Vísir


Vísir - 03.08.1957, Qupperneq 6

Vísir - 03.08.1957, Qupperneq 6
VISIR Laugardaginn 3. ágúst 1957 'WMM IR D A G B L A Ð Tliir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaSsíSur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rititjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18.00. Afgreiðsla Ligólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Fridagur verzlunarmanna. Allt er breytingum undirorpið, og svo er um hátíðir lands- manna eins og svo margt annað. Um eitt skeið var 2. ágúst einhver mesti hátíðis- dagur þjóðarinnar, og sann- arlega ekki að ástæðulausu, því að hann var tákn um mikilvægan áfanga í sókn þjóðarinnar til frelsis og' sjálfstjórnar. En síðan hefir mikið vatn runnið til sjávar, og þessi dagur hefir orðið að þoka í skuggann, er í raun- inni horfinn í sömu merk- ingu og hann var áður — auk þess sem hann ber ekki upp á ,,réttan“ dag nema eridrum og eins — enda hafa aðrir dagar tekið við af hon- um. En þessu þarf að breyta. Það þarí' að minna þjóðina betur á það, að það voru stórtíð- indi, sem þjóðhátiðin í ágúst var haldin til að fagna og minnast. Verzlunarstéttin hefir um all-langt skeið helgað sér fyrstu helgina í mánuðinum og hún gerir það enn, en þó er ekki sami blær yfir deginum og áður. Þeir eru svo margir, sem leita út í náttúruna og upp í óbyggðir, að Reykjavík, sem er miðdepill slíkra há- tíðahalda, verður í raun og veru „dáuður“ bær. Verzlunarstéttin þarf að gæða þenna dag sinn nýju fjöri, gera hann að baráttudegi sínum, þar sem hún kynnir störf sín, þarfir og þjónustu fyrir almenning. Þessi stétt hefir sætt skipulögðum of- sóknum ríkisvalds og stjórn- arflokka, en þó fyrst og fremst sá hluti hennar, sem nýtur ekki óbeinna ríkis- styrkja með skattfrelsi. Það er löngu viðurkennt, að það var ekki sízt verzlunarstétt- inni að þakka, að íslending- ar urðu fjárhagslega sjálf- stæðir, en nú er þessi sama stétt vargur í véum. Hún á vissulega tilverurétt eins og allar aðrar, og það er einmitt það, sem hún verður að vekja ' almenning til umhugsunar um. Slysahætta á þjóðvegum. Viða um lönd er gengið að því sem vísu, að hver ,.löng helgi“ eða tveir eða þrír samfelldir frídagar hafi í för með sér gífurlegan slysa- fjölda og dauðsfalla, svo að líkja má við snarpa viður- eign á vígvelli. Ekki vantar, að slysavarnafélög hvetji menn til varúðar, en samt er það svo, að slysunum held- ur áfrarn að fjölga. enda er erfitt að ná til fjöldans með aðvaranir, og enn erfiðara að fá menn til að sinna þeim. Slysafjöldinn virðist a. m. k. ekki benda til þess, að menn fara eftir þeim aðvörunum, sem út eru gefnar. Nú fer ein af þessum hættulegu lielgum í hönd hér hjá okk- ur, og allir, sem vettlingi geta valdið, munu taka sig upp og fara úr bæjunurn og dreifast út um sveitir lands- ins. Bifreiðafjöldinn á þjóð- vegum verður meiri ?n nokkru sinni, og þar af leið- andi verður slysahættan meiri en áður. Þörfin á að- gæzlu er því sízt minni en áður og aðvaranir sjálfsagð- ar, þótt það sé undir hælinn lagt, hver árangur verður af þeim. En um léið og öku- menn setjast undir stýri á bílum sinum þessa dagana, ættu þeir að minnast þess, að bezt er að fara éftir hinu fornkveðna, að menn breyii svo við aðra, sem þeir óska, að aðrir breyti við þá. Vani5 alla daga. En þótt aðvaranir Slysavarna- félagsins og fleiri aðila sé tíðastar um helgar og ,,stór ■ hátíðar“ eins og nú, eru þær þó tímabærar flesta aðra daga allan ársins hring. Það er á allra vitorði, að bílslys- um, árekstrum með meira og minna alvarlegum afleið- ingum, fer ískyggilega fjölg- andi og það er eftirtektar- vert. að óhöppin og slysin verða helzt, þegar allar að- stæður til aksturs eru góðar. Iiinsvegar fara menn ósjálí- rátt gætilegar, þegar að- stæður eru erfiðar. Þetta bendir eindregið til þess, að það sé fyrst og fremst of mikill hraði, er slysunum veldur, euda virðist þaö liggja í hlutarins eðli. Það væri því ekki ur vegi fyrir ökumenn að hafa það hug- fast, að þeir komast venju- lega á leiðarenda, þótt þeir aki heldur hægar en venju- lega. og ef til vill girða þeii' einraitt fyrir slys með því. Kii’/i jn ofý triítitól; FRIÐUR Til frelsis frelsaði Ki'istur oss. Standið því fastir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok. Þetta segir Páll, postuli Krists. Kristur kom til þess að gefa 1 frelsi. Hann flutti stefnuskrá sina í fyrstu ræðu sinni, með ^ spádómsorðum Jesaja, sem hljóð uðu um hann: „Drottinn hefur sent mig til þess að boða band- ingjum lausn og láta þjáða lausa.