Vísir - 17.12.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
wisxm
híiðjudaginn 17. desemher 1957
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta. i|
Sími 1-16-60.
Bandaríkín bjóða eldílaugar
og kjarnorkuhleðslur,
- er afhendist ef til ofbeldis-
árásar kemur.
Á fyrsta fundi Nato-ráðstefn-
unnar í París í gær lagði John
Foster Duiles fram tilboð af
hálfu Bandaríkjanna til annara
NA-ríkja um að Ieggja þeim til
meðaldrægar eldflaugar og
kjarnorkuvopnabirgðir.
Samkvæmt þeirri greinargerð
verða kjarnorkuhleðslur í vörzlu
Bandaríkjanna, en afhentar her
stjórn NA-varnarbandalagsins,
ef styrjöld brýst út. Tekið er
fram, að einstökum ríkjum
verði í sjálfsvald sett að hafna
tilboðinu. Dulles ræddi nauðÉyn
nánara samstarfs NA-varnar-
bandalagsins við önnur varnar-
bandalög frjálsra þjóða — þ. e.
SEATO (Suðaustur-Asíubanda-
lagið) og Bagdabandalagið.
« Ef til árásar kæmi.
Ræða Eisenhowers var al-
mennara efnis og að áliti blaða
ætluð til áhrifa ekki aðeins með-
al NA-þjóða, heldur allra
frjálsra þjóða, og þau vænta
þess.að menn hafi lagt eyrun við
orðum forsetans um heim allan.
Eisenhower endurtók í ræðu
sinni þá yfirlýsingu Bandaríkja-
stjórnar, að ef til árásar kæmi
á nokkra NA-þjóð myndu Banda
ríkin koma henni til hjálpar
með öllum þeim mætti, sem þau
hefðu yfir að ráða.
. Kafbátahættan.
Harold Macmillan forsætis-
ráðherra Stóra Bretlands var
meðal ræðumanna. Kvaðst hann
þeirrar skoðunar, að nauðsyn-
r legt væri að endurtaka-fyrri yf-
írlýsingu um, að í vörnum NA-
varnarbandalagsins gilti: Einn
fyrir alla og allir fyrir einn.
Væri á eina þjóð ráðist yrðu
hinar að koma henni til hjálpar.
•— Hann ræddi hina gífurlegu
hættu, sem stafar af síauknum
kafbátastól Sovétríkjanna, og ef
til styrjaldar kæmi myndi reyna
mjög á samstarf og þol NA-þjóð
anna.
Bréf Bulganins.
Macmillan ræddi einnig bréf
Bulganins. Hann kvað flesta
mundu verða fyrir þeim áhrif-
um í fyrstu, að hér væri um á-
róður að ræða til þess að tvístra
samstarfi bandamanna, en þáð
væri þó ekki rétt að hafna til-
lögum hans á þeim grundvelli,
heldur athuga þær vel og kom-
ast að niðurstöðu um hver hug-
ur fylgdi máli.
Járnbrautarslys
við Brussel.
Járnbrautarslys varð í morg-
un skammt frá Briissel.
Varð þar árekstur milli hrað
lestar og annarrar lestar. 4
menn biðu bana en um 30
meiddust.
Gerliardsen
forsætisráðherra Noregs lýsti
afstöðu Noregsstjórnar og ítrek-
aði, að hún leyfði ekki erlenda
hersetu í landinu á friðartímum,
né yrðu leyfðar eldflaugastöðv-
ar í Noregi eða að þar yrðu
geymdar kjarnorkuvopnabirgð-
ir. — H. C. Hansen lýsti afstöðu
Dana, sem er hliðstæð afstöðu
Norðmanna. ■— Adenauer vildi
sannreyna hver hugur fylgdi
máli hjá Rússum, eins og Mac-
millan, og svipuð skoðun kom
fram hjá Diefenbaker, forsætis-
ráðherra Kanada. Gaillard
ræddi horfur í nálægum Aust-
urlöndum og Driers leiddi at-
hygli að viðburðunum i Indo-
nesíu
Spaak
framkvæmdastjóri NA-varn-
arbandalagsins kvað það hafa
bakað mikil vonbrigði, er Rúss-
ar höfnuðu afvopnunartillögum
Vesturveldanna og samtímis
sýndu hversu langt þeir væru
komnir í framleiðslu eldflauga.
Hann skoraði á aðildarríkin að
vera viðbúin að berjast með
kjarnorkuvopnum, sem venju-
legum vopnum, ef á þau yrði
ráðist.
Eisenhower þreyttur.
Eisenhower forseti kenndi.
þreytu í gærkvöldi og sat ekki
boð, sem Spaak hafði efnt til.
Læknar Eisenhowers segja
heilsu hans í góðu lagi.
Spaak hefur boðað að ráð-
stefnan standi fram á fimmtu-
dag.
