Vísir - 06.12.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 06.12.1957, Blaðsíða 3
B Föstudaginn 6. desember 1957 VÍSIR HolIuiSita heilbrigði Mýft tyf við tracbombifnclu virðist gefa géba raun. Mest unnið yið rannsóknir á þessu sviði í Japan. Nytt nieðal, er nefnist Achro- mycine, liefur nú verið tekið í notkim við trachomblindu og: er taiið gefa góða raun. Eins og kunnugt er, er þetta hræðilegur sjúkdómur, sem mörg hundruð milljónir manna þjást af og erfitt hefur reynst að lækna. Lyf þetta er vökvi og er það mikill kostur, því þá er unnt að koma við fjöldalækning- um. Mest hefur verið unnið við læknisrannsóknir á sjúkdómi þessum í Japan. Þar hefur þetta meðal gefið góða raun og betri heldur en eldra lyfið, sem var achromycin smyrzli. Prófessar Shigemi Tamura frá Kyushu há- skólanum telur sig hafa læknað 88% af 969 sjúklingum, sem hann stundaði í fiskveiðibæ ein- um í Japan. Frá þessu er sagt í „The Eye, Ear, Nose and Thro- at Monthly, tímaritinu, sem gef- ið er út í Chicago. Svipaðan ár- angur telur dr. Yukihiko, Mitsui, prófessor við Kumamoto sig hafa fengið. Dr. Mitsui er talinn einna in ~ --- ----t-m—niifwwii' Efturverkanír berkiasýkiisíns. DiV Dexter S. Goldman <C)t- kona lians, sem bæði starfa við sjúkrahús fyrir uppgjafalier- inenn í Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum, telja sig hafa gert uppgötvun, sem geti leitt til skilnings á því, hvernig berkla- sýkillinn veldur eiturverkunum. Til eru margskonar berkla- sýklar, sumir skaðlegir, aðrir meinlausir. Þegar skaðlegir sýklar eru ræktaðir í rannsóknarStofum hafa þeir tilhneygingu til að loða sr.idísn og mynda einskonar lausofið band. Þetta á sér ekki stað um meinlausa berklasýkla. Nú telja vísindamenn, að þeir hafi fundið eiturefni í skaðlegu sýklunum og sé það fitukennt efni er megi einangra. Þessi upp- götvun gæti leitt til þess, að hægt væri að komast að þvi, hvernig sýkillinn framleiðir eitr- ið. Hver er orsök hás blóðþrýstlngs ? „Veterans Administration“ í Bandaríkjunum — einskonar tryggingarstofnun uppgjafarher manna — tilkynnir, að fundið sé efni í blóðinu, sem sennilega sé orsökin fyrir of háum blóðþrýst- ingi. Samtímis tilkynnti stofnunin, að hafin væri rannsókn á því, hvernig eyða megi þessu efni. Efnið, sem talið er að valdi blóð- þrýstingnum er kallað iiyper- tensin og hefur tekist að ein- angra það. Er þess nú vænst, að ekki líði á löngu unz fundið er efni, sem eyðir hypertensininu eða vegur upp á móti því. frægasti sérfræðingurinn i trac- homblindu. Það er til marks um út- breiðslu þessa sjúkdóms, að talið er að sjötti hver íbúi jarðarinn- ar þjáist af honum, eða um 400 milljónir manna og hefur gengið mjög erfiðlega að lækna hann hvað þá heldur að útrýma hon- um. Talið er að með vökva þess- um verði auðveldara að veita fjöldalækningu heldur en unnt var með smyrslum og liggur það í því, að smithættan var mikil vegna snertingarinnar þegar smyrzlunum var rjóðrað á aug- að. Vökvann má bera á augað án þess að snerta það og án þess að snerta lyfið með fingrunum. Þótt sjúklingur hafi fengið lækn- ingu- við sjúkdómi þessum var hættan á smitun svo mikil, að varla leið á löngu áður en hinn læknaði hafði tekið veikina aft- ur. Sóttkveikjan barst á milli við snertingu, t. d. með handklæði, flugum eða fingrunum. Þess vegna er nauðsynlegt að geta veitt miklum fjölda manna lækn ingu samtímis, ef unnt á að vera að útrýma veikinni á þeim svæð- um, þar sem hún er útbreidd. Það cru ckki einungis karlmenn, sem vinna við