Vísir - 06.12.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 06.12.1957, Blaðsíða 7
Föstudaginn 6. desember 1957 VfSIB 7 Gnðm. Daníelsson skrifar uni iiVjti bækurnar. Stórvirki. Ólafur Jónsson: Ski'iðuföll og snjóflóð. I.—II. bindi. Bóka útgáfa Norðri. 1957. Það er bezt ég játi það hrein- skilningslega strax, ég er enn ekki búinn að lesa nema hrafl 5 þessu geysimikla ritverki Ólafs Jónssonar, sem er 1141 blaðsíða í stóru broti, tólf ára starf höfund- arins, fyrstu árin að visu tóm- stúndarstarf, en þegar fram í sótti æ rúmfrekara og að lokum raunverulegt aðalstarf hans, því að árið 1954 sagði hann lausu ráðunautsstarfi sínu hjá Búnað- arsambandi Eyjafjarðar og flest- um trúnaðarstörfum öðrúm, sem á hann höfðu hlaðist, til þess að geta helgað sig allan náttúru- rannsóknum sínum og ritstörf- um. Enginn skyldi ætla að bæk- urnar Skriðuföll og snjóflóð inni haldi aðeins sundurlausa og ein- angraða þætti um þetta efni. Nei, hér er um miklu stórmann- legri vinnubrögð að ræða, því að jafnframt því sem ritið hefur alþýðlegan búning og flytur fjöl- margar æsilegar frásagnir, hlýt- ur það að verða undirstöðurit heillar vísindagreinar sem hér á landi er enn aðeins barn í reif- um. Þetta sjónarmið hefur höf- undurinn aldrei látið sér úr minni líða meðan stórvirki hans var 5 smiðum, enda tekizt að b’fta því hátt upp yfir venjuleg fi'óðleiksrit og gætt það vísinda- legu, hagnýtu gildi. Hér eru rakt- ar orsakir skriðufalla og snjó- flóða, einkenni þeirra og þeim skipað í flokka, bent á varnir gegn þeim, og skráðar nákvæm- ar frásagnir af slikum atburð- um hér á landi svo langt aftur sem heimildir ná. Til saman- burðar við skriðuföll og snjó- flóð hérlendis bii'tij' Ólafur all- langan kafla i fyrra bindi verks síns með lýsingum af nokkrum erlendum stórskriðum. Mjög á- hrifamiklar frásagnir eru þar um stórskriður í Sviss, Noregi og fleiri löndum, í seinna bind- inu er hliðstæð lýsing á hrika- ‘ legustu snjóflóðum erlendis. I Annars er efnisskrá ritsins í stór! um dráttum þessi í fyrra bindi: ' 1. Yfirlit um ofanföll, 2. Orsakir, einkenni og flokkun skriðufalla. 3. Forn framhlaup hér á landi, 4. Nokkrar erlendar stórskriður. 5. Annáll um skriðuföll á Islandi. Sérhverjum þessara aðalkafla er svo skipt í marga undirkafla. í síðara bindinu er aðalefnisskrá- in þessi: 1. Snjóflóðafræði. Til- drög, einkenni. viðbrögð. 2. Nokk ur snjóflóð í Ölpunum og víðar, 3. Annáll um snjóflóð á íslandi. Aftast í síðara bindinu er heim ildarskrá, og nafnaskrá bæði á islenzku og ensku og skrá yfir myndir og höfunda þeirra. Eru þessar skrár svo ítarlegar sem verða má og taka yfir nærri 50 blaðsíður. Um myndaefni þessa alþýðu- lega vísindarits er það að segja, að það er afar vandað, og yfir- gripsmikið, bæði að ljósmyndum og teikningum. Margar töflur og skrár eru felldar inn í textann honum til fyllri skýringa. og þjóna þær að sjálfsögðu fyrst og fremst vísindalegum tilgangi höfundarins. Skriðuföllum og snjóflóðum fylgir þvi miður oftast eigna- tjón og líftjón, stundum hvort tveggja í senn. Ólafur Jónsson kemst þvi ekki hjá því, að bók hans fjallar mjög um hræðileg- ar slysfarir. Slíkt efni getur að vísu talizt skemmtiefni, en það er hrollvekjandi og dramatískt og þess vegna eftirsótt lestrar- efni. Mestur hluti slysfaralýs- inganna er tekinn hér orðrétt upp úr prentuðu máli í hand- ritum, bókum og blöðum. „Þessi tvö bindi segja hrika- lega sögu, sem er snar þáttur í mótun landsins og baráttu ís- lenzku þjóðarinnar fyrir lífi sínu í harðbýlu og veðraþungu landi“, segir útgeíandi bókarinnar, og skulu þau orð undirstrikuð af mér. Búningur bókanna frá hendi Norðra er afburðavandað- ur. fjölbreytt „Skrudda" Skrudda. eftir Ragnar As- geirsson. Útgefandi: Búnaðar féíag' Ísíands. 