Vísir - 18.11.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 18.11.1957, Blaðsíða 12
Ekkcrt blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yðiu’ fréttir og annað lestrarefni heirti — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60, VÍSER Mimið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60, Mánudaginn 18, nóvember 1957 Ný lM>k: 99Skrifarinn á Stapaé6» Bók um fræðaþul, sem fáir vita deili á, en hefur unnið þjöð sinni ómetanlegt gagn með „Skrifarinn á Stapa“ heitir ný- útkomin bók, sem Finnur Sig- mundsson landsbókavörður hef- nr búið undir prentun, en iiók- í'ellsútgáfan geíið út. Skrifarinn á Stapa hét fullu nafni Páll Pálsson. Hann fæddist fyrir hálfri annarri öld í Reykja- vík og var systursonur Geirs bisk ups Vídalíns. Aö loknu námi gerðist. hann skrifari Bjarna amtmanns Þorsteinssonar og vann hjá honum úr þvi allt tii dauðadags eða meir en í hálfa öld. Páll lézt ókvæntur og barn- laus í marzmánuöi 1877, sjötíu og eins árs að aldri. Páll stúdent, eins ag hann var venjulega kallaður, er talinn hafa unnið íslenzkum bókniennt- um svo mikið gagn að seint muni íyrnast. Sjálfur samdi Páll lítið eða ekkert, nema sendibréf þau, sem hér er birt sýnishorn af, en hins vegar safnaði hann og hlynti að öllu því, sem islenzkt var og bók eða handrit hét með dæmafárri elju. Hann var einn bókfróðastur Islendinga um sína daga og um bókmenntir íslend- inga frá miðöldum og síðan. Hann safnaði og skrifaði upp hvers konar fróðleik, en mesta verk hans eru 30—40 bindi skrif- aðra ljóða, sém hann safnaði og skrifaði allt frá 16. öld og fram úr, og eru í því Ijóð eftir sam- tals rösklega 600 skáld. Þá safn- aði Páll handritum, bætti og batt inn fornar bækur og hefir á þann hátt unnið þjóð sinni ómetanlegt gagn. í bók þeirri, „Skrifarinn á Stapa“, sem nú kemur fyrh’ al- menningssjónir, eru einvörðungu sendibréf, flestöll ýmist frá Páli > eða til Páls og skrifuð á árabil- inu 1806—1877. Um bréfasafn þetta farast útgefanda’, Finni Sigmundssyni landsbókaverði orð á þessa leið: „Eg vona, að þetta litla sýnis- horn gefi nokkra hugmynd um Pál stúdent, venziafólk hans og vini, hugsunarhátt og lífskjöf manna á þeirri öld, sem fóstraði Pál og samtíð hans. Allt er þetta að vísu í broturn, skyndimyndir úr daglegu lífi, en ekki samfelld saga. En sendibréf hafa það tii síns ágætis að venjulega kemur bréfritarinn til dyranna eins og hann er klæddur þegar hanp skrifar trúnaðarvini eð^ geð- felldu venzlafólki. Því geyma sendibréfin oft sannfróðari upp- lýsingar á lífi og hugsunarhætti en ýmsar aðrar heimildir." „Skrifarinn á Stapa“ er stór bók, röskar 20 arkir, með hokkr- um myndum og registri yfir mannanöfn. Bókin er smekklega gefin út. Félagsmál bæjarins rædd á Varðarfundi á morgun. Þriðjl fnndur féðagsans um framtll Reykjavíkur. Annað kvökl heldur Lands- málafélagið Vörður fund í Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30. — Þetta er þriðji fundurinn, sem féjlagið lieldur um bæjarmál Keykjavíkur undir heitinu framtíð Reykjavíkur. Á þessum fundi verða til um- ræðu tillögur félagsmálanefnd- ar Varðarfélagsins. Nefnd þessa skipa Páll S. Pálsson hrl., Eiríkur Hreinn Finnbogason magister, Gunnlaugur Snædal læknir, Sigurður Magnússon kaupmaður og Viggó Maack verkfræðingur. Verkefni þess- arar nefndar hefur náð til skóla — og menntamála, heil-i brigðis- og hreinlætismála, í- þróttamála, framfærslumálp, húsnæðismála og fleira. Hefur nefndin skilað til stjórnár Varð arfélagsins tillögum ásamt ýt- arlegri greinargerð um ' þessi mál= ' Á fundinum annað kvöld munu þrír nefndarmanna, þeir Páll S. Pálsson, Gunnlaugur Snædal og Sigurður Magnús- son hafa framsögu. Ekki er að efa, að margs konar fróðleikur og upplýsingar munu koma fram í ræðum þeirra. Fundir þeir, sem Varðarfé- lagið hefur þegar haldið um framtíð Reykjavíkur, hafa vak- ið mikla athygli. Á fyrsta fund- inum voru til umræðu tillögur orkumálanefndar félagsins um mál hitaveitu, vatnsnreitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Á öðrum fundinum voru tekin til meðferðar tillögur skipu- lagsmálanefndar félagsips um skipúlag bæjarins, umferðar- mál, "lóðámál, fegrunarmál og fleira. Þessi mál snerta hag og velferð sérhlvers bæjarbúa og frámtíð bæjarfélgsins. En það verðúr ekkl síður sagt um mál Bifreiðastöður bannaðar viða. Á fundi siðasta bæ.jarráðs var eftirfarandi tillögimi um bréyt- ingar á bifreiífestöðmn vísað tll bæjarst.jórnar. Að bifreiðastöður verði bann- aðar á Barónsstíg, vestan megin, milli Hverfisgötu og Skúlagötu, á Bergstaðastræti fiá -Slíóla- vörðustíg að Hallveigarstig, beggja vegna götunnar, og frá Hallveigarstíg að Spitaiastig. vestan megin götuhnar, á Frí- kirkjuvegi vestan megin, og á Klapparstíg, austan megin göt- unnar, einnig á Rauðarárstig, austan megin götúnnar, frá Laugavegi að Miklubraut. Bann- aðar verði stöður við „eyjamar“ á miðri Snorrabraut milli Hverf- isgötu og Fiókagötu. Bannaðar verði slöður á Vatnsstíg yestan megin götunnar, í Vonarstræti milli Lækjargötu og Templara- sunds óg Ægisgötu við Slipþ- inn. llausluiútið: 12. umferð teftd i 12. umferð liaustmóts Tafl- félags Reykjavíkur var feld í Þórskaffi í gær. Kári Sólmunds son er enn efstur með 8 vinn- inga og 1 biðskák. Leikar fóru þannig í 12. um- ferð: Gunnar Gunnarsson vann Guðmund Magnússón, Guð- mundur Aronsson vann Kristj- án Sylverlusson, Gunnar Ól- afsson vann Reimar Sigurðs- son. Jafntefli gerðu: Guðmund- ur Ársælsson og Ólafur Magnús son. ' ■■ Kári er enn efstur með 8 vinninga og eina biðskák (vann biðskákina við Reimar). 2. Gunnar Gunnarsson 7 vinninga og 1 biðskák og 3. Sveinn Krist- insson 6 Va og 2 biðskákir, Biðskákirnar verða tefldar í kvöld, en 13. og síðasta um- ferð verður tefld á miðviku- dag. Ungur skákmeistari Norðurlands. Skákmót Norðurlanda liefur farið fram á Sauðárkróki og varð skákmeistri Norðurlanda Halldór Jónsson frá Akureyri, 21 árs. Hann keppti til úrslita við Jónas Hallgrímsson frá Leys- ingjastöðum, sem einnig er 21 árs, og hefur aldrei keppt á skákmoti fyrr, en Halldór að eins einn sinni. Fyrri skák þeirra Halldórs og Jónasar varð jafntefli eftir 36 leiki, en í þeirri síðari sigraði Halldór eftir 35 leiki. þau, sem tékin verða fyrir á fimdinum annað kvöld og er því harla líklegt, áð Varðarfélagar óg ánnað sjálfstæðisfólk muhi fjölmenná á fund þehná. vv^ s * I gær var efnt til óvenjulegrar sýningar hér í bænum — hrúta- og afk\Ta>œasýningar. Er sýning af því tagi mjög sjaldgæfur viðburður hér í Reykjavík, þótt bæjarbúar eigi furðanlega inikið fé — miklu fleira en menn gera sér ahnennt grein fyrir. Myndin hér að ofan er af hrúti