Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 6
6 VlSIR Föstudaginn 29. nóvember 1957 wiBim D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 bla'ðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Vandræði sötumanna. Fyrir rúmri viku birtist grein á æskulýðssíðu Þjóðviljans, sem vakti mikla athygli og i ekki alveg að ástæðulausu. Þar var sagt skýrum stöfum, að framtíð vinstri stjórnar- innar ylti á því, hvort hér vrði varnarlið eftir 1960 eða ekki. Ef liðið væri ekki far- ið, mundu kommúnistar ekki , taka í mál að vera áfram í ríkisstjórninni. Kom mönn- um að sjálfsögðu nokkuð á óvart, að blað kommúnista skyldi birta þessa yfirlýs- ingu, en um það var ekki að villast, að kommúnistar samþykkja framhaldsdvöl varnarliðsins til loka kjör- tímabilsins. Varla hafði verið bent á þessa yfirlýsingu hér í blaðinu, þegar kommúnistar byrjuðu að afsaka sig. Afsökun þeirra var í því fólgin, að það tæki tvö ár að koma hernum úr landi vegna uppsagnar- ákvæðanna. Ekki verður ! þessi afsökun þó tekin gild að öllu leyti, því að fram á mitt sumar 1960, þegar nú- ! verandi kjörtímabil er á enda, er meira en tvö ár og jafnvel meira en hálft þriðja. Þessi afsökun komm- únista verður því næsta haldlítil, þegar á þetta atriði er litið, svo og það, að komm únistar sýna engan lit á að krefjast brottfarar liðsins. Kommúnistar gera sér grein fyrir því, að þeir eru í von- lausri aðstöðu í máli þessu, og kemur það meðal annars fram í grein, sem birtist í Þjóðviljanum í gær, fimmtu- dag. Þar segir, að menn megi ekki líta svo á, að greinin, er um þetta fjallaði, skýri frá stefnu „Alþýðu- bandalagsins í heild“, og má skilja þá skýringu á marga vegu. Meðal annars má skilja þetta svo, að þetta sé aðeins Bygging Fyrir nokkru var hafizt handa um að grafa fyrir grunni byggingar fyrir blinda menn í Hlíðahverfi. Verður þar um all-stóra byggingu að ræða, þar sem blindir munu bæði geta búið og starfað, þegar hún verður komin upp. En það vekur furðu almenn- ings, að blindir menn skuli ekki allir starfandi í einu félagi, einum heildarsam- tökum. Almenningi finnst, að þeir menn, sem standa svo höllum fæti í lífinu sem stefna nokkurs hluta Alþýðu bandalagsins, og þá er að komast að niðurstöðu um það, hvor hluti bandalgsins sé „hernámshluti“ þessa fyrirtækis. Frá upphafi hefir verið Ijóst, hverjir eru uppistaðan í Al- þýðubandalaginu, hafa lagt því til megnið af fylginu, og ráða þar lögum og lofum í krafti þess. Það eru ekki þeir fúadrumbar, sem kommún- istar tóku á sínum tíma upp á arma sína, þegar stofnað var til bandalagsins. Þeir eru aðeins notaðir, meðan nokk- ur þörf er fyrir þá, og nauð- synlegt er að nota þá enn um hrið til að blekkja al- menning, að því er varðar raunverulegt eðli bandalags- ins og tilgang kommúnista með því. Það eru því ekki þessir menn, sem úrslitum ráða í þessum efnum. Það eru vitanlega kommúnistar, sem ráða því, hvort Alþýðu- bandalagið samþykkir dvöl varnarliðsins og er í stjórn- inni deginum lengur. En það eru ekki ,,íslenzkir“ kom- múnistar, sem taka ákvarð- anir í því efni. Slíkar ákvarð anir eru teknar utan land- steinanna, langt austur í Garðaríki, þar sem málunum er ekki ráðið til lykta í sam- ræmi við íslenzka hagsmuni, enda þótt fjallað sé um ís- lenzk málefni. Þetta vita þeir bezt, sem innst eru í hópi kommúnista, og þeim er einnig sama um örlög Al- þýðubandalagsins, þegar það hefir gert sitt gagn. En þeim hefir verið gerður grikkur með yfirlýsingunni, sem getið er hér í upphafi. Þeir ætluðu að samþykkja ,,hernámið“ þegjandi, svo að minna bæri á því. Uppljóst- unin hefir komið „sölu- mönnunum“ í vandræði. blindra. hinir blindu, megi ekki dreifa kröftum sínum með því að starfa í andstæðum fylking- um — eða þvi sem næst. Vísi er ekki vel kunnugt, hvers vegna blindir menn eru sundraðir að þessu leyti, en víst mundi aðstaða þeirra öll vera betri, ef þeir bæru gæfu til að starfa saman. Lífsbarátta þeii'ra mundi vera léttari á allan hátt, ef hönd styddi hönd, og allur stuðningur við þá koma að meira gagni. u, j n - i ................ Sigurfón Stefánsson. Mvti&gu orð. Sigui’jón Stefánsson skrifstofu- stjói’i andaðist í Landsspítalan- um 24. þ. m. Bálför hans fer fram í dag. Si'gurjón fæddist í Fi’amnesi á Skeiðum 14. maí 1887 og stóð því á sjötugu, er hann lézt. For- eldrar hans voru þau Stefán Ólafsson frá Fjalli á Skeiðum, Stefánssonar prests frá Fjalli í Mýrdal og kona hans, Vilboi’g Jónsdóttir frá Arnarbæli. Ófeig- ur riki i Fjalli var langafi Sigur- jóns. Þau hjónin Vilboi’g og Stef- án voru systkinabörn. Þegar Sigurjón var enn ungur skildu þau, og fluttist Vilborg þá til Sigríðar móður sinnar að Ai’nar- bæli með tvö börn sin, Kristínu og Sigurjón. Stefán Ólafsson drukknaði í róðri í Faxaflóa 1907. Sigurjón ólst því upp í ! Arnarbæli, við nám og starf, og J dvaldist þar til ái’sins 1912, er j hann'fluttist með móður sinni til Reykjavíkur. Hún lézt í hárri elli í Hafnarfirði, en þar bjó hún síðustu æviórin hjá dóttur sinni, Elisabetu hjúkrunarkonu. Ár:ð 1910 tók Sigurjón að stunda nðm í Flensborgarskóla 1 og lauk það'an gagnfræðaprófi á 1 einum vetri, en hin næstu tvö ár var hann við nám í Verzlunai'- skóla Islands og brautskráðist þaðan vorið 1913. Að loknu skóla námi stundaði • hann ýms þau störf, sem til féllu, vann m.a. við byggingu sjógarðs á Siglu- firði, brúai’smíði við Ytri-Rangá o. fl. Árið 1915 réðst hann í bæj- ai’ski’ifstofurnar í Reykjavik til Knud Zimsens og var ritari hans fi’am til 15. nóv. 1916, er hann hóf starf sitt hjá Helga Magnús- syni & Co., en þar stai’faði hann síðan óslitið til dauðadags, eða í röska fjóra ái’atugi. Mér er kunnugt um, að hann naut mikils álits húsbænda sinna og að milli hans og þeirra var einlæg vin- átta. Hann var með afbx'igðum ábyggilegur og traustur maður, og allt starf hans einkenndist af nákvæmni, samvizkusemi og snyrtimennsku. Árið 1931 kvæntist Sigui’jón efth'lifandi konu sinni, Þórunni Jensdóttur hjúkrunai’konu, og bjuggu þau lengst af að Garða- sti’æti 40, þar sem þau áttu fag- urt heimili, sem bar húsbændun- um vitni um góðan smekk og menningu. Þau eignuðust tvær dætur, Önnu Vilborgu stud. phil. og Köi'lu, sem gift er Þi-esti Sveinssyni. Sigurjón Stefánsson var mað- ur prýðilega vel gefinn og vel lesinn í íslenzkum bókmenntum, enda hafði hann yndi af bókum og átti gott bókasafn. Hann var höfðingi heim að sækja. Hann var di’engur góður. Hitt vei'ður þó minnisstæðai’a drenglund hans og kai’lmennska í mai’gra ára baráttu við erfiðan sjúkdóm, er að lokum dró hann til dauða. Við samvei’kamenn hans sökn- um ágæts félaga og vinar, en mestur harmur er þó kveðinn að fjölskyldu hans, sem varðveita mun minninguna um ágætan heimilisföður. Blessuð sé minn- ing hans. Magnús Helgason. Fjórar góðar barnabækur frá Æskunni. Bókabúð Æskunnar hefur um langan aldur helgað sig út- gáfu barnabóka, og er það mál manna, að henni liafi þar vel tekizt. Það er mikill vandi að gefa út baniabækur, því að til þeirra þarf að vanda miklu bet- ! upr en bóka fyrir fullorðna. Barnssálin er svo opin fyrir áhrifum úr öllum áttum, að nauðsynlegt er að v'inna vel úr því, sem til hennar getur bor- izt. Það er eitt af hlutvei'kum útgefenda barnabóka, og Æsk- an hefur verið vel á verði, svo að ýmsir útgefendur mættu taka hana sér til fyrirmyndar í þessu efni. Nýlega hefur Æskan gefið út fjórar barnabækui', sem hér skulu taldar: Dagur frækni eftir norska höfundinn Bernhai'd Stokke. Sagan gerist á bronsöld, og hef- ur faðir Dags farið til í'anga, en kemur ekki úr ferðinni aft- ur, því að hann er hnepptur í ánauð. Dagur fer að leita föð- ur síns, og lendir í marg'vísleg- um ævintýxum. Þetta er tilval- in bók fyrir röska drengi. Geira glókollur heitir télpu- bók eftir Margréti Jónsdóttur, sem mörgum er að góðu kunn. Geira er föðurlaus sveitatelpa, sem er ýmist hjá móður sinni eða vandalausum. Lendir hún í margvíslegri reynslu og ævin- týrum og endar sagan, þegar Geira hefur verið fermd og er komin til Reykjavíkur með móður sinni. Þetta er látlaus og góð saga fyi’ir telpur á ýmsum aldi'i, og svo mupn jafnvel von á framhaldi síðar. Sumargestir er telpubók eft- ir Gunnvor Fossum, einn helzta höfund Norðmanna, sem fyrir telpur ritar. Segir þar frá sveitaheimili, sem á í fjái’hags- erí'iðleikum og reynir að bæta úr þeim með því að stofna sum- argististað. Þangað kemur mai'gur misjafn sauður, eins og við er að búast, og verða úr þessu xnargvísleg væintýr. Loks skal getið um Kisubörn- in kátu, kver um kettlinga, sem ólmast og ólátast eins og venju- leg börn, og lenda í mörgu mis- jöfnu. Er þetta semmtilek bók fyrir minnstu börnin. Að tafli. 1 skemmtilegri og fróðlegri grein í Almanaki Þjóðvinafélags- ins, „Að tafli", segir að viða í ís- lenzkum fornritum sé getið um ýmiss konar töfl og teningsköst, er menn höfðu sér til dægrastytt- ingar og skemmtunar. „Mun sú íþrótt hafa haldizt við allar eymd araldir þjóðarinnar, enda fá dægrastytting tiltækilegri i fá- sinninu." 1 greininni er þess getið, að Jón biskup Ai’ason hafi orkt vísu um tafl, og séra Sigfús á Þór- oddstað (d. 1597) hafi í Heimsá- deilu sinni minnzt á tafl, „þar sem hann lýsi ýmsu því háttei’ni landsmanna, sem honum gezt ekki að.“ Skáktafl altítt á 16. og 17. öid. „Skáktafl virðist hafa verið alltítt hér á landi á 16. og 17. öld. Sanna það ýmsar heimildir .... Er líklegt, að skáktafl hafi verið iðkað hér stórum meii’a en með- al alþýðu annarra landa. Svo mikið er víst, að erlendir menn, er um þjóðina rita, býsnast mjög yfir taflkunnáttu Islendinga og þaulsætni þeirra við skákborðið. Raunar tekur enginn mark á þvi, sem stói’lygarinn Blefken segir í hinu alræmda riti sinu, að Is- lendingar liggi í rúminu dögum saman um vetrartímann og tefll skák. Hitt eru og hégiljur einar, sem annar útlendingur staðhæf- I ir, að Islendingar séu svo frábær- | ir skákmenn, að þeir séu stund- í um viku eða lengur með sömu skákina, þótt þeir taki langa skorpu á hverjum degi. Ýmsir fleiri láta þess getið, að Islend- ingar séu skákmenn góðir, án þess að segja fjarstæðukenndar í’eyfarasögur um skáklist þeiri’a. Er fullvíst, að Islendingar höfðu lengi á sér hið mesta skákorð i nálægum löndum. Islenzk tunga ber þess ærnar menjar, að hér hefur verið mik- ið teflt, bæði manntafl og ten- ingstafl af ýmsu tagi.“ Vafalaust hefur verið teflt hér frá upphafi landsins byggðai’. „Jafnan skemmtu þau sér at tafli Helga ok Gunnlaugr", seg- ir i Gunnlaugs sögu ormstungu, er hann var að Boi’g nokkur misseri „ok nam lögspeki at Þoi’steini", alla tið mun þessi göfga iþrótt hafa verið iðkuð í landinu, en bæði vei’ið um hnign- unar og blómaskeið að ræða. Nýtt blómaskeið. Ekki er hægt að minnast á skákíþróttina á íslandi, án þess að geta hins mei’ka manns, VVill- ards Fiske, og bai'áttu hans til að glæða af nýju áhuga Islend- inga fyrir henni. Mun eigi of- mælt, að hún hafi verið forspil að þvi, að nýtt blómaskeið henn- ar hófst, þar sem margir ágætir menn koma við sögu. Brátt verð- ur áhuginn almennari. Góðum skákmönnum fer æ fjölgandi og beztu skákmenn okkar hafa unn- ið glæsilega skáksigi’a á mótum hér og erlendis á undangengnum tima, seinast Friði’ik Ólafsson á skákmótinu í Hollandi og er sá sigur í rauninni svo einstæðui', af unguni námsmanni, að þess ætti að mega að vænta, að AI- þingi það, er nú situr, tæki á- kvörðun um fjárveitingu lionum til stuðnings og lieiðurs. Honum og fleiri góðum skákmönnum getur þjóðin þakkað það, að enn hafa Islendingar á sér hið „mesta skákorð" — og með sigri slíkum, sem Friðrik vann nú, er varpað Ijóma á Island víðar en um „ná-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.