Vísir - 13.11.1957, Blaðsíða 4
Vf SIR
Miðvikudaginn 13. nóvember 1957
Sjáva&’dýrsisaf'íiiil
Florida.
I vikuritum enskumælandi
manna sér maður ósjalilan
myndir af flugfiskum, hákörlum
og öðrum stórum hafdýrum í
„Marineland“ í Florida.
Fer ekki hjá því að mann
langi þá til að fa meira að vita
um þessa merkilegu stofnun. Nú
er hægt að fá að vita meira um
hana, því að nýlega er komin
út bók um þetta efni nefnist:
Window in the Sea.
Bókin er þvi miður ekki alveg
eins og æskilegt væri, hún er
hranalega skrifuð og ýmislegt út
á hana að setja, en þar fyrir
geta menn vel haft gaman af
að lesa hana.
Tveir Ameríkumenn hugsuðu
sér að byggja vatnsker nógu
stórt til að geyma bæði fiska
og hvali, sem væru marga metra
á lengd. Þetta var á 3ja tug-
aldarinnar og mennirnir hétu W.
Douglas Burden og Ilja Tolstoy,
og var hann sonarsonur Leos ■
Tolstoys. Þeir hugsuðu sér að
byggja svo, að þarna yrði iiægt
að taká kvikmyndir, því að þeim
þótti svo sem þarna væri miklir
möguleikar bæði fjárhagslegir
og vísindalegir.
En vegur þeirra var þyrnum
■stráður. Þeir hugsuðu sér fyrst
að veiða hákarla og gera til-
raunir með, hvort hægt væri að
koma ■ þeim lifandi þaðan, sem
þeir voru veiddir og í stað í
landi. Hákarlarnir eða aðrir
stórir fiskar, sem veiddir eru á
önguþ verða oft svo þreyttir
eftir bardagann við veiðimann-
inn, að þeir deyja eftir á þó að
þeim sé sleppt lausum. Það var
um að gera að stytta bardagann
sem mest. Var þá fundinn upp
skutull með sprautu, sem
stakkst inn í hákarlinn, þegar
hann var kominn í nánd við skip-
ið og gaf honum deyfandi inn-
spýtingu, sem hafði þegar svæf-
andi afleiðingar, en var annars
skaðlaus. Auðveldara varð síðan
að flytja hákarlinn úr sjónum
og í vatnskerið, án þess að lyíta
honum nokkurntima upp úr
vatninu, því við það getur hann
skaddast innvortis. Annað sem
gera varð með gætni, var það
að láta ekki hákarlinn liggja
kyrran á botni vatnskersins og
rakna við af sjálfu sér. Það varð
að láta kafara bera hann um í
vatnskerinu, svo að vatnið gæti
stöðugt runnið gegnum tálkn
hans og hákarlinn næði sér eftir
það hnjask, sem hann hafði orð-
ið fyrir. Það kann nú að virð-
ast svo, sem það sé ekki að-
laðandi að bera óþægan þriggja
metra hákarl undir höndinni. En
það kvað vera alveg hættulaust:
hákarlinn hefir nóg að bera.
Þegar erfiðustu spurningar
um tækni voru leystar og fjár-
hagsvandamál voru ráðin, var
byrjað að byggja hið stóra vatns-
ker á sandtungu á austurströnd
Flórída. Vatnskerin voru tvö og
svo stór, að slíkt hefir ekki sést
áður í svipuðum tilgangi. Ann-
að var ferhyrnt, lengdin var 33
metrar og breiddin hér um bil
13 og dýptin 6 metrar, hitt var
kringlótt 25 m. í þvermál og hér-
um bil 4 m. á dýpt. Á veggjum
eru margir gluggar, sem snúa
út að dimmum göngum og geta
áhorfendur og Ijósmyndarar þar
haft ágæta staði til að skoða óg
taka myndir. Vatnskerin höfðu
þegar mikið aðdráttarafl fyrir
almenning. En þó hafði forustan
töluverðar áhyggjur af þeim,
því að mörg tæknileg vandamál
komu í ljós, sem ekki var hægt
að sjá fyrir. Verst var þó alls
konar smitun, sem gerði vart
við sig. Dóu margir dýrmætir
fiskar af þeim sökum og varð
að útvega' nýja. En loks fund-
ust verndarmeðöl sem dugðu.
Bandarikin fóru í stríðið og þá
hætti starfsemin og vatnskerin
stóðu tóm árum saman.
En eftir stríðið var starfsemin
tekin upp aftur og nú virðist
„Marineland''1 lifa góðu lífi.
Það kom í ljós að rétt hafði
verið reiknað í áríðandi máli.
Stjórnin gerði ráð fyrir því, að
alveg væri óhætt að láta margar
tegundir saman i kerin og að
ránfiskar gæti vel lifað þarna
ásamt þeim fiskum, sem þeir æti
venjulega, ef þeir fengi nógan
mat. Þessi skoðun hefir sannast
og það er eftirtektarvert hversu
fáir það eru af ibúum vatns-
keranna, sem eta hvorn annan.
Hættulegastir eru fyrstu dagarn-
ir, þegar nýkominn fiskur er
ruglaður og hagar sér órólega.
Þá er miklu meiri hætta á að
á hann verði ráðist, heldur en
þegar fiskar eru farnir að kynn-
ast staðnum og haga sér rólega
og eðlilega. Það kemur líka í
ljós að kafarar, sem þurfa í
ýmsum erindum að vera á ferli
í vatnskerinu verða aldrei fyrir
árásum af hákörlum eða öðrum
stórum fiskum og kemur það,
vel heim við þá reynslu, sem
menn hafa komist að annars-
staðar.
Það, sem mesta undrun vekur
eru smáhvalirnir. Það er þarna
í fyrsta sinni, sem hvalir eru
hafðir í fangelsi og hægt er að
athuga þá langa hrið. Fyrir-
fram var lítið vitað um venjur
þeirra, skaplyndi þeirra eða gáf-
ur. Um gáfurnar gerðu menn
sér litlar vonar. Lífsvenjur hval-
anna eftir því sem. þær voru
kunnar voru á þann veg, að
ekki þurfti að gei'a ráð fyrir
sérlegum gáfum.
Það kom þó í ljós að menn
höfðu metið þær of lítils. Það
var ekki aðeins að þau marsvín.
sem sleppt var í vatnskerinu
væru friðsöm, gamansöm og
blátt áfram ástúoleg, heldur geta
þau. að gáfum vel mælt sig við ^
hunda yfirleitt, ef þau þá ekki j
blátt áfram skara fram úr þeim.
t>efrar um Ie:ki er að ræða eða
uppátæki sýnir það sig að þeim
dettur margt í hug, þeir taka
upp með -munninum hluti, sem
kastað er til þeirra og kasta
þeim aftur í þann sem henti og
þau skemmta sér á allar lundir
á kostnað annarra, sem i vatns-
kerinu búa. Það er skemmtun
sem mikið þykir til koma, að
taka matarbita og leggja hann
við holu þar, sem stór fiskur
heldur til. Þegar það er búið
dregur marsvinið sig til hliðar
þangað til fiskurinn kemur fram
og ætlar að taka matarbitann
þá geysist marsvínið fram og
tekur bitann sjálft. Skemmtlegt
þykir marsvínum aðsnúa við haf-
skjaldbökunum. Og sé það meira
en eitt marsvin, kemur annað
til hjálpar. Tilbreytni í þessari
skemmtun er að reka höfuðið
undir skjaldböku sem er á sundi
og aka henni svo á undan sér
með feiknahraða. Marsvínið er
aðeins í óvingan við liákarlana
— og fjandskapurinn þeirra á
milli er svo hatramlegur að það
er ekki hægt að hafa þá i sama
vatnskeri,
Þegar stjórn vatnskerar.na , sá
hvað margt marsvinunum datt í
hug og hversu þau voru nám-
fús, datt þeim í hug að temja
þau, venja þau við að leika ýms-
ar listir.
Á þessu voru erfiðleikar, sem
enginn dýratemjari hafði áður
fengist við. Fyrst og fremst var
það, að halda sambandi við
h\'alinn, sem heldur sig að mestu
leyti undir vatninu, og getur að
engu leyti leikið listir sínar á
landi eins og t.d. selur eða sæ-
ljón. Með mikilli þolinmæði og
stöðugri æfingu hefir þetta
samt tekist og þegar tókst að
vekja áhuga marsvinanna hafa
þau tekið miklum framförum.