þeim, sem dæmdur var beztur, og er eigandnnm — Kagnar Þorkell Jónsson, Bústöðum við Bú- siaöaveg — með hann. (Ljósm.: St. Nikulásson). Pineaii ffarinn vestur. sætflr, langf þar fll grær m helit. enn geti orðið stormasamt milli Fralika og Bandaríkjamanna út af þessu máli, en stormur muni hreinsa loftið. News Chronicle, að hvorki Frökkum, Bretura eða Bandaríkjamönnum sé sómi að framkomu sinni í þessu máli, en vopnasalan hafi verið áfall fyrir Frakka, er þeirn blæði vegna Alsírstyrjaldai’innar og taugar þeirra séu í ólagi. Nauð- synlegt sé að treysta samstarf- ið, en það verði erfitt. Man- chester Guardian segir ljóst, að hernaðarbandalög geti ekki leyst öll vandamál, en jafnvel pólitískt samstarf geti ekki gengið svo langt, að aðilar séu skuldbundnir til þess að sam—, þykkja hvað sem er hjá einum aðllanum, bjóði sannfærmgm. þeim annað. Bretland gæti al- veg eins og Frakkar nú, ef þessi skilningur ríkti, gert kröfur til bandamanna sinna varðandi Kýpur eins og Frakkar nú vegna Alsír, Piheau utanríkisráðherra Frakklahds er laú á leið til Wash iiigíon til viðræðaa við Dulles utamríkisráðherra Bandaríkj- anna um vopnasölurnar til Tunisstjór»iar. HaraiBi kvað af- stöðu og framkomu Breta og Bandaríkjamaníia í þessu máli hafa haft svo djúpstæð áhrif á almenning í Frakklamdi, að lahgur tími munái líða, þar til greri um heilí. En Pineau tók fram, að hann færi ekki til Washington til þess að gera illt verra, heldur til þess að stuðla að því, stæði það í hans valdi, að forsætis- ráðherrafundur Nato í næsta mánuði gæti náð tilgangi sín- um. Hann ræddi og nauðsyn þéss, .að menn kæmust að nið- urstöðu um kerfisbundið fyrir- komulag, er tryggði samstarf Natoríkjanna á öllum sviðum. Hann var spurður að því, hvort hann mundi ræða við Selwyn Lloyd utanríkisráðherra Bretlands, eh S. L. hafði látið í ljós, að hann vildi gjaman ræða málið við Pineau, ef tækifæri væri til. Pineau svaraði fyrir- spurninni á þa leið, að hann sæi enga ástæðu til þess, að þeir ræddust ekki við, hann og Selwyn Lloýd, ef hann yrði í Washington um sama leyti, en Pineau kvaðst. fara til Wash- ington til fransk-bandarískra viðræðna Félög frarasfaa uppgjafahermatma hafa skorað á félög uppgjafa- hermanna í Bretlandi og Banda ríkjunum að Ieggjast á sveif með þeim og mótmæla vopna- sölu til Tunis, er gæti Ieitt til þess að Tunis yrði vopnabúr uppreistarmanna, ekki að eins í Alsír heldur víðar. Álit blaða. í brezkum blöðum er mikið rætt um naúðsyn þess, að vesturveldih jafni ágreininjg- inn milli sm, Times segir, að Fals ásakanir og lygi vopn í 40 ár. Kennan, fyrrverandi sendiherra Bandarikjanna í Moskvu, hefor haldið nýjan fyrirlestur um Ráðstjórnarríkin í brezka útvarp ið. Hélt hann því fram, að tilgangs laust væri að stofna til ráðstefnu æðstu manna Ráðstjórnarrikj- anna, Bretlands og Frakklands, án undangengins samkomulags. Það væri vonlaust, sagðx Kennan, að hafa nokkur áhrif til breytinga á afskræmdan hugs- unarhátt og skoðanir rússneskra kommúnista, sem allt frá því þeir brutust til valda fyrir 40 ár- um hafa haft að vopni falsásak- anir og Iygi, sem þeir sjálfir væru farnir að trúa á, a. m. k, að nokkru leyti. Kennan taldí vænlegast, að taka fyrir eitt vandamál í einu ög reýna a'ð ná samkomulagi ura það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.