Vísir - 06.12.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 06.12.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WÍSIR. Föstudaginn 6. desember 1957 IVIunið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Þessi mynd sýnir útbúnað, sem notaður er við skoðun og eftirlit á járnbrautarbrú. Vagninn á brúnni stendur á járn- brautarteinunum, en á vagnpallinum er maður, sem stjórnar tækinu, og hefur talsímasamband við þá, sem eru í skýlinu á þeim armi tækisins, er nær lengst niður, en þeir framkvæma skoðunina. Arma tækisins má liækka og lækka og færa að og frá, og er skoðun er lokið draga þá upp og leggja þá saman og er svo ekið til næstu brúar, er skoða á. v'” .....- ■" ■' ' « ......— ......— Fjöibreytt jólablað Vísis er komið út. Verður borið fil fastra :kaup- enda í næstu viku. Jólablað Vísis er“komið út, stórt og fjölbreytt að vanda. Forsíðumyndin er frá Þing- völlum, tekin af Þorsteini Jós- epssyni. Blaðið hefst á jóláhug- leiðingu, eftir síra Jakob Jóns- son, og heitir hún Jörðin á til- veru sína undir trú mannanna. Af öðru efni blaðsins má nefna: Síðasta innrás norrænna vík- inga í Eng'land, eftir A. C. Merver, Borgfirðingur, sem setti svip á samtíð sína, eftir Kristleif Þorsteinsson, Miðhúsa ránið, aldarfarslýsing frá Vest- mannaeyjum, eftir Jóhann G. Ólafsson, Etrúskar, hin forna, horfna menningarþjóð Ítalíu, grein og myndir eftir Guð- mund Einarsson frá Miðdal, Ógn irnar í rökkrinu, þegar Hinden- burg fórst fyrir tveim áratug- um, eftir John Toland, Poker Þjóðhátíðardagur Finna í dag. Þjóðhátíðardagur Finna er í dag, 6. desember , Eru þá liðin 40 ár síðan þeir fengu fullt sjálfstæði, en það var 6. desember árið 1917. . Finnlandsvinafélagið Suomi heldur kvöldvöku af tilefni þjóðhátíðardagsins. Verður hún í Tjarnarcafé og hefst k. 8.30. fýrir Caballeros, Álög á Otra- dal, ’úr gömlum handritum, Alþingisumræðurnar um skáld og l'istamenn, ýtarleg grein eftir Gils Guðmundsson með fjölda mynda, Ljósið í heiðinni eftir Arngrím Fr. Bjarnason, Júdas, rússn. sögn, eftir Selmu Lagerlöf, Eldarnir að fjallabaki 19.13, eftir Guðmund Guðmunds son, Síðasti sendiboðinn frá heimskautinu, sönn dýrasaga, Dýra-Steinþór, kvæðf eftir Guðmund Helgason o. m. fl. Jólablaðið verður borið út með blaðinu í næstu viku. Þrátt fyrir verðhækkanir á flestum sviðum verður blaðið selt á kr. 10 í lausasölu, eins og í fyrra. Atckakosning. í Liverpool. Úrslit í aukakosningu í Liver- pool urðu þau, að frambjóðandi íhaldsflokksins sigraði með rúm lega 4000 atkvæða meirihluta. 1 almennu þingkosningunum sigraði Ihaldsflokkurinn með 12 þús. atkvæða meirihluta, en þá bauð Frjálslyndi flokkurinn ekki fram eins og nú. — Um það bil helmingur kjósenda neytti kosningarréttar síns. Fylgi jafn- aðarmanna er óbreytt. /4 miíljón á miða nr. 25628. í gær var dregið í 12. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Dreg- ið var um 1000 vinninga að fjár- hæl' alls kr. 1.375.000.00. Hæstu vzinningarnir komu á Verður sett reglugerð um umferð reknetabáta ? Talið, að síldin fælist vélarhögg, lóðingu og skrúfudyn. eftirtalin númer: Vi milljón krónur nr. 25628. Miðinn seldur í umboðinu Aust- urstræti 9. 