Vísir - 29.11.1957, Blaðsíða 12
Etkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-1(5-60,
1
Fösíudaginn 29. nóvember 1957
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sírni 1-16-60.
William M. Holaday er sérstakur aðstoðarmaður Iandvarna-
ráðherra Bandaríkjanna á sviði eldflauga og skyldra vopna. —
Myndin hér að ofan sýnir Holaday með Iíkan af flugskeytinu
Terrier, sem gert er til að skjóta af jörðu á fljúgandi mark.
Hátt á 3ja þús. gesta á
lua fær Krðssa-
ties siSd.
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í morgun.
Til Krossaness bárust 269
mál síldar í gær, en auk þess
lagði Súlan upp 60 málum síld •
ar á Akureyri, sem fóru í
frysíihús.
Veiðin í gær var mjög treg
því síldin stendur jafn djúpt og
áður og skipin ná ekki til henn-
ar, en síldarmagnið virðist
hinsvegar mjög mikið, eftir því
sem mælar skipanna sýna.
Skipin sem lönduðu í Krossa-
nesi í gær voru Gylfi I með 117
mál, Snæfell 67 mál, Garðar 52
mál og Júlíus Björnsson 33
mál.
Eitt síldveiðiskipanna, Gunn-
ólfur frá Ólafsfirði er hætt
veiðum.
ljósmyndasýningunni.
f *
Ahorfendur töldu „Stælingu" Stefáns H.
Jónssonar beztu myndina.
Ljósmyndasýningu Félags á-
hugaljósmyndara, sem lauk um
síðustu helgi, sáu samtals 2800
manns.
Forráðamenn sýningarinnar
buðu gagnfræðanemendum 1
Reykjavík að skoða sýninguna
og notfærðu sér það allmargir.
Sýn'ingargestir fengu at-
kvæðaseðil til útfyllingar, hver
væri — að þeirra áliti' — bezta
mynd sýningarinnar. Nú hafa
atkvæðin verið talin og kom í
Ijós að mynd Stefáns H. Jóns-
sonar, „Stæling“ (nr. 165 í
skrá) hlaut flest atkvæði eða
59 alls. Mjög nálægt að atkvæða
fjölda, eða 58 atkvæði hlaut
mynd Jóns Þórðarsonar, „Mikið
malar þú“ ,nr. 58 í sýningar-
skrá), en alls dreifðust atkvæð
in á rúmlega 100 myndir.
Þær mynd'ir, sem næst flest
atkvæði fengu, var „Brautryðj-
andinn“ eftir Ara Kárason, 36
atkv., „Sættir“ eftir Sigurjón
Jónsson, 35 atkv., „Rock“ eftir
Sigm. M. Andrésson, 30 atkv.,
„Eina fyrir ömmu“ eftir Jón
Þórðarson, 28 atkv., „Sápa í
augum“ eft'ir Sigurjón Jónsson,
Vestm., 24 atkv., „Relief“ Ott-
ars Kjartanssonar, 23 atkv.,
„Lettrice distratta“ eftir Cesare
Tioresi, 22 atkv., og loks
„Vernd“ eftir Hauk Helgason,
21 atkv.
Aðrar myndir, sem fengu yf-
ir 10 atkvæði hver voru þessar
nr. í sýningarskrá): Nr. 117,
102, 96, 120, 58, 73, 138, 169,
15, 114 og 117.
Verkfail gert í ríkisverksmilju
í A,-
sFjan<lsiíE!inleg öfl að verki“
koiitniúiiistaklað.
segir
Ekki er enn kyrrt í A.-Þýzka-
landi, og kemur enn til verk-
falla.
Berlínarblaðið ,Neuer Weg“,
sem er málgagn kommúnista,
segir frá því í sl. viku, að gert
hafi verið verkfall í ríkisverk-
KraftaveErk á
Frakka þingi.
Franskur almenningur talar
um, að kraftaverk hafi gerzt á
þinginu í París.
Þingheimur hefir nefnilega
samþykkt ályktun, þar sem hann
tilkynnir að hann geri kröfur
um hærra þingfararkaup. Þing-
menn hafa nefnilega verið mjög
fljótir að ákveða launahækkun
sér til handa á undanförnum ár-
um, þegar dýrtíðin hefir vaxið.
Nú þykir það tíðindum sæta, er
þingið breytir uin stefnu.
smiðjunni í bænum Niesky.
