrði
til hennar að baki sér, þar sem hún var að ráösmennskast i
tjaldinu. Hann braut heilan um það, hvort hún ætlaði virl^ilega
að klæða sig úr fötunum og hátta.
Hvern fjandann var hún að hugsa? Hann varð að sofa þarna
inini líka, var ekki svo. Ilann var hálfvegis að hugsa um að
taka eitt brekánið og fara með það ofan í bátinn og hreiðra
v.ta sig þar. En hætti við það, þegar honum var hugsað til þess
að þurfa að hverfa frá hitanum frá bálinu og í hráslagann í
bátnum.
Nei, fjandinn hafi það, hugsaði hann.
;Hann hlúði að eldinum fyrir nóttina, fór úr votum skónum
og setti þá við hliðina á skónum hennar. Því næst skreið hann
lí^ca inn í tjaldið. í bjarmanum frá eldinum sá hann að hún
lá{ þar í hnipri og hafði sveipað um sig brekáninu. Hann gat
hýergi séð fötin hennar nema kápuna, sem hún hafði brotið
ssfman og lagt undir höfuðið, svo að hann áleit, að hún væri í
þ^im. Hann sá, að hún hafði skilið honum eftir tvær ábreiður
tekið aðeins eina sjálf.
!Hann nöldraði eitthvað óþolinmóður og tók aðra ábreiðuna
oj* breiddi ofan á hana, en sveipaði hinni um sjálfan sig.
S|undarkorn fannst honum, sem honum hefði aldrei verið
s^ona kalt á ævinni. Við bálið höfðu föt hans þornað yzt, en
ntest likamanum voru fötin enn þá vot. Hann varð að bíta á
jaxlinn, til þess að tannurnar glömruðu ekki í munni hans. Að
lokum reis hami á fætur aftur, fór úr fötunum og hengdi þau
á jstagið til þerris. Hann hreytti út úr sér blótsyrði og sveipaði
tur um sig brekáninu.
Út úr rökkri tjaldsins barst rödd Karólínu.
Það verður notalegt að fara í þurr föt í fyrramálið, áður
en við leggjum af stað, ættirðu að ná í hin fötin þín ofan í
bátinn, svo aö ég geti þvegið þau og þurrkað, áður en við
leggjum af stað. Þá geturðu að minnsta kosti lagt af stað með
ölj. íöt þín þurr.
tEn hvernig líður þér? spurði hann. Ert þú í þurrum
n?
i
j— Mér líður ágætlega. Eg blotnaði aðeins í fæturna. En ég
er hræðilega þreytt, Natti.
Állt í einu varð hann þess var, að hann var líka þreyttur.
r— Það verður ekki hægt að sofa, ef þú ætlar að tala í alla
nójjtt.
jÞað varð þögn í tjaldinu. Eldurinn logaði glatt með þægi-
legu snarki. Það varð notalegt í tjaldinu.
Hann átti það föður sínum að þakka, að hann kunni að reisa
tjald og kveikja bál. Það var ágætt að sofa á sandi, ef maður
bjó til dæld fyrir mjöðmina.
Hann efaðist um, að Karólína kynni að búa um sig í tjaldi. {
Hann ákvað að kenna henni það ekki. Því ver, sem henni leið,
því fyrr vildi hún losna við hann. Það var tekið mjög að
hvgssa. Natti heyrði rólegan andardrátt Karólínu. Honum var
ljófet að hún var sofnuð.
tjm morguninn hafði vindinn ekki lægt. Natti fór á fætur í
dögun, bætti á eldinn og fékk sér morgunverð. Sólin var að
ko|na upp, en í norðvestri voru óveðurský. Sjórinn var allur
ein froða, svo langt, sem augað eygði. Þau myndu ekki leggja
af stað í dag.
Jæja, hugsaði Natti. Ég fæ þá tíma til að búa örugglega um
farangurinn í bátnum.
Hann hafði hugann fullan af áformum. Hann fór niður að
bátnum og dró hann lengra upp í fjöruna, eins langt og hann
komst með hann og byrjaði að taka úr honum farangurinn og
bar allt upp í fjöruna, þar sem bálið var. Hann vakti ekki
Karólínu. Hún var steinuppgefin. Bezt að lofa henni að sofa.
Hann hafði miklar áhyggjur af henni. Hann var því feginn
að vera laus við hana um stund og reiður við hana fyrir þrá-
kelkni hennar að vilja fara með honum. Honum fannst mikil
ábyrgð að hafa hana með sér. Eigi að síður þótti honum vænt
um hana. Þau höfðu alltaf staðið saman gegn Edda og Betu
og jafnvel gegn mömmu, þegar þess þurfti með. Auðvitað var
hún öll í uppnámi út af því, að hann var að fara alfarinn.
En nú vildi batm vera laus og ekki vera minntur á heimili,
en þá var itun þarna. í hvert skipti, sem hann leit. á hana,
minnti liún hann á móður hans. Móðir hans hafði alið hana
upp og agað hana, einc og átti að aga stúlkur, svo að þær gætu
fengið gott gjaf.'rð.
En eigi að síður fannst honum lítilmannlegt að skilja hana
eftir meðal framandi fólks, en þó varð nú svo að vera. Hann
varð að fara eitthvað í norðurátt, finna heppilegan stað og
byggja húsið. Þá gæti hann ef íil vill komið aftur og heimsótt
hana. En hún gat ekki farið með honum núna.
Þegar Karólína kom á fætur, var hún dálítið kindarleg yfir
því að hafa sofið yfir sig. Þá var Natti búinn að herða hjarta
sitt og hafði öll rök á takteinum. Hann ætlaði að nota öll þau
brögð, sem honum kæmu til hugar, til að losna við hana. En
hann ætlaði að sjá um, að hún lenti hjá góðu fclki, sem færi
vel með hana og léti henni líða vel.
