Vísir - 08.11.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1957, Blaðsíða 3
Föstudaginn 8. nóvember 1957 VfSIB Sögustaðir á I. Minnismerki. Þingvöllum. Fyrir allmörgum árum kom fyrir atvik, sem ekki þótti í góðu samræmi við marglofaða sögu- frægð Islenzku þjóðarinnar. Það var búið að týna Lögbergi, hin- nm forna fundarstað Alþingis á Þingvöllum. Þetta þóttu, að von- um, ill tíðindi, og óneitanlega dá- lítið auðmýkjandi fyrir þjóðar- stolt sjálfrar sö^ubióðarinnar. Við þessu ¦vár augljóslega aðeins eitt að gera, en það var að hefja leit að hinum týnda helgi- dómi, pg var svo gert. En þetta var ekki svo auðvelt, sem ætla Jnætii, þvi fleiri en einn staður þótti geta komið til greina, sem hentugur fundarstaður fyrir fjölmenna samkomu. Ýmsar á- giskanir komu fram um það, hver vera mundi hinn rétti, og verður það ekki rakið hér. Niðurstaða málsins varð sú, að hraunklappir nokkrar á suð- urbarmi Almannagjár, skyldu teljast vera „Lögberg", lögsögu- staður hins forna Alþingis. Og til þess að það týndist nú ekki aftur, var steypt ofurlítil fer- köntuð sementsplata ofaná eina hráunklöppina með ígreyptu orðinu „Lögberg", og með þvi virðist hafa þótt nægilega full- nægt minningu þessa fornhelga staðar, Ekki er því að léýná, að marg- ir voru ekki allskostár samfærð- ir um að staðurinn væri rétt ákveðinn, einkum vegna þess, hváð hann er raunverulega illa hæfur til meiriháttar þinghalds. án viðtækra umbóta, vegna halla í landslagi. En vafalaust mun þessi ákvörðun um Lögberg hafa verið gerð að ráði færustu manna á þessu sviði, og hefur próf. Matthías Þórðarson í bók sinni. Þlngvöllur, sem mun mega teljast tæmandi heimildarit um skipulag Alþingis til forna — og sem hér verður stuðst við um heimildir, fært sennileg rök fyrir þvi, að finna megi leifar af þeim umbótum á þessum stað, sem nauðsynlegar voru til þess að gera hann fundarhæfan. Hér skal ekki út í það farið, að rökræða niðurstöður höfund- ar um „uppbyggingu" hallans á Lögbergshæðinni, en aðeins bent á, að slíkt mannvirki hef ur hlot- ið að vera mjög umfangsmikið á þess tíma mælikvarða, og vafa- laust útheimt mikið árlegt við- hald. En sennilega skortir heim- ildir fyrir því, á hverjum hvildi sú skylda, að sjá um framkvæmd verksins, og leggja til þess vinnu afl og annan kostnað. En það er önnur saga, og verður ekki rædd hér. Mörg ár eru liðin síðan „Lög- bergsplatan" var staðsett, en ennþá verður þess ekki vart, að neitt frekara eigi að gera til minn ingar urn forna frægð stað- arins. Ennþá sjást Islenzkir fræðimenn staðnæmast hjá þess- ari „plötu" og þylja fræði sín um helgidóminn, af áhuga . og mælsku, fyrir fróðleiksfúsum útlendingum, sem horfa undr- andi í allar áttir í leit að ein- hverju virðulegu minnismerki um atburði þessarar fróðlegu sögu, sem verið er að segja þeim. En þar er ekkert að sgá, nema þessa lítt áberandi sem- entsplötu, bera,, berar J>raun- klappir, og yfír höfuð eyðilegt og vanrækt umhverfi..,., Það má vel vera, að við íslend- ingar séum orðnir svo tómlátir í seinni tíð um gömul hugðarefni, vegna hraðvaxandi og vandráð- inna viðfangsefna líðandi stund- ar, að við látum okkur það engu skifta, þó að ekkert sé g'ert til þess að halda minningunni um þennan sögufræga stað vakandi, annað en að flytja dálítinn sagn- fræðipistil hjá „Lögbergsplöt- unni" þegar útlendingar, sem á að sýna sérstaka viðhöfn, eru þar viðstaddir. En ég hefi góðar heimildir fyrir því, að margir út- lendir ferðamenn telja þetta ekki fullnægjandi, en margir þeiiTa koma hingað meðfram í þvi skyni að skoða þennan sögu- fræga stað, sem þeir hafa lesið um í ferðamannabæklingum, sem íslendingar hafa sjálf ir gefið út, og vakið sérstaka at- hygli einmitt á þessum stað. Ég hefi ferðast nokkur sumur um þessar sióðir með útlendum ferðamönnum, og varð þess þá oft var, áð þeim fannst skorta á um viðeigandi minnismerki á þessum fomfræga stað. Og stundum var jafnvel spurt i góð- iátlegum ásökúnartón, þegar Lögbergsplatan var sýnd, eitt- hvað á þessa leið: Er þetta allt sem þið hafið gert til þess að halda uppi minningu þessa helgi- dóms ykkar, sem þið hafið lof- sungið svo í ræðum ykkar og Strax á miðju vori eða jafnvel fyrr, byrja tízkufrumuðir að leggja höfuðið í bleyti til að finna heppilega lausn á vetrar- tízkunni. Hér sést tnynd af hatti sem enskur tízki'.kóngur heldur fram að verði fyrirmynd að vetrarhöttum á komandi vetri. ritum, að við vorum jafnvel farnir að búast við að við yrðum að taka af okkur skóna áður en áðgangur væri leyfður að must- arinu eða táknmynd þess, sem við bjuggumst við að finna hér. Við Islendingar höf um löngum verið dálítið viðkvæmir fyrir skoðun útlendinga á okkur, en ef til vill er þetta orðið breytt eins og flest önnur' lifsviðhorf í umróti þessarar aldar. En hvort sem svo er eða ekki, þá er það naumast vansalaust að láta það dragast öllu lengur að gera eitt- hvað til þess að eyða þeim ömur- leik og vanrækslusvip, sem yfir staðnum hvílir, jafnframt því, sem við þó skoðum hann sem þjóðarstolt Islendinga, sem við getum verið hreyknir af að bsfa til sýnis fyrir útlendinga, og vlð önnur hátiðleg tækifærl. En hvað á þá að gera? Um það mundu vafalaust koma fram margar tillögur, ef eftir væri leitað, og þar sem ég hefi vakið máls á þessu efni, vil ég leyfa mér að koma fram með eina slíka til- iögu, og hér er hún. Byggja þarf af hallan á Lög- bergshæðinni að sunnan — og ef til vill einnig gjáármegiri að einhverju leyti, eins og ætla rná að verið hafi í fornold, til þéss að fá þar nægilega stóráh, halla- lausan og hringlagaðán fiöt uþpf á hæðinni, vestán við Lögbergs- plötuna. I flötina þarf að bera gróðui'mold og rækta þar gras- flöt.,— til málá kæmi að hafa skrautblómabeð i kring við jaðar flatarins. Á miðjum fletinum byggð Lögrétta í fornum st.il, og helst í fullri stærð ef við verður komið, þar sem sýnd er sæta- skipan, lögsögumannsrúm og annað, sem skipulaginu tilheyrir. Girðing flatarins átti að vera þannig gerð, að; hún gæti jafn- framt verið vébönd lögréttunnar. Jafnvel þó að færa megi nokk- ur rök að því, að Lögrétta hafl aldrei verið staðsett upp á Lög- bergshæðinni, þá er minnismerki um hana hvergi betur staðsett en þar uppi. Lögrétta hef ur allan þann tíma, sem Alþingi var háð á Þingvöllum, verið meginmið- stöð þinghaldsins, en Lögberg að allega haft til.þess að birta þar lög og aðra tilkynningar, ef til vill vegna þess, að þaðan náði mál ræðumanna til fleiri áheyr- enda. Skipulag Lögréttu er, að því er virðist, betur þekkt en skipulag Lögbergs, að þvi er snertir mannvirki og sætaskipan. Sömu menn áttu sæti á báð- um stöðunum, svo sem miðpalls- menn Lögréttunnar og Lögsögu- maður. Öll embættisstörf Lög- bergs gátu raunverulega farið fram í Lögréttu, enda tók hún við þeim að fullu og öllu á síð- ari hluta þrettándu aldar þegar Lögbergsembættið lagðist niður. (Smbr. „Þingvöllur" bls. 167). Af þessum ástæðum er Lög- rétta sjálfkjörið minnismerki. hins forna Alþingis, og á þess- um stað. En ¦minning- Lögbergs á ekki þar með að falla niður. Minningu þess mætti sameina I.ÖPTéttunni á virðulegan hátt mað því að byggja stóra og vand aða vörðu við austurhlið Lög- réttunnar í stað oftnefndrar „plötu", og fylgja þar með göml- um þjóðarsið. En eins og kunn- ugt er, var það ævaforn þjóðar- siður Islendinga að byggja vörð- ur, ekki aðeins til leiðbeiningar ferðámönnum á vandrötuðum leiðum, heldur engu siður til minningar um atburði, sem minnisverðir þóttu. Smbr. t. d. Hallbjarnarvörðui' á Bláskóga- heiði, sem munu vera meðal fyrstu skráðra örnefna — ef ekki þau allra fyi'stu á þessari sögu- frægu þingfararleið. Varðan þarf að vera vandlega hlaðin og sterk, með flaggstöng upp úr miðju, og nafnið Lögberg letrað á allar hliðar hennar, sem gert er ráð fyrir að séu fjórar. Að öðru ieyti sé búið að vörðunnf á sama hátt og Lögréttunni með gróðurfleti og girðingu (vébönd- um). En jafnvel þó að þannig lagað minnismerki um Alþingi til forna megi teljast allveglegt, svo langt sem það nær, er það þó engan veginn fullnægjandi eða