Vísir - 22.11.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 22.11.1957, Blaðsíða 4
Vf SIR Föstudaginn 22. nóvémber 195? Mikið hefar áunnisf fil varnsr ttppbbsfri. — Stínr.yiiB ®?erhefttint e&m * MJpp** fjrea?&fsBet BLawtdeygasetmds &ej fflálssawteis. t da g, 22. nóvember, erhálfrar aldar afmæli sand- græðslu hér á Iandi. Á slíkuni timamótum er margs að minn- ast og verður hér á efth* sagt nokkuð frá sandgræðslumii, en þar hafa verið forystiunenn Gunnlaugur Kristmundsson og Bun- ólfur Sveinsson, en seinustu árin, eftir að Bunólfúr féll frá, Páll bróðir Iians. Mésta verkefni Sandgræðsl- nnnar nú er uppgræðsla Land- eyjasands og Hólssands, en auk þess þarf verr.d á fjölmörgum stöðum öðrum, en sú 1 millj. kr., sem til sandgræðslunnar fer ■árlega, mun að eins hafa hrokk- ið til þess, er gera þurfti á Landeyjasandi og Hólssandi á þessu ári, og er því sýnt, að fjármagn skortir til að sinna öllu verkefni sandgræðslunnar. Því fé, sem. fer til að hefta uppblástur og græða sanda og uppblásin svæði, vernda og halda við, og til þess að rækta skóg, er vel varið, því að það fer til að skila eftirkomendunum betra og byggilegra landi. Um sand- græðsluna er auk þess sérstak- lega athyglisvert, að búið er að sanna, að hægt er að gera að arðbæru graslendi víðáttumikil landflæmi, með miklu minni til- kostnaði en önnur rækt hefur í för með sér. Lög um sandgræðslu voru sett 1906. Var skipaður fyrir allt landið sérstakur sand- græðsluvörður (síðar sand- græðslustjóri) og hóf hann starf sltt (G. Kristmundsson) 1907, og starfsemin er því hálfrar aldar gömul. Hefur sandgræðslustarf- seminni siðan verið haldið óslitið áfram. Litlu fé var varið til þessara mála framan af og allt af of lítið miðað við það verk- efni, sem fyrir lá. Upphaf sand- græðslgstarfsins var að girða með gaddavír, sem þá var far- inn að flytjast til landsins) smá foksvæði og þar með friða þau íyrir öllum ágangi búfjár. ,Afr. Bændur voru vantrúaðir. Bær.dur, sem bjuggu við sand- fokssvæðin, voru flestir mjög vantrúaðir á be.ssar h’n-íiiriar- framkvæmdir, og töldu til lítils gagns. En brátt kom í Ijós að friðun- iri hafði þau áhrif, að gróa tók innan girðinganna, þótt hægt færi í fyrstú. Var það einkum íslenzka melgresið, sem drýgst var að festa rætur og ná að gróa í fóksandinum. Fleiri jurtir komu einnig til svo sem sveifgrös, vingull, lin- gresi o. fl. Þá var einnig hafist handa um að safna fræi af mel- gresi, þar sem það óx allvíða villt, og síðar innan sandgræðslu girðinganna, og sáð að vorinu. Samhlioa sáningunni voru gerðir garðar úr timbri og grjóti þvert á móti verstu vindáttum til skjóls fyrir nýgræðinginn. Þannig var sandgræðslustarfseminni í höfuð atriðum háttað fram til ársins 1920. Höfðu þá verið girtar all- margar smærri sandgræðslu- girðingar víðsvegar um landið. Og menn voru þá farnir að trúa því, að hægt væri að stöðva sandfok og hefta uppblástur lands, með því einu að friða land- ið fyrir öllum ágangi búfjár og sáningu á fræi af melgresi í verstu sandskaflana. Til þess að gera foksvæðin að nytjalandi. Þurfti þó að fara öðru vísi að, því að melgresiðvex yfirleitt ekki samfelldum gróðri og þolir ekki miklar nytjar, hvorki beit né skurð. Éftir 1920 færðist sand græðslustarfið nokkuð í aukana er farið var að veita meira fé til þess á fjárlögum til sand- græðslu og stór sandgræðslu- svæði voru girt, einkum á Rang- árvöllum, Skaptaíellssýslu, Ár- nessýslu, Þir.geyjarsýslum og- víðar. Stærsta átakið var gert í Gunnarsholti á Rai’.gárvölliun, þar sem nú er aðalsetur sand- pi-WSsIu fslands. Fjórum sinnum í eyði. Býlið Gunnarsholt fór endan- lega í eyði árið 1923. Hafði bær- inn þá verið fluttur fjórum sinn- um undan sandfokinu, og aðeins hangið í byggð síðustu árin, enda hafði jörðin aldrei borið sitt barr eftir harðindin og sandárið 1882. Árið 1926 keypti sandgræðsla íslands Gunnarsholt. Næstu ár á eftir var byggt þar upp og land ið allt girt, ásamt löndum nokk- urra eyðijarða, sem lágu að Gunnarsholti, og farið að bera til .búinn áburð á landið, þar sem samfelldur gróður var. I árslok 1952 höfðu verið gerðar sand- græðslu girðingar samtals um 600.379 km. á lengd og sand- græðslusvæðin samtals 70.315.3 hektarar að flatarmáli. Eftir 45 ára starf. Hér er stuðst við yfirlitsgrein eftir Runólf heitin Sveinsson, sem Páll Sveinsson góðfúslega leyfði tíðindamanni blaðsins af- not af. Um árangurinn eftir 45 ára störf segir R. S. í yfirliti sinu: „Sumt af landinu innan girð- ingarinnar er fullgróið og orðið að nytjalandi á ný, þ. e. til slægna og beitar. Þar hafa verið j endurbyggð fimm býli og gróið land væri fyrir önnur fimm .... Það má heita, að friðunin ein hafi verið nóg til að hjálpa sjálfgræðslunni svo, að uppblást- urinn stöðvaðist, en í þessu sam: bandi ber vel að taka til greina hið hagstæða tíðarfar, sem verið hefur hér síðan um aldamót síð- usíu, og þó alveg sérstaklega síðan 1920, sem án efa á sinn mikla þátt í því, að svona vel hefur gengið með sjálfgræðsluna innan sandgræðslugirðinganna. Því er það, að ef slíkt harðinda- tímabil ætti að ganga yíir land- ið sem var hér á árunum 1860 til 1890, má mjög ugga um það, að land tæki að blása upp í mildu stærri stíl en það' nú gerir eða hefur gert það, sem af er þessari öld. Mætti jafnvel búast við, ef svo færi að viðra, að gróðrinum innan sandgirðing- anna væri hætt, ef ekki kæmu aðrar ráðstafanir til en friðunin ein. Þá er til ráða notkun til- búins áburðar og sáning gras- tegunda í stórum stíl.“ ! Merkilegar tilraunir. Það er árið 1946, sem hefjast merkilegar ts]rf>iir>*r í 6unnar«- holti með sáningu fræs, aðallega af grösum, frá Bandaríkjunum, síðar frá Kanada, Alaska og Svíþjóð, á örfokasanda. Þeirra meðal eru vallarsveifgras, tún- vingull, sauðvingull, vallarfas- gras, hundgresi, háliðagras, gir- hafrar, língresi og margar aðrar. Auk þessara grastegunda hafa verið reynd ýmis aíbrigði og all- mikið af belgjurtafræi. Grasrækt til nytja. Árið 1948 hófst á söndunum í- Gunnarsholti grasrækt til nytja með þeim grastegundum, sem líklegastar þóttu til ræktunar og reyndar höfðu verið. Hefur þeirri ræktun verið haldið áfram í vax- andi mæli. Fyrir árslok 1953 var búið að fullrækta 89 ha., seni áður voru gróðurlaus örfoka sand ur að kalla og grasið nytjað til slægna og beitar. Af þeiri’i fimm ára reynslu, sem R. Sv. gerði grein fyrir í yfirliti sínu, „verður ekki annað séð en að ræktim örfoka sanda liér á landi sé tiltölulega auð'- veld, örugg og ódýr“. Beitarþol gróðursins. R. Sv. vék að því í yfirlitsgrein sinni, að með fjölgun búfjárins í landinu (hann gerði ráð fyrir að sauðfjáreignin kynni að kom- ast upp í eina milljón 1960) — þurfti að rannsaka hvað landið ber mikið, með öðrum orðum rannsaka beitarþol gróðursins i einstökum landshlutum. ' „Víst er“, segir hanh, að „hægt er að bæta og auka beitilönd landsins að miklum mun, með því að bera á þau tilbúinn áburð. Þá er enn-fremur sá kostur fyrir hendi, að rækta fcks ..oðin, sem. nú eru gróðurlaus með öllu og ekki til neinna nytja. Ennfremur þarf að skipta búfénu í beitilönd- in eftir gæðum þeirra og beitar- þoli, miklu meira en gert hefur verið hingað til. Allt þetta þarf rannsóknar við og fleira, sem við kemur búfjáreign í landinu og beitarþoli og uppblástursþolx landsins". Sótt fram. Á þeim tiltölulega skamma tíma,. sem liðinn er frá þvví Runólfur heitinn samtli yfirlit sitt, hefur- verið sótt fram á sviöi sand- græðslunnar, sbr. m.a. hin miklu verkefni, sem að var vikið hér áður. Á þessum árum hefur sauð fénu fjölgað svo í landinu, að ef engin óhöpp henda, kann spá R. Sv. um