Vísir - 20.07.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 20.07.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR •T. (La-Mgardagssaga gjg|1 efíir I*. MarrÉs. Það straukst eitthvað við fót-! legginn á lögi'egluforingjanum, J>egar hann var að opna hliðið upp að húsinu hennar ungírú Simpkins. Lögregluforinginn beygði sig niður og sá að það var svartur köttur. Ungfrú Simpkins hafði ákveð- iö að ánafna köttunum sínum «11 u íé sínu og skyldi reisa og reka heimili fyrir þá fyrir það. Þó átti hún bróðurson á lífi, Geoffrey að nafni, en hann var alltof 'kærulaus og átti það til að taka upp á allskonar vitleysu. Rétt áður en ungfrú Simpkins hafði komið fyrirætlunum sinum 5 framkvæmd var hún myrt í rúminu sínu eina nóttina. Lögregluforinginn var ekki viss um hvort ætti að taka Geoffrey fastan, en hann átti Jieima á bæ skammt frá húsi .Jiinnar myrtu konu. Þannig var nefnilega mál með vexti að Thompson, ráðsmaðurinn henn- ar, hafði horfið sömu nóttina og morðið var framið og allir skart- gripir hennar sömuleiðis. Lögreglufofiri'ginn • 'vaf ' ekki sem ánægðastur með viðtalið, sem hann átti við ungfrú Veron- ieu Swann, hina ungu vinnukonu iingfrú Simpkins. Hún reykti inikið og bar mikinn farða á' varir sínar og honum fannst það siður en svo sæmandi fyrir unga stúlku i hennar stöðu. Svefnherbergi ungfrú Simpk- ins var vel búið húsgögnum og margar myndir héngu þar á veggjum. Öllum giuggum hafði verið vandlega læst. Snyrtiborð- íð, þar sem skartgripirnir voru geymdir, stóð undir glugganum og voru þeir taldir yfir 100 þús. króna virði. Borðið var álika hátt og gluggakistan. Á snyrti- borðinu var spor eftir eirin kött- ínn hennar ungfrú Simpkins. Veronica sagðíst hafa; hjálpað nngfrú Simpkins að hátta um tíuleytið um kvöldið og farið siðan fram. — Hvað var það síðasta, sem J>ér gerðuð um kvöldið? — Eg hleypti köttunum út. Þeir eru sex, sagði stúlkan og strauk sér um ennið. — Skylduð . þér nokkurn glugga eftir opinn? spurði lög- fegíuföfinginri og hafð.i ekki auguh af.Veronicu. — Nei, ekki hélt'hún það —. hún var alltaf mjög þjófhrædd, hún ungfrú Simpkins, . og hún svaf aldrei fyrir opnum glu.gga jafnvel ekki að sumarlagi, þótt heitt væri í veðri. ¦— Eg var allt- af vön að gæta vel að því að all- ir gíiiggar væru vel lokaðfr o'g ég dró alltaf gluggatjöldin fyr- ir, þegar ungfrúin fór að hátta. ' Og ungfrúin spurði alltaf hvort ég hefði lokað vel gluggunum. Eg var oröin dauðleið á þessurrí síendurteJkmj spurningum' henn- bt. Vefonica svaf sjálf á hæ.ðinrii íyrir ofan og þvi heyrði hún aidrei neitt' af því sem gerðist Xiðri. En þessa nótt hafði henni þó heyrzt eins og einhver sneri lykli i hurðinni, sem liggur út í garðinn. Ráðsmaðurinn hafði lykil að hurðihni, þvi að hann þurfti að komast inn í húsið á morgnana til að kveikja upp. — Hvenær komuð þér svo að ungfrú Simpkins? spurði lög- regluforinginn. — Þégar ég fór upp með teið klukkan átta. — Urðuð þér þá varar við nokkuð sérstakt? — Nei, ég dró bara glugga- tjöldin frá. Nú hringdi síminn. Það var spurt eftir lögregluforingjan- um. Lögreglan hafði tekið Thompson fastan í Birmingham og fundið alla skartgripina í töskunni hans. Lögregluforinginn sneri sér nú að vinnukonunni aftur. Hún var önnum kafin við að púðra sig. — Þér þekkið bróðurson ung- frú Simpkins mjög vel? — Eg þekkí hann . svolitið, svaraði Ver'onica. ,; ,. — Bara svolítið? Mér hefur skilizt annað á því sem ég' hef heyrt fólk tala. Lögregluforinginn tóll hattinn sinn. I'jl — Eruð þér að fara'7:5spurði stúlkan. — Já, og ég verð að biðja yður að'komá með mér, sagði hann. Eg ætla að láta bóka framburð yðar og svo eigið þér að' undir- rita hann. — Jæjá þá', sagði hún. Eg hélt annars að'það væri nóg komið og þér gætuð nú verið ánægður. — Já, mikil ósköp, ég er harð- ánægður hvað þetta mál snert- ir, sagði lögregluforinginn. Thompson myrti ekki húsmóður yðar. Hann flýði me^ð lestinni, sem fór um miðnættið, en það var ekki farið að rigna þá. Svo sögðu þér áðan, að þér hefðuð heyrt einhvern snúa lykli í bak- dyrainnganginum, og þá var rigning. Voronica ypti öxlum: — Það getur þá líka liafa verið mis- heyrn hjá mér. Það gat