Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 3
Föstudaginn 29. nóvember 1957
VÍSIR
Wilhelm de Ropp V
Eftir töku Hínarlanda
áttalist Hitler ekkert
Hantra var saitnfaerður um að
EmgBendingor myndu ekki
berjast
Hitler var varla seztur niður í
Vínarborg, þegar Rosenberg
hringdi mig upp og bauð mér að
fcoma þangað á.sinn fund.
Það er í marz 1938. Nazistarnir
virtust ekki vera í rónni, nema
ég sæi allt með mínum eigin
augum ,alveg eins og þeir sjálfir.
Eg kom í tæka tíð til þess að
hlusta á Hitler flytja hina frægu
ræðu sína og sjá, að morðingj-
am Dolfuss höfðu verið búin
lieiðurssæti í fremstu röð við há-
tíðahöldin í tilefni af sameiningu
Þýzkalands og Austurrikis.
Mér var siðan fylgt á fund
Hitlers. Hann tvísteig þarna eins
og hvolpur með tvær rófur. Eg
hafði aldrei séð hann jafn æstan.
„Jæja, barón,“ hrópaði hann
fagnandi, „loksins er ég búinn að
fá mitt Austurriki."
Hvílíkur munur á þessum
manni, eða þeim Hitler, sem
ruddist inn í Rinarlöndin 1936!
Þá var hann í marga daga eins
og maður, sem hefur lifað í æsi-
legum taugaspenningi. Hann bað
mig þá að hitta sig húsi Rosen-
bergs, svo að við gætum rætt um
viðbrögð Breta og komizt að nið-
nrstöðu um hvað þeir hyggðust
nú fyrir.
„Nú hafið þér knúið Breta og
Frakka til að snúa bökum sam-
an;“ sagði ég honum. „Var það
virkilega nauðsynlegt og ráð-
legt, að hrapa svona að þessu?“
„Það var óhjákvæmilegt —
ekki sérstaklega af stjórnmála-
legum ástæðum," svaraði hann,
„en ég varð að sjá um að mitt
fólk fengi sjálfsvirðingu sína aft
ur.“
Svo fór hann að muldra: ,,Já,
já. Þetta var ekki auðcelt."
Síðan spurði hann: „Ilvað
haldið þér að almenningur í Bret-
landi hugsi um mig? Styður
liann stjórn sina? Haldið þér að
Ástralía og Kanada muni styðja
England?"
Hann var auðsjáanlega dauð-
hræddur um að við mundum sjá
í gegnum blekkingavef hans.
Ef við hefðum stöðvað hann
þá, hefðum við lagt nazistaveldið
að velli og dagar þess hefðu ver-
ið taldir.
En nú var skaðinn skeður, og
eftir töku Rínarlandanna sýndi
Hitler aldrei neinn ótta.
Eg talaði oft við hann eftir að
sameining Þýzkalands og Aust-
urríkis var um garð gengin og
þangað til styrjöldin brauzt út.
Hann.sagði mér nóg til þess, að
mér var það ljóst, að hann léti
sér hvorki nægja að fá Austur-
ríki, Súdetalandið, Tékkósló-
vakíu eða Pólland. Hugur hans
snerist um að sigra Rússland og
hertaka Úkraínu og Kákasus
sem gerð skyldu að nýlendum
Þýzkalands.
Mundu ekki berjast.
Eg sagði I-Iitler, að Englend-
ingar mundu grípa til vopna, ef
hann réðist á Pólland. Eg sagði
honum, að þjóðin stæði einhuga
með ríkisstjórninni og að sam-
veldislöndin mundu koma Bret-
landi til hjálpar.
„Þér hljótið að hafa fengið
rangar upplýsingar, barón,“
sagði Hitler í síðasta sinn, sem
ég ræddi við hann. „Ribbentrop
segir mér, að Englendingar muni
ekki berjast. Þeir muni ekki fá
neina aðstoð frá Ástralíu, Kan-
ada eða Suður-Afríku og ég veit
að æskan í Englandi er úrkynjuð
og framtakslaus".
Eg gat ekkert gert til að vinna
á móti áhrifum Ribbentrops, sem
vildi stríð.
