Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Vísir - 06.12.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 06.12.1957, Blaðsíða 10
GT 10 VISIR værir í þínum fulla rétti, og þá vildi eg helzt ekki skipta mér neitt af málinu. Ekki að öðru leyti en því, að segja þér frá ömmu þinni, og láta þig svo um að taka ákvörðun. — En þú sagðir ekkert — ekki einu sinni þarna um kvöldið í eldhúsinu, sagði hún mjóróma. Hann brosti allt í einu. — Colette — hefurðu gleymt því? Við heyrðum brakið í greininni sem brotnaði, rétt eftir að þú hafðir talað eitthvað um að hún amma þín gæti sent vin eöa ættingja, ef hún gæti ekki komið sjálf. Og þá ætlaöi eg að fara að segja þér, að eg væri vinurinn.... — Það hefði verið betra að þú hefðir sagt mér það strax, sagði hún mæðulega. — Þá heföir þú sparað þér mikið ómak og fríið þitt hefði ekki farið til ónýtis. Eg kem ekki skríðandi heim í húsið, sem var lokaö föður mínum. Eg skal aldrei verða vargur í véum minninga hans! Það getur þú skrifað henni ömmu minni og honum frænda þínum. — Eg hef ekki kastað fríinu mínu á glæ. John tók hand- leggnum létt um axlirnar á henni, og þannig stóðu þau um stund og horfðu út á vatnið. — Þú hlýtur að skilja að eg hef notið lífsins hverja stund síðan og kom hingað, Colette. — Nema síðustu vikuna, muldraði hún. — Já, kannske ekki siðustu vikuna, sagði hann. — Þó að hún hafi orðiö mér mikils virði á annan hátt. Nú veit eg að eg er orðinn fullhraustur aftur og get gengið aö starfi mínu með nýjum kröftum. Hvaö sem öðru líður þá vil eg þakka þér fyrir það, Colette. Þú hefur gefið mér sálarró. Hún var enn með tár í augunum. En það var dálítið af gamla kæruleysinu í röddinni er hún sagði: — Og þú hefur bjargað lífi Pietros — þá erum við, kvitt. Eg get víst ekki orðið veru- lega reið þér eftir það, John. — Það var aðeins tilviljun. Nú var röddin ópersónuleg, alveg eins og þegar hann var að gera að höfuðbrotinu. En nú skulum við ekki halda þessu taugastríði áfram lengur, Colette. Hér eftir skulum við vera sannir vinir, og láta enga lygi vera á milli okkar. — Ó, það langar mig, John. Það langar mig mikið! Nú fyrst sneri hún sér að honum og horfði beint í augun á honum, hispurslaust eins og hennar var vandi áður. — Eg held að eg hafi kvalist mest þegar eg uppgötvaði að þú hafðir sagt mér ósatt. Svo bætti hún við hikandi: — En þú hélzt kannske að það væri mér fyrir beztu.... — Þér fyrir beztu og gömlu konunni, sem hefur átt svo erfiða daga í sambúðinni við harðstjórann. Hann bætti við: — En eg lofaði engu um að reyna að telja þér hughvarf. Og eg skrifaði ekki heim samstundis, til að segja frá að eg hefði hitt þig. Eg skrifaði einu sinni í fyrri viku — eftir að Pietro slasaðist, og mig langar til að sýna þér bréfið, sem frændi minn sendi mér til baka. Hún tók með hálfum hug við bréfinu. Það var vélritað og efst á örkinni stóð nafnið, sem hún hafði hatað lengi: „Grant, Noble & Grant, málflutningsmenn.“ MIKILSVERÐ ÁKVÖRÐUN. Síðustu vikuna hafði hjarta Colette átt í stríði við heila henn- ar. Henni hafði þótt svo vænt um John og treyst honum svo vel — og nóttina sem hann gerði læknisaögerðina á Pietro tilbað hún hann. Þetta var maður, sem hægt var að þykja vænt um og bera virðingu fyrir — duglegur og hugaður maður, sem treysti sjálfum sér þegar vanda bar aö höndum. Það hafði verið hræði- leg uppgötvun sem hún gerði er hún las blöðin og greinarnar um liann, og sá aö hann var sendur úr óvinaherbúðum. Hún varð ofsareið honum, en jafnframt þakklát honum fyrir að hann hafði bjargað lífi Pietros. Og hún hafði enn hugboð um, að hægt væri að treysta honurn. Nú hafði hún lokisns sagt honum hug sinn allan og létt á sér hryggðinni og sársaukanum og nú varð hún að lesa béfið frá málflutningsmanni ömmu sinnar. Bréfið hafði ekki verið lesið fyrir og í því voru engin hin venjulegu orðatiltæki málaflutningsmanna. Það var sýnilega vélritað með óæfðum fingrum, líklega hafði gamli maðurinn skrifað það sjálfur. Kœri John: — Okkur frœnku þinni þótt vœnt að heyra, að þú ert áncegður með leyfið þitt og finnst þú vera orðinn frískur. Það gladdi oklcur líka að frétta að þú hefur hitt Colette Berenger, og að hún er lagleg og heillandi stúlka og að henni liður vel hjá sínu ítalska fólki . . . og að hún er lík Evelyn, eins og þú manst hana. En það er leitt að lieyra, að þú hefur ákveðið að reyna ekki að telja hana á að hverfa heim til Englands. Eg þorði ekki að lesa nema fyrri helminginn af bréfi þínu fyrir frú Helen Stannisford, og eg heimsótti hana í gœr. Lœkn- irinn segir, að hjartað sé mjög veikt og að hún þoli ekki neins- konar geðshrœringu. Hún varð afarglöð að frétta af Colette, og nú lifir hún '%ðeins í þeirri einu von að fá að sjá dótturdóttur sína aftur. Góði frœndi minn, eg bið þig þess lengstra orða að þú biðjir Colette að koma heim, þó ekki verði nema snögga ferð. Annars er eg hrœddur um að Helen geri sér ferð itl Lugano sjálf — þvert ofan í ráð lœknisins. Með hjartans kveðjum frá frœnku þinni og mér. Steve frœndi. Colette stóð lengi við gluggann og horfði út á vatnið. And- stæöurnar börðust um hana. Hún mundi hve móður hennar hafði þótt vænt um móður sína, og hve faðir hennar hafði verið umburðarlyndur. Fyrir stuttri stundu — niðri í eldhúsinu — hafði hafði hún gert sér ljóst, að mál væri til komið að hún færi frá Fionetti. Hún varp öndinni og sneri sér aftur að John. — Þá það! Eg skal fara og heimsækja ömmu mína undir eins og Pietro er kom- inn á fætur. En eg vil ekki þiggja neitt af henni, og eg lofa engu um að verða hjá henni áfram. — Góða Colette, sagði John brosandi. — Þetta var fallega gert af þér. Eg vona að þú iðrist þess ekki. Og þú getur alltaf komið til mín og grátið við öxlina á mér, ef eitthvað bjátar á. Coletta hló stuttan, titrandi hlátur er hún tók bakkann og fór. BRÉFIÐ. Það var snemma morguns og Emilio var að þvo vélbátinn þeg- ar pósturinn kom. í dag var fjöldi af bréfum til fjölskyldunnar í matsöluhúsinu. — Þið farið að verða fræg, hérna í gamla hreysinu, sagði pósturinn glaölega. — Sumir eru heppnir. Emilio brosti og kallaði á Colette, sem kom hlaupandi til að sækja bréf Johns. í dag var bréf til hennar líka, og þegar hún hafði lagt bréf Johns á bakkann með morgunverðinum hans, settist hún á dyraþrepið til að lesa sitt bréf. Það var erfitt að ráða fram úr grannri krákuskriftinni, og Colette stafaði sig fram úr bréfinu og var um og ó. Þessir