1957. Hvernig sem á því stendur hef ég lengi haft þá órökstuddu hug- mynd um Búnaðarfélag íslands, að það væri nokkuð hátíðleg stofúun, lítið fyrir að gera að gamni sínu, merk stofnun að sjálfsögðu og hlutverki sínu váx- in, að eíla landbúnað á íslandi, en heldur leiðinleg. Ég vissi og að þessi stofnun hafði um ára- bil geíiö út Búnaðarrit og Frey, og jaínvel einhverjar fleiri bæk- ur, en að hún legði nokkru sinni nafn sitf við sögur um Irafells- móra, Jón Apa, Tindstaðaflyks- una og skrattann í borðinu, það hefði ég svarið fyrir. Engu að siður, þetta er staðreynd: Bún- aðarfélag íslanas hefr gefið út bókina Skruddu eftir Ragnar Ás- geirsson garðyrkjuráðunaut, sög ur, sagnir og kveðskap, og Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri ritað formálann. Sjálf ur hefur Ragnar ritáð annan formála, svo að það eru tveir formálar fyrir Skruddu, sem er 336 blaðsíður og hefðu mátt vera fleiri, því að þetta er ein sú allra fjörugasta og Iæsilegasta þjóð- sagnarskræða. sem ég hef kom- izt í, og hefur búnaðarfélagið, gerbreyzt í mínum augum með hennar tilkomu og gerzt eitt, skemmtilegasta forlag landsins í stað þess að hafa hingað til verið híð leiðinlegasta. Skrudda flytur hið fjölbreytt- asta efni, og hefur það allt rek- ið á fjörur höfundarins, Ragnars Ásgeirssonar, á ferðalögum hans um landsbyggðina, segist hann hafa skráð það að mestu eftir minni heim korninn að loknu ferðalagi í fyrravetur. Færði hanu sagnir sinar inn í skruddu eina gamla, sem hann átti i fór- um sínum, en formaður Búnað- ai’félags Islands, Þorsteinn Sig- urðsson bóndi á Vatnsleysu, komst í skrudduna eitt sinn er hann gisti i Hveragerði hjá Ragn ari og falaðist umsvifalaust eftir útgáfu á henni fyrir hönd Bún- aðarfélagsins. Efni Skruddu er þannig raðað niður, að fyrst koma sögur úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, þá sögur úr Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu, þar næst sögur úr Snæ- fells- og Dalasýslu, sögur af Vesturlandi, sögur af Norður- landi, sögur af Austurlandi, sög- ur úr Austur-Skaftafellssýslu, sögur úr Vestur-Skaftafellssýslu, sögur úr Rangárvallasýslu og að lokum sögur úr Árnessýslu. Finnst mér þetta miklu skemmti- legri niðurstöður en sú sem venjulegust er, að flokka eftir( efni. Höskuldur Björnsson hef- ^ ur teiknað Skruddu verðuga kápu. Fjölfræði bókin Freysteinn Gunnarsson þýddi og staðfærði i ýnisum atrið- um. Bókaútgáfan Setberg gaf út. Erfitt er að hugsa sér skemmti { legri og gagnlegri jólagjöf til! handa greindum og námfúsum unglingi en þessa bók, Fjölfx-æði bókina. Á foi’síðu hennar segir, að I henni séu 1800 myndir, og að frumútgáfunni hafi unnið 40 fræðimenn og 30 listamenn. Hér mun átt við ensku útgáfuna, því að bókin var upphaflega sam in á ensku og gefin út af Od- hams pi'ess Ltd. í London. Þessi islenzka útgáfa er gerð eftir norrænni útgáfu á bókinni, sem er að rnyndum til sameiginleg fyrir Danmörk, Noreg, Svíþjóð og Finnland, en fullum þriðjungi styttri en frumútgáfan enska. Lesmálið er að mestu hið sama á öllum Norðurlandamálunum, en Freysteinn hefur hér allviða breytt því eftir islenzkum að- stæðum, svo sem í náttúrufræði- köflunum. Greinin um Island í landafræðikaflanum er frumsam in af Freysteini. I niðurlagi for- mála síns fyrir bókinni segir Freysteinn Gunnarsson svo: Bók in er upphaflega samin og gerð handa unglingum, en sannleik- urinn er nú sá, að hún er engu siður fyrir fullorðið fólk. Auk yfirlits um landfræði og nátt- úrufræði er í bókinni vikið að flestum helztu viðfangsefnum mannlegs fi’amtaks og hyggju- vits. Hér er því óþrjótandi um- hugsunarefni hverjum