Segir „Neur Weg“, að verka-
menn hafi „lagt niður vinnu til
að mótmæla stefnu kommún-
istaflokksins“. Því er bætt við,
að „neikvæði og fjandsamleg
öfl“ hafi tælt verkamenn til
verkfallsins.
Verkföll — hverju nafni sem
nefnast — eru bönnuð í A.-
*
iÞýzkalandi sem í öðrum lönd-
um kommúnista, og „Neuer
Weg“ vítir trúnaðarmann
kommúnistaflokksins í Niesky
fyrir að hafa „viðeigandi ráð-
stafanir gagnvart þeim, sem
sífellt brjóta boð flokksins“.
Síðan segir, að flokksstjórnin
hafi látið undir höfuð leggjast
að heyja stjórnálabaráttuna
innan verksmiðjunnar, svo og
að vekja athygli á, hverskonar
: stéttabaráttu hin fjandsamlegu
öfl háðu.
Jófaeplin komin
— og verða geymd.
Jólaeplin eru komin til lands-
ins, en töluvert minna magn en
fyrir undanfarin jól.
Til þess að neytendur geti
haft þessa vöru á borðum sín-
um um hátíðirnar hafa mat-
vælaverzlanir ákveðið, að sala
hennar hefjist ekki fyrr en um
miðjan desember, en eplin
verða sett í örugga geymslu
þangað til.
Þegar salan hefst munu
verzlanir gera sér far um að
þessu magni verði deilt sem
réttast til viðskiptamanna.
Hvaða horgeml-
ingur?
Tíminn gerir að gamni sínu í
morgun í sambandi við hrekk
þann, er Vísi var gerður í fyrra
dag og margir höfðu skemmtun
af. Skal Vísir ekki fetta fingur
út í það, þótt Tíminn gleðjist,
því að svo margt er honum
andstætt og l'iíl mæðu þessa
dagana, að það væri illa gert
að amast við því, að framsókn-
armönnum stökkvi bros. En
Tíminn ætti að varast grikk-
ina sjálfur, því að einhver
glettinn setjari þar hefur sett
brandara blaðáins í morgun
þannig: „Magur (svo) prentari
mundi fá sér neðan í því af
minna tilefni.“ Á Tíminn við
einhvern sérstakan horgemling
í hópi prentara, eða var setjari
hans kannske „hóflega glaður“?
Afnám vegabréfa-
skyldu í Evrópu.
Vegabréfaskylda verður
sennilega brátt úr sögunni í
flestum Evrópulöndum.
Seytján aðildarríki Evrópu-
ráðs hafa gert með sér bráða-
birgðasamkomulag um afnám
vegabréfaskyldu, en í þeirra
stað skal ferðamönnum skylt
að bera á sér persónuskírteini.
Saltsð befur verll í 32 pús.
t2o sf SilarlaœássíM.
Saltað í aðeins
Alls er nú búið að salta um
32 þúsund tunnur af Suður-
landssíld, og þar af hefur verið
saltað í um 9 þúsund tunnur
síðan um miðjan þenna mánuð.
Heildarsöltunin er ekkert
sambærileg við það serrt var
um sama leyti í fyrra, enda
veiddist engin síld haustmán-
Merkur Aki8rayrarb©rg=
ari jarðsynglaiii.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í gærmorgun.
I gær fór fram frá Akureyr-
arkirkju útför Lárusar Thorar-
ensen, sem lézt að elliheimil-
inu Grund í Reykjavík 15. þ. m.
93 ára að aldri.
Lárus fæddist að Espihóli í
Eyjafirði 1864, en fluttist sjö
ára gamall til Akureyrar og átti
þar heima í fulla þrjá aldar-
fjórðunga. Hann var mjög kunn
ur borgari og vann að margvís-
legum störfum og menningar-
málum, ekki sízt félagsmálum,
og þá fyrst og fremst í þágu
Góðtemplarareglunnar og
kirkjumála. Lárus var og fyrsti
hvatamaður að stofnun verka-
mannafélags á Akureyri fyrir
aldamótin.
Lárus Thorarensen var heið-
ursfélagi Sjálfstæðisfélags Ak-
ureyrar, Verzlunarmannafélags
Akureyrarkaupstaðar, Stór-
stúku fslands, stúkunnar fsa-
fold og umdæmisstúku Norður-
lands.