Seinustu freg'nir:
Utanríkisráðherrar NA-varn-
arbandalagsins komu saman á
fund árdegis í dag til þess að
ræða ástand og horfur í heim-
inum almennt.
Eisenho’wer forseti hefur rætt
við forsætisráðherra Italíu og
Vestur-Þýzkalands.
E. og B vilja frið
Nehru forsætisráðherra Ind-
lands segir, að þeir Eisenhower
og Bulganin hafi báðir brugðist
þannig við áskkorun sinni um,
að hætt verði við allar tilraunir
með kjarnorkuvopn, að augljóst
sé, að þeir vilji báðir frið.
UngverjaEandsnefnd SÞ.
á fundí.
Ungverjalandsnefnd Sam-
einuðu þjóðanna kemur saman
til fundar í dag.
Ræðir hún ýmsa atburði í
Ungverjalandi að undanförnu,
ofsóknir og fangelsanir, en af
öllum fregnum verður ráðið,
að stefna stjórnarinnar hefur
ekkert færst í frjálsræðis átt,
nema síður sé, og margir búa
við ofsóknir, m. a. rithöfundar.
Stjóraarkreppan
á MöStu.
aanenn
retjna aö Múöka
Mintaif.
Hafnarverkamenn og skipa-
smiðir á Möltu hafa boðist til
að afturkalla bréf, sein er talið
liafa Ieitt til lausnarbeiðni
Mintoffs forsætisráðherra.
Skildi hann það svo, að hann
hefði fyrirgert trausti verka-
manna. — í brezkum blöðum
í morgun er allmikið rætt um
Möltu í morgun, og talin nauð-
syn, að stjórnin skýri afstöðu
sína til sambandsmálsins, en
ekki hefur enn orðið af því, að
neitt gengi eða ræki með það,
að Malta fengi þingfulltrúa í
þinginu í London, og telja sum
blöðin, að fyrir Mintoff vaki
raunverulega, að herða á sókn-
inni í því máli, en samtímis
tryggja atvinnu eyjarskeggja.
Stöðumælar settír
upp viS Laugaveg
í dag mun verða lokið upp-
Eisenbower skýrir frá afvopn-
unarstefnu Bandaríkjanna.
Óhagganleg ákvörðun, að nota her-
tæki aðeins í varnarskyni.
Eisenhower forseti hefur sent
Nehru forsætisráðherra Ind-
lands langt og ýtarlegt skeyti
varðandi afvopnunarmálin, sem
mikla athygli vekur.
Minnist forsetinn í upphafi á-
skorunar Nehrus frá 25. nóv. sl.
til allra þjóða, um að sameinast
til átaka til að stöðva vígbúnað-
arkapphlaupið. Segir forsetinn
hér vera um að ræða heims-
vandamál, sem „vér einni'g höf-
um lengi haft miklar áhyggjur
af.“
1 skeytinu tekur Eisenhower
fram m. a.:
Eftir heimsstyrjöldina síðari,
er Bandaríkjamenn voru eina
þjóðin, sem átti kjarnorku-
sprengjur, lagði Bandaríkja-
stjórn til, að „öllum þjóðum
yrði um alla framtíð bönnuð
kjarnorkunotkun," nema til
friðsamlegra hagnýtingar." Til-
lögum Bandaríkjanna í þessu
efni var hafnað og Bandarikjun-
um var nauðugur einn kostur
að halda í horfi herstyrk sinum.
til vigbúnaðar, til velferðar
mannkyns.
Það eina, sem Bandaríkin ótt-
uðust, var að ráðstafanir í þessu
efni kæmust ekki til fram-
kvæmda með þeim hætti, að
girt væri fyfir styrjaldarhættu
og að öryggi engrar þjóðar væri
ógnað. Enn væri það einlæg
skoðun Bandarikjastjórnar, að
hinar sameiginlegu tillögur
hennar og ríkisstjórna Bret-
lands, Frakklands og Kanada
í afvopnunarmálum frá 29. ág.
sköpuðu tækifæri til að upp-
ræta ótta og vekja traust þjóða
milli. Kvaðst forsetinn harma
mjög, að sovétstjórnin hefði
ekki séð sér fært að fallast á
þessar tillögur, ekki einu sinni
sem viðræðugrundvöll.
Af þessum sökum hefði hann
ekki getað komizt að neinni ann
arri niðurstöðu en þeirri, að eins
og sakir stæðu væri „öryggi
vort að verulegu leyti undir þvi
komið, að hertséki vor, bæði að
þvi er magn og gæði varðar,
setningu stöðumæla við Lauga-
veg upp að Frakkastíg og verða
þeir teknir i notkun í fyrramálið
kl. 9.
Eftir þann tima ber bifreiða-
stjórum að greiða gjald í stöðu-
mæla þessa eins og í aðra slíka
mæla er upp hafa verið settir
áður.