Nú gleðja þau áhorfendur sina
með þvi að hringja klukku fara
i boltaleik við dýratemjarann,
leyfa að lögð sé við sig aktýgi
og draga svo fleka með hundi
á eða telpu, hringinn í kringum
vatnskerið, og hoppa hátt upp
úr vatninu og gegnum pappír,
sem stengdur er yfir tunnugjörð.
Smáhvalirnir æxlast þarna og
ala upp unga sína í vatnskerinu
og sýnir það að þeir kunna vel
við sig.
Líftryggimgar
og rofftueífur.
í Selma, Alabamafylki, Banda-
rikjmuim, hafa orðið allmörg
tlauðsföll með dularfullum hætti,
| Grunsamlegt þykir, að blökku-
kona nokkur, 36 ára, hefur keypt
j um 150 líftryggingar og lif-
! tryggði m.a. börn nágranna
1 sinna. Við yfirheyrslu játaði hún
J að hafa bvrlað tveimur mann-
’ eskjum eitur, en neitar að hafa
drepið mann sinn á eitri. „Ég
hafði rottueitur í húsinu, en
hann tók það inn í misgripum".
Vísir hefur einu sinni áður birt „landfræðita!nagátu“, og
gerir það nú afiur í von um, að einhverjir hafi gaman af því
að spreyta sig á þeim. — Til skýringar skal þess getið, að hver
tala táknar jafnan sama staf, og skal hér gefið dæmi um það,
hyernig ráða á í, hvað hver tala táknar:
K-A-L-D-A-K-I-N-N
1—2—-3—4—2—1—5—6—6
-2—4—5—6—2. Skagi á Ítalíu.
-9—7—8—9—10—5—5—11. Borg á N.-írlandi.
1) 1-2—3-
2) 3-7—8-
3) 10—12—10—5—10—13—14. Tindur í Asíu.
4) 14—0—15—4—13—1—14—16. Borg í Afríku.
5) 14—7—3—10—9—7. Borg á Spáni.
6) 2—4—7—16—1—8—5. Flói á Egyptalandi.
7) 17—3—7—5—6—9—2. Skagi í N.-Ameríku.
8) 18—19—14—16—8—20—10—6—15—2—5. Fjöll í Noregi.
9) 19—8—9—12—10—5—21—2—5—S—10—13. Nes á íslandi.
10) 3—6—12—10—5—22—7—7—3. Brezk hafnarborg.
11) 3—2—7—13. Ríki í Índókína.
Þegar fyrstu stafir lausnarorðanna eru lesnir niður, kemur
út nafn á fjallgarði í Ameríku. (Svar er birt á öðrum stað I
blaðinu í dag).
prúður. „Ófétin ykkar“,. kallaði
.hann um leið og þeir íyrstu brut-
ust inn, „forfeður mínir hafa átt
heima í Istanbul í sox kynslóðir.
Við erum. engu síður Tvrkir en
þið." Hann var , sefaður1' með
kylfuhöggi. Á nokkrum mínút-
um var búð hans orðin eins og
blóðvöllur.
Múgurinn var nú orðinn sam-
þjappaður grúi, er streymdi á-
fram eins og óstöðvandi liraun-
flóð. Allt í einu flóði alda nokkur
hundrúð uppþotsmanna inn i
hliðargötu, er lá til hinnar fögru
;grískkaþólsku Trínitatiskirkju,
■stærstu kirkju borgarinnar.
Snöggvast hægði múgurinn fram
rásina; Kóraninn bannar árásir
í musteri eða kirkju annarra trú-
arbragða. Svo var aftur hert á
framrásinni. Eftír nokkur- augna
blik vár búið að brjóta upp dyrn-
ar og múgurinn streymdi inn í
kirkjuna.
Aftur varð hlé á nokkur augna
fclik, meðan skríllinn göndi á
þetta óvenjulega umhverfi —
hinar stóru, helgimyndir, kross-
mörkin, skrautlegt- altarið.
Skyndilega öskraði einhver,
„Rifið niður þessa grísku viður-
styggð!“ Tveir urigh' menn með
axir stukku upp á altarið og
skrillinh gekk berserksgang.
