Vísir - 18.11.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 18.11.1957, Blaðsíða 1
12 síður q 12 síður l\ I y I ! « \ ð?. árg. Mánudaginn 18. nóveinber 1957 271. tbl. Drykkjuskapur unglínga færlsi ntjög í vöxt. Vantar nauðsynlega heimili fyrir afvegaleiddar stiilkur. Tala barna, sem i afbrotum liafa lent var miklu lægri árið 1956 en árin næstu á undan. MrykkjiLSkapui' unglinga hefur færzt í vöxt. Dvalarheimili fyrir afvegaleiddar stúlkur nauðsyn- legtl Skýrsla Bamavemdarnefndar Reykjavíkur fyrir árið 1956 er nýkomin. Segir þar að nefndin hafi haldið 40 fundi á árinu og tekið til meðferðai' ýms mál. Tala barna, sem lent' hafa í af- broturn er lægri en næstu ár á undan. Segir í skýrslunni: Hug- arfar bama er bi’eytilegt. Þau hrífast jafnt að illu og góðu og getur hvort u'm sig mótað barnið og varað langan tíma. Ein kvik- mynd hefur stundum þau áhrif að öll böm bæjarins taka hana sér til fyrirmyndar í leikjum sín- um, því er ekki til einsis að vanda til kvikmynda. „Sjoppu“-stöður barna fara mjög í vöxt og virðast slíkir staðir hafa mjög slæm áhrif á framferði æskunnar. Mikið hefur verið gert að hálfu lögreglunnar til að stemma stigu við þessu, en betur má ef duga skal. Drykkjuskapur unglinga inn- an 16 ára aldurs virðist fara nokkuð í vöxt. Sérlega er þetta slæmt að því er varðar stúlkur, vegna skorts á heimilum fyrir þær. Með vistheimilinu í Breiða- vík hefur mörgum drengjum verið bjargað frá því að lenda í afbrotum, en engin slikur stað- ur er til fyrir stúlkur. Kvenlög- reglan hefur unnið mikið og þarft starf í þágu unglingstelpna en það hefur farið fyrir henni eins og baraverndarnefnd, að hún hefur þurft að vinna sömu störfin upp aftur og aftur, vegna þess, að enginn staður er til fyr- ir stúlkurnar. Hefur kvenlög- reglan haft afskipti af tugum stúlkna, sem flækzt hafa út í óreglu og óhollan félagsskap. Hjúkrunarkona nefnddarinnar hafði eftirlit með 131 heimili á árinu. Hafa sum þeirra verið undir eftirliti árum saman, og mörg eru undir stöðugu eftirliti hjúkrunarkonunnar. Nefndin útvegaði 267 börnum dvalarstaði á árinu, annað hvort á einkaheimilum, barnaheimilum eða í sveitum. Fóru sum börnin aðeins til sumardvalar en önnur til langdvalar. Algengasta ástæð- an fyrir útvegun dvalarstaðar eru erfiðar heimilisástæður, slæm hirða og óhollir uppeldis- hættir. Nefndin hefur haft eftirlit með barnaheimilum og heimilum, sem tekið hafa börn í fóstur. Yf- irleitt fór vel um börnin og virt- ust þau una vel hag sínum. Reykjavíkurbær starfrækir nú 3 barnaheimili, ríkið 2 og Sumar- gjöf 8. Norðmenn veiddu 210 þús. tn. síid í sumar. Var |«að aðeins minna en í fyrra. Frá fréttaritara Vísis.1 fsland, eða önnur félög, eða Osló í fyrradag. — | hvort núverandi ástand skal Félag fiskimanna, sem veiða haldast, að útgerðarmenn og við ísland, hélt fulltrúafund verksmiðjurnar semji sín á nýlega í Bergen undir stjórn milli Knuts Berge kaupmanns. Það kom í Ijós af skýrslum, að heildarafli síldveiðitímans, hafði orðið 209,724 á síðustu vertíð, en árið 1956 212,521 tunnur. Skýrslur félags þeirra, sem veiða við ísland sýna einnig, að heim hafa verið fluttir 57,087 hl. af síld til bræðslu. Átta verksmiðjur tóku á móti síldinni til bræðslu og verðið hefur verið frá 36 til 38 krónur hektólíterinn. Sild, afgreidd á staðnum, var seld á 30 krónur hl. Ástæða er til að ætla að meiraverðiveitt í bræðslunæsta ár en undanfarið og full- trúarnir verða því að ræðá um, hvort þessar veiðar skuli skipu- leggjast f seamráði við íélag fiskiveiðimanna, sem ýeiða við Samið var við sænska inn- innflytjendur um sölu á 115000 tunnum af Íslandssíld, en það er sama magn og í fyrra og verðið er hið sama. Verðið til norskra útflytjenda og niður- suðuverksmiðja var, sem áður, ákveðið á sama grunvelli. Samningur var gerður við Rússa um sölu á minnst 25 þúsund tunnum og mest 40 þúsund tunnum. Verðið er 155 kr. á tunnu og er það tveim krónum meira en Rússar greiddu árið 1955. Á fimmta tímanum í gær varð harkalegur árekstur á vega- mótum Miklubrautar og Grensásvegar. Kom leigubifreið austur Miklubraut, en farþegabifreið í emkaeign var ekið í veg fyrir hana af Grensásvegi, og varð áreksturinn svo mikill, að síðar- nefnda bifreiðin fór um koll, cins og myndin sýriir. Engan maiui sakaði við árekstur þenna, en miklar skemmdir urðu á báðiutn bifreiðumim. Ágætur síldarafli á 4000 má! lengin á Akureyrarpolli. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Á laugardagskvöldið voru 4090 mál síldar, sem veiðzt höfðu í Akranespolli kominn til bræðslu í Krossanesverk- smiðjuna. Tólf bátar frá Akureyri og nálægum verstöðvum eru byrj- aðir síldveiðar á pollinum. Á laugardaginn hafði Kópur frá Akureyri mestan afla, eða 450 mál. Kópur er nýtt skip 1 flota Akureyringa og er eigandi þess Steinþór Helgason útgerðar- maður og fisksali á Akureyri. í gær varð lítið úr veiði á Akureyrarpolli sökum hvass- viðris. Hvassviðri hefur hamlað veiðum síðan. Nýlendumálaráðherra Brct- lands, Alan Lennox, liefir tilkynnt, að í imdirbúningi sé ný stjórnarskrá - fyrir Kenya. Mjög góð síldveiði var fyrir sunnan Keykjanes á laugardag- inn en aftur á móti léleg í gær, því þá var kominn stormur á miðunum, og bátarnir snéru ýmist við æða lögðu aðeins fá net. Til Akraness komu 6 bátar á laugardaginn með samtals nær 700 tunnur. Bátarnir fóru þá út aftur en sneru við nema tveir, Reynir og Höfrungur. Gat hvorugur þeirra lagt nema nokkurn hlu.ta netanna en öfl- uðu samt vonum framar. Reyn ir fékk 112 tunnur og Höfrung- ur 80 tunnur. Gert er ráð fyrir að 10—12 bátar fari út í næsta róður, en annars er þvílík mannekla á Akranesi að ekki hefur reynzt unnt að manna nema nokkurn hluta flotans. Hinir bátarnir verða að sitja kyrrir í höfn. Enginn Sandgerðisbátur var á sjó í nótt og töldu Sandgerð- ingar ekki útlit fyrir sjóveður í dag heldur. Það er ruddi til hafsins og ekki útlit fyrir að neinn bátur fari út í dag. Á laugardaginn veiddu Sandgerðisbátar ágætlega, fengu á annað hundrað tunn- ur til jafnaðar og 9 bátar komu með samtals á 11. hundr- að tunnur. Hæstir voru Guð- mundur Þórðarson og Rafnkell með 150—160 tunnur hvor. Var þetta fyrsti róður Rafnkells, sem er nýr stálbátur í eigu Guðmundar Jónssonar. Bátarnir fóru aftur út á laugardaginn en gátu ekki Jagt nema fá net., Fengu þeir 20 —40 tunnur á bát. - Gert er ráð fyrir að 15 bátar stundi síldveiðar frá Sandgerði í haust og mun vera búið að fá áhafnir á þá alla. Til Keflavíkur komu 3 bát- ar á laugardaginn, Svanur frá Reykjavík með 130 turjnur og tveir Keflavikurbátar, annar með 100 tunnur, hinn með 50 tunnur, í gær öfluðu Keflavíkurbát- ar illa, fengu mest 50 tunnur, enda hvassviðri komið á mið- in og þeir bátar, sem annars lögðu, gátu ekki lagt nema fá net, aðrir bátar sneru aftur án þess að leggja net. Ástandsvísa. Hér er mikill her í Iandi. Hér er mikil Bolsa-fórn. Hér er mikil hætta á strandi. Hér er mikil vinstri stjórn. Tveir menn í Virginíu í Bandaríkjunum brutust inn í fangelsi til vinar síns, voru handteknir og fengu að vera áfram. Friðrik gerði jafntefli við Uhlmann. I gær fóru leikar þannig á skákmótinu í Hollandi að Frið- rik Ólafsson gerði jafntefli við Uhlmann og Larsen sigraði Alster. Á laugardaginn var staðan þannig eftir 12. umferð, að Szabo var efstur með 10% vinn ing og biðskák. 2. var Friðrik með 9% vinn. en hefur nú 10 vinninga eftir jafnteflið við Uhimann. 3.—4. voru Larsen og Donner með 8% v. Lai-sen. hefur nú 9% eftir sigurinn við Alster. Zatopocki brenndur. Kommúnistasendinefndir flykktust til Prag í gær vegna útfarar Zatopocki forseta, sem er gerð í dag. Aðalmaður rússnesku sendi- nefndarinnar er Voroshilov, forseti Ráðstjórnarríkjanna. — Einnig eru sendinefndir frá Rúmeníu, Búlgaríu og fleiri löndum. Mikla athygli vekur, að svo virðist sem landvarnaráðherrar kommúnistaríkjanna verði þarna flestallir saman komnir, og hefur því gosið upp orð- rómur um, að þeir muni taka til meðferðar eitthvað sérstakt vandamál að útförinni lokinni. Gresjueklar nálgast Sidney. Hafa lagt í rústir fjölda húsa. Tveir bæir í stórhættu. Miklir gresjueldar geisa í Bláfjöllum um 80 km. vegar- lengd frá Sidney, Ástraliu. > Allar tilraunir undangengna. fjóra daga til þess að stemma stigu við útbreiðslu eldanna hafa reynzt. árangurslausar, enda hef- ur verið hvgssviðri á þessum slóð um. Eldurirm hefur lagt möxg hús í rústir, en nokkrum hefur tekizt að bjarga. Tvær borgir eru í mikilli hættu milli Sidney óg eldasvæðisins. Á svæði, sem er uppeldisheimili fyrir drengi héfur eldurinn lagt í rústir 40 hús. MikiU fjöldi sjálfboðaliða, auk herliðs, vinnur að því að hefta útbreiðslu eldsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.