Vísir - 27.05.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 27.05.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR IS6I ]bui 'iz miiSBpnuBj^ • • • • • • • • • • • • * • • í * AXDNEMARNIR • # ,/ EFTIR • RUTH MOOHE • ..... • • • * - _ • •••• • • • • •> 1 Cantril-fjölskyldunni eigendur að sögunarmyllunni. Þeir höfðu b3rggt hana og rekið hana. Og' ekki hafði hann heldur hugmynd um, hve mikið hafði hafst upp úr timburviðskiptunum við Boston á liðnum árum. Faðir hans hafði annazt það allt saman. Og' engin hafði vitað um það nema hann. Rúfus brann í skinninu, þegar hann heyrði John svara spurningunum, sem fyrir hann voru lagðar. Var alltaf svona þungur straumur fyrir ofan fossana í ánni? Hvernig var í ágústmánuði, þegar lækkaði í ánni? Var hægt að starfrækja mylluna allt árið? Þessar spurningar brutust um í höfði hans. Hann, faðir hans og bræður höfðu svarað þessum spurningum fj'rir mörgum árum síðan. Á þessum tíma ársins var venjulega mest starfsemi myllunnar. Nú stóð hún kyrr. Iivað var að? Pabbi! Pabbi. Myllan hefur stanzað. Og hann heyrði föður sinn svara, eins og hann væri inni í herberginu: — Þið ónýtingarnir ykkar. Setjið mylluna af stað aftur. — Jæja, sagði Mike djarflega. — Þetta er vist allt, sem við þurfum að vita. Hann beið þess, að þeir færu. Og þegar þeir hreyfðu sig ekki, sagði hann óþolinmóðlega: — Þetta er nóg, vinir mínir. Hitt get ég fengið að vita hjá Máynard. Bræðin sauð í Rúfusi. Jívað er það fleira, sem þig langar til að vita. Hvað getur M&ynard sagt þér, sem ég get ekki sagt þér? — Hann getur gefið mér upplýsingar um gerð Cantril-j skipanna, sagði Mike. Rúfus gamli spratt á fætur og hrópaði: — Nei, þorpararnir ykkar. Þið fáið aldrei upplýsingar um gerð Cantrilskipanna, né skipin sjálf. Þau eru eign Cantril- fjölskyldunnar og munu verða það eftirleiðis. Hann gekk fast að Mike og stóð á öndinni af vnnzku. — Hver fjandinn sjálfur er þetta, maður. Við eigum þau, sagði Mike. — Þú og bræður þínir selduð okkur bau. Það stend- ur hér í kaupsamningnum. Rúfus horfði á kaupsamninginn, eins og hann væri að sjá hann núna í fyrsta sinni. Jú, rétt var nú það. En það var í gær. í gær hafði hann viljað seija. Það hafði verið einhver vorhugur í honum í gær. Það hafði verið einhver óróleiki í honum í gær. En í dag leið honum allt öðru vísi. Nú var annað viðhorf. Hann vildi ekki selja. — Ég vil fá þetta blað aftur, sagði hann. — Við höfum ákveðið að selja ekki. Mike kippti að sér kaupsamningnum, svo að fálmandi hend- ur Rúfusar náðu ekki i hann. Hann sagði: — Þú ert búinn að selja, maður. Það er of seint. Rúfus opnaði munninn og ætlaði að reka upp reiðiöskur. En það hafði aldrei borið neinn árangur, þótt hann reiddist, og1 hann hætti við að æpa upp. Hann sagði: — Hvort sem er þá höfum við ekkert leyfi til að selja. Það er ,,Reykháfur“, sem á þetta allt saman Hann yrði ekkert hrifinn af að sjá ykkur hér. Eða hvað heldurðu um það, John? Sjáöldur Mikes kipruðust saman. — Hver er það? spurði hann. — Er hann löglegur eigandi þessa staðar? John gamli sagði: — Þegiðu, Rúfus! Þú ert brjálaður! Þetta er okkar eign, sem veð höfum óskoraðan umráðarétt yfir, herra Ellis. En ungi ,,Reykháfur“ hélt að hann væri erfingi að þessu. Pabbi gamli sagði einhvern tíma eitthvað í þá átt. En það er ckki til einn skrifaður stafur fyrir því. — Það er bezt þú farir, Cork, og náir í Maynard, sagði Mike. — Mér lízt ekki á þetta. Rúfus belgdi sig upp, eins og hann væri reiður, en það var þó fremur eftirsjá og iðrun en reiði. — Það erum við, sem erurn aðilar bessa máls, John og ég. Maynard hefur ekkert um þetta a3 segja eða með það að gera. Rauðskeggjaði írinn, með skeggbrodda, sem stóð út í loftið, stóð á fætur og greip undir handlegg Rúfusar. — Það er dapurlegt, sagði hann, — að flytjast alfarinn frá heimkynnum sínum, herra Cantril, og hefði þurft meiri'um- hugsunartíma, en þú og bræður ykkar hafið tekið vkkur. — Það er einmitt það, sagði Rúfus sorgbitinn. — Þetta er gert í einhverju óðagoti, án minnstu umhugsunar. Það er bara unga fólkið, sem langar til að fara burtu. Við John og ég, megum hrósa happi, ef pabbi gamli gengur ekki aftur og fylgir okkur. — Þú og bróðir þinn komið með mér, sagði Frank. — Við skulum ganga um landareignina og ræða málið eins og menn með viti. Og ef þið komizt að þeirri niðurstöðu að þið viljið ekki selja, mun Mikel