Vísir - 17.12.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 17.12.1957, Blaðsíða 6
6 VÍSIB Þriðjudaginn 17. desember 1957 wx&wm. D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstj'órnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á iiánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. FeEuleikur í fjármálum. Þegar frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1958 var lagt fram á Alþingi fyrir rúm- lega tveim mánuðum, var gert ráð fyrir milljónatuga halla á því. Um leið til- kynnti ríkisstórnin, að hún hefði ekki haft nein tök á að hafa samband við stuðn- ingsmenn sína á þingi, svo að hún vissi ekki, hvaða leiðir ætti að fara til að brúa bilið milli gjalda og tekna. Þess vegna hafi það ráð ver- ið tekið að leggja frumvarp- j ið fram, eins og raun bar vitni, og menn áttu að skilja það þannig, að nú mundi ekki skorta úrræðin, þegar allur stjórnarherinn hittist. Þess munu víst engin dæmi, að stjórn hegði sér eins og sú, I sem Islendingar eru svo lánlausir að hafa yfir sér. Það getur svo sem komið j fyrir, að lagt sé fram frum- varp til fárlaga með halla, ,i en að sjálfir mennirnir, sem I valizt hafa til forustu skuli ekki vita sitt rjúkandi ráð — þess munu óvíða dæmi. Hvernig eiga vesalings ó- Enginn bátur tekinn í dráttarbraut frá 18. þ.m. Eigendur dráttarbrauta svara verð- lagsákvæðum með því að „loka.“ breyttir þingmenn stórnar- flokkanna, sem sumir hafa fengið viðurkenningu fyrir flest annaða en útsjónarsemi eða vit á almennum málum — enda flestir verið jafnan ráðþegar en ekki ráðgjafar — að geta ráðið frám úr, vandanum, þegar hinir, ei’i valdir voru eftir hyggind- j um og ráðkænsku, leggja svo árar í bát eins og hér hefir verið gert? Hver getur bent á annað dæmi þessu' svipað? Og nú er komið að því, að þingmenn fari að halda! heimleiðis vegna jólanna. ^ Fjárlög á að afgreiða áður, en þau verða afgreidd þann- ig, að stjórnarliðið setur á svið sannkallaðan feluleik í fjármálunum. Gengið verð- ur frá • fjárlögunum eins og allt sé í bezta lagi í efna- hagsmálum þjóðarinnar, og engin þörf aukinna tekna til að mæta auknum gjöldum — bæði þeim, sem sjáanleg eru í frumvarpinu og öðr- um. Þarfir útgerðarmnar. Stjórnin gerir ekki ráð fyrir, að nota þurfi meira fé á næsta ári en undanfarið til stuðn- ; ings útgerðinni. Er þó vitað, að útflutningssjóður hefir ekki fengið þær tekjur, sem honum voru ætlaðar, af þvi að álögur ríkisins eru komn- ar upp í það hámark, þegar fólk vill heldur vera án allskonar varnings en greiða hann of háu verði. Nokkuð af tekjum næsta árs fer því til að greiða upp- bætur af afurðum þessa árs. Þar við bætist, að sjómenn hafa sagt upp samningum um fiskverðið, og auk þess hafa útvegsmenn talið, að bæta verði þeirra hlut einn- ig. Þær fjárhæðir, sem vant- ar vegna þess, sikpta áreið- anlega tugum milljóna, og loks má gera ráð fyrir ým- iskonar auknum niður- greiðslum af hálfu ríkis- sjóðs. . Stjórnin gerir ekki ráð fyrir neinni slíkri aukningu á út- gjöldum eða tekjuþörf, og er slíkt lítil fyrirhyggja, svo að ekki sé meira sagt. Þó er ekki víst, að stjórnin hafi ekki þegar komið auga á einhverjar leiðir, en um þær verður þá ekki rætt fyrr en síðar — eða eftir bæjar- stjórnarkosningar. HvaÍ bíður síns tíma. Ríkisstjórnin óttast bæjar- og sveitarstjórnarkosningar þær, sem fram eiga að fara í janúar. Hún veit, hversu þungan bagga hún batt öll- um landslýð á síðasta ári, og bætti einskis hlutskipti nema örfárra gæðinga. Hún óttast eðlilega dóm kjósenda vegna þessa, og því verður altl að gera, sem unnt er til þess að milda hann. Frumvarpið um kosninga- hömlurnar er fram komið til ' að fækka vantraustsyfirlýs- ingum kjósenda eftir mætti. Feluleikurinn með fjármál- in er annað atriði, sem mið- ar nákvæmlega að hinu. sama. Það á að láta almenn- ing halda, að allt sé í bezta lagi, úr því að ekki þurfti að tilkynna um neinar nýj- ar tugmilljóna álögur stjórn- arinnar — og þess vegna á að vera óhætt að veita stjórnarflokkunum trausts- yfirlýsingu með því að kjósa fulltrúa þeirra í bæjar- og sveitarstjórnir. Á almennum fnntli Félags ís- Ienzkra tl ráttarb rantaeige n da, er lialtlinn var s.l. ■laugarilag- var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun: „Almennur fundur Félags ís- lenzkra dráttarbrautaeigenda, haldinn í Reykjavík laugardag- inn 14. des. 1957, samþykkir að mótmæla því hámarksverði, sem sett er á slippleigu og uppsátur báta bjá dráttarbrautunum með auglýsingu verðlagsstjóra, sem birt er í Lögbirtingablaðinu hinn 7. des s.l. Fundurinn telur útilokað að halda áfram rekstri dráttar- brautanna samkvæmtt þessum auglýstu verðtöxtum, og sam- þýlckir því að taka engan bát upp í slipp hjá fyrirtækjum fé- lagsmanna, frá og með miðviku deginum ]8. des. n. k., þar til fengizt hefur sú leiðrétting á þessum verðiagsákvæðum, sem félagsmenn telja sig geta unað við.“ Rétt er að taka fram nokkur at riði, til þess að skýra ílyktun þessa í síuttu máli. Féiag íslenzkra dráttarbrauta- eigenda var stofnað í apríl 1956, og standa nú að því nær allar dráttarbrautir á landinu. Félag- ið setti sér þegar sameiginlegan verðtaxta fyrir uuppsátur og slippleigu, sem í ýmsum atrið- um var að vísu veruleg hækkun frá eldri töxtum, en þó mjög hóflega í sakirnar farið, enda voru hinir eldri verðtaxtar löngu úreltir vegna vei-ðlagsbreytinga, en fyrirtækin, hvert um sig, höfðu eigi treyst sér til þess að hækka þessa taxta á sitt ein- dæmi, vegna samtakaieysis. Hinn nýi verðtaxti varð þó brátt þyrnir í augum verðlags- ’ yfirvaldanna, og hefur allt frá þvi í fyrra haust staðið í stíma- braki milli félagsins og þeirra út af því. Samkomulag hefur þó eigi náðzt, og hefur nú verð- Ný bók eftir Árna Óla Lítill smali og hundurinn hans, heitir nýútkomin bók eftir Árna Óla blaðamann. Bókin er 115 blaðsíður að stærð og er útgefandi Iðunnar- útgáfan, Valdimar Jóhannsson. Bókin skiptist í þrettán kafla og heita þeir: Að verða stór, Vorið kemur, Fráfærur, Fyrsta hjásetunótt, Maður með mönn- um, Sauðféð, Kunningsskapur, Hátíðisdagur, Amma kom í heimsókn, Lítið skáld, í tóm- stundum, Sveppatími og þoka, Ævilok Skruggu. Prentsmiðjan Oddi h.f. hefur prentað bókina. lagsstjóri gripið til þess ráðs að auglýsa hámarksverð á slipp- leigu og uppsátursgjöldu.m, með auglýsingu þeirri, er vitnað er til í framanritaðri ályktun. Var með þeirri auglýsingu gert tvennt i senn, að lækka stórlega verðtaxta féiagsins, og að fella greiðslu fyrir vinnu vúð uppsát- ur inn i uppsátursgjöldin. Leiðir það til þess, að hið nýja há- marksverð á uppsátursgjöldum verður langt fyrir neðan hina gömlu og löngu úreltu verð- taxta, er giltu fyrir stofnun félagsins, enda er það svo, að hið nýja hámarksverð fyrir upp- sátur nægir oft alls ekki til þess að greiða vinnuna eina saman. Verða þá dráttarbrautirnar eigi aðeins að lána tæki sín til þeirra hluta endurgjaldslaust, heldur einnig að gefa verulega með þeim, bæði vinnu og annan kostnað. Lýsing í Foss- vogskirkjugarði. Eins og undanfarin ár mun Raftækjavinnustofa Jóns Guð- jónssonar, í Kópavogi annast upp setningu ljósa á leiðum í Foss- vogskirkj ugarði. Raftækjavinnustofan leggur til ljósútbúnaðinn og setur hann upp. Þessi siður komst á fyrir nokkrum árum og hefur náð mikilii útbreiðslu. Ljósin í Foss- vogskirkjugarði voru i fyrra nokkuð á þriðja þúsund. í fyrstu voru einstaklingar með ra.fhlöður, en þær vildu eyði- leggjast og jafnvel iiverfa ásamt Ijósaperununi. Eftir að Raftækjavinnustofan tók lýsinguna að sér varð það útlátaminna að setja ijós á leiðin. í hitteðfyrra var meira en 100 ljósperum stolið úr kirkju- garðinum á jólanóttina en í fyrra voru þau látin í friði. Ljósin verða afgreidd í kirkju- garðinum næstkomandi