Um þetta leyti hafði Rosen-
berg miklar áhyggjur. Honum
hafði aldrei geðjast að Ribben-
trop, sem var lítilmenni með tak-
markalaust sjálfsálit. Rosenberg
var á þeirri skoðun, að hægt
væri að ráðast á Pólland seinna,
án þess að lenda í stríði við
Breta út af því.
Þannig var ástandið, þegar
heimurinn var smátt og smátt að
mjakast í áttina til styrjaldar.
Þrem dögum áður en Hitler
réðist á Pólland, gerði Rosen-
berg mér boð að finna sig.
„Þetta er að verða mjög al-
varlegt, barón,“ sagði hann. „Eg
ráðlegg yður að fara burt úr
Þýzkalandi um stundar sakir.“
Eg fór að ráðum hans og þann
ig atvikaðist það, að ég lagði af
stað heimleiðis þrem dögum áð-
ur en styrjöldin braust út og þó
með þungum hug.
Hefði ég gert nokkuð meira til
þess að koma í veg fyrir, að þessi
óði maður leiddi þessa ægilegu
styrjöld yfir heiminn? Ekki með
orðum eða ræðum, svo mikið
veit ég.
Eg er ekki einn af þeim, sem
halda að Hitler hafi orðið óður
af því að honum voru fengin
mikil völd. Hann var með mikil-
mennskubrjálæði, þegar er ég
hitti hann i fyrsta sinn.
Eg ákvað að fara til Sviss,
því að ég gerði ráð fyrir, að þar
gæti ég orðið að liði, með því
að halda uppi sambandi við Ros-
enberg og e. t. v. við Hitler lika,
og það gerði ég allt til ársins
1944.
Sex sinnum sendu þeir fulltrúa
sinn -á fund minn til að ganga
úr skugga um, hvort nokkur
leið væri fær, til að komast að
samkomulagi um að hætta styrj-
öldinni.
Eg gaf þeim alltaf sama svar-
ið: „Engiand mun aldrei semja
frið við Hitler.“
1 gegnum þenna sendimann
fékk ég góða huggmynd um á-
standið í innzta hring nazistanna.
Hann sagði mér, að í Þýzkalandi
væri þess ákaft óskað að bund-
inn yrði endi á styrjöldina í
vestri, en enginn efaðist um að
Þjóðverjar mundu vinna hana..
Þegar árið 1942 var fo-'«
um leynivopn og trúa því, að
með þeim yrði „England gjör-
samlega lagt í rúst.“
Engin áhrif.
Þegar fyrsta leynivopnið, VI,
var sent á loft, reyndi ég að
komast í samband við Hitler til
þess að leiða honum fvrir sjónir,
að allt Þýzkaland, þar á meðal
hans eigið heimili, mundi verða
lagt í rúst í loftárásum, ef hann
hætti ekki þegar í stað árásum
sínum.
Eg óttaðist þó, að slík aðvörun
eða hótun mundi ekki hafa mikil
áhrif á Hitler. Hann mundi sjálf-
sagt óska þess að ósigurinn yrði
svo eftirminnilegur, ef hann á
annað borð ætti eftir að tapa
styrjöldinni, að annað eins væri
óþekkt í sögunni. Eg var viss
um, að þegar sprengjum banda-
manna færi að rigna yfir loft-
varnabyrgi hans í Berlín, mundi
það hljóma eins og hljómlist í
eyrum hans — hljómlistin...úr
Götterdammerung, óperunni,
sem hann dáði mest.
yimkniissfúkan hesm-
sæklr Laugarvatn.
Laugardag þ. 16. nóvember
1957 kom Umdæmisstúka Suður-
Iands í beimsókn að Laugarvatni
og efndi til fjölmennrar sam-
koniu fyrir alla skólana þar, í
hátíðarsal menntaskólans.
Hófst samkoman með því að
Sveinn Þórðarson skólastjóri
bauð gestina velkomna. Siðar tók
fararstjórinn, Páll Kolbeins, til
máls og kynnti jafnframt dag-
skrána, sem var mjög fjölbreytt.
Söng fyrst tvöfaldur kvartett úr
I.O.G.T.-kórnum undir stjórn
Ottós Guðjónssonar. Síðan flutti'
séra Kristinn Stefánsson, umbm.
hátemplars ræðu, en að henni
lokinni söng tvöfaldi kvartettinn
aftur. Þar næst flutti Karl Guð-
mundsson leikari skemmtiþátt.