Þungir eikarbekkir voru rifnir í
sundur eir.s og pappírsblöð,
þykkar steinhellur voru möl-
brotnar. Einn hópurinn tróðst
inn í skrúðhúsíð og braut þar
hin dýrmætustu skrautker. Við-
hafnar messuklæði voru saurguð
og rifin í hengla og kertastjakar
og kaleikar barðir saman í
kléssu. Annar hópur kom með
olíudunka. -
Þegar múgurinn streymdi að,
hóf han nupp sverð sitt. „Heyr-
ið mig, svínin ykkar!“ öskraði
hann tröllslegri bassarödd. „Þið
hagið ykkur minningu Ataturks
til skammar ; hann sem vildi að
allir múhameðstrúarmenn, gyð-
ingar og kristnir menn lifðú
saman í íriði. Farið heim, kvik-
indin ykkar, felið ásjónu ykkar
og skammist ykkar, allir til
hópa!“ Skríllinn dreifist.
i Klukkan 11 um ltvöldið var
Adam Menderes, forsætisráð-
herra, hirin sterki maður tyrkja-
veldis, korninn til Istanbul.
(Hann hafði verxð á leiðinni til
’ Ankara með járnbrautarlest,
þegar hann heyrði um óeirðirn-
ar). Hann kynnti sér ástandið.
j Fyrir miðnætti voru skriðdrek-
j ar og herbílar eins herfylkis á-
j samt fótgönguliði farið að
j streyma inn í borgina. Skrillinn
, sýndi engan mótþi'óa. Hóparnir
leystust sundur jafnskyldilega
og þeir höfðu myndazt.
Um klukkan 1 eftir miðnætti
var Istanbul róleg og þögul
menninarborg, að öðru en því er
heyrðist til herliðsins, er komið
var til að skakka leikinn og gæta
friðar borgarbúa. Vopnahlé og
herlög voru innleidd. . j
Að líkindum verður aldrei vit-
j að hver eða hverjir bera ábyrgð
. á þessu múgbrjálæði. Menderes
. forsætisráðherra lýsti yfir, að
j þetta væri verk æsingamanna
. kommúnista. Að áliti stjórnmála
manna og annarra reyndra-
manna, er voru í borginni, er
þetta fremur ólíklegt. Af þeim
ÖÖ00 óeirðax’seggjum, er tekir
voru aðeins 33 yfirlýstir komm-
únistar. Yfirmenn grisku kirkj-
; urinar ásökuðu rikisstjórn Tyrlv-
lands fyrir að hafa komið óeirð-
unum af stað. Þetta virðist jafn-
^ fjarri sannleikanum. Ríkisstjórn
in gæti hafa óskað sýning þjóð-
legra tilfinninga-. en brjálæðis-
kenndra óeirða óskaði hún vissu-
lega ekki eftir, — sizt af öllu,
þar sem svo stóð á, að þing Al-
þjóðabandans átti að haldast í
Istanbui skömmu síðar. Og leyni
lögregju stjórnarinnar, sem er
mjög dugleg, komu óeyrðirnar
algerlega á óvart.
Þegar leið á óeirðh’nar, kom i
Ijós, að bak við þær var að ein-
hverju leyti skipulagt starf.
Flutningabílar hlaðnir járnkörl-
um, hömrum, sleggjum, hökum
og járnpípum fylltum steinlíms-
stej'pu komu einhvers staðar að
til þeirra staða í boi'ginni, sem
ráðist var á. Fyrirliðar með skrá
yfir „vantrúarseggi" og vei’zlan-
ir, sem ráðast átti á; komu fram
og stjórnuðu óaldarseggjunum,-
Sumix'' þessara manna voru vafa-
laust kommúnistar, flestir með-
limir Kýpur-Tyi'klands sam-
bandsins. En þetta er samt ekki
nægileg skýring á hinum óskap-
legu skemmdarverkum. Hinnar
raunveruiegu skýringar er
lengra að leita.
Undii’niði’i liggja langvint
þjóðahatur milli Tyrkja og
Grikkja eitt þessara hjaðn-
ingavíga þjóða milli, sem á sér
aldagamla sögu að baki um stríð,
manndráp og gagnkvæmt mis-
rétti. I Istanbul kemur þetta við-
horf mjög til greina. Hinir
Framh.