Vísir - 13.11.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 13.11.1957, Blaðsíða 1
12 síiur 12 síður Í47. árg. Miðvikudaginn 13. nóvember 1957 267. tbl. slenzkt skip á leið til Higerln meS skreið. Askja er fyrsta íslenzka skipið, sem flytur skreið þangað beint héðan. fslenzkt skip er mí á leið til Nigeríu með fullfermi af skreið. Er það i fyrsta skipti að skreið er flutt með íslenzku slcpi beina leið á áfangastað þar syðra. Það er Askja, hið nýja vöru- f lutningaskip Eimskipafélags Reykjavíkur, sem markar þetta heilaskref í flutningi íslenzkrar framleiðslu og flytur i þessari fyrstu ferð 500 lestir, sem fara til Lagos og Port Harcourt. Sigl- ingin til Nigeríu tekur þrjár vik- ur. Útflytjendur skreiðarinnar eru G. Helgason og Melsted og Þór- oddur E. Jónsson. Hafa þeir tvisvar áður sent skreiðarfarm beint til Nigeriu, en í bæði skipt- in með erlendum leiguskipum. Margir kostir. Það er aðallega þrennt, sem vinnst við að sénda farminn með íslenzku skipi beína leið til Nig- eríu, sagði Ragnar Borg hjá G. Helgason & Melsted, er Vísir innti hann frétta af þessu í gær. í fyrsta lagi er umskipun á farm- inum í Evrópu alveg úr sögunni. Skreiðarpakkarnir vildu týna töl- unni í hafnarbórgum Evrópu. Þar varð líka að lesa þá í sundur eftir merkjum. Var það seinlegt verk og kostnaðarsamt, bví pakk arnir líta allir eins út, en á grá- um strigaumbúðunum eru mis- munandi svört merki til aðgrein- ingar. Greiðsla kemur fyrr. I öðru lagi kemur greiðslan fyrir skreiðina mun fyrr I hend- ur okkar og er það mikið atriði. Og með þvi að flytja skreiðina með íslenzku skipi sparast gjald- eyrir og fyrirhöfn við leyfisút- vegun hjá yfirvöldunum til að taka erlend skip á leigu. Það er lika nokkur trygging f jTir því að varan líti vel út á áfangastað þegar hún er flutt beiní á mark- aðinn. Góðir möguleikar eru á því, að skipið fái farm frá Nigeríu i heimleið. Allmikið er flutt út af timbri frá Nigeríu til Miðjarðar- hafslandanna, og eru jafnan göð- ar horfur á að fá farm þar til Is- lands, t. d. salt frá Spáni. Erfiðleikar á flutningt. Allmiklir erfiðleikar voru um tíma að fá skreiðina flutta frá Evrópu til Nigeríu. Skipafélögin, sem héldu uppi áætlunarferðum þangað suður, vildu helzt ekk: við skreiðina eiga, en nú er málið leyzt á viðunanlegan hátt og veld ur þetta nokkurri farmgjalda- lækkun á skreiðinni. Það væri að vísu ódýrara að flytja skreiðina með skipi, sem gæti tekið stærri farm, en þar Framh. á 11. síðu. Óvenjumikið inn- anlandsflug. Óvenjumikið var um flug inn anlands í gær vegna góðra flugskilyrða og gcðs veðurs. Undanfarið hefur flug verið næsta stopult á ýmsa staði sök- um umhleypinga og hvassviðri- is, en í gær var flogið bæði vestur, norður og austur og hvarvetna ákjósanleg flug- og lendingarskilyrði. Flogið var til Akureyrar, Egilsstaða, Þing- eyrar, Flateyrar, Vestmanna- eyja, Blönduóss, Sauðárkróks. Zatopodky lézt í nótt. Útvarpið í Prag tilkynnti í morgun, að Zatopocky ríkisfor- seíi væri látinn. í gærkveldi var tilkynnt, að Jionum hefði enn þyngt. Zato- pocky var fyrir nokkru flutt- ur í sjúkrahús, þungt haldinn. Heilsu hans hafði farið mjög hnignandi í seinni tíð. Aðgerðir gegn uppreistar- möniíuíii í Alsír. Heimild einSurnýjuð með miklum- afkvæoamun. Fulltrúadeild fraaska þings- ins samþykkti í gær endurnýj- un heimildar til handa ríkis- stjórninni, til víðtækra aðgerða gegn uppreistannönnum í AI- sír. Var heimildin samþykí með 354 atkvæðum gegn 210. í París arfregnumi morgun segí: 'enn Mikið er talað um, að konung- dæmið verði endurreist á Spáni, og muni bá Juan Carlos, sonarsonur síðasta konungs þar, Alfonsos 13., taka við kon- ungstign. Og hér sést stúlka, Christina Cardenas de Becker að nafni, sem sögð er mikil vinstúlka nrinsins. EisenWwer cEndirbýr tiilög- iéí fyrir Natofundlin. Afstaða rf&mofcrata. — VSHi- búnaðnr og va§*jiir. Síldin ityrðra: Bjðrgyin fytiti í gaer. fremur, að haldið sé áfram hand tökum á AlsírmönnUm í París og öðrum frönskum borgum, en undanfarna mánuði hafa flokk ar Alsírmanna í Frakklandi fellt menn á víxl, hverjir fyrir öðram, og síundum verið gerð- ar beinar árásir, en stundum launmorð framin. I Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Síldveiðin í Akureyrarpolli hélt áfram í gær og í morgun voru bátarnir búnir að kasta, en ekki var vitað um afla þeirra. V.b. Björgvin, hvalveiðibátur Páls Pálssonar, sem nú er gerð- ur út til síldveiða af Niðursuðu- vei'ksmiðju Kristjáns Jónssonar, fékk i gær 350 mál eða um það bil eins mikið og hann getur bor- ið. í fyrradag fékk hann 220 mál, þannig að alls var hann búinn í gærkveldi að afla 570 mál. Garðar frá Rauðavík fékk i gær 150 mál, en áður var hann búinn að fá 30 mál. 1 morgun var Snæfell komið á veiðar auk framangreindra báta. Voru þeir allir búnir að kasta fyrir síld snemma í morg- un, en ekki var vitað um árang- ur. Talið er þó vist, að um all- mikið síldarmagn sé að ræða í Pollinum. Gervitunglin svífa enn um ske&. Pravda skýrir frá því í morg- un, að lokið sé rannsóknum varðandi gervitunglin, að öðru leyti en því, að beim verði gefn ar gætur áfram. Engin frekari merki munu heyrast frá þeim. Verður nú unnið úr gögnum þeim, sem fyrir hendi eru, en frá hvorugu tunglinu munu frekari merki gerast. -Blaðið hefur það eftir vísindamönnúm, að fyrra tunglið muni haldast á lofti til áramóta en.hið síð- ara sennilega talsvert lengur. V Ti',kynnt er ij Wádatfagtqn, að Eisenliower forseti hafi ósk- að eftir viðræðum við Adlai Stevenson, Ieiðtoga demokrata, um tillógur þær, er hann hyggst bera fram fyrir hönd Banda- ríkjastjórnar á Natofundinum í París, en hann hefst eftir rúm an hálfan mánuð. Talið er, að Adlai Stevenson hafi neitað að eiga nokkurn þátt í undirbúningi að tillög- unum, til þess a? demokratar geti verið frjálsir að gagnrýni á þeim. Hins vegar telur Stev- enson rétt að verða við óskum j forsetans, að ræða við hann, og mun hann þá segja honum álit sitt á þeim. Sameiginleg þjálfunarstöð. f fregnum í gærkveldi var sagt frá tillögu Jacksons öld- ungadeildarþingmanns um að komið yrði upp sameiginlegri' þjálfunarstöð til þess að her- menn allra bandalagsríkjanna gætu fengið tilsögn í meðferð I bandarískra flugskeyta. Vill Jackson, að þessi tillaga verði lögð fyrir Natofundinn. Viðbúnaður. Bandaríski hershöf ðinginn jPowell sagði í gær í París, að sprengjuflugvélar N. A.-varn- arbandalagsins væru reiðubún- ar dag og nótt að hefja sig fyr- irvaralaust til flugs, ef kjarn- orkuárás yrði gerð, og yrði þá svarað í sömu mynt. Hann kvað gervitunglin rússnesku engu breyta um styrkleikahlut- föllin í heiminum. | Álit brezkra blaða í morgun. . varðandi tillögurnar, sem Eisenhower leggur fyrir Nato- fundinn, er að demokratar muni ekki ginnkeyptk fyirir þeim. Hins vegar væri Eisen- hower það ómetanlegur styrk- ur, gæti hann komið því til leiðar, að hann hefði báða flokkana og þar með þjóðar- fylgi að baki sér í þessum mál- um. . Kjarnorkutilraunir Breta. Macmillan sagði á þingi í gær, er hann svaraði fyrir- spurn, að Bretar myndu ekki gera frekari tilraunir með kjarnorkuvopn á Jólaeyjarsvæð inu fyrst um sinn. Hann tók m. a. fram: Bretar gera aldrei árás á Ráðstjórnarríkin eða fylgiríki þeirra, né nokkurt annað land, en þeir munu standa við allar skuldbindingar við bandamenn, sína, um varnir og annað. FKóttamenn gruna^ir um spellvlrki. Stjórnin í Líbanon hefur ákveðið að herða eftirlit meS flóttamönnwn í landinu. Verður þeim framvegis bannað að vera f jarverandi um nætur úr búðum þeim, sem út- búnar hafa verið handa þeim. Telur stjórnin að flóttamenn þessir, sem eru flestir Pale- stinu-Arabar, eigi sök á mörg- um sprengjutilræðum að und- anförnu. Engin síldveiði í nótt; sæmilegur afli af ýsu. BirgBir af nföursoMtum fiskibollum á jsrotum. Frá. fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Höf rungur kom með 30 tunnur af síld og Keilir með 20 tunnur í gær. Bátarnrr fóru á sjó aftur í nött en urðu ekki varir. Muninn frá Sandgerði fór út snemma í gær og lagði 20 net í Skerjadýpinu og fékk í þau 35 tunnur, eða næstum tvær tunnur í net. Hann Iagði netin aftur, en fékk þá ekki neitt. í ráði er að fleiri bátar frá Akranesi fari á slld, þó útlitið f jrir veiði sé allt annað en gott eins og stendur. Eru það bátar frá Heimaskaga h.f. og róa þeir næstu daga ef tekst að ráða á- höfn á þá. Það er fyrst og fremst beitu- skorturinn, sem knýr menn til að gera út bátana í síldarleit, því skammt er til vertiðar og engin beita til enn, Trillubátar hafa verið að fiska vel síðustu þrjá daga. Hafa þeir fengið frá 1500 kg. til 2500 kg. í róðri, sem má teljast mjög gott. Ýsan, sem trillurnar hafa komið með, er lögð upp í niðursuðuverk smiðju Haraldar Böðvarssonar. Mjög litlar birgðir eru til af nið- ursoðnum fiskibollum, því erfið- lega hefur gengið að fá hráefni til niðursuðu 1 sumar og í haust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.