100 þúsund . krónur nr. 23483, seldur í umboðinu Grett- isgötu 26. 50 þúsund krónur nr. 37906, seldur í umboðinu Austurstr. 9. 10 þúsund krónur nr. 14565, 17123, 24662, 39857, 43205, 43948, 44596, 48008, 54754. 61230, 63705. 5 þúsund krónur nr. 799, 3522, 4528, 6832, 7956, 12620, 16163, 23967, 24042, 25647, 27550, 27880, 39295, 40754, 41168, 42048, 48813, 50585, 57992, 61968, 62967. Biðskák Friðriks og Larsens. Samkvæmt skeyti sem upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna á íslandx barst seint í gær- kveldi um skákmótið í Dallas fór skák þeirra Friðriks Ólafs- sonar og Bent Larsens í bið í 5. umferð. Lét mótsstjórnin auk þess hafa það eftir sér að hún teldi stöðu Friðriks vera betri. í 5. umferð varð aðeins einni skák lokið, en það var skák þeirra Najdorf’s og Glig'oric’s sem lyktaði með jafntefli. — Aðrar skákir fóru í bið. Larsen er enn efstur í mót- inu með 3% vinning og bið- skák. Sjöttu umferð átti að tefla í gærkvöldi en frétta af henni er ekki að vænta fyrr en síð- degis í dag. Ölvaður ökumaður reynír að fela sig. í nótt var bifreið ekið á uin- ferðarmerki við Miklatorg. Lögreglan kom skömmu siðar á vettvang og stóð billinn þá mannlaus á árekstursstað. Hóf lögreglan þá leit að ökumannin- um og fann hann vonbráðar. Hafði hann hlaupið úr bílnum strax við áreksturinn og ætlað að fela sig, en tókst það ekki betur en svo að lögreglumenn- irnir fundu hann. Hann var drukkinn. Slys. Þrjú slys urðu hér í bænum í gær í sambandi við umferð. Á Tryggvagötu ók maður bíl sín- um undir pall vörubifreiðar, þannig, að framrúður bilsins brotnuðu og skáru ökumanninn í andliti. Maður féll á Skúlagötu síðdegis í gær og skarst maður- inn á höfði. Þriðja slysið varð er kona, sem var að fara út úr strætisvagni á Hverfisgötu datt og fótbrotnaði. Útkoman er síður en svo glæsi leg. Dag eftir dag er róið, næst- um livernig sem viðrar, dýptar- mælarnir lóða á síld, það er lát- ið reka, oftast stuttan ti:na í einu, en svo eru netin dregin, örfáir rúlla þeim inn bunkuðum af síld, aðrir draga þau jafnt brún og þau voru látin fara fyrir borð, flestir innbyrða noklcrar tunnur af síld, sem toilir nærri blýteinunum. Það er álit sjómanna að ekki þurfi um það að efast að það sé síld sem lóðað er á, heldur ástæð- an sú að síldin haldi sig dýpra en netin ná. Hinsvegar vita menn ekkert um orsök þess að síldin skuli ekki koma upp á venjulegt rek- retadýpi. En það er svo margt óráðið um háttu síldarinnar. Ýmsir geta sér þess til að hiti sjávarins við Suðvesturland sé nú meiri en venjulega gerist og komi síldin þess vegna ekki upp á yfirborðið- Svo eru aðrir, sem álita að liin stöðuga umferð bátanna yfir síldveiðisvæðið fæli síldina svo að hún leiti dýpra niður. Af þessari ástæðu hafa nokkr- ir útgerðarmenn hreyft því máli að bindandi reglur skuli settar um vélanotkun og siglingu rek- netabátanna á reknetasvæðinu á ákveðnum tímum sólarhringsins. Komið hefur til tals að reynt verði