Vísir - 13.11.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 13.11.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 13. nóvember 1957 zA GATHA J^HRISTIE 0at Íeiíit y lifflja tii... 68 er hún las upp fyrir mönnum nöfn þau og tölur, sem hér skiptu mestu máli. Hún lýsti greinilega hinu mikla og flókna neti, sem notað hafði verið til þess að soga fjármagn úr umferð, og ausið í staðinn í starfsemi þá, er miðaði einungis að því að kljúfa iheiminn í tvœr fjandsamlegar fylkingar. Hér var ekki um neinar fuilyrðingar út í bláinn aö ræoa. Hún benti á sannreyndir og tölur til sönnunar framburði sínum. Sumir höfðu ekki trúað sögunni um tilgátu og ferðir Carmichaels, en þeir hinir sömu reyndu ekki að véfengja skýrslu ungfrú Scheele. Dakin tók aftur til máls, er ungfrú Scheele hafði lokið skýrslu sinni. „Henry Carmichael er látinn,“ mælti hann. „En úr hinni síðustu hættulegu ferð sinni kom hann með sannanir, sem ekki verða dregnar í efa. Hann þorði ekki að bera þær á sér, því að hann vissi, að fjandmennirnir voru hvarvetna á hnotskóg eftir honum. En hann var maður vinmargur. Hann leitaði til tveggja vina sinna, og fékk þeim í hendur sannirnar, sem hann hafði aflað, og þeir áttu að fela þær í umsjá enn eins vinar hans — manns, sem allir íbúar þessa lands virða og auðsýna lotningu. .Sá maöur hét því að koma hingað í dag. Eg á við Hussein el Zyiara, héraðshöfðingja í Kerbela.“ Hussein el Ziyara var frægur í öllum löndum Mohameðstrúar- manna, því að hvort tveggja var, að hann var talinn heilagur maður og skáld gott. Margir auðsýndu honum sömu lotningu og dýrlingi. Hann reis nú úr sæti sínu, og fannst öllum hann glæsi- legur maður. Hann var fagurlega búinn og af ásjónu hans ljóm- aði vizka og góövild. Hann tók til máls djúpri, hljómmikilli röddu: „Henry Carmichael var vinur minn. Eg kynntist honum, er hann var barn að aldri, og hann lærði að meta ljóð helztu skálda 'Okkar hjá mér. Tveir menn komu til Kerbela, menn, er hafa að atvinnu aö halda myndasýningar víðsvegar um landið. Þeir eru hrekklausir menn, er trúa á spámanninn. Þeir höfðu meðferöis toöggul, sem þeir sögðu, að Englendingurinn Carmichael hefði íbeðið þá að fá mér til varðveizlu. Eg átti að gæta bögguls þessa vandlega og meö fyllstu leynd,unz Carmichael kæmi sjálfur til að endurheimta hann eða til mín leitaði sendimaður, er hefði yfir fyrir mér tiltekin lausnarorð. Ef þú ert sá sendimaður, sonur minn, þá skaltu taka til máls.“ Dakin hafði yfir nokkur erindi úr arabisku kvæði, og er því var lokið, tók héraðshöfðinginn til máls á ný: „Eg segi eins og .skáldið — „Þér mun verða að ósk þinni....““ Að svo mæltu, afhenti hann Dakin böggul, sem hann hafði haft meðferðis. „Herrar mínir,“ mælti Dakin þá, „í böggli þessurn eru ljós- myndafilmur, sem Henry Carmichael hafði meðferðis til þess að sanna skoðanir sínar....“ Enn eitt vitni tók til máls — aldurhniginn maður, er virtist forotinn af mótlæti. Hann var gáfulegur á svip, og til skamms tíma hafði hann notiö virðingar og trausts góðra manna viðs- vegar um heim. Hann var virðulegur, er hann tók til máls, en foó sorgmæddur. „Herra mínir,“ sagði hann. „Innan skamms mun eg verða ákærður sem ótíndur svikari, en þótt eg sé brotlegur að því leyti, eru þó þeir hlutir til, sem eg get ekki þolað. Eg hefi komizt í kynni við hóp ungra manna, er búa yfir slíkri illsku í hjarta sínu og tilgangi, að enginn getur trúað því, sem kynnist því ekki af eigin raun.“ Hann brýndi raustina: „Framferði þeirra verður að stöðva. Við verðum að njóta friðar — friðar til þess aS græða sárin eftir ófriðinn og skapa nýjan og betri heim. Eg afréð að safna fé með óheiðarlegu móti og hafa það að mestu til eigin þarfa, en það veit trú mín, að svo fór um síðir, að eg tók að leggja trúnað á það, sem eg predikaði — en þó vil eg ekki ráða neinum til þess að beita sömu aðferðum og eg hefi gert. Eg skora á yður, herrar mínir, að taka nú höndum saman og byrja á nýjan leik....“ Örstutt þögn varð, þegar maður þessi — dr. Rathbone — hafði lokið máli sínu, en síðan var sagt með skrækri, blóðlausri rödd skriffinnans: 25. KAFLI. „Þaö, sem mér finnst verst,“ sagði Viktoria, „er að þessi vesalings danska kona skyldi vera drepin í misgripum í Dam- askus.“ „O, henni er alveg óhætt," svaraði Dakin glaðlega. „Jafn- skjótt og flugvélin yðar var lögð af stað, handtókum við frönsku konuna og fórum meö Gretu Harden í sjúkrahús. Hún vaknaði úr dáinu von bráðar, og varð ekki meint af. Þeir höfðu ætlað að foalda henni í dásvefni, meöan þörf væri á, eða unz þeir hefðu gengið úr skugga um, að allt? hefði farið, eins og þeir ætluðu, hér 1 Bagdad. Kún var vitanlsga starfsmaður okkar.“ „Er það?“ svaraði v'iktoria undrandi. „Já. Þegar Anna Sshegle fovarf, fannst okkur rétt að fá and- stæðingunum nokkurt umhugsunarefni, svo að við pöntuðum far fyrir Gretu Harden, og gættum þess vandlega, að hún ætti sér enga fortíð — hefði ekki verið til áður. Þeir gengu sam- stundis í gildruna, héldu að hún hlyti að vera Anna Scheele. Við fengum henni meira að segja ágæt fölsuð skilríki til að sanna það.“ „Var hin raunverulega Anna Scheele um kyrrt í sjúkrahús- inu, unz tími var til þess kominn, að kona dr. Pauncefoots færi til fundar við hann?“ spurði Viktoria. „Já, þetta var einfalt en bar tilætlaðan árangur. Ungfrú Scheele lítur svo á, að á hættutímum geti maður einungis treyst nánasta skiylduliði sínu. Hún er mjög gáfuð kona.“ „Eg hélt satt að segja, að úti væri um mig,“ sagði Viktoria. „Höfðu menn yöar raunverulega gætur á mér alltaf?" „Já, öllum stundum. Hann Edward yðar var ekki eins slyngur og hann hélt að hann' væri, svo sem þér vitið. í raun réttri höfðum við verið að athuga feril Edwards Gorings um all-langt skeið, Þótt hann hefði ekki hugboð um það. Þegar þér sögðuð mér sögu yðar nóttina, sem Carmichael var myrtur, var eg satt að segja dálítið áhyggjufullur yðar vegna, Bezta ráðið, sem mér flaug í hug, var að senda yður hiklaust á fund þeirra sem njósnara. Ef hann Edward yðar vissi, að þér stæðuð í samband við mig, mundi yður vera sæmilega óhætt, því að hann mundi þá gera ráð fyrir, aö hann gæti komizt að fyrirætlunum okkar fyrir tilstilli yðar. Þér munduö vera of mikilvæg fyrir þá, til þess að þeir mundu ráða yður af dögum. Og hann gat einnig komið blekkjandi upplýsingum til mín með aðstoð yðar. Þér voruð hlekkur milli okkar. En svo komuð þér auga á það, hvernig þeir létu annan mann taka að sér hlutverk Sir Ruperts, og þá komst Edward að þeirri niðurstöðu, að bezt mundi að hafa yður á öruggum staö, unz þörf’ gerðist fyrir yður (ef svo skyldi fara) — með öðrum orðum, ef þér þyrftuð að taka að yður hlutverk Önnu Scheele. Já, Viktoria, þér megið kallast heppin að geta setið þarna og hámað í yöur hneturnar." „Eg veit, að eg er heppin," svaraði Viktoria. Dakin spurði: „Takið þér yður það nærri — þetta með Edward?