Vísir - 18.11.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 18.11.1957, Blaðsíða 10
10 ’|V?trjv ,V' yísiu Mánudagipn,;18. nóvember ISfey o 2)orotífij Q ’aenlin: VLP N 3V A 5 ASTARSAG þar sem fræga kirkjan er. Og hinum megin við.vatnið er Bissone og Campione, — Það eru ítölsk þorp og þar eru spilavíti. Þér voru svalir fyrir utan hvern glugga, og vafningsviöur og, blórn voru allsstaðar — pentunía, geranium og liljur. — Þetta minnir mig dálítið á Polperro, sagði John annars hugar. — Polperro? Hvar er það? í ítalíu? John brosti. — Já, nafnið er ítölskulegt. En staðurinn er i Cornwall. Nú kom þegjandalegur alvörusvipur á Colette. Brosið hvarf og hún rétti úr. sér. Svo spuröi hún varlega: — Það er í Vestur- Englandi, er ekki svo ? Hann sá að hann liafði hlaupið á sig. Evelyn mundi vafalaust hafa sagt dóttur sinni ýmislegt frá Vestur-Englandi. — Jú__.. — Móðir mín var þaðan. Hún var ensk, sagði Colette. Svo bætti hún við: — Hún sagði að ýms þorpin hérna minntu sig á fiskiþorpin í Englandi, þar sem sjórinn gengur alveg upp að dyrum, eins og vatnið hérna. Eg held að mömmu hafi aSlfcaf langað til að fara heim. John brosti til hennar, honum létti við að hæfctunni var af- stýrfc. Hann sárlangaði til að segja henni hver hann væri, núna undir eins. Tilhugsunin um að vinna tiltrú hennar undir fölsku ílaggi var honum ekki að skapi. En þetta barn mundi kannske skríða í sina eigin skel, ef það vissi hið rétta: áð hann væri a megio e^ki fara þangað, því áð þá missið þér alla peningana, gergur af ömmu hennar. Þá mundi hún ekki tala orð við yðar. Og svo er það Caprino — þar er veitingastaður sem hefur góð vín og þar er dansað á svölunum út að vatninu — afar rómantískt og ekki sérlega dýrt. — Þetta er ginnandi. John gat ekki munað hvenær hann hafði dansað síðast. — En eg skil ekki enn hvers vegna maður þarf að flýta sér svona mikið að sjá alla þessa staði. Þér eigið beima hérna, er þaö ekki? Hlátur Colette var bæði glaðlegur og óþolinn. — Jú, vitanlega éigum við heima hérna, svaraði hún sjálfbirgingslega. — Eg á heima hjá Fionetti-fólkinu — hjá Emilio og Biöncu og Pietro. Þau eru systkini. Þau eiga veitingaliúsið, en við mundum aldrei geta lifað á því, sem við höfum upp úr miðdegisgestunum sem slæðast til okkar. En Emilio flytur ferðafólk á staðina, sem vert er að skoða. Eg geri það líka stundum — þaö er ansi gaman að því. En þeir eru alltaf að flýta sér, þessir Englendingar og Þjóð- verjar og Ameríkumenn! Þeir koma aðeins til að ljósmynda, og svo segjast þeir hafa „gert“ Lugano. — Og eg mundi ekki einu sinni eftir að hafa Ijósmyndavélina mína með mér. John brosti eins og stráklingur. — Ekkert nema veiðitæki og málaraliti. — Já, þér máliö. Það er ágætt! Colette var hrifin af því. — En þér? Hvað gerið þér á daginn, annað en að flytja ferðafólk? — Eg mála h'ka. Hún gretti sig og nú gerði hún hann aftur forviða með hreinskilni. — Framúrskarandi lélegar myndir. Hann faöir minn mundi hafa stungið þeim í eldinn. En allt þetta.... Og aftur benti hún á landslagið í kring — fjollin, sem spegluðust í vatninu, útsprunginn vafningsvið, sem las sig.upp eftir húsveggjunum, smíðajárnsgrindurnar í hliðunum og víðir- inn í görðunum, litlu skrítnu húsin.... allt þetta lítur vel út á mynd. Ferðafólk hefur gaman af að hafa eitthvað til minja með sér heim. Eg hef dálítið upp úr myndunum, en svo hjálpa eg Luciu til að reka veitingakrána, og lít eftir tveimur yngstu börn- íunum, þegar þau koma heim úr skólanum. Foreldrar þeirra eru dáin, skiljið þér. — En....? John horfði spyrjandi á hana. — Foreldrar mínir eru líka dáin, svaraði hún og sneri að honum bakinu. Þau voru komin fram hjá einbýlishúsunum og lögðu nú að lítilli steinbryggju. Colette batt kollubandið í járnhring í bryggj- unni og benti svo upp; — Albergo Fionetti, sagði hún og það var stolt í röddinni. ’ * ALBERGO FIONETTI. John starðí á þetta litla veitingahús. Hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Öll þökin voru mismunandi há og þakin rauð- um, illa gerðum sandsteini, sem var vaxinn mosa og skóf. 