Vísir - 13.11.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 13.11.1957, Blaðsíða 3
MiSvikudaginn 13. nóvember 1957 VfSIB George Ðotsover: Fjörutíu ára iðnvæðing Ráð§tj órnarrík| anna Idii btjliintjiin v€tr lutfiit fyrir hyitÍMtytinti. £n vcrkalýðsíclöjíin eru ríkis- fvriríækí. Hinn 7. nóvember voru 40 ár liðin frá Jjví kommúnistar brut- ust til valda í Rússlandi í nafni verkalýðsins. Sú var yfirlýst stefna kommúnista og mark, að gera þjóðfélagslega byltingu og byggja upp stéttalaust, socialistiskt þjóðfélagskerfi, þar sem þjóðnýting kæmi í stað éinkaeignar og reksturs. Að sumu leyti er það mikil- vægasta afrek þeirra, og það, sem mesta athygli vekur, að þeir hafa á liðnum 40 árum komið til leiðar þeirri breyt- ingu, að Ráðstjórnarríkin — áður fyrr aðallega land bún- aðarframleiðslu — urðu mesca iðnaðarland álfunnai’, og næst- mesta iðnaðarland heims, — það er tekið annað sæti, næst á eftir Bandaríkjunum. Iðnbyltirigin — en henni var hraðað svo sem mest mátti verða, kostaði miklar fórnir, og sú þjóðfélagsskipun, sem kom- in er til sögunnar með iðnvæð- ingunni, er furðuleg bg af skræmd mynd af þeirri hug- mynd, sem kommúnistar upp- haílega gerðu sér um hið stétt- lausa, sósíalistiska þjóðfélag. Iðnvæðingin var hafin. Iðnvæðingin hófst í rauninni ekki með byltingu kommúnista. Hún var komin til sögunnar á seinazta skeiði keisaraveldis- ins, en Rússar áttu þá langt i land að ná eins langt á sviði iðnvæðingar og þær Evrópu- þjóðir, sem þar voru lengst komnar, Þjóðverjar, Bretar og Frakkar. Fyrri heimsstyrjöldin og borgarastyrjöldin, sem háð var eftir valdatöku kommúnista, töfðu framsóknina á sviði iðn- aðar, og þegar borgarastyrjöld- inni iauk í árslok 1920, hafði dregið stórkostlega úr iðnaðar- framleiðslunni. Árið 1921 boðaði Lenín hina nýja efnahagsstefnu sína, þar sem miðað var að efnahagslegri viðreisn, með hlunnindum í þágu einkaframtaks, og um 1927 var iðnaffarframleiðslan aftur orðin ámóta og 1913. Afleiðing- in var sú, að 1928 taldi Stalín og kommúnistaflokkurinn fært, að hefja stórsókn á hendur einkaframtakinu, sem þeir töldu keimlíkt kapítalisma. Samtímis var gerð 5 ára áætl- un, sem varð fyrirrennari margra slíkra, í þeim tilgangi að koma á efnahagslegum um- bótum með hraðri iðnvæðingu og samyrkjubúskap og stór- aukinni vélanotkun í landbún- aðinum. Ekkert lát á byltingunni. Þar með var iðnbyltingin hafin og á henni hefir i rauninni ekkert lát orffið, þrátt fyrir alla eyðinguna og truflanirnar af völdum herskara Hitlers í síð- ari heimsstyrjöldinni. Nokkrar tölur má nefna, sem sýna greinilega hversu stór- kostleg iðnbyltingin hefir ver- ið. Frá 1928—1956 jókst kola- framleiðslan úr 35.9 upp í 426 millj'. smálesta, eða m. ö. o. tólf faldaðist; stálf ramleiðslan jókst úr 4.3 upp í 48.6 millj. smál.; sementsframleiðslan jókst úr 2 upp í 22 millj. srnál. eða 11-faldaðist eins og stál- framleiðslan, en olíuframleiðs- an sjöfaldaðist — jókst úr 12 í 84 millj. smál., en raforkufram- leiðslan 40-faldaðist næstum, jókst úr 5 í 192 millj. kwst. Á þessum