Tekið skal fram að móts við
húsið nr. nítján á Laugavegi
og lóð hússins númer tuttugu
og eitt hefur stöðumælum ver-
ið komið fyrir upp við húsin en
ekki á gangstéttarbrún. Er
þetta gert til að tefja ekki um-
ferð gangandi fólks, en gang-
stéttinn er þarna mjög mjó. Er
athygli ökumanna vakin á
þessu. Einnig skal tekið fram að
þrátt fyrir tilkomu stöðumæl-
anna við Laugaveginn mega bif-
reiðar ekki standa lengur en
kortér, þar sem mælarnir hafa
ekki verið settir upp.
Gunnlaugs saga
handa börnum.
1 fyrra efndi bókaútgáfan
Forni til sérstakrar útgáfu fyrir
börn á Gísla sögu Súrssonar.
Bjuggu þeir Guðni Jónsson
prófessor og Tómas Guðmunds-
son skáld þessa sögu í hendur
islenzkri æsku, og nú er komin
önnur bókin í þessum flokki,
Gunnlaugs saga ormstungu.
Hafa sömu menn búið hana til
prentunar, en báðar eru bæk-
urnar með myndskreytingum
Kjartans Guðjónssonar.
Það er vel tilfundið og þakk-
arvert, að ráðizt skuli í að gefa
Islendinga Sögur út í búningi,
sem bezt hentar unglingum. Það
ætti að vekja áhuga þeirra fyr-
ir sjálfum sögunum, og ættu for-
eldrar að hvetja æskufólkið til
að kynnast þessari útgáfu
Forna.
Frá þessum tíma hafa* Banda-
rikin ávallt og án þess að lát
yrði á reynt að koma á réttlátu
afvopnunarkerfi og tryggja öll-
um þjóðum frið.
Velferð mannkyns.
Hvað eftir annað hafa Banda-
ríkin boðizt til að hætta tilraun-
um með kjarnorkuvopn og nota
hluta hins mikla fjár, sem fer
Friðrik 6.
í Dallas.
I gær Iauk skákmótinu í
Dallas, er allir hafa fylgzt með
af mikilli athygli hér á landi.
Efstu sætin hrepptu þeir
Gligoric frá Júgóslavíu og
Reshevsky frá Bandaríkjunum
urðu jafnir með 8% vinning
hvor.
Næst á eftir koma þeir Lar-
sen frá Danmörku og Szabo frá
Ungverjalandi með 7% vinn-
ing hvor, síðan Kanadamaður-
inn Yanovsky með 7 vinninga.
Sjötti í röðinni er svo Friðrik
Ólafsson með 6% vinning.
Najdorf, Argentínu, hefir 5y2
vinning, og loks Evans, Banda-
ríkjunum, með 5 vinninga.
Maður fínnst örendur
á götu.
Nýlega fannst örendur
maður fyrir aftan vörubíl úti
á götu vestur á Ægissíðu.
Engin merki sáust þess að
um árekstur hafi verið að
ræða né óhappa verk af
mannavöldum, heldur að mað-
urinn hafi fallið þarna niður
og verið þegar örendur.
Maður þessi hét Jón Jóhann-
esson og til heimilis að Laugar-
teigi 17. Hann var bifreiðar-
stjóri að atvinnu.
væru slík, að það fældi hvaða
aðra þjóð sem væri til að beita
ofbeldi.
Eg get fullvissað yður um, að
það er óhagganleg ákvörðun
Bandaríkjanna, að nota þessi
hertæki aldrei til neins nema
varna.“
Ennfremur segir forsetinn:
„Vér erum enn viðbúnir að
halda áfram tilraunum vorum
til þess að samkomulag náist
um afvopnun, þar með talið að
hætt verði tilraunum með kjarn
orkuvopn, á grundvelli trausts,
öryggis og skilnings í samskipt-
um allra þjóða.
Frh. af 1. s.
dreginn upp. Skemmdir voru
ekki sjáanlegar á bílnum.
Eigandi bílsins skýrði svo frá,
að hann hefði farið úr bílnum
rétt áður, en hann muni hafa
farið úr hemlum og runnið ai
stað.
Kviknar í húsi.
Slökkviliðið var kvatt á vett-
vang um þrjúleytið í gærdag
vegna elds í litlu húsi að Suð-
urlandsbraut 120 B. Höfðu
krakkar farið óvarlega með
eldfæri í rafmagnsleysinu í gær
og kveikt í dóti í eldhússkáp.
Slökkviliðið kæfði eldinn strax
og varð brunatjón litið, en tals-
verðar skemmdir taldi lögregl-
an hafa orðið af vatni og reyk.
Lá við slysi.
Rett íyrir hádegið í gær varð
telpa fyrir bilreið á Laugaveg-
inum og var bæði sjúkrabifreið
og lögregla kvödd á staðinn í
skyndi. En sem betur fór, varð
slysið ekki eins alvarlegt og á
horfðist, og telpan slappa með
lítilsháttar skrámur á enni.