Þá lék Jóhannes Jóhannesson
einleik á harmoniku nokkur lög,
og Maríus Ólafsson skáld las
frumsamin kvæði. Bjarni Bjarna
son skólastjóri þakkaði gestun-
um komuna og að síðustu talaði
Þorsteinn J- Sigurðsson umdæm-
istempiar. Hvatti hann skóla-
æskúna til þess að tileinka sér
hugsjónir bindindissamtakanna
í landinu. Að lokinni dagskránni
var stiginn dans. Móttökur að
Laugarvatni annaðist Húsmæðra
skóli Su.ðurlands með miklum
myndarbrag.1
------4------
© Mikill skógareldur kom upp
fyrir nokkrum dögum í um
30 km. fjarlægð frá Los
Angeles. Vindur var snarpur
og á 20.000 ekra landsvæði
brann skógur og er eftir grátt
flag.
Robert Standish:
Afbrot
Framh.
og höfðu ekki' verið sótt. Þar á
meðal voru 12 kassar af barna-
gullum og öðrum hlutum, sem
voru mjög eldfimir. Var þetta
einmitt fyrir neðan herbergi það,
sem Ansell og þjófurinn lágu í,
í svefndrunga sínum.
Langley tók dálítið af hefil-
spónum og fór með þá inn í her-
bergið, þar sem kassarnir með
leikföngunum voru geymdir.
Með hefilspónunum, nokkuru af
þurrum húsgögnum, flösku
af hreinsunarlegi var brátt
kominn góður eldur. Hann setti
í’afmagnsblævængi í gang og lét
hann blása í eldinn, svo að vissa
væri fyrir því, að hann breiddist
út. Það var kominn tími til að
fara.
Edward Langley tók ferða-
töskuna og fór út bakdyrameg-
in, sem lá út á mjóan veg milli
hárra veggja. Hann varð að
hætta á það að einhver þekkti'i—!
en enginn var á ferli.
I stræti, sem var svo sem í 20
metra fjarlægð geymdi hann
bílinn hans Stewart MeWells og
þegar hann setti hina þungu
ferðatösku í baksætið og setti
bílinn í gang var Edwara Lang-
ley í rauninni hættur að vera til.
Þeir síaðir, sem hann hafði heirn
sótt, heimili hans, skrífstofa
hans, myndu aldrei sjá hann aft-
ur og ef eldurinn reyndist eins
vel og hann vonaði, væri ekkert
leyndardómsfullt við þenna at-
burð. Það yrði kannske spurt
hvers vegna Henry Ansell og
þjófurinn hefðu ekki orðið varir
við eldinn og kallað á hjálp. En
því yrði brátt svarað, því að Ed-
v/ard Langley hafði leyft ná-
grönnunum að vita að hann og
Henry Ansell drykkju mikið. Það
þeim, er þeir hefðu verið út úr
drukknir.
Stewart McWatt ók í hægðum
sínum niður að East End og
skömmu eftir miðnætti bjó hann
sér til te, sem hann drakk með-
an'hann kynnti sér vegabréf með
vegunum suður Fralckland og til
Ítalíu. Eins og nágrannar hans
vissu var það í ráði að hann
færi i sumarfrí á bílnum sínum
á meginlandinu.
Svo sem fjórum dögum seinna
var likskoðunardómur kallaður
saman til þess að dæma um
dauða Henry Ansell og Edwards
Langleys og kvað hann upp
þann dóm að þeir hefðu dáið a£
slysi. Lögfræðingur kom þarna
íyrir brunabótafélagið og komst
að þeirri niðurstöðu að mjög eld-
fimt efni hefði verið geymt í
kjallaranum og væri því bruna-
bótagjaldið úr sögunni og féll
húsbændum hans það mjög vél
í geð. Eigandi leikfangakassanna
kom þarna líka og bar þvi vitni
að leikfangakassarnir heíðu ver-
ið þarna, sem veð fyrir láni frá
Ansell.
Þetta var allt. Það var enginn
leyndardómur í þessu, enginn
grunur og þar með fylgdi að
enga frekari rannsókn þyrfti, þvi
að ekkert benti til þess að neins
konar glæpur hefði þarna verið
framinn.
Edward Langley hafði fram-
kv. hinn fullkomna glæp og nú
yrði þá gengið út frá því að
reykurinn liefði unnið bug á