að koma þeirri sldpan á að vélar reknetabát- anna verði stöðvaður frá kl. 10 að kvöldi til 6 að morgni, eða þann tíma sem flestir láta reka. Á sama tima eiga bátar, sem ekki eru með net sín í sjó ekki að sigla um svæðið. Vegna þess að síldin hefur haldið sig á takmörkuðu svæði, liafa sum skip aðeins lagt fá net, eða hætt að leggja þegar ekki lóðar og byrjað snemma að draga til að geta lagt aftur. Af þessum ástæðum er meiri umferð á síldveiðisvæðinu en ella. Talsmenn þessarar tillögu benda á að erlendis tíðkast það ekki að vélar reknetaskipanna séu í gangi meðan látið er reka. ■Og það sé ekki gert af sparnað- arástæðu, heldur vegna þess að Tvær tilltMgur um ASsír. Umræður um Alsír hafa nú staðið viku tíma í stjórnmála- nefnd allsherjarþingsins. Tvær tillögur eru komnar fram, önnur frá 17 Asíu- og Af- ríkuþjóðum, hin frá Spáni, Ital- íu og Suður-Ameríkuþjóðum, er vilja afgreiðslu í samræmi við á- lyktun allsherjarþingsins í fyrra. Pineau hefur enn skorað á allsherjarþingið að hætta íhlut- un um Alsír, sem sé franskt inn- anríkismál. högg vélarinnar fæli síldina frá netunum. Til þess að slíkar takmark- anir. á siglingu og athafnafrelsi nái fram að ganga þarf laga- setningu Alþingis og er talið að fylgismenn þessarar reglugerð- ar muni leita stuðnings L.I.Ú. og ríkisstjórnarinnar til að fá máli sínu framgengt. Enginn getur með vissu sagt hver áhrif slík reglugerð getur haft á síldveiðarnar. Hún getur ef til vill orðið til þess að síld- veiðin aukist og hún getur líka orsakað minni veiði af ástæðum sem sjómenn þekkja og ástæðu- laust að rekja að sinni. -----4------- Fljót ferð til Thule. í fyrrinótt setti Sófaxi, milli- landaflugvél Flugfélags fs- lands hraðamet á leiðinni Reykjavík—Thule á Græn- landi. Flogið var beint til Thule, en annars er oft komið við í Straumfirði þegar flogið er milli þessara staða. Sólfaxi fór þessa ferð á veg- um danskra verktaka, lagði upp héðan kl. 03.24 í fyrrinótt, lenti í Thule kl. 10.30 og var því rétt röskar 6 klukkustundir á leiðinni. Flugstjóri var Jón Jónsson og sagði hann að veð- urskilyrði hafi verið einkar hagstæð. Flugvélin kom hingað frá Grænlandi um hálftíu-leytið í morgun með 55 farþega, sem, hún hélt áfram með til Kaup- mannahafnar fyrir hádegið £ dag. Vélin er væntanleg til Reykjavíkur aftur í nótt. Að undanförnu hefur Sólfaxi verið í nær stöðugu leiguflugi til Grænlands og hefur verið* mjög annríkt á þeim leiðum. Síðasfa bfndið af Krist- ínu Lafranzdóttur Þriðja og síðasta bindið a£ Kristínu Lafranzdóttur eftir Sigrid Undset kom út í gær á forlagi Setbergs. Hefir Helgi Hjörvar gert þýðingu þessa bindis, eins og hinna fyrri, og er þetta nærri þrjátíu arkir á all-stóru broti. Setberg hefir innt af hendi gott og merkilegt menningar- hlutverk með þvi að gefa fs- lendingum kost á að lesa þetta meistaraverk hinnar norsku skáldkonu, og Helgi Hjörvar hefir leyst þýðinguna vel a£ hendi, eins og hans var von ov vísa. Verðskuldq báðir þessir aðilar þakkir fvrir þetta afrek sitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.