“ Viktoria leit á hann einbeitt á svip. „Því fer fjarri. Eg hegðaði mér eins og kjáni. Eg lét Edward leika sér að mér. Eg varð skotin í honum eins og skólatelpa — hélt, að eg væri Júlía og hann Rómeó, eða eitthvað því líkt.“ „Þér skuluö ekki sýta þess vegna. Edward kunni lagið á flestum konum.“ „Já, og hann hagnýtti sér það út#í æsar.“ „Það er hverju orði sannara,“ mælti Dakin. „Þegar eg verð næst ástfangin í manni,“ sagði Viktoria, „mun eg ekki sinna því, þótt hann sé fallegur. Eg vil fá raunverulegan mann — ekki neinn skjallkjaft. Mér er sama, þótt hann verði sköllóttur eða noti gleraugu. En þó vil eg, að hann sé skemmti- legur og fróður." kvöldvökunni E. R. Burroughs - TARZAW - 2ÆS1 Svertinginn stökk á Tar- zan og ætlaði að drepa hann, en það fór á aðra leið. Hann var ekki maður til að ráða niðurlögum apamannsins. — Dokaðu ögn við, sagði surt- ur. Remu ætlaði þér ekkert illt. Hélt aðeins, að það væri óvinur á ferð. Tarzan varð rólegri og sleppti svértingj- anum. Jæja þá, fylgdu mér ■til höfðingjans, ég þarf að tll/.-á*? sp.yrja hann nokkurra spurn inga. Afsakið ungfrú, hafið þér lof- að þessum dansi? Nei, það hefi eg ekki. Vilduð þér þá halda á vindl- ingnum mínum meðan eg dansa hann, ★ Konan hafði staðið í tuttugu mínútur í strætisvagninum með 1 fangið fullt af pinklum. Allt í einu finnur hún að komið er við handlegg hennar og lítur við. Sér hún þá mann er sit- ur makindalega við hlið henn- ar, og segir- Frú. vérið viðbún- 'ar við 42. götu, þá fer eg út. ★ Þú skalt bar tyggja tóbak þegar þú ert í brúnum fötum. ★ r' Það var í einu hannastélsboð- inu að kona ein sagði við aðra: Þessi gestur er einn laglegasti maður, sem eg hefi nokkurn tíma séð. Hann er ekki gestur, þetta er kj allameistarinn. Hvernig veiztu það? Geturðu ekki séð að hann er sá eini, sem kann sig í sam- kvæmi. * Maðurinn bað þjóninn um að ráðleggja sér einhvern drykk. Romm-toddý, svaraði þjónninn, í því er sykur, mjólk og romm. Sykurinn gefur orku en mjólk- in kraft. En rommið, hvað gefur það? Hugmyndir um það hvernig þú átt að nota orkuna og kraft- ana. ★ Eftir einn sjúss fannst lion- um hann tíu árum yngrí, Eftir þann næsta sem hann væri nýr maður og eftir þann þriðja sem barn í annað sinn og skreið heim til sín. ★ Mig vantar arsenik handa tengdamóður minni. Hafið þér lyfseðil? Nei, en hér er mynd af henni. ★ Ungi maðurinn 1 nætur- klúbbnum starði svo fast á ungu stúlkuna, að hún fór hjá sér, — Lízt þér ekki ,á demant- settu gullflugvélina, sem eg hefi á brjóstinu? spurði stúlk- an. — O, eg var nú aðallega að horfa á iendingarstaðinn, sagði ungi maðurinn. ★ — Eru allir komnir út? spurði strætisvagnsttjórinn á stanzinum. -—- Bíðið, eg' ætla að taka fötin með mér, sagði kona aftarlega í vagninum. Allir litu við. Þetta- var þvottakona með fataböggul. Svar við landafræðikross- gátu: 1. Kalabría, 2. Londonderry, 3. Everest, 4. Timbuktu, 5. To- ledo, 6. Aboukir, 7. Florida, 8. Jötunheimar, 9. Öndverðarnes, 10. Liverpool, 11. Laos. Fyrstu stafirnir lesnir niður: Klettafjöll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.