einhver hafa komið inn í húsið eftir að ég fór að sofa, án þess að ég yrði þess vör. — Hann gat hafa komið hve- nær sem var um kvöldið, sagði iögregiuforinginn. Það er greini- legt að hann stal skartgripunum fyrr um kvöldið og það er líka augljóst að hann skildi eftir op- inn gluggann, fyrst hann var lokaður, þegar þér komuð á I kreik. Nei, hann stal skartgrip- I unurh í þeirri von, að ekki yrði tekið éftir hvarfi þeirra fyrr en hann yar kominn i felur. En svo fór sypna illa fyrir honum og fyrir ungfrú Simpkins, að . þér komust að þessu. Þér sáuð það í hendi yðar . að hann mu.ndi verða grunaður um að hafa myrt ungfrúna til að ná i skart- gripina. Þetta kom yður vel. metnaðargjarnri stúlkunni, sem ætlaði að gjfast bróðursyni ung- frúarinnar. •¦'. — Mér finnst þér svei mér gefa ímyndunaraflinu. lausan tauminn, sagði Veronica og sneri upp á sig. — Þér þurftuð a ðhafa hrað- ann á, sagði lögregluforinginn. Þegar þér hjálpuðuð ungfrú Simpkins að hátta sig, létuð þér undir höfuð leggjast að krækja aftur glugganum á svefnher- berginu hennar. Ungfrú Simpk- ins treysU yður og efaðist ekki ufri að þér hefðuð lokað glugg- anum vandlega eins og þér vor- uð vanar. Allt og sumt, sem morðinginn þurfti að gera, var að fara inn um gluggann og gera út af við fórnardýrið. Svo gátuð þér krækt glugganum aftur. Þar er enginn hafði brotizt inn í húsið, var ekki að sökum að spyrja, og grunurinn hlaut að falla á Thompson. — Þetta er svei mér skáld- I skapur, sem þér hafið tekið ! saman. En hvernig ætlið þér að j sanna þetta? spurði Veronica. — Þér hafið gleymt sporunum eítir köttinn — sporunum á snyrtiborðinu, sagði lögr'eglufor- inginn. Sporin voru moldug. Kötturinn hefur stokkið inn um gluggann um nóttina, meðan á rigningunni stóð. Og það voruð j þér, sem skilduð gluggann eftir i ' opinn. . ¦ Lögregluforinginn leiddi Ver- j onicu út í bílinn. Þegar hann . kom að bílnum fann hann að eitthvað straukst við fótlegginn á honum. Hann beygði sig niður. Það var kisa. Hann strauk henni og sagði: Kisu geyið, ert þú þá komin þarna aftur? Laugardaginn 33. júlí 1957 ir unnar. ¦^ Weeks verzlunarráðherra Bandaríkjanna hefur endur- tekið, að Bandaríkjastjórn ætli ekki að breyta afstöðu sinni til viðskipta við rauða' Kína. Um næstu hclgi efnir Ferða- skrifstofa ríkisins fil skemmti- ferða um ýmsar sveitir hér sunnanlands. Eftir hádegi á laugardaghm veröur farið til Krísuvíkur og Kleifarvatns og á heimleiðinni ekið út á Álftanes meS viðkomu á Bessastöðum. Þann dag verð- ur einnig farið í Viðeyjarferð og efnt til skemmtisiglingar með m.s. Akraborg um Sundin upp í Kollafjörð og Hvalfjörð. Slík ferð var farin fyrir skömmu og mæltist vel fyrir meðal þátt- takenda, sem voru mjög margir. Á sunnudaginn verður ekið um Hvalfjörð upp í Svínadal, höfð viðkoma í Vatnaskógi, en. síðar fari5 yfir Geldinga- draga í Skorradal, yfir Hest- háls niður Bæjarsveit að Hvann eyri og þaðan til Akraness. Verður Akranesbær og mann- virki þar skoðuð. Að svo búnu verður siglt með m.s. Akraborg til Reykjavíkur. Annar hópur mun heimsækja sömu slóðii* þennan dag, en hárih byrjar á Akranesi og heldur leiðina öf- uga. Enn fremur efnir Ferða- skrifstofan til Þingvallaferðar og ferðar að Gullfossi og Geysi og fleiri stöðura.. Þá verður í sumar.efnt til ferða.J Heiðmörk á laugardags- óg surinudags- eftirmiðdögum og má vissulega gera ráð. fyrir að þær mælist vel fyrir og verði /jölsóttar í góðum veðrum. Myndin er af Elísabetu drottningu og fcrsætisráðherruni sam- veldislandanna, tekin í Windsorkastala, er samvcldisráðstefnan var haldin fyrir nokkru. Fiá vinstri til hægri: Jonh Diefenbaker, forsætisráðheira Kanada, Harold MacMiIlaii i\usæí:sráðherra Bretlands, R. G. Menzies forsætisráðherí'a Ástrah'u, E. H. Louw, utanríkisráðheira Suður-Afríku, H. S. Suhrawaidy forsætisráð- herra Pakistan, Jawaharlen Nehru, forsætisráðherra Indlands, T. L. MacDonald, utanríkis- og landvainaráðherra Njfja Sjá- lands, dr. Kwame Nkrumah forsætisiáðherra Ghana, Sir Kay Welensky f orsætísrá'ðheri a Rhodésiu 05 Nyasalands, M. W. H. de Silva, dómsmálaráðhcrra á Ceylo::i.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.