“ Og hann varð frelsarinn, lausnarinnar, hinn eini, sem nefndur verður sliku nafni. Hiklaust má segja það, að frelsishugmyndir Vesturlanda og allir ávextir hvers konar raunverulegrar frelsisbaráttu. eigi sínar dýpstu rætur í boð- skap Krists. Fegurstu og sönn- ustu hugsjónir um gildi manns- ins, ábyrgð hans og sjálfsákvörð- unarrétt, komu ekki frá hinni glæstu Aþenu né hinni voldugu Róm, heldur frá litla, frægðar- lausa afkimabænum Nazaret. Það lausnarorð, sem þaðan barst hefur verið lifandi grómagn og leysandi þeyr í sögu hvítra manna, 'sem sífellt miðar að því að sprengja hvert helsi og losa hvern læðing, sem mannsandinn er reyrður. Að sama skapi sem hljóm- grunnur dofnar fyrir lausnarorð Krists og áhrif hans þverra, að sama skapi færist sérhver hejl- næm frelsishugsjón fjær veru- leikanum. Það mun áreiðanlega sannast. Mörgum virðist sem vér stefnum nú óðfluga áleiðis .til kaldrar, líflausrar vélrænnai' sið- menningar. Hinn hvíti maður, hinn kristni heimur, hefur ekki staðið fastur á grunni þeirra lifs- sanninda, sem bezt hafa örvað anda hans og frjóvgað menn- ingu hans í aldanna rás. Menn óttast það, að frelsið, sem fæðzt hefur Vesturálfu með þrautum. verði aftur að engu og ánauðar- ok verði á þá lagt. Sá uggur er ekki ástæðulaus. Hann er allt annað en rakalaus fyrir þá kyn- slóð, þá þjóð, sem flýtur sof- andi undir flaumi og vindum upplausnai'innar áleiðis til af- kristnunar. Frelsi er ekki sjálfstæði. Eng-* inn er frjáls, sem er agalaus. Páll segir enn: Þér voruð, bræð- ur kailaðir til frelsis. Notið að- eins ekki frelsið til færis fvrir holdið, heldur þjónið hver öðr- um í kærleika. Því að allt lög- málið er uppfyllt með þessu eina orði: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. En eí þér: bitist og etið hver annan upp, þá ; má svo fara, að þér 1ortírni.st í hver fyrir öðrum. Keppni getur verið holl. Heil-1 brigð keppni er nauðsynleg. En j hin frjálsa keppni hvítra mar.na hefur verið hemjulaus, frelsið hefur einmitt verið notað til fær- is fyrir holdið, til þess að þjóna og fullnægja skefjalausri græðgi og fíkn í veraldargæði, án tillits til bróðurskyldu og sanngirni — að ekki sé talað um kærleika. Af, i þessu heíur mannkyn sopið j beizkt seioi i lamandi stéttabar- j áttu, háskalegu þjóðahatri og ( stórstyrjöldum. Og nú er \issu- lega sú hætta yfirvofandi, að mennirnir tortímist hver fyrir öðrum. Einhver hefur likt frelsinu við j urigt og æltgolt ávaxtatré. Því meir sem greinar þess eru ag- aðar, því meiri verður vaxtar- máttur þess og upþskeran riku- legri. En sé það ekki tamið í vextinum, verður það villt og ónýtt. Sama máli gegnir um manninn. Ef hann gerir frelsi sitt að sjálfræði, gefur sín- gjarnri sjálfshugð sinni lausan taum, lætur fýsnir og girndir fara sínu fram, þá verður hann innan tíðar ánauðugur þræll og böðull á sjálfan sig, engu síður en aðra. Kristur frelsar til fúsr- ar hlýðni við vilja sinn. Og vilji hans er lögmál lifsins. Sá einn er i sannleika frjáls, sem gengzt undir leiðsögu hans. Því að mað- urinn er skapaður til þess. Við höfum frjálsræði til þess að falla frá Guði, rísa gegn Guði, brjóta boð hans, traðka vilja hans. Við höldum, að það sé frelsi að gera þetta. Það er blindni, sem við erum haldnir. Fiskurinn er frjáls að því að stökkva á land. En þar er honum ekki frelsi búið, held- ur dauði. V'atnið er lífssviðið, sem honum er áskapað. Þar er hann frjáls. Fuglinn ér frjáls að því að segja skilið við loftið. En hann er ekki frjáls lengur, þeg- ar hann liefur ekki loft undir vængjum .Við getum snúið baki viö Guði og farið að haga lífinu eins og hann væri ekki til. Marg- ir halda. að það sé frelsi. En það er frelsi fuglsins, sem segir skil- ið við loftið, frelsi fisksins, sem heldur, að hann geti eins synt á þurru landi. Fyrir allmörgum árum kvað norska skáldið Arnold Överland til þjóðar sinnar: „Má þú kristna krossinn brott úr fána þinum og lyftu. honum hreinum og rauð- um. Lát engan bjóða þér þá blekkingu, að frelsarinn sé fædd- úr.