laugar- dag tii Þorláksmessu á tímanum fra 9 f.h. til kl. 7 e.h. daglega. Verða Ijósin tengd þegar þess cr óskað. En kjósendur ættu að muna þetta: Stjórnarflokkarnir fóru aftan að fylgismönn- um sínum 1956 með loforð- um, sem þeir voru allir reiðubúnir til að svíkja — og hafa nú svikið. Hvað mun- ar þá um að fara aftan að kjósendum sínum einu simii enn? Jólatré afhent í Hafnarfirði. Klukkan 5 á sunnudag var kveikt á stciu og fallegu jóla- tré sem Hafnarfjarðarbær fékk að gjöf frá vinabæ sínum Fredriksberg. Hafði athöfnin átt að fara fram á laugardag en var frestað vegna veðurs og fór fram í gær, I eins og áður er sagt. Ambassa- j dor Dana á íslandi afhenti tréð fyrir hönd gefandans. Síðan j kveikti dönsk kona, Johanne j Jörgensen, búsett í Hafnarfirði á trénu. Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri flutti ávarp og þakkaði gjöfina og á eftir flutti séra Garðar Þorsteinsson pró- fastur jólahugvekju. Milli ræðna söng barnakór undir stjórn Guðjóns Sigurðssonar, jólasálma. Stöðugt heyrast fleiri raddii’ um það hversu jólaumstangið sé orðið mikið og einnig um út í hve miklar öfgar sé farið, að því er varðar jólagjafir, og þar fram eftir götunum, og heyrist hér ein rödd um þetta. Bréfrit- arinn kallar sig „Jólasvein", en er sjálfsagt ósköp venjulegur heimilispabbi: Mikið kvartað. „Mikil ósköp kvarta menn nú orðið, karlar og konur, vikurnar fyrir jólin. Eiginmennirnir kvarta yfir útgjöldunum, kon- unar yfir önnunum. Það er engu likara en flestir eiginmenn muni verða öreigar um áramótin — bara vegna jólanna, og blessað- ar konurnar þeirra segjast ekki fá nokkra stund til að setjast niður fyrr en á jólunum, og þá svo þreyttar, að þær geti ekki notið jólanna. Og það eru marg- ir fleiri, sem kvarta. Og blöðin leita uppi hina og þessa ágæta menn og þeir láta ijós sitt skína um þetta. En niðurstaðan af öllu er: Allir vilja minna um- stang, minni útgjöld — og kyrr- lát jól. Erfitt — eða auðvelt viðfangs? Nú skulum við játa, að mikið sé til í þessu öllu, en er hér um að ræða vandamál erfitt eða auðvelt viðfangs? Eg held fyrir mitt leyti, að það sé a. m. k. ekki eins erfitt viðfangs og margir ætla. Við skulum byrja á þvi að viðurkenna, að umkvartanir húsmæðra hafa oft við mikil rök að styðjast, þrátt fyrir nýtizku heimilistæki á mörgum heimil- um. Þeirra byrðar er oft auðvelt að gera léttari, með því að bæði eiginmenn og börn hjálpi meira til heima fyrir en gert er. Þar getum við tekið til fyrirmyndar þá almennu venju á heimilum i Bandarikjunum, að hjálpa hús- móðurinni við uppþvott og fleira. Gjafirnar. Það er talað um „gjafafarg- an“ — af þvi að mönnum finnst út í öfgar farið. En gjafir eru gefnar til að gleðja — og það er gamall og góður siður að gleðja vini og vandamenn með gjöfum á jólunum, og sá siður má vissulega haldast. En það, sem þarf aðbreytast er sá hugs- unarháttur, að sannverðmæti gjafarinnar fari eftir þvi hvað fyrir hana er greitt í krónum. Verðmætust er sú gjöf, sem gleður, hversu smá sem hún er. Og það er aldrei gaman fyrir neinn, að þiggja gjafir, sem keyptar eru um efni fram. Jóla- gjafasiðinn ber ekki að lasta. Hann er gamall og góður. En hér sem annars staðar gildir það, að hóf er bezt á hverjum hlut -— og ennfrekai’a en vana- lega, því að óneitanlega er í fleiri horn að líta á jólunum en við önnur tækifæri. Velmegun — en margir eiga bágt. Hér hefur ekki verið atvinnu- leysi um mörg ár, a.m. k. neitt líkt þvi sem við hefur verið að striða oft áður. I stuttu máli mætti segja, að menn hafi kom- izt „í feitt“, margir hafa gott kaup og geta veitt sér meira en áður fyrr, og gera það og margir hafa gaman af að telj- ast stórgjöfulir, en sparnaður og nýtni mörgum gleymdar dyggðir.Það sem verst er, er það að margir gerast stórgjöfulir, sem ekki hafa efni því. .Um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.