Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 10
VISIR Föstudaginn 29. nóvember 1957 « , 10 eins og umrenningur. Söngurinn um svölurnar hæfði henni betur en honum. Litla svala! hugsaði hann með sér. Þú sem ert svo , falleg stúlka getur ekki flakkað ein þíns liðs urn veröldina eins og zigauni.... • — Eg skal bjarga mér, sagði hún, eins og hún hefði lesið hugs- anir hans. — Og eg get málað, jafnvel þó að þú trúir því ekki síðan þú sást myndirnar hjá Gastiglioni. Hann hafði hugsað um þetta. Nú var myndin hans af Luciu langt komin, og Lucia var ánægð meö hana sjálf. Hann hafði lofað henni aö hún skyldi fá hana þegar hún væri fullgerð. En hjá John var málaralistin ekki annaö en dægradvöl — tilbreyt- • ing frá daglega lífinu. Honum var forvitni á að sjá hvernig • Colette málaði „almennilega", sem hún kallaði. Hann gat ekki gleymt skjannalegu myndunum í listverzluninni. — Colette, viltu sýna mér það sem þú ert að mála núna. Og það sem eg á að fá hjá þér. Þú mátt ekki búa um það. Hugsum okkur að tollmennirnir í Based opnuðu böggulinn! ►: — Eg hugsaði ekki út í það. Það virtist koma á hana. ,; — Gerðu það, Colette! John brosti skeifubrosinu, sem hann 1 var vanur að nota til þess að láta kenjótta sjúklinga og þreyttar >.; hjúkrunarkonur gegna sér! ‘ — Jæja, eg skal þá sækja hana. Hún spratt upp úr ruggu- . stólnum og út úr eldhúsinu,. hröð og fimleg eins og hind. Litla •j .svala.... hann ætlaði alltaf að kalla liana það eftirleiðis. John beið með eftirvæntingu eftir myndinni. Hann var hræddur um að kannske yrði hann að láta í Ijósi hrifningu, án r þess að verða hrifinn. — Hún er ekki fullgerð ennþá, sagði hún lágt þegar hún kom , aftur og reisti vatnslitamyndina upp með þilinu yfir eldhús- ■ i borðinu. ; John starði hugfanginn á myndina. Colette hafði náð alveg yndisþokkanum sem hvíldi yfir gamla húsinu er slútti fram . Biyfir vatnsbakkann og myndaði skugga við kveldsólina — roðuðu loftinu bak við Monte Bré og græna hálsinum fyrir innan vatnið. i En þessi vatnslitamynd var eitthvað meira en mynd af Gandria, j hún andaði frá sér kyrrðinni og friðnum á staðnum.... hinni sofandi stemningu, sem var yfir öllu seinnipart dagsins. — Þetta er fallegt — þetta er einmitt Gandria, sagði hann loksins og sneri sér að henni. — Og eg hélt að eg kynni að mála! Eg verð að biðja fyrirgefningar, Colette. Þessi mynd er bezta ;. gjöfin, sem. þú getur gefið mér. Hún brosti. — Það er Albergo Fionetti, og nú getur þú farið með myndina heim, sagði hún. — Ef manni þykir verulega vænt um einhvern stað, er gaman að geta haft hann með sér heim. Hann kveikti í pípunni. — Eg skil að þú elskar þennan stað, ‘ Colette. Þú vilt helzt vera hérna. — Þú átt heima hérna. — Já, þetta verður alltaf heimilið mitt. Hún hikaði og leit ' j undan. Emilio, Bianca og Pietro taka mér altaf opnum örmum, r ef eg kem. En þú skilur — eg á ekkert virkilegt heimili. Þegar þ Emilio giftist vill hann ekki hafa aðra stúlku á heimilinu. — En.... John var áhyggjufullur. Ef Plelen Stannisford fengi ' að vita að dótturdóttir hennar ætlaði aö flakka land úr landi eins og zigauni, vegna þess að hún ætti ekkert heimiii, mundi það ríða gömlu konunni að fullu. Nú var tækifærið til að leggja að