fullgert, nema það jafnframt sé gott- lifi sögunnar ef svo ma segja þannig, að það haldi henni sífellt vakandi með því að minna stöðugt á þann merkisatburð úr þingsögunni, sem frá upphafi hefur sett svip sinn á" allt þjóð- lífið, og ráðið athöfnúm þess að mjög verulegu leyti í gegnum aldirnar, og jafnvel allt fram á vora daga. Og það þarf ekki lengi Frh. á 9. síðu. ''¦' Hverskonar mm auðjöfrar ndaríkjanna? reru þeÍM' háiaw eða wltggiiM'ðaw- tnewtn pjáöar sinnar"? Fyrir nokkru er komin út í danskri 'þýðingu bók um hina jniklu auðjöfra Ameríku, sem voru atbafnasamastir á síðustu öld og fram á þessa. Eftir borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum og fram yfir heimsstyrjöldina fyrri bar mik- ið á þessum mönnum. Þeir not- færðu sér hinar gífurlegu auð- lindir landsins og breyttu þjóð sinni sem aSallega var þjóð bænda og handverksmanna, í stærstu iðnaðarþjóð í heimi. Höfundur bókarinnar (Stew- art H. Holbrook) skyggnist ekki mikið inn í það hvers vegna þróunin varð þessi, sem fyrr getur. En honum verður mjög starsýnt á siðgæði þessara auðugir ævintýramenn, scm svifust einkis og létu reisilög- gj.öfina . varla hindra sig, eða voru þeir, þegar á allt er litið, mikilhæfir frumherjar og vel- gerðarmenn lands síns, á þeim tíma þegar mikilla átaka var þörf? Ríkið fjárhalds- maður allra, Höfundur lætur þess getið að síðustu, að skemmtilegt sé að hugsa til þess að nöfn þessara manna sé nú tengd ýmsum Stcfnunum, sem eru helgaðar listum, bókmenntum og vísind- um. Þykir honum líklegt að Ameríkumenn muni síðar líta með stolti yfir þetta tímabil, I skapaði skyndilega endurreisn ií landi þeirra. sem var þá svo jungt. i Svipað mun viðhorf manna í Evrópu verða til sumra ríkis- manna í lönduni sínum, svo sem til rTóbsls í Svíþjóð og sjcðs þess, er hann stofnsetti, , til Jakobsens bruggara í Dan- mörku og NuffieÍds' lávarðar á Englandi. En nú hefir það gerzt báðum megin Atlantshafsins. a'ð mis- vitrar ríkisstjórnir hafa tekið að sér áð hafa yfirvit á fjármál- um og gerzt fjárhaldsmenn allra. Þar með fylgir svo skatta- 'áþjánin, sem alkunnug er. Mun I hún vafalaust koma í veg fyrir, jað menn geti í framtíðinni af jsjálfsdáðum varið fé sínu til iþeirra þarfa þjóðffélagsins, sem þeir telja, að hyggilegar og furðulegu manna. Voru þettaþégár hin furðulega framvinda æskilegar séu. Ríkin munu sjá um dreifingu fjárins og mun.u þá engir tindar stahda upp úr grárri flatneskjunni. Hann var ávallt gcður við fátæklinga. Þó að bókin sé ekki ætluð til að vera sögulegt yfirlit, er þarna auðugt mj'ndasafn að skoða, óvæntar upplýsingar og sérstaklega skemmtilegar og kímilegar sögur.. Er því bókin regiulega skemmtileg aflestrar og geta þ'eir sem vilja myndað sér marglita heildarmynd úr atburðum og mönnum. Einn af frumherjunum er David Drew, en hann hefir ver- ið skrítinn heimaalningur. Seg- hann, „að hann hafi bókstaflega ekki getað komizt hjá því aS verða milljónamæringur". Ekki entist þó auðurinn honum alla tíð. Jim Fisk, „ofursti"^ sem mjög þótti gaman að klæðast einkennisbúningum, var, uppi þegar mest gekk á um járn- brautarlagningar. Hamj . dró aldrei neinar dulur á það; að hann. væri prakkari. Og þegar. gullkaup nokkur voru á döf- inni og þingnefnd. var skipuð til að rannsaka' málið og í ljós kom, að bæði þingmenn og jafnvel frændi Grants forseta voru flæktir í málið þótti Físk þetta skemmtilegasti hrekkw, Svo virðist, am £61M hsS. líka þótt aðfarir Is»S ^EéaO^h legar, því að þ glE u&SZá WS jarðaður, fylgdi qm*m :e£rm manns til gra.ií1. iiái*;.v v-:t? skotinn til bans «jf afte^4jMiS*i um kepþinaut í 6&QXS3ffliX$& «¦• hanh átti nefrifega fjðlða S* vinkonum. f líkræðu shrni sagSi presfes?!. inn um hann, „aS hann hafi verið mjög gjöfull maðux, gjö?«< ull á gott og iilí. Og hefði S2$M verið gjöfull við fátæka". V« það talið skýringin á hinni fjðl- mennu jarðarför. Vanderbilt, Rockcfeller og Gould. Stórlaxarnir voru því n8KE allir „trúmenn" á sinn hátt —*•

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.