Karólína útbjó sér morgunverð. Hún virtist útsofin og vel
hvíld, en hár hennar var allt í óreiðu. Hún hlaut að hafa
gleymt því að taka með sér greiðu. Hún var óhrein í fi'aman
og um hendurnar af reyknum frá eldinum. Hún virtist ekki
ná af sér sótinu með sjóvatninu.
— Þú ættir að sjá sjálfa þig, sagði hann. — Þú lítur út eins
og gömul kerling. Því næst gekk hann niður að bátnum, án
þess að bíða eftir svari hennar.
Hann eyddi mox-gninum í það að hreinsa bátinn og honum
leið vel. Því næst rannsakaði hann bátinn vel. Hann virtist vera
í ágætu lagi og lak hvergi.
Hann varð þess var, að Karólína var á stjái uppi hjá tjaldinu.
Eftir stundarkorn kom hún með óhreinu fötin hans á hand-
leggnum. Hún tók að þvo þau upp úr sjónum. Þvi næst vatt
hún þau og lagði þau til þerris hjá eldinum.
— Það verður gott, hugsaði hann, að hafa þurr föt, þegar
ég þarfnast þess.
Svo varð hann svo upptekinn við starf sitt, að hann gleymdi
sér, þangað til um nónbilið, þegar hún kallaði á hahn.
— Viltu ekki fá þér að borða, Natti?
— Jú, vissulega.
Hann var svangur, en honum leið vel. Hann borðaði brauð
og flesk og drakk te. Það var dálítið einhæft fæði, en þau
höfðu ekki annað. Hann borðaði mikið.
Ef við verðum hér veðurteppt lengi, verð ég að fara með
byssuna eitthvað inn í landið og vita hvort ég get ekki skotið
fugl eða kanínu,
Það væri gaman að vita, hvei’nig landið liti út hér upp af
ströndinni?
Það væri sennilega réttast, að hann skryppi upp aftur.
Hann fór að leita í farangiúnum að byssunni. Hún hlaut að
hafa tekið til höndunum, meðan hann var niðri við bátinn, því
að hún hafði raðað farangrinum þannig, að hver hlutur var á
sínum stað. En hann fann ekki byssuna.
— Hvar er byssan? spurði hann.
— Hún er inni í tjaldinu sagði hún stuttaralega.
Það var vitið hennar að láta hana þar í stað þess að fleygja
henni í fjörusandinn, þar sem hefði komizt sandur í hana.
Byssan, ásamt því, sem tilheyrði henni, lá inni í tjaldinu, og
k-v-ö*l-d*v-ö*k*u-n-n-i
..............
í virðulegu kvöldverðarboði
í Waldorf Astoría-Hótelinu í
New York var saman komið
margt auðugasta fólk borgar-
innar. Konur skörtuðu þar feg-
ustu og dýrustu djásnum sín-
um og íæyndu af fremsta megiri
að yfirstíga hver aðva í klæca-
burði og skartgripum.
Við kaffidrykkjuna að kvöld-
verði loknum beindi kona eins
helzta auðkýfings borgarinnar
máli sínu að konu þeirri, er
næst henni sat. „Eg ætla að
segja yður leyndarmál," sagði
hún. „Eg ætla að scgja yður
hvernig eg fer að því, að fægja
skartgripi mína. Gimsteinana
fægi eg venjulega upp úr sal-
míakspíritus, smaragðana upp
úr skozku whiskyi, rúbínana
úr gömlu Bordeauxvíni og saf-
írana fægi eg upp úr mjólk.‘*
„Þessu nenni eg ekki að hafa
fyrir,“ sagði sessunaturinn.
„Þegar fellur á skartgripina
mína eða ryk safnazt á þá, fleygí
eg þeim og fæ mér nýja.“
Pétur og Guðrún bjuggu sitt
hvoru megin við þunnt og gis-
ið þil á sömu hæð. Pétur átti
nýtt útvarpstæki og þótti sýni-
lega mikið til þess koma því
hann lét það gjalla meginhluta
sólarhringsins og stillti það að
sama skapi hátt.
Svo er það dag nokkurn að
barið er á dyrnar hjá Pétri.'
Pétur sagði: „Kom inn“ og
inn kom Guði’ún, feimin og hlé-
dræg eins og hún hefði aldrei
séð karlmann fyrr.
„Afsakið,“ sagði Guðrún, „eg
kom hérna með eina krónu, því
mér finnst ekki nema sann-
gjarnt að við skiptum á milli
okkar afnotagjaldinu af útvarp-
inu.“
★ ^
Frú Gvendolyne Kelly f
Sydney í Ástralíu fekk skilnað
frá manni sínum eftir að hafa
skýrt dómaranum frá því, að
hún hafi komið úr ferðalagi
fyrr en gert var ráð fyrir og
komið að manni sínum með
kvenmann í rúminu. — Frillan
hélt, að frúin væri vinnukonan
og skipaði henni að matbúa
bacon og egg.
í
I (2. SumuqkA
-TARZAN-
2349
í -
^ í^ann klemmdi aftur augun til að
Jcsna við þessar hroðalegu sýnir, en
allt kom fyrir ekki. Heyrnin blekkti
hann líka. Hann heyrði æðisgengin
hróp og tryllingslegan hlátur. Hinn
bólgni munnur hans stóð opinn af
undrun .því þarna birtist Sam hon-
um. Hann hljóp í hringi með byss-
una og stefndi svo til hans með gikk-
inn á byssunni spenntan.