sama tíma hefir einnig verið komið örugglega á fót möi’gum iðngreinum, vélaiðnaði, málmiðnaði, efna- iðnaði o. s. frv., og miðað að því, að Rússar yrðu þar sjálfum sér nógir eins fljótt og verða mætti. Lítið fyrir almenning. Einnig urðu miklar framfar- ir á sviði flutninga. Flutningar á járnbrautum eru tífalt meiri en 1928 og 15 falt meiri en 1913. Framleiðsla á ýmsum vörum til almenningsþai’fa liefir hins- vegar ekki komizt í námunda við framleiðsluna á sviði þungaiðnaðar. Er svo langt frá því, að alltaf hefir verið skortur á henni. Því fer fjarri, að iðnvæðingin hafi einvörðungu eða nær ein- vörðungu vei’ið framkvæmd í vesturhluta landsins, þar sem öll helztu iðjuver landsins áð- ur voi’u, heldur hefir miklum iðnaði verið komið á fót í héruð- unum austur af Volgu, Kazakh- stan og Suður-Síberíu. Mikil áform eru á döfinni um aukna iðnvæðingu í Austur-Síberíu. Nokkrum iðnaði hefir jafvel verið komið á fót norðan heim- skautbaugs til stórmikilvægrar framleiðslu (nikkel, kol, blý). Fólksflutningar úr sveitunum. Af iðnbýltipgunrii hefir að sjálfsögðu leitt, að starfsfólki í iðnaði hefir fjölgað stórkost- lega. Fjöldi fólks hefir flutzt úr sveitunum til iðnstöðvanna, nýrra og gamalla. Frá 1923 hef- ir tala starfsfólks í iðnaði sex- faldast, og íbúatala fólks í borg- um og bæjum þrefaldast. Auk þess 'hafa milljónir manna flutzt, ýmist sem sjálfboðaliðar eða samkvæmt skipun, frá vest- ui’héruðum Ráðstjóx’narx’íkj- anna austur á bóginn, þar sem nýjum iðnaði hefir verið komið á fót, stundum til héraða, sem áður voru mjög strjálbyggð. í fyrstu voru flestir nýju vei’kamennirnir í iðnaðinum óþjálfaðir og óvanir verk- smiðjuaga, og þeir gei’ðu yfir- völdunum á marga lund erfitt fyrir, með því að flytja stað úr stað og skipta um atvinnu, í von um að geta komið sér fyi’ir við þolanlegri lifsskílyrði, en stjórninni tókst smám saman að leysa þetta vandamál með ýmsum aðfei’ðum. þjálfuii og .fræðslu og með því j að setja strarigar reglur, að við- lagðri þungri hegningu ef brotnar voru. Þá var stöðugt breikkað bilið milli hinna ýmsu launaflokka og farið að i veita afkasta-vei’ðlaun. Vald stjórnarinnar var aulsið. Hin mikla aukning' í iðnaðin- um í Ráðstjórnai'i’íkjunum er af sumum talin að þakka því, að gei’ð var skipuleg áætlun fyi’ii’fram af stjórninni, fyrir , allt landið, en aðrir þakka ! aukninguna þeii’ri stefnu, að hvei’fa frá einkafi’amtaks framleiðslu til þjóðnýtingar. ■ Hvorug staðhæfingin er þó full- nægjandi skýring, og það verð- ur a- m. k. að taka tillit til ann- ars, sem hefir haft mikil áhrif. i í fyrsta lagi, með því að gera iðnaðinn að almenningseign 'var það í reyndinni sama sem að gera hann að ríkiseign og að iðnaðurinn var settur undir yfirstjórn ríkisins. Þar með var vald ríkisstjórnarinnar mjög aukið og gei’ði valdhöfunum kleift að knýja áfram iðnvæð- inguna með miklum hraða, al- veg án tillits til óska verka- lýðsins eða þjóffarinnar í heild. í öðru lagi, vegna eini’æðis- j valds Stalíns og félaga hans! gátu þeir krafizt mikilla fórna af þjóðinni, er varð