fá ykkur kaupsamninginn aftur. ÞegiðuJ Mike. Þú getur ekki neytt gamla manninn til að selja, ef hann' vill það ekki. Hann leiddi báða gömlu mennina út úr myllunni og eftir holóttum veginum, fram hjá fúnandi sagbingjum og timbur- hlöðum, fram á árbakkann. Úti á ánni lá Mary Cantril og vaggaðist örlítið í straumnum. Róðrarbátar voru á ferð fram og aftur. Það var verið að ferma skútuna. Rúfus og John stóðu þarna stundarkorn. Þarna úti á fljót- inu var verið að ferma Mary Cantril. Og ungo Cantrilstrák- arnir æptu af gleði og tilhlökkun. Og John sagði við Rúfus, að þeir yrðu ekki öfundsverðir af því, innan fjölskyldunnar, ef þeir hættu við að selja. Og Rúfus hugsaði sem svo nú, þegar hann var ekki nauðbeygður til að selja, að sennilega væri hyggilegast að selja. Frank hafði gengið spölkorn frá þeim, til að lofa þeim að bera saman ráð sín. Hann beið, þangað til þeir komu til hans. — Þetta er vissulega fallegur staður, sagði hann. — Og ef ég ætti hann mundi ég ekki seiia hann. En hitt er það, að ég hef ekki verið hér alla ævina, án þess að sjá nokkuð af ver- öldinni. — Það er einmitt lóðið, sagði John uppveðraður. — Við Rúfus höfum ekki hreyft okkur héðan, síðan við settumst hér að fyrir fjörtíu árum síðan. — Það er synd og skömm, sagði Frank hjartanlega. — Ver- öldin er alLtof falleg til þess að menn láti hana óséða og sitji kyrrir á sama stað fram á gamals aldur. Boston er orðin stór borg og þangað vilja allir fara. Þið fáið mjög hátt verð fyrir land ykkar og það er ekkert sem ekki er hægt að fá fyrir pen- inga í Boston. Vín, konur. . . . Frank smjattaði. John horfði á Rúfus og Rúfus á John og báðum fannst þeir yngjast upp. O, já, sagði John. — Ég hef nú heyrt talað um konurnar í Boston. Það er mikið af þeim látið. — Og það eru engar ýkjur, sagði Frank. Einhversstaðar úti í skóginum að baki þeim heyrðist byssu- skot og kúlan þaut rétt fram hjá höfðinu á Frank. Frank tók viðbragð og þaut í skjól bak við einn viðarhlaðann. Gömlu mennirnir lötruðu á eftir honuim í hægðum sínum. — Hvert ertu að fara maður? spurði John! — Við Rúfus ”•»■>■-'•••••••••••••••••*- k*v*ö*I*d«v-ö*k*u*n*n-i •:>•••••••••••••••••••••« f Via dai Colli, sem liggur rétt fyrir utan Flórenz, kom til átaka harðra milli gesta í dansknæpu o’g hóps ferðalanga, sem hafði búið um sig í Tjaldbúðum á næstu grösum við knæpuna, en. hafði ekki svefnfrið fyrir rokk- óðum æskulýð og stórkostlegum hljóðum — eða óhljóðum — hljómsveitarinnar. Þegar liða tók á nóttina og fólkið héit áfram að dansa og hljómsveitin að spila var tjald- búunum nóg bcðið, enda engum komið dúr á auga. Risu þeir þá úr svefnpokunum sínum og lögðu í náttfötum og inniskóm út i nóttina og i áttina til knæp- unnar. Var þar engra griða að vænta, en húsið grýtt og tóm- ötum, fúleggjum og öðru sem hönd á festi varpað inn um brotnar gluggarúðurnar á dans- andi fólkið og hijómsveitina. Kváðu nú við óp mikil og harma- kvein og dansleikurinn leystist upp í einni svipan. Bæði dans- endur og hljómlistarmenn urðu skelfingu losnir þegar þeir sáu fáklæddan lýðinn, jafnt karla sem konur ráðast að sér og lögðu hver sem betur gat á flótta. Þegar lögreglan kom litlu síð- ar á vettvang voru óróaseggirnir komnir í fasta svefn og sváfu svefni hinna réttlátu. ★ ★ Fræðimaður nokkur í London fékk að láni úr bókasafni þykk- an doðrant vísindalegs eðlis. Efnið var þungt og þurrt og hann varð að taka á allri þolin- mæði til þess að lesa bókina spjaldanna á milli. Sér til mikill- ar undrunar rakst hann á ávísun upp á 5 þúsund sterlingspund aftast í bókinni. Ávísunin var frá höfundi bókarinnar og stiluð á þann sem hefði þrautsegju í sér til þess að lesa þetta mikla vísindarit á enda. Við eftir- grennslan kom í ljós að bókin hafði verið lánuð út úr safninu margsinnis áður. Ein aðalskemmtun roskinna karlmanna er að virða fyrir sér. konur, sem hryggbrutu þá þegar þeir voru 25 ára gamlir. C R. Æurrcughj — TA.HZAN — 2:t(i7 Tarzan rakti slóðina til þorps hinna innfæddu. Þegar hann skoð- aði siðasta fórnardýrið, var skuggi á hælum hans. — Já, þetta er hræðilegur dauð- dagi, sagði harmþrungin rödd. — En svona er reiði fjallguðsins okkar. — Eg hef aðvarað fólk mitt. Apa- maðurinn brosti. Hér var galdra- læknirinn að verki. j Þetta var vondur og slægur maður. Hann var hinn hættulsgi fjandmaður*.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.