manni, öldnum jafnt sem ungum, er for- vitni hefur á þvi, sem gerzt hef- ur og er að gerast í þeirri furðu- legu veröld, sem við lifum í“. Myndirnar, sem margar eru litmyndir og frábærlega vel gei'ð- ai', eru prentaðar hjá Halsing- borgs Litografiska Aktiebolag í Svíþjóð, en lesmálið er sett í prentsmiðjunni Odda hf. Reykja- vik. Fjölfræðibókin er 220 bls. i gi’iðai'stóru broti. Strakarnir, sem struku. Böðvai’ frá Knífsdal: Sti'ák- arnir sem struku. Drengja- saga. Útgefandi: Bókaútgáfan Setberg-. Reykjavík 1957. Þetta er fjörlega rituð saga um þrjá stráka, sem strjúka að heimarí úr þorpinu sínu, til þess að komast hjá því, að Ingólfur, sem er foi'ingi þeiri'a, verði send- ur austur til frænku sinnar, sem hann álítur leiðinlegustu mann- eskju í heimi. Á gömlum árabát komast þeir inn í botn á eyði- firði einum og hafast þar við nokki'a daga og lifa á veiðurn og sumpart nesti, sem þeim hafði tekist að hafa með sér heiman að. Di'engirnir íinnast, en allar tilraunir til að fá þá heim, ýmist með góðu eða illu, mistakast, en loks fær Hrólfur, sem gerist milligöngumaður þeiiTa og foreldra þeirra, strák- ana til að hætta útilegunni og með því skilyrði að þeir þurfi ekki að fai’a heim strax, heldur stunda sjóróðra með manni nokkrum í öðru plássi. Um haust ið koma kapparnir heim með talsverða þénustu, og eru nú fús- ir til að ganga siðmenningunni á lxönd aftui’, og hafa allir mann- ast vel um sumarið. Boðskapur bókarinnar er sá, að tápmiklir drengir þui'fi að svala athafnaþrá sinni og ævintýra- löngun, vandinn sé aðeins sá að velja þeim hæfileg störf, sem reyni hæfilega á þrek þeirra og hafi þjóðnýta þýðingu. Halldór Pétursson hefur mynd ski’eytt bókina. Það gefur á báfisin. Kristján frá Djúpalæk: Það gefur á bátinn. Útgefandi Heimskringla. Reykjavík 1957 Hér eru saman komin í einni bók þau ljóð, sem fleiri íslend- ingar kunna en nokkur ljóð önn- ui', að minnsta kosti hi'afl í þeim, en ekki er það vini vorum, skáld- inu, að þakka, þvi væru ekki hinir fjörugu mússíkantar, mundi Kristján ekki frægari en önnur skáld. Á hinn bóginn má segja, að ef Kristján væri ekki hefðu hinir eldfjörugu mússik- antar orðið að styðja sig við veikai’i og ólögulegri stoð og alls ekki auðnast að gefa dansandi æsku þjóðarinnar þá dillandi óma, sem nú láta henni sætast í eyrurn. Og um það eru vai’la skiptar skoðanir, að Kristján fi’á Djúpalæk (ásamt nokkrum íleirum) hafi hækkað mjög gengi íslenzkra dægurljóða, svo> að nú er gerður allskarpur mun- ur á óvöldum bögubósum og skáldum í þessari grein kveð- skapar, eins og vera ber, og miklu betur ort, og færra um málspjöll og leirburð i dans- kvæðunum en fyrr. Guðm. Danlelsson. Skólavörðustígur 11. Rit Ólafíu Jóhannsdóttur cru komin út ásamt ævisögu hennar eftir Bjarna Benediktsson, fyrrv. ráðherra. Ólafía vakti furðu samtíðarmanna sinna sakir andlegs atgervis og glæsilegs þokka, enda var og margt er hún tók sér fyrir hendur hai'la fjarri hversdagslegri meðal- mennskunni. Ólafía hafði líka góðan penna og ríkan frásagnannátt. Hinar hlýlegu lýsingar hennar af gömlu íslenzku heimilunum í Viðey, Engey og að Skólavörðustíg 11 i Reykjavík. (Þorbjörg Sveinsdóttir) eru merkilegur þáttur úr menningarsögu Reykjavíkur og sögur hennar úr stórborg-. arlífinu (Osló) urðu á sinni tíð umtalaðar um öll Norður- lönd sakir hinnar nærfærnu frásagnar. Ævisaga Ólafíu eftir Bjarna Benediktsson fyrrv. ráð- herra er skörulega rituð og gagnmerkileg heimild um líC og örlög og persónuleika þcssarar svipmiklu konu, ætt liennar og umhverfi. Rit Ólafíu Jóhannsdóttur l—ii. ásamt ævisögu hennar eftir Bjarna Benediktsson alþm. H L A Ð B IJ »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.