endur- fundir hennar og ömmu hennar voru í beinni mótsögn við þá hollustu, sem hún hafði ávallt viljað sýna minningu foreldra sinna. En foreldrarnir höfðu óskað þessa. Og umfram allt hafði John óskað þess. Colette gerði sér tæplega grein fyrir hve háð hún var orðin honum. Hún sýndi Emilio ávísunina sem var í bréfinu. — Hún annna þín hlýtur að vera rík, Colette. Tvö þúsund krónur eru mikið fé, sagði Emilio. Mest af þeim fer í fargjaldið, en afganginn get eg notað til hvers sem eg vil. Við getum keypt föt handa mér þegar eg kem til Englands. — Hún leit upp og roðnaði af gremju þegar hún sá að Emilio brosti. — Þú hefur svei mér breyzt, sagði. hún fyrirlitlega. E. R. Burroughs — TARZAN 230» Hopur æstra manna hafði ] safnast saman í salnum fyr- j ir framan hásæti Leeru, \ þegar Remu gekk fyrir hana. Tarzan var nærri þeim og heyrði orðaskipti þeirra. — Leera sagði ógnandi. Eg vil fá skýrslu um alla fangana. Eins og þér þóknast drottn- ing mín, sagði Remu, en það leyndi sér ekki að uppgjör var í nánd, og enginn vissi hvenær bardaginn milli Leeru og Remus myndi blossa upp. Föstudaginn 6. desember 1957 kvöidvökunni Stafaður orðið nágranni. N-á-g-r-a-nn-i. Og veiztu svo hvað nágranni er, Jói. Það er kona, sem alltaf er að fá lánaða einhverja hluti. -k — Jón, þú verður að reyna að skrifa betur. — Ja, það er ekki svo gott. Ef eg skrifa vel þá finnið þér allar stafsetningarvillurnar. ★ — Hvernig gekk þér í próf- inu? — Eg fékk tíu. — Tíu. í hverju? — 5 í reikningi og 5 í staf- setningu. ★ — Hvað verður sonur yðar þegar hann tekur próf upp úr háskólanum? — Sjálfsagt áttræður. ★ — Hvað hefur þú mikla pen- inga á þér? , — 98—100 krónur. — Það eru nokkuð miklir peningar. — 0,jæja, ekki nema túkall. -¥■ Sjómaður: — Eg hef eltst við öldur hafsins í sextán ár. Kona (horfir á hann): — Og virðist aldrei hafa náð þeim. ★ — Þér eruð handtekinn fyrir mannrán. — En eg er enginn mannræn- ingi. Eg játa að eg stel stundum yfirhöfnum. — Já, og í gær stáluð þér einni með manni í. * Fanginn fékk lífstíðar fang- elsi og sex mánuði aukreitis fyrir að bera ólögleg vopn. -¥■ Dómari: — Eg ætla að dæma yður í tíu ára fangelsi. Hafið þér nokkuð að segja áður en dómurinn er lesinn upp? Fangi: — Já, herra minn. Þér gætuð víst ekki komið því svo fyrir að eg fengi gamla klefann minn? Þá verða engin vandræði með póstinn. ★ Konan: — Mér líkaði ekki nýi hraðritarinn þinn svo eg sagði henni upp. Maðurinn: — Rakstu hana án þess að gefa henni nokkurt tækifæri? Kona: — Nei, án þess að gefa þér tækifæri. ★ — Hvað er kukkan? — Hún er ekki orðin eitt. — Ertu viss um það? — Já, alveg, því eg á að vera kominn í vinnuna klukkan 1 og er ekki mættur ennþá. * — Hvað fæ eg marga brjóst- sykursmola fyrir tíu áura? — Tvo eða þrjá. — Þá ætla eg að fá þrjá. * Kona nokkur kom í banka og bað um nýtt tékkhefti: — Eg týndi heftinu sem eg fékk í gær en það er allt í lagi því eg und- irritaði alla tékkana þegar eg fékk heftið svo engir aðrir geta notað þá. * :J

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 287. tölublað (06.12.1957)
https://timarit.is/issue/83741

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

287. tölublað (06.12.1957)

Aðgerðir: