Vísir - 22.11.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 22.11.1957, Blaðsíða 1
12 síður 12 síður 47. árg. Föstudaginn 22. nóvember 1957 275. tbl. Eyðing refa og ifiinka kostar ríkið á 2. miftj. kr. Ríkið greiðir % á móti sýsluf élög- um - Verðlaunin eru 350 kr. fyrir ref og 200 fyrir mink. Á liðnum árum hefir ríkissjóð- ur greitt einn þriðja á mðti sýslufélögum fyrir eyðingu refa og minnka. Arið 1955 voru út- gjöld ríkissjöös i þessu skyni kr. 574.544.00. Hefur heildarkostnáður við eyð ingu refa og minnka verið tæpar tvær milljónir það ár. Auk þess sem greidd eru verðlaun fyrir hvert dýr, gréiða sum sveitafé- lög háar upphæðir þeim sem liggja á grenjum á vorin. Veiðiverðlaun hafa hækkað á siðasta ári og eru nú greiddar 200 krónur fyrir mink í stað 90 króna og 350 fyrir hvern ref í stað 180 kr. áður. Ríkissjóður hefur tekið á sig aukinn kostnað við útrýmingu refa og minnka, þannig að í stað þriðjungs, greið- ir rikið nú 2/3 verðlaunanna en 1/3 er greiddur af sýslufélögun- um. Gert er ráð fyrir því að úr vikissjóði verði greiddar meira en ein milljón króna fyrir eyð- ingu refa og minnka í ár. Má jafnvel gera ráð fvrir því að þessi upphæð verði hærri en gert var ráð fvrir í fvrstu, vesrna þess að verðlaunin hafa hækkað og Hiilaiy hálfnaður yfir pólinn. - Ný-sjálenzkir vísindamenn eru á leið þvert yfir íshelluna á suðurheimskautinu. Fara þeir um 1130 km. leið undir stjórn Edmunds Hillarys, og hitta brezkan leiðangur und- ir stjórn dr. Vivians Fuchs. í fyrradag var leiðangurinn hálfnaður, og er gert ráð fyrir, að hann verði kominn alla leið í janúar. Er farið hægt yfir, svo að tóm gefist til vísindastarfa. Leiðangurinn notast við sleða, sem traktor er látinn draga. þátttaka í refaveiðum verður þar af leiðandi meiri. Undanfarin ár hefur bæði mink og ref fjölgað og hefur refurinn lagst mjög á fé bænda í seinni tíð. Er það tjón, sem refurinn heíur valdið ómælt, en það er tal- ið nema tugum jafnvel hundruð- um þúsunda króna áiiega. Frá aldamótum og fram til 1930 var unnið ötullega að út- rýmingu villirefsins og bar þá víða mjög lítið á honum og í sumum sveitum landsins sást hann ekki. Eftir 1940 virðist ref- um fjölga mikið og er ástæðan talin sú að fáir gáfu sér tíma til að veiða refi og hann fékk því að vera svo til óáreittur í nær tvo áratugi. Hinar eldri refa- skyttur eru horfnar og fáir ungir menn kunna nokkuð nokkuð til refaveiða. Nokkur breyting er þó á þessu og margir ungir menn leggja nú fyrir sig refaveiðar. Verðlaunin munu eiga mestan þátt í aukn- um áhuga manna fyrir refa og minkaveiðum, en þar að auki þykir mörgum það hin skemmti- legasta íþrótt að veiða refi. Hvar er Zhukov? „Hreinsuin" í Raicða hernuon. Fregnir frá Austur-Berlín herma, að f jölda mörgum rúss- neskum hershöfðingjum og liðs- foringjum hafi verið vikið tt&', einnig tveimur hershöfðingjum, sem voru í A. Þ. og um 20 liðs- foringjum, er þar voru. Þetta eru þeir menn, sem neit- uðu að mæla gegn Zhukov. Ekki hefur frézt um neinar aftökur eða fangelsanir á slíkum mönn- um, en þeir skipta orðið tugum, liðsforingjarnir, sem vikið hefur verið fr, hafa verið lækkaðir í tign. Myndin er tekin á þjálfunarskóla fyrir Ijósmyndara brezka flughersins, en hann er í Cosford í Shropshir e, Englandi. agur reknetabáta í vetur. Á þridja þús. tunnur íil Keflavíkur oij 2000 tn. tíl Akraeiess. Reknetabátum fjölgar. Togari tekinn I 12,000 km.2 svæði í Eitglandi einangrað vegna búfjárveiki. Gin- og klaufaveiki liefui* oroio varí nokkmm sinnum. Bretar hafa nokkrar áhyggj- ur af fiví, að gin- og klaufaveiki Jhef ir gert vart við sig nokkrum sinnum í Bretlandi í haust. Hefir þetta leitt til þess, að niðurskurður hefir verið fram- kvæmdur á nokkrum stöðum, þar sent pestarinnar hefir orðið ; vart, en 'aldrei á stóru svæði í einu. í fyrradag var hinsvegar gefin út skipun um, að ertga skepnu mætti flytja af 12,000 ferkm. svæði í S.-Englandi, þar sem pestarinnar hefir orðið vart á búgarði í grennd við stór- borgina Southamptön. Fer fram athugun á búpeningi á svæði þessu, þar sem gripir af hinu sýkta búi voru fluttir til slátruhar á þrjá staði í byrjun vikunnar. Á svæði því, sem er til at- hugunar eru 700,000 nautgrip- ir, 230,000 fjár og 400,000 svín. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi i morgun. Mikil síldveiði var í nótt og fengu einir fjórir bátar yfir 200 tunnur, en hinir voru flestir með á annað hundrað tunnur. Heildarafli Akranesbáta í dag mun vera um 2000 tunnur og er þetta mesti afladagur í vet- ur. Seytján bátar eru byrjaðir á reknetum og þrír eru tilbúnir að byrja. Að líkindum verður ekki róið í kvöld vegna þess að spáð er stormi. Síldin hefur færzt norðar og er nú mun betri aðstaða til veiðanna. Akranesbátarnir voru tvo til tvo og hálfan tíma frá Skaga og voru því ekki nema á fimmtu klukkustund heim af miðunum, en í Skerjadýpi er 8—9 klukkustunda sigling. Keflavík. Alls bárust á land í Keflavík í gær 1800 tunnur af 19 bátum en í nótt voru milli 20 og 30 bátar á sjó. Allflestir bátanna hafa góða veiði og munu flestir vera með yfir 100 tunnur, en fáir með lítinn afla. Búizt er við að heildaraflirm í dag verði nokkuð á þriðja þúsund tunnur. Nokkrir aðkomubátar( eru að koma aftur, en þeir héldu allir heim þegar veiðin brást í haust. Sandgerði. Frá Sandgerði róa 14-tíátaf, þar af eru 6 aðkomUbátar. Afl- inn í dag er frá 40 til 100 tunn- ur á bát. Sandgerðisbátar fengu afla sinn norður af Eldey og munu hafa verið sunnar en bát- ar frá Keflavík og Akranesí. — Síldin er komin á þær slóðir, sem hana var að finna undan- farin ár. Ekki er útlit fyrir að róið verði í lcvöld vegna óhagstæðr- ar veðurspár. Rússar hóta enn með neitunarvaldi. Öryggisráð Sameinuðu þjóð anna frestaði fundum um Kash mirdeiluna í gærkveldi eftir að fulltrúi Ráðstjórnarríkj- anna hafði boðað beitingu neit- unarvalds. Lagðist hann algerlega gegn því, að dr. Graham yrði falið að gera nýja tilraun til mála- miðlunar og kvaðst mundu beita neitunarvaldi, ef til at- kvæðagreiðslu kæmi. Eftir fundinn sagði utanrík- isráðherra Pakistans, að aug- ljóst væri, að Ráðstjórnarríkm vildu hindra friðsamlegt sam- komulag, og bað hann allar Asíuþjóðir að veita þessari af- stöðu athygli Ekki er kunnugt hvort málið verður þar með lagt á hilluna í bili eða hvort frekari sam- komulagstilraunir um af- greiðslú málsins vérða reyndar. 1 gærmorgun var komið hing- að inn með togarann Loch Sea- forth frá líiill, sem tekinn hafði verið fyrir meint landhelgisbrot. Var það flugvél landhelgis- gæzlunnar, sem tók hann og taldi hann hafa verið að botnvörpu- veiðum í fyrrakvöld sjö sjómílur innan landhelgi í Breiðafirði. Rannsókn stóð yfir í gær og fram á nótt og verður henni haldið áfram í dag. Vörur re\u.r tór Sæfinni. Ymiskonar brak og varning hefir rekið ér farmi ms. Sæ- finns, sem sökk í fyrradag utan, Hornafjarðaróss. Skipið var með allmikið af timbri til brúargerðar, á þilfari, og hefir nokkru af því skolað á land. Fundizt hafa 14 hjólbarð- ar af 60, sem skipið var með. Einstaka poka með hveiti og korni hefir skolað á land og ýmislegt annað dót hefir flotið inn fjörðinn. Voru menn þar á bátum í gær að hirða það sem nýtilegt var þar á fioti. Sprenging i skipi við Kýpur. Tveir hryðjuverkamenn voru handteknh* á Kýpur í gær og skemmdir urðu af völdum sprengingar í brezku skipi. Hryðjuverkamennirnir voru handteknir eftir talsverðan elt-r ingaleika skammt frá Limasol. Sprengingin varð í kaupskip inu African Prince. Líklegt er, að um hermdarverk hafi verið að ræða. Rannsókn fer fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.