að sætta sig| við að geta 'ekki bætt lífskjör! sín, meðan öll stund var lögS ( á víðtækari þungaiðnaðarfram- leiðslu, æ víðtækara sam- yrkjufyi’irkomulag í landbún- aði og stöðugt öflugri landher, flugher og flota. Að Stalín látnum. Eftir andlát Stalíns hefir verið látið í té meira af hrá- efnum til hinna léttari iðn- greina, sem fi’amleiða vai’ning í almennings þágu, en enn sem fyrr er við lýði sú kenning kommúnista, að þungaiðnaður- inn verði að njóta foi’réttinda. Sú þjóðfélagsskipun, sem komin er til sögunnar samtím- is iðnvæðingunni líkist mjög lítið draumum Engels og Marx. Ríkið hefir orðið æ öflugra — vald þess hefir ekki farið dvín- a”' > -e:rs og Marx spáði að vei'ða mundi, þegar gengið væri af einkaframtakinu dauðu. Það gr sovét-i’íkið, en ekki sovét-vei’kamennii’nir, sem eiga verksmiðjurnar og allt, sem þær framleiða. Yfirráðin eru í reyndinni í höndum em- bættismannanna, sem fram- kvæma fyrirskipanir valdhaf- anna á sviði efnahags- , at- vinnu- og framleiðslusmála, sem á öðrum sviðum, út í æsar. Verkalýðsfélag — ríkisfyrirtæki. í rauninni hafa vei’kalýðsfé- lögin einnig verið gerð að rík- isfyrirtækjum. í þeim er oi’ðin mikil breyting á öllu frá því sem var á byltingartímanum og fyrstu árin eftir byltinguna, er verkalýðsfélögin voru miklu ráðandi. Frelsi þeirra var tal- inn hemill á framleiffslunni og þau smám saman gerð háðai'i valdhöfunum. Sóvétþjóðfélags- skipun varð ekki sú, að til sög- unnar kæmi stéttlaust þjóðfé lag, heldur þjóðfélag í viðjum, þar sem æðstu menn ríkis og flokks eru öllu ráðandi. Sumir athugendur halda því fram, að með því að skapa bet- ur menntaða og þjálfaðri iðnað- arstétt og' hæfari ráðsmenn iðnaðarstofnana, hafi náðst sá árangur með þróuninni í iðn- bylting'unni, að upprættur hafi vei’ið þekkingarskorturinn og seinagangurinn og margt ann- að', sem var til ills eins, en gerði Framh. á 9. síðu. Þegar Istanbul Kvölds hins 6. september 1955 bi’aust út eitthvert versta skríl- æðisuppþot, sem sögur fai’a af nú á dögum, í hinni gömlu höfuð borg Tyrklands — Istanbul. Tryk neskur múgur lagði í auðn 2000 hús og 4000 verzlanir, brenndi 29 kirkjur og stórskemmdi 31 kirkju í viðbót. Tjónið af þessu múgæði nam um 100 milljónum dollara, áður en lauk. Klúkkan sex þetta þi’iðjudags- kvöld var Taksimtorgið, um- ferðarmiðstöð boi’garinnar, í sínu venjulega glaðlega ástandi. ' Mannfjöldinn sti’eymdi inn og út úr kaffihúsunum umhverfis torg ið, sporvagnaniir hringdu, leigu- bilarnir þeyttu horn sín og allt var iðandi af umfei’ð. Meðfram Istiklal Caddesi (Sjálfstæðis- götu), aðal verzlunargötu boi’g- a'rinnai’, stönzuðu vegfarendur og skoðuðu í sýningarglugga verzlananna. Veði’ið var milt og heiðskirt loft. Ilr Reeders' Dígesi eftir F. Fyrir ofan toi’gið, á upphækk- un bak við minnismerki Kemal Aratúrks fyrsta forseta lýðveld- isiris og þjóðarhetju, stóð lög- regluforingi. Nokkrir háskóla- stúdentar höfðu þarna í fi'ámmi andi'óður gegn Grikkjum og lög- í’eglan hafði því fjölgað eftirlits-. mönnum á þessum slóðum til þess að kom i veg fyrir meiri | háttar uppþoti. (Um þetta leyti | var mikill kurr í almenningi j gegn Grikkjum út af Kýpurmál-1 inu, sem báðar þjóðir krefjast! þótt eyjan sé undir bi’ezkri | stjórn. Lögi’eglufoi’inginn hafði augun hjá sér, en var alls ókvíðinn. Mótmælafundur stúd- entanna fór fi’am með reglu og andrúmsloftið á torginu virtist ekki eldfimt. ' Svo beindist eftirtekt lögi’eglu- foringjans allt i einu að hóp írxanna, er hafðist annað að. Blaðasalar voru að selja kvöld- blöðin og fóik þyrptist saman kringum þá. Kaffihúsgestir voru að koma út úr kaffihúsunum. Af gamalli reynslu fann hann á sér að ekki va.r allt með felldu. Hann sendi aðstoðarmann sinn eftir eintaki af blaðinu. Strax og hann leit í blaðið, sá hann hæ.ttu framundan: „Gi’ískir óldai’flokk- ar saurga fáéðingarstað Ata- turks“, stóð með stórum stöfum Á eftir fylgdi stóryrt en fölsuð lýsing á tilráun til að varpa sprengju á hús það, sem Atatuxk fæddist í í Saloniki, — en það er nú tyrkneskur helgistaður. Lögregluforinginn seildist eftir útisíma, en á meðan hann var að gefa fyrirskipanir i simann, vissi hann að hann var þegar of seinn. Fimm aðalgötur liggja að Tak- simtoi’gi og æðandi ílóðbylgja æðisgengins múgs streymdi út á torgið úr hverri þeirra og rann saman á torginu. „Di’epum Grikk ina!“ var öskrað um allt torgiá. 1 einu hoi’ni toi’gsins stóð skúr,' þar sem geymd voru verkfæri ( viðgex’ðarmanna strætisvagn- anna. Hurðin var rifin af skúrn-! um og um fimmtíu bálreiðir rnenn vopnuðust járnköi’lum, hömrum, hökum og rörbútum. 1 fylgd með nokkur hundruðum öðrum óeirðarseggjum stefndu j þessir rnenn inn í Istiklal Cadd- j esi. Þegar lögreglan reyndi að ( varna þeim vegarins, var henni: bara ýtt til hliðar. 1 þessari aðalverzlunargötu ] borgarinnar, sem er um hálfur annar kílómetri á lengd, -eru um j 400 vei’zlanir, flestar reknar aí kristnum Tyrkjum af grískum j ættum. Þegar óeii’ðirnar hófust, j lokuðu flestir þeiri'a verzlununx sínum drógu niður járn-glugga-! tjöldin og lögðu á flótta. Þeir björguðu lifi sinu, en þeir gátu ekki bjai'gað eigum sínum. Ein fyrsta búðin, sem ráðizt var á, var lítil álnavöruverzlun. Þung járnstöng, sem fjórir efld:r menn handléku, va'r íljót að bi-jóta járnhlerana, gluggana og hurðina. Múgurinn stréymdi inn og vefnaðarvörustrangarnir voru rifnir niður úr hillunum og fleygt út á götuna. Mannfjöldinn reif tauið í hengla. Ein sauma- vél, sem er sjaldséður gripur í Tyrklandi, var borin með viðhöfn út á götuna og eyðilögð. Eftir tiu mínútur var búðin tæmd. Múgurinn hélt áfram. Næst var komið að raftækja- verzlun. Eftii" að búið var að bi’jóta gluggann kom í ljós stór og fallegur amerískur kæliskáp- ur. í augum almennings i Tyrk- landi, er kæliskápur talið álíka hnoss og vönduð bifreið í Amer- íku. En skápnum var velt út á gangstóttina, vélin rifin úr hon um og skápurinn barinn í klessu. Eigandi nýlenduvöruvei’zlunar, gamall Grikk-Tyrki og kona hans, höfðu dregið hlerana fyrir gluggana, en voru kyrr í búð- inni. Gamli maðui’inn var liug-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.