Til Reykjavíkur flutist Lár-
us fyrir 9 árum og dvaldist eft-
ir það lengst af á’elliheimilinu
Grund.
Síra Pétur Sigurgeirsson jarð-
söng.
VatnsæÓln í ÆgsssíÓu
springur.
Skömmu eftir hádegi í gær
sprakk vatnsæð í Ægissíðu, svo
vatnslaust varð við götuna og
næstu götur.
Var þegar hafizt handa um
að leita að biluninni og kom í
Ijós að hún var undir 4 metra
háum moldarbing, sem rutt
hafði verið upp vegna gatna-
gerðar. Ekki reyndist unnt að
ýta hingnum brott vegna veik-
inda í húsi þar skammt frá.
Var þá gripið til þess ráðs að
taka í sundur æðina og setja
tappa í endana. Auk þess var
lögð aukaleiðsla í eitt hús og
fékkst þannig vatn í öll húsin,
sem vatnslaus höfðu orðið. í
dag hefur svo verið unnið acS
því að aka moldarbingnum
brott svo unnt sé að láta fara
fram fullnaðarviðgerð. Ekki er
enn vitað hvað olli biluninni.
*
Emar Olafsson á Akra-
nesí látínn.
Einar Ólafsson kaupmaður á
Akranesi er látinn.
9 þús. tn. í ncv.
uðina, sem venjulega eru bezti
síldveiðitíminn.
Enn hafa ekki borizt skýrsl-
ur yfir heildarsíldveiðina í vet-
ur, en hún er langtum meiri en
söltunin gefur til kynna, því
fram að þessu hefur verið lögð
mikil áherzla á að frysta síld
til beitu og útflutnings, en nú
mun beituþörfinni senn vera
fullnægt.
Bátum, sem stunda rekneta-
veiðar er enn að fjölga, og
munu þeir nú vera um 100 tals-
ins, og hefir afli þeirra yfir-
leitt verið góður síðan veiðin
hófst að nýju, í nóvember.
Erfiðlega hefur gengið að fá
áhafnir á bátana. Hefur þetta
orðið til þess að margir hafa
róið með mun færri net en ella.
Algengt er að ekki séu lögð
nema 25 til 30 net, en það er
aðeins helmingur þeirra neta,.
sem venjulega eru lögð. Miðað
við netafjölda hefur aflinn ver-
ið ágætur.
Að sögn sjómanna hefur veð-
urspáin undanfarna viku verið
mjög óhagstæð. Stöðugt hefur
verið spáð stormi, og hafa menn.
þar af leiðandi ekki þorað að
leggja eins langa netatrossu og
annars hefði verið gert.
Síldin eru nú á dreifðara
svæði en áður, og hafa bátarnir
því meira svigrúm en þegar
þeir voru á litlu svæði og stöð-
ugur ótti um að allt ræki sam-
an, dró úr veiðimöguleikum.
Slysavarnafélagið
hefur hlutaveltu.
Hin góðkunna, árlega hlutavelta.
Kvennadeildar Slysavarnafélags
íslands í Reykjavík verður liald-
in í Verkamannaskýlinu næst-
komandi sunnudag 1. des.
Konur úr deildinni munu fara
um bæinn og safna munum og
öðru á hlutaveltuna og mun
þeim vafalaust verða gott til
fanga.
Öllum landsmönnum er áreið-
anlega kunnugt, hve ómetanlegt
gagn slysavarnahreyfingin hér á
landi, sem annars staðar, hefur
unnið og vonandi mun hún ekki
mæta minni skilningi og stuðn-
ingi í framtíðinni en hingað til.
Mörg og margvísleg verkefni
bíða úrlausnar í Sij’savarnamál-
um. Eitt af þeim er endurnýjun
á skipbrotsmannaskýlunum aust
ur á eyðisöndum Skaftafells-
sýslna. Kvennadeild Slysavarna-
félagsins í Reykjavík ætlar að
leggja því máli lið eins og svo
oft áður og styðja það fjárhags-
lega, og er hlutaveltan á sunnu-
daginn einn liður í þeirri fjár-
öflun.
Konur í deildinni eru beðnar
að skila munum á hlutaveltuna
í Grófin 1, eða Verzlun Gunn-
þórunnar Halldórsdóttur í Hafn-
arstræti.
Hann lézt 27. nóv. s.l. 77 ára að
aldri. Einar rak verzlun á Akra-
nesi í fjöldamörg ár. Hann var
vinsæll maður.