“ Hann átti eftir að lifa það að komast undir „hreman", kross- lausan fána með þýzku haka- merki. Og hinn annar „hreini" fáni, með hamrinum og sigð- inni, missti líka aðdráttaraflið í augum þessa róttæka skálds. Við kjósum ekki það „frelsi", sem gengur undir merki afmáðr- ar kristni, þegar það birtir á- sjónu sína grimulausa. Það reyndist ánauðarok'. En hvað kjósum við í reynd? Hvert stefn- ttm við, Islendingar? Nær Kristi? Til vaxandi áhrifa hans? Eða sveigist hugsun og þjóðlíf i allt aðra átt? Og hvert stefn- um við þá? I I Kui'teisi og viðskipti. Það hefur oft á liðnum tíma I verið kvartað yfir því, að ekki | væri svarað svo kurteislega í , síma hjá sumum viðskiptafyrir- tækjum sem skyldi, stundum jafnvel af mégnustu ókurteisi, J en yfirleitt má segja, að nú orðið teljist það til undantekninga, að J ekki -sé svarað kurteislega í síma j hjá heildsölufyrirtækjum og verzlunum, enda munu flestir forstöðumenn slíkra fyrirtækja leggja á það áherzlu nú orðið, að velja til starfa fólk, sem er kurteist, enda fyrirtækjunum alveg augljós hagur að kurt- eisri afgreiðslu. „Gramur“ hefur Vantar „krydd“ í brezkar myndir? Brezkar kvikmyndir eiga vaxandi vinsældum að fagna víða um lönd, en þær faila Parísarbúum ekkert sérstak- lega í geð. Nýlega var birtur í Parísar- blcðum listi yfir 30 kvikmynd- ir, sem inest aðsókn var að, og var þeirra meðal ekki nema ein albrezk mynd, og hún var sú 15. í röðinni, og fjallar um Ríkharð III. Ekki er þess getið hvað það er. en það er sýnilegf, að eitt- hvað vantar í brezku mynd- irnar, sem Parísarbúum finnst krydd. beðið fyrir eftirfarandi, kvartar hann yfir afgreiðslu hjá Græn- metisverzlun landbúnaðarins, sem hann kveðst skipta mikið við. „Nú, þetta er Grænmetið". „Það mun vera orðin venja hjá flestum fyrirtækjum, er hringt er til þeirra, að svarað er kurteislega og nefnt nafn fyrir- tækisins, sem hringt er til. Sum- staðar bjóða símaafgreiðslu- stúlkur jafnvel kurteislega góð- an dag, og er það til fyrirmynd- ar. Þessi háttur er ekki hafður á hjá Grænmetisverzlun land- búnaðarins, en ég tel að slík stofnun eigi ekki að hafa í þjón- ustu sinni nema kurteist fólk. Þegar ég hringi þangað er svarið jafnan ,,já“, stutt og laggott. Ný- lega varð ég sem oftar, er þannig var svarað, að spyrja hvar þetta væri, og var þá svar- að með þjósti: „Nú, þetta er Grænmetið". „Hann svarai' ekki í sínia“. Ég bað þá um að fá að lala við sölumann. Því var svarað: Hann er upptekinn og svarar ekki í síma. Skildist mér af þessu, að ekki væri nema um einn sölumann að ræða. Sé svo, er vitanlega engin von til að aí- greiðslan gangi greiðlega, þar sem fjöldi verzlana og fleiri stofnanir munu verða að ná tali af honum fljótlega, þegar kart- öflubirgðir berast, eftir að kart- öflulaust hefur verið. Ég vil taka fram, að sölumaðurinn, sem þarna er, er jafnan kurteis og góður viðskiptis. — Væri nú' til of mikils mælst hjá þessu fyrir- tæki, að svarað væri kurteislega í sima, og ef sölumaðurinn er ekki viðlátinn vegna anna, — að boðist væri kurteislega . til að taka niður pöntun — og yfirleitt að svara jafnan kurteislega. Viðskiptavinirnir eiga heimtingu á að mæta kurteisi og lipurð. Hlutaðeigandi stoi'nuri er aö sjálfsögðu heimilt, að svara fvrir sig í þessum dálki. Varað við j,iniiheimtumönnum“. Vegna bréfs „Konu í Kópa- vogi“ til Bergmáls í gaer, hefir bæjarsímátjóri óskað að eft.ir- íarandi kæmi fram: Bæjarsíminn hefur ekki haft innheimtumann í fjölda ára. —- Afnotagjöldin eru gréidd af símnotendum á símátöðinni. Forráðamenn Landssímans lita mjög alvarlega á það ef ein- hverjir koma og segjast eiga að innheimta afnotagjöld og varar við slíku —- það hefur komið fyrir að viðkomandi menn hafi leikið slíkan leik gagnvart öðrum stofunum. — Um lagningu símans í Kópavogi er það að segja, að gert er ráð fyrir að lokið verði að tengja síðustu núnierin þar eftir tvo

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.