kjarnorkustöð Brcta í Harwell, bví að þar starfa a. m. k. 100 stúlkur við alls- fconar rannsóknir. Á myndinni sést 19 ára gömul stúlka, er stjórnar rennsli á sýrum, sem notað er til að Ieysa upp uranium- stcngur. I Harwell fara fram margvíslegar rannsóknir í þágu læknavísindanna. MaiaríuEyf gegn liðagigt. Við rannsóknir, sem fi'am- kvæmdar hafa verið af hálfu þriggja aiþjóðlegra rannsóknar- flokka undir stjórn lækna. frá Kanada, Rúmeníu og Bandaríkj- unum, hefur komið í ljós, að lyfið chloroquine, sem notað er gegn malaríu, hefur borið til- cjtlaCun árangur í 70% tilíellum af liðagigt. Læknarnir skýra svo frá, að þetta lyf verki á allt annan hátt en cortisone, eitt af helztu lyfj- um, sem hingað til hafa verið notuð gegn liðagigt. Chloroquine virðist verka þannig, að það ræðzt gegn myndun sjúkdómsins í líkamanum yfirleitt. Það dreg- ur ekki úr liðabólgunni né minnk ar sársaukann, jafnskjótt og það er tekið inn eins og cortisone gerir. En þegar chloroquine hefur verið notað um nokkurra mán- aða skeið, dregur það að stað- aldri úr sársaukanum og bólg- unni, sem liðagigt fylgja. Að þessu leyti er það ólikt corti- sone, sem hefur áhrif aðeins þann tíma, sem það er notað, en þegar því er hætt, fara liðirnir að bólgna á ný. Deyfilyfjaneytendur eru sjúkl- ingar — ekki afbrotafólk. Lækniiig |»ein*a ei* iinilvelidari esa margau grisiiar. Það er auðveldara að lækna deyfilyfjaneytendur en margan grunar, segir í áliti sérfræðinga- nefndar Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO), sem hefir rannsakað þetta alvarlega félags lega vandamál mjög gaumgæfi- lega. Lagði nefndin áherslu á að rannsaka hvernig lækna mætti það fólk, sem hefir gefið sig á vald ofnautnar deyfilyfja. Erfiðast er að venja fólk af deyfilyfjanotkun, sem hefir van- ið sig á eitrið vegna líkamlegra sjúkdóma. 1 slikum tilfellum verður að beita sálrænum lækn- ingaraðferðum með hinum lík- amlegu. Auðveldast er, segir í áliti nefndarinnar, að lækna deyíi lyfjaneytendur, sem vanizt hafa á ofnautn vegna félagslegra að- stæða, t. d. vegna fátæktar eða af persónulegum ástæðum. Yfir- leitt má gera ráð fyrir, að það sé erfitt að venja fólk af ofnautn og að í flestum tilfellum verði að grípa til þvingunar á einn eða annan hátt til þess að fá deyfilyfjanotendur til þess að hætta. Hvort réttara sé, að taka algjör- lega fyrir notkun deyfilyfja hjá þeim sem lækna skal, eða hvort betra sé að minnka skammtin smá saman er talið álitamál, læknir- inn verði að taka ákvörðun um þetta í hverju einstöku tilfelli. Flestir nefndarmanna töldu, að best væri að taka fyrir notkun- ina undireins og algjörlega, ef þess væri nokkur kostur, eink- um þegar um er að ræða of- notkun á ópíum og morfínefnum. Á öllu sviðum deyfilyfjanautn- ar, segir nefndin, er um að ræða sjúkdóma. Það verður að fara með deyfilyfjanotendur sem sjúklinga og ekki sem afbrota- menn, ef menn vilja ná góðum árangri og lækningu. Börn gera hungur- verkfall. Um 120 ungversk flóttabörn hafa gert 3ja daga hungurvsrk- fall í skóla í íselsberg í A.-Tyrol í Austurríki. Krefjast börnin þess, að þeim verði ckki gert að slökkva ljósin klukkan níu á kvöldin, eins og reglur hafa mælt fyrir, og heimta einnig vindlingaskammt handa börnum, sem eru meira en 14 ára. ----♦---- Þegar skólabörn í Salt Lakc City vestan 'hafs voru spurð, hver stjórnaði á heimilinu, svöruðu flest: MAMMA! íbúar Bandaríkjanna eru orðnir 172 milljónir — 20 milljónum fleiri en árið 1950.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.