Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 9
Föstudaginn 29. nóvember 1957 Vf SIR 9 Grésnoiraeirð Eítirfarandi greinargerð frá iiiðurjöfnunarnefnd Eeykjavíknr nm aukariiðurjöfnun 1957 barzt Vísi i gaer. Að gefnu tilefni tekur niður- jöfnunarneínd Reykjayíkur fram eftirfarandi: Samkv. 25. gr. útsvarslagar.na fer aukaniðurjöfnun fram í júní, september og desember ár hvert, eða á öðrum tima, ef ástæða þykir í:l. Þá skal leggja úísvör á þá, sem teknir skyldu hafa verið á aðalskrá, en hefur verið sleppt. Á aðalski'á tekur niöur- jöfnunarnefnd ekki aðra en þá, sem e:ga bæði heimilisfang og lögheimili hér í bænum, en slepp- ir þar hins vegar þeim, sem hafa heimilisfang hér í bænum samkv. þjóðskránni, en telja lög- heimili sitt annarsstaðar. Hefur þetta jafnan verið gert og bygg- ist á því, að skattstofa Reykja- víkur hefur engar upplýsingar um efni og ástæður þessa fólks, þar sem framtöl þess eru send til lögheimilissveitar þess, og yfirleitt ekki fyrir hendi upplýs- ingar, um hvaða fólk er hér að ræða, þegar aðalniðurjöfnun fer fram. Nú er hins vegar ákveðið í 8. gr. útsvarslaganna, að þar skuli leggja útsvar á gjaldþegn, þar sem hann hafði heimilisfang samkv. manntali næst á undan niðurjöfnun. Er í þeim efnum farið eftir þjóðarskránni, sem Hagstoía Islands semur. Er jafn- an í bænum mikiil fjöldi fólks, sem hefur hér heimilisfang og atvinnu, en sendir framtöl sín þangað, sem það telur sig eiga lögheimili. Vafalaust er, að leggja ber útsvar á slíka gjald- þegna hér, sbr. 8. gr. útsvarslag- anna, sem vitnað var til' hér að framan. Eins og sagt er í upphaíi, er þessum gjaldþegnum sleppt af aðalskrá, en á þá lagt samkv. ákvæði 1. tölul. 25. gr. útsvars- laganna. Méð því að gjaldþegna.r þessir senda nefndinni engin framtöl né gera á annan hátt grein fyrirtekjum sínum og eign- um, er niðurjöfnunarnefnd skylt að beita ákvæðum 5. gr. útsvars- laganna, þar sem tekið er fram, að ef gjaldþegn telji ekki íram tekjur sínar og eignir, skuli nið- urjöfnunarnefnd ,,áætla honum ríflegar eignir og tekjur, svo að áreiðaníegt megi íelja, að hann vinni ekki á því, að halda upplýs- ingum fyrir nefndinni". Sams- konar ákvæði, en þó strangara er I 35. gr. laga um tekju- og eign- arskatt. og beita skattayfirvöldin því gagnvart ■ þeim, sem ekki telja fram, á sama hátt og niður- jöfnunarnefnd gerir við aukanið- urjöfnunina. Þegar kærufrestur eftir auka- niðurjöfnun er liðinn og fram- töl og aðrar upplýsingar um hagi gjaldþegnanna hafa borizt, er áætlunarupphæðinni breytt, ef á- stæða er' til. Ef í ljós komur, að ástæður gjaldþegans eru þannig. að hann getur ekþert út- svar borið, svo sem vegna sjúk- leika hans eða þeirra, sem á vegum hans eru, slysa, dauðs- falla, menningarkostnaðar eða annars, sem telja má máli skipta um gjaldþol hans, sbr. 4. gr. út- svarslaganr.a, er útsvar hans að sjálfsögðu fellt niður. Er hór um að ræða öldungis hið sama og á .sér stað við ákvörðun tekju- og eignarskatts, þar sem skatt- ar eru áætlaðir i upphafi, en síð- ar breytt eða felldir niður sam- kvæmt upplýsingum, sem skatt- yfirvöldunum berast, svo sem um sjúkleika eða annað þess háttar. Deilt hefur verið á nefndina fyrir það, að við aukaniðurjöfn- jtmina í ár hafi útsvar verið á- ætlað á nokkra einstaklinga, sem síðar hafi reynzt vera sjúkir eða við nám. Samkv. framansögðu liggja til slíks eðlilegar og skilj- anlegar orsakir. Að lokum skal tekið fram, að aukaniðurjöfnun í ár fór fram með sama hætti og verið hefur og mælt er fyrir um í lögum. Hefur aldrei áður verið deilt á niðurjöfnunarneínd af slíku til- eíni. Reykjavík 28. nóvember 1957. Niðurjöfnunarnefnd Reykjavík- ur. Guttormur Erlendsson Haraldur Pétu.rsson Björn Kristmundsson Sigurbjörn Þorbjörnsson Einar Ásmundsson. Leikfélag Kópavogs sýnir „Leynimelur 13“. iáSgert er að sýsia biktsisi á SisByrsiesjit® Ætla að æfa leirdúfuskot- fimi í vetur. 180 lé!a§ar í Skotfélagi Reykjavikur. Skotfélag Reykjavíkur var ( fyrsta íþróttafélagið í Reykja- i vík. Að vísu hefir Skotfélag Reykjavíkur horfið af sjónar- sviðinu við og við á þeim 190 árum, sem Iiðin eru síðan fyrsta skotfélagið var stofnað, en það hefir lifnað við af nýju og í Skotfélagi Reykjavíkur eru um 180 félagar. Skotfélagið lætur minna yfir sér en önnur íþróttafélög. Skot- æfingar eru víst ekki minna sóttar en æfingar hjá öðrum íþróttafélögum. Innanfélags- keppni er háð við og við og stundum keppt við erlenda gesti, en það sem ólíkt er með skotkeppni og keppni í öðrum íþróttum er, að keppendur eru ávallt fleiri en áhorfendur. Skotvopnin, sem notuð voru af félögum skotfélagsins fyrir hundrað árum voru án efa hlauplangir framhlaðningar og því ólíkir hinum návæmu rifflum af ýmsum gerðum, sem skytturnar nota í dag. Kennir þar margra grasa af gerðum og stærðum, allt frá cal. 22 upp í stóra riffla með sjónauka, hæí- arsigti og öðrum þeim útbún- aði, sem eykur nákvæmni, en krefst að sama skapi meira af skyttunni. Vetrarstarfsemi skotfélags- ins er nú að hefjast, sagði Er- lendur Vilhjálmsson, formaður félagsins, við Vísi á laugardag. Aðalfundi félagsins er nýlokið. Það er helzt af nýjungum, að í ráði er að æfa leirdúfuskot. Það er sérstök vél, sem þeytir leir- diskum upp í loftið og skotið er á diskana meðan þeir eru á hreyíingu í loftinu. Slíkt er, af þeim sem til þekkja, talin mikil íþrótt. Notaðar eru hagla- byssur til að skjóta á leirdúf- ur. Leirdúfuskot skapar sams- konar aðstæður og þegar veiði- jmenn skjóta fugla á flugi. Er- llendis eru fuglar aldrei skotn- I ir nema á flugi. Annars vil eg jtaka það fram, sagði Erlendur, 'að Skotfélag Reykjavíkur er veiðimannafélag, heldur skotfimi sem jíbró.tt og skjóta aðeins á skot- skífu. — Á hvaða aldri eru félag- arnir? —- Flestir yfir 30 ára. Það er fátt um mjög unga menn. Eng- inn félagi er undir 21. árs aldri, því byssuleyfi fá menn ekki fyrr en þeim aldri hefur verið : náð. Á sumrin fara æfingar fram i utanhúss en á vetrinum æfa j Skotfélagarnir að Hálogalandi. j ekki iðka félagarnir Um síðustu lielgi sýndi Leik- félag Kópavogs sjónleikinn „Leyninielui' 13“ við góðar uriðir tektir í Barnaskólahúsinu í Kópavogi. Um leikritið sjálft þarf ekki að fjölyrða. Hinn græskulausi gam- aníeikur er til þess eins gerður að koma mönnum til að hlæja. Höfundur leikritsins þeir Emil heitinn Thoroddsen, Indriði Waage og Haraldur Á. Sigurðs- son hafa reynzt fundvisir á hið skoplega í fari hinna ýmsu mann gerða, sem þjóðfélagið saman stendur af. Við eigum alltof fáa slíka íslenzka gamanleiki. Þótt margir erlendir gamanleikir hafi verið vel þdýdir og staðfærðir verða persónur leikjanna aldrei alislenzkar, en á „Leynimel 13“ er að finna skopstælingar í manngerðum, sem allir kannast við. Leynimelur 13 var fyrst sýnd- ur á vegum Fjalakattarins í Reykjavík árið 1943 og hlaut góðar viðtökur. Leikurinn er byggður á hugsanlegri fram- kvæmd hins íræga