Colette, að hún færi heim til fjölskyldu sinnar í Énglandi. Að eiga heima hérna hjá Fionettifólkinu var fyrir sig, en hitt tók engu tali aö leggjast í flakk. Hér varð að taka í taumana. Hann sagði rólega: — En ég skildi þig þannig að þú ættir heim- ili, Colette. Hún annna þín í Englandi þráir að þú komir heim, er það ekki? Hún leit upp og hvessti blá augun. — Hún enska amma mín, sagði hún reið — sendi einkaspæjara hingað til að njósna um mig! En hún gerði okkur ekki orð þegar mammá Iá veik og langaði til að komast heim.... — Það er ekki víst að hún hafi fengið bréfið, sem þið skrif- uöuð henni. Bréfin fóru oft forgörðum á stríðsárunum. — Uss! Hún hlýtur að hafa fengið það. Hvernig gat hún ann- ars vitað hvert hún átti að senda njósnarann sinn? Colette hélt áfram, æfareið: — Þú hefðir átt að sjá hann! Hann var við- bjóðslegur og ósvífinn! Eg rak hann út samstúndis, og Emilio stakk honum á hausinn fram af bryggjunni. John reyndi að stilla sig um að brosa. — Það var ekki fallega gert. Manngreyið gerði ekki annað en skyldu sína. — Ef amma mín vill endilega ná til mín, getur hún komið hingað sjálf, sagði Colette. — Eða sent ættingja eða vin. Nú verð eg að leysa frá skjóðunni, hugsaði John með sér. Nú var tækifærið. Hann andaði djúpt að sér. En á næsta augna- bliki heyröist brak og brestir utan úr garðinum bak við húsið, og Colette og John hlupu út til að sjá hvað um væri að vera. ERFIÐ LÆKNISAÐGERÐ. Dio mio! — Það er fúna greinin — Pietro hefur verið að klifra, rétt einu sinni! hrópaði Colette og hljóp út í garðinn og John á eflir. Og þarna lá greinin við tréð, og Pietro hjá — og hreyfði hvorki legg né lið. — Carissimo mio! hvílsaði Colette og laiit niður að honum. En drengurinn var meðvitundarlaus. Hún sagði með grátstafina í kverkunum: — Stundum laumast hann út og klifrar af greininni og inn um gluggann sinn þegar hann kemur heim. Eg hef hvað eftir annaö beðiö Emilio um að höggva þessa grein af trénu. — Hann hefur dottið á höfuðið niður í grjótið. Það er sár á hnakkanum á honum, sagði John rólega og tók drenginn í fangið. Hann bar hann inn í eldhúsið og lagði hann á borðið. Þau sáu sárið greinilega í Ijósinu, og Colette varð náföl. John var fljótur að sjá aö ástand drengsins var hættulegt. Djúp laut var í hvirfilinn og beinið hafði þrýst að heilanum. Hann mundi verða dáinn eftir nokkra klukkutima nema þrýst- ingnum yrði létt af heilanum. John hugsaði sig um. Drengurinn þurfti að komast á spltala samstundis, en það mundi taka tíma að ná í vélbát, og barnið ef til vill deyja á leiðinni. Það gat tekið marga klukkutíma að koma honum á sjúkrahúsið í Lugano, og John vissi ekki hvort nokkur heilasérfræðingur starfaði þar. Nei, þetta var eitt tilfellið af bráðahjálp — hann hafði lent í mörgum þeirra á stríðsárun- um. Réttara að skera hann þarna og hætta ekki á að bíða efíir bát. Hoiium þótti vænt um að hann hafði tekið með sér verkfærin sín og að Lucia hafði alltaf sjóðandi vatn á hlóðunum. Hann sneri sér að Colette og sagði fljótmæltur: — Höfúðkúpan á drengnum er brotin. Það er óhjákvæmilegt að gera að því undir eins. — Ætlar þú aö skera hann? John — gerðu það fljótt, bað hún. Hann komst við er ha.nn heyrði hve vel hún treysti honum. — Já, eg ætla að skera hann. Guð veit hvað þeir mundu segja á spítalanum — en þetta þolir enga bið.... — Dio mio! II poverissimo, é morte! Veslingurinn litli, hann er dáinn! Lucia stóð í dyrunum. Hún né.ri hendurnar í öngum sínum. Bianca stóð bak við hana í náttfötunum og gægðist inn í eldhúsið og augun gljáðu. — Látið þið barnið fara í rúmið, strax! sagði John skipandl, og aldrei þessu vant skildi Lucia enskuna. — Og komdu hingað og hjálpaðu mér, Colette. Pietro er ekki dáinn, en hann er mikið meiddur. Subito, Lucia, pronto! — Flýttu þér! I’ E. R. Burroughs í . ; n.pamaðurmn var ekki .; : búinn að ná sér eftir höfuð- ] höggið þegar hann var leiddur inn í myrkán ög [ rakan klefa, sem fyrir var rammbyggileg hurð. Þá kom varðmaður hlaupandi og hrópaði: — Bíðið! Leera drottning viil fá að yfir- heyra fangann. Þeir, sem handtóku Tarzan mótmæltu lítillega en þorðu ekki ann- að en að hlýða skipun drottningar og Íeiddu'Tarzan til hallarinnar. Hann starði undrun á hinn gia;silega sal, sem högginn var í bergið. Þannig skal að farið! Félög „fyrrverandi drykkju- manna" (A.A.) í Bandaríkjunum gefa meðlimum sínum einfaldar reglui' til þess að þjálfa sig og lifa eftir. Hér birtist einn slíkur leiðarvísir, sem hverjmn manni er liollt að leggja sér á minni. Dagurinn í dag. 1. í dag ætla ég að láta degin- um nægja sina þjáning og ekki taka ákvörðun lengra fram í tímann, en næstu tólf stundir. Ég ætla ekki að reyna að brjóta til mergjar öll vandamál lifs míns. 2. I dag ætla ég að vera ánægð- ur. Ég ætla að trúa því, sem Abraham Lincoln sagði: „Flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera.“ 3. í dag ætla ég að leitast \;ið að fá andlegan styrk. Ég ætla að læra eitthvað nytsamt. Ég ætla að lesa eitthvað, sem krefst áreynslu, hugsunar og hugbeitingar. 4. I dag ætla ég að laga mig eftir aðstæðunum en ekki reyna að breyta öllu í það horf, sem mig langar til sjálfan. 5. í dag ætla ég að þjálfa mig á þennan hátt. Ég ætla að gera einhverjum gott, án þess að nokkur viti. Ég ætla að gera eitthvað sem mér leiðist, að- eins til þjálfunar. Og ef til- finningar mínar eru særðar, ætla ég ekki að láta á því bera. 6. í dag ætla ég að vera eins snyrtilegur og mér er unnt, tala rólega og koma kurteis- lega fram. Gagnrýna engan. Reyna ekki að bæta eða aga nokkurn annan en sjálfan mig. 7. í dag ætla ég að fara eftir áætlun. Líklega fylgi ég henni ekki nákvæmlega, en ég ætla að fara eftir henni í höfuðdráttum. Ég ætla að forðast kvilla: hraða og ráð- leysi. 9. í dag ætlta ég að vera æðru- stundar ró, aðeins fyrir sjálf- an mig, til hugleiðingar og hvíldar. Þessa hvíldarstund ætla ég að öðlast betra yfir- lit um lif mitt. 9. í dag ætla ég að vera æru- laus. Ég ætla ekki að vera hræddur við að njóta þess sem fagurt er og trúa því, að veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni. 10. í dag ætla ég að reyna að temja mér auðmýkt hjartans, og vera ekki hræddur við að viðurkenna breyskleika minn. ♦ Nærfatna5ur og drengja karlmanna fyrirliggjandi. L.H. Miiller Q Á liættulegum vegamótum á eynni Jersey er komið fyrir „rauðuni kattaraugum“ á þjóðvegum hvarvetna þar sem ástæða þykir til aukins öryggis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.