sauðfjáreignina 1960 að reynast mjög nærri réttu. Og jafnframt verður þá enn ljósara að hinni miklu sauðfjáreign verða samfara vandamál, sem þarf að leysa. Eitt úrræða mun verða skipulagning á sviði sauð- fjárræktar, á þeim grundvelli, að sauðfjái-eign bænda sé samræmd beitarþoli jarða þeirx’a og af- rétta. — 1. Hið nýjasta á sviði hárgreiðslunnar er, að konur geta fengið „tilbúna frísúru“, til notkunar á dansleikjum og sanikyæmum,. scm hylur alveg þeirra náttúrléga lxár. Hér er uppfinninga- maðurinn, þjðóverskur liárgreiðslumeisíari, að kyrina uppíinn- íngu sína. hlaut að vera um það bil kom- in fram hjá. Þessu varð eg mjög feginn, því þá bjcst eg við að geta fengið þægilegri aðstæður við að halda mér við duflið. Mér varð nú miklu hug- hægra. Brátt komst líkami minn í eðlilega; lóðrétta flot- stöðu við netið og eg náði fót- festu á efri netteininum. Við þetta fékk eg langþráða hvíld. Eg gat nu losað aðra höndina og tínt burtu fiskana, er safn- ast höfðu á mig innan klæða. Þetta var mér mikill léttir, og eg dró andann miklu rólegar eftir að mér hafði tekizt að losa mig við þennan ófönguð. Til allrar hamingju var sjór- inn ekki kaldur, og mér var mægilega heitt, en áreynsla síð- ustu klukkustunda höfðu reynt mjög á þrek mitt. Það fór að sækja á mig svefnhöfgi, og þeg- ar eg þrýsti hundsduflinu að brjósti mér, sárlangaði mig til að hvíla höfuð mitt á því og fá [ mér blund. Mér tókst samt að sigrast á þessari hættulegu ^ löngun og fór að syngja og hrópa, til að stytta mér stundir og halda mér vakandi. Um síðir kom tunglið upp og í tunglsljósinu gat eg séð glitta í fiskana, er ánetjast höfðu í netinu fyrir neðan mig; og fór að velta fyrir mér hvað aflinn yrði mikill. Eg vissi að það var nú aðeins tímaspursmál hve lengi drægist að báturinn kæmi að vitja um netin og mér yrði bjargað. Eg litaðist lengi um, en þar eð engin merki um ná- lægð bátsins sáust ennþá, fór eg aítur að syngja. Eftir langa og þreytandi bið sá eg loks að birta tók af nýj- um degi, ,og skömmu síðar, meðan birtan óx stöðugt, fór eg að finna einkennilegan titr- ing í netinu undir fótum mér. Þá vissi eg strax að félagar mínir voru farnir að draga inn netið. Nokkur stund leið, þá sá eg, mér til ósegjanlegrar gleði, að segl kom upp fyrir sjóndeildarhringinn, nokkur hundruð metra í burtu. Eg æpti af óskaplegri æsing, og hagaði mér svo heimskulega, að eg var næstum því búinn að missa takið á duflinu. Eg varð svo skelkaður við þetta, að eg hætti þessum látum og beið þegjandi eítir að báturinn kæmi til mín. Eg get ekki sagt um hvernig eg að síðustu komst um borð í bátinn; það hefur líklega liðið yfir mig. En þegar eg vaknaði aftur var eg kominn í „koj- una“ mína og skipstjórinn stóð yíir mér. Hann haíði beðið þess að eg kæmist til sjálfs mín, og var mjög glaður þegar eg talaci við hann af fullu viti. Við vor- um á siglingu í land. Skipstjór- inn sagði mér að þeir hefðu ekki séð mig detta útbyrðis og báturinn mundi hafa verið kominn langt frá mér þegar þeir söknuðu mín. Þeir töldu vonlaust að mér yrði bjargað og héldu áfram að leggja netið. Félagar mínir höfðu verið mjög hryggir yfir þessu slysi og urðu. ofsaglaðir er þeir sáu 'mig of- ansjávar við hundsduflið. Eg var í mánuð að ná mér eftir volkið og í heilt ár á eftir lifði eg öðru hverju upp aftur í draumum mínurn þetta óvana- lega ævintýri, og hrökk oft upp við þá hryllilegu f ilfinningu að finna fiskana spriklandi innan klæða á beru hörundinu. Eg fór ekki oftar á síldveiðar eftir þessa reynslu. Síldveiðin var góð yfir sumarið og eg gat farið heim með tuttugu punda „híru“ í minn hlut. Peningam- ir komu ekki aðeins í góðar þarfir í svipinn, heldur reynd- ust einnig fyrirboði hamingju og betri tíma fyrir fjölskyldu mína.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.