húsnæðis- málafrumvarps Rannveigar þorsteinsdóttur fyrrv. alþingis- manns og það getur meira en verið, að útmálun Haraldar Á. Sigurðssonar og félaga hans á því, hvernig löggjöfin átti að framkvæmast, hafi komið í veg fyrir að frumvarpið var sam- þykkt og þar með forðað mörg- um góðum borgurum frá þvi að hreppa hlutskipti Kristofers K. Madsens klæðskerameistara. Hinð únga þróttmikla Leikfé- lag Kópavogs hefur þegar orðið á að skipa hópi leikara sem feng- ið hafa eldskírn sviðljósanna og koma fram með öryggi, sem sviðvönu leikfólki er tamt. 1 vetur bættist í hópinn Sigurður Scheving, sem setti „Leynimel 13“ á svið og fór jafníramt með aðalhlutverkið, Maasen, klæð- skerameistara. Sigurður lék þarna gamalkunnugt hlutvcrk. Hann síjórnaði þessum sama sjónleik í Vestmannaeyjum og lék þá einnig hlutverk Madsens. Sigurður hefur ótvíræða hæfi- leika til túlkunar á léttri gaman- semi. Orðsvar hans er létt og óþvingað og framsett með sann- færandi innliíun. Erlendur Bíand on í hlutverki Sveins Jónssonar skósmiðs, átti sinn þátt í að vekja hlátur leikhúsgesta með- skemmtilegum og þróttmiklum leik. Sömuleiðis vax leikur þ.eirra Ingu Blandon í hlutvc-rki tengda- móður Madsens og Sigurðar S. Sandholt í hlutverki sambýlis- kpnu skósmiðsins með ágætum. Auk áðurnefndra fóru eftirtal- in með þessi hlutverk: Dóra Mad sen: Arnhildur Jónsdóttir, Jónas Glas heimilislæknir: Gestur Gislason, Disa, þerna á heimili Madsens: Hugrún Gunnarsdótt- ir, Magnhildur - spákona: Hólm- fríður Þórhallsdóttir, Ósk dóttir Magnhildar: Ágústa Guðmunds- dóttir, Þorgrímur skáld: Sigurð- ur Grétar Guðmundsson, Márus ræðismaður: Árni Kárason, Hekkenfeldt, stóreignamaður: Magnús B. Kristinsson. Stefnán lögregluþjónn: Pétur Sveinsson. Leikfélag Kópavogs hyggst sýna sjónleikinn á Suðurnesjum um næstu helgi. I vikunni var sjónleikurinn sýndur að Hlégarði í Mosfellssveit. 99 • vig66. Hér var á sl. sumri danskur teiknari og ferðabókahöfundur, Kaj Hansen frá Óðinsvéum, á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Hefir hann nú gefið út lítið kver um ferð sína og kallar „Den rygende vig“. Segir þar frá ferðum Hansens um landið, og fylgja teikningar eftir hann sumum köflunum. Kver þetta er mjög snyrtilega úr garði gert og er tileinkað Ferðaskrifstofu ríkisins. © Stálverð lisckkaði í Vestur- Þýzkálandi fyrir skömmu um 3—5%. Þeíta eru góðar fréttir fyi'ir Breta, segir í einu Luntl- únacla.ghlaðinu, því að „brer.kt síál er nú afíur ódýrasta stál í heimi“. II. f \ Æntier&siBt. : LJÓTÍ ANDARUNGíNN , ^ 'vf'ÁvV. I 'i, í- ’> •. ..;,•' \b?-? "><•*.- Það var svo dásamlegt í sveitmni. Það var líka sumar. Hveitiakrarmr voru bleikir, en hafragrasið var grænt. Niður á engmu græna stóð heyið í sátum og þar gekk storkurinn á löngum, rauðum fótum og talaði egypzku, því það tungumál hafði hann lært af móður sinni. Gamall, stór herragarður lá baðað- ur í sólskimnu og um- hverfis hann voru djúpar grafir með vatni og alveg niður við vatnsborðið uxu háir njólar. Það var eins v'illubjart innan um njól- ana eins og í þéttum skógi cg þar átti önd sér hreiður og lá þar á eggjum sínum. Hún var að unga út eggjun- um sínum, en hún var orð- in leið, því henni fannst það taka svo langan tíma og hún fékk sjaldan heim- sókn. — Hinar endurnar höfðu meira gaman af að synda í síkinu, en að staul- ast upp á bakkann og sitja þar undir hvönn og sefi og rabba við hana. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.