'Gluggar og dyr á neðri hæð voru bogadegin að ofan. Á efri hæð hann framar. Bezt að fara gætilega að öllu. — Þér talið ágæta ensku, sagði hann vingjarnlega. — Eg tala frönsku og itölsku alveg eins vel, sagði hún ofur blátt áfram, og gretti sig eins og krakki. — En nú skulum við koma inn. Hún gekk á undan honum franT’hjá byrgðu gluggunum á á neðri hæðinni og togaði hann með sér inn í stórt skuggsýnt eldhús með rauöu hellugólfi og stórri fornlegri eldavél. — Þei! Hún staðnæmdist á þröskuldinum og leifc brosandi á gamla konu, sem sat sofandi í ruggustólnum fyrir framan elda- vélina. — Lucia er aö sofa miðdegisblundinn sinn. Það er hún, sem hugsar um heimilið fyrir okkur. Andlit hinnar sofandi konu var hrukkótt eftir margra ára strit, en andlitsdrættirnir hreinir og þróttmiklir. Arnarnefið og munnurinn hefði sómt sér vel á mynd. Hún var í fullu sam- ræmi við stóra dimma eldhúsið með rauða hellugólfiun og grænu chiantiflöskurnar, sem héngu í loftbitunum. — Eg hefði gaman af að mála Luciu alveg eins og hún sat þarna sofandi í stólnum, sagði John lágt er þau voru komin upp á efri hæðina. — Lucia hefur verið máluð margsinnis, en aldrei sofandi, sagði Colette alvarleg. — Eg er hrædd um aö henni mundi ekki líka það. Hún opnaði dyr að stóru, fremur dimmu herbergi. — Hérna er herbergiö yðar. John geklc út að glugganum og rak upp fagnaðaróp. Úr glugg- anum virtist herbergið beinlínis lianga yfir vatninu. Og handan við vatnið voru skuggarnir farnir að leggjast yfir dalina milli hinna háu fjalla. — Á morgnana sjáiö þér sólina kom upp yfir öxlinni á Monte Caprino, sagði Colette. Hún leit yfir herbergið eins og húsmæðr- um er títt. — Þetta er ósköp íburðarlaust. Og þessi litli klefi þarna er einskonar baðherbergi. Svo leit hún ertnislega til hans. — Ef þér afráðiö að flytja yður til Lugano, getið þér farið á morgun. — Eg vil helst vera hérna, ef þér og Lucia viljið hafa mig. — Gott. Þegar þér hafið tekið upp dótið yðar skuluð þér koma niöur á svalirnar og fá te. Eg var alltaf vön að hita te handa henni móður minni klukkan níu. Svo skaust hún út og lokaði hurðinni eftir sér. John fór að taka upp úr töskunum sínum og kanna umhverfið. „Eg var alltaf vön að hita te handa henni móður rninna klukkan níu!“ „Eg held að mömmu hafi alltaf langað heim.“ John mundi aöeins eftir Evelyn sem ungri stúlku, en Colefcte hafði gert endurminninguna um hana lifandi. Hún var svo lík henni, og þó öðru vísi. Hann brosti til sinnar eigin spegilmyndar yfir zinkbalann í „baðherberginu“. Yfir balanum var vatnsrör með krana, og vatniö kom líklega beint úr lindinni, því að það var ískalt. Nú ■E. R. Burroughs - TARZAN 2495 M<U*r ■ L Syo - héldu svertingjarnir L- áfraipt að segja Tarzani sög- úr af illverkum, sem skor- i dý.ramennirnir hefðu framið og þyrði nú enginn sig að hreyfa um all héraðið af ótta við þá og það væri áreið- anlegt að þeir hefðu rænt Betty Cole. Tarzan taldi hina hugrökkustu á að fylgja sér til bardaga við skordýramennina og Remu bauðst einnig fram, en það var af annarri ástæðu. — Hann yar að leggja snöru fyrir hinn auðtrúa apamann, sem lét svo auðveldlega blekkjast. kvöldvökuEin! — Hvernig líkaði þér stefnv:-. mótið, sem eg útvegaði þér? — Ekki sérlega vel. — Hann er lögfræðingur. — Ha, eg sem hélt að harui væri landkönnuður. ★ Veiðimennirnir tveir sátu i bátnum vandlega huldir, svo að endurnar skyldu ekki sjá bú. Þeir biðu og biðu. Allt í einu heyrðu þeir hávaða í sefinu við hliðina á sér og er þeir gægðust í gegn, sáu þeir einn veiðimann enn, vel slompaðan, sem stumr- aðr yfir latnum vmi smum. —* Heyrðu góði, þetta er okkar staður. Farðu niður eftir eina Og skot. I ; Sá drukkni sagði ekkert, era tæmdi flöskuna og reri tvær mílur niður eftir. Ein önd kom fljúgandi og veiðimennirnir tveir skutu tveim skotum hvor en hittu ekki, en er þeir lifta niður eftir sáu þeir að fylli- byttan skauí hana í fyrsta skoti. Þeir reru til hans og óskuðu honum til hamingju og spurðvt hvernig hann færi að þessu. — Nu, hikk, eg hlýt að hitta, begar loftið er krökkt af þessu. Lokab vegna breytínga þessa viku. Verzlunin Kjöt & Fiskur LJOSMYNDASTOFAN ASIS AUSTURSTRÆTI 5 SIMI17707 NærfatuaÖur ^ karlmanna og drengja fyrirliggjandi. I YfíJ'. CwvV - M< LH. MiiSíer í %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.