Vísir - 18.12.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 18.12.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 18. desember 1957 VÍSIB S jólanna ALLTAF EITTHVAÐ NYTT SKINNHANZKAR fóðraðir með loðskinni DRENGJASKYRTUR allskonar NÆRFÖT SOKKAR PEYSUR BUXUR HÚFUR GEYSIR H.F. FATAÐEILDIN KULDAHÚFUR Barna- og unglinga N v k o m i ð mjög smekklegt úrval. MANCHETTSKYRTUR hvítar og mislitar, einnig með tvöföldum líningum. SLIFSI HÁLSKLÚTAR NÁTTFÖT HERRASLOPPAR NÆRFÖT SOKKAR Vandað og mjög smekklegt úrval. Gjörið svo vel og skoðið í gluggana hjá okkur og þið munuð vissulega sjá það sem þið leitið að. MOORÉS HATTAR Þekktir fyrir fallegt lag. Klæða alla. Bezta jó Bezta jólagjöfin, sem þjóðinni hefur borizt í ár, eru endur- minningar Sveins forseta Björns sonar, ritaðar af honum sjálf- um, en Sigurður Nordal f. sendi- herra sá um útgáfuna. Satt að segja opnaði ég bókina með hálfum huga, — ekki af því að ég efaðist um að vel hefði tekizt af hálfu höfundar og útgefanda, en tókst þeim nógu vel til þess að það hæfði minningu Sveins forseta Björnssonar? Tiltölu- lega er vandalitið að rita um viðburðasnautt líf og hripa nið- ur venjulega aldarfarslýsingu, •— sem meira en nóg er orðið um, — en þá er vandinn mest- ur, þegar höfuðskörungar þjóð- arinnar þurfa að velja á milli hismis og kjarna, með því að i lífi þeirra sumra er fátt hismi, en fiest kjarni, og svo var um Svein Björnsson öllum öðrum fremur. Þeir m.unu . fáir, sem hefja lestur þessarar bókar og leggja hana frá sér að hálfnuðu verki. Menn vilja lesa hana til loka og lesa með ánægju. Brugðið er upp myndum frá ýmsum ævi- skeiðum höfundar, bernskuunni, námsárunum hér og erlendis, málfærslustörfum, stjórnmála- baráttu, sigrum og ósigrum, ut- lagjöfin. anrikisþjónustunni, samninga- gerðum við ýmsar þjóðir, heim- för i upphafi siðari heimsstyrj- alrarinnar og loks rikisstjóra- starfinu, sem leiddi til forseta- tignai-. Á öllu er haldið af hóf- semi, sem svo mjög einkenndi þenna ágæta mann, en í lokin höfum við fengið í hendur heild- armynd af lífi hans og starfi, sem er skír í öllum útlínum, þótt margt sé undan dregið og viða farið fljótt yfir sögu. Á' sama stendur um hvað ritað er. Enginn kaflinn er leiðiniegur- þótt sumir séu svo stuttorðir, að við hefðum gjarnan viljað fá meira að heyra. Sveinn Björnsson hóf að námi loknu málflutningsstörf í Reykja vík. Hann kærði sig ekki um að halda troðinn embættisferil, sem oftast leiddi til stöðnunar, en vildi sem málflutningsmaður taka þátt í því lifandi lífi, — í starfi og framkvæmdum, sem mættu leiða til farsældar fyrir land og lýð. Hann var að því leyti heppinn, að öld símans og hraðans var að ganga í garð, er hann hóf málflutningsstörf. Þröngsýni og ihaldssemi voru að vísu hér allsráðandi i fyrstu, en Sveinn Björnsson átti sinn þátt í þvi að brjóta hvorttveggja á bak aftur. Sveini Björnssyni fórust mál- flutningsstörfin vel úr hendi. Sjálfur telur hann að Búlovv hæstaréttarlögmaður í Kaup- mannahöfn hafi gefið sér beztu ráðin, en þau hjjóðuðu: Tala ekki of lengi í réttinum, ger- hugsa málið fyrirfram og gera glöggan mun á aðalatriðum og aukaatriðum og hafa þor til að flytja málið sjálfstætt. Vafa- laust hefur Sveinn Björnsson verið ágætur málflutningsmað- ur fyrir dómi, en aðalstarf hans var ekki málflutningur, heldur margskonar félagsstarf. Hann gerðist brautryðjandi á ýmsum sviðum atvinnulifsins, en hann lét sig menningarmálin einnig miklu skipta. Hann stofnaði með öðrum Eimskipafélag Islands, Sjóvátryggingafélagið, ísaga, gerðist fyrsti forstjóri Bruna- bótafélagsins, sat i stjórnum fjölda hlutafélaga annarra, fékkst við útgerð, prentsmiðju- rekstur og blaðaútgáfu, þótt hann hefði þar ekki sjálfur for- ystuna, en loks stofnaði hann svo „frímúrararegluna" hér á Islandi með. fleirum og loks „Rauða krossinn"— auk fjölda annarra félaga eða samtaka. Jafnframt sat hann í bæjar- stjórn Reykjavíkur og átti sæti á Alþingi fleiri en eitt kjörtíma- bil og lét sér yfirleitt ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann var framkvæmda- og framfara- maður, og gerðist vel efnaður með árunum, þótt ekki væri um auðugan garð að gresja í upp- hafi. Sveinn Björnsson var einstakt prúðmenni og raunar glæsi- menni, sem vann traust allra, sem honum kynntust og þá einn- ig andstæðinganna svokölluðu. Leiddi þetta til þess, að eftir að sambandslagasáttmálinn hafði verið gerður 1918 og ákveðið hafði verið að Islendingar og Danir skyldu skiptast á sendi- herrum, var til hans leitað og honum falið að takast starfið á hendur, — sem jafnframt var algjört brautryðjandastarf, þannig að á miklu valt að vel tækist. Jón Magnússon forsætis- ráðherra var vitur maður og hann vissi hvað hann gerði, er hann valdi fyrsta sendiherra þjóðar sinnar. Verksvið Sveins Björnssonar reyndist æði víðtækt, enda varð hann að verja miklum tíma á ails konar ráðstefnum eða við samningaþóf, sem hann átti ým- ist í einn eða með stjórnskipuð- um nefndum. 1 því sambandi segir hann, sem er athyglisvert: „Eitt er það, sem aldrei verður lögð of mikil áherzla á, en það er að styggja ekki viðsemjend- ur sína að nauðsynjalausu meö þjösnaskap, ósanngjörnum kröf- um, sem jafnvel er fyrirfram vitað, að ekki fáist framgengt, ókurteisi, grobbi eða þviliku, heldur reyna að afla sér samúð- ar og vinfengis þeirra, en halda þó fast á málunum með viðeig- andi kurteisi.... Á þessum svið- um hefi ég oft orðið var við það, sem mér hefur komið svo fyrir, að sé minnimáttarkennd hjá sumum landa minna. Þeir eru meira og minna óvanir að koma fram á slíkum vettvangi erlendis, máske ekki styrkir í erlenda málinu, sem tala þarf, finnst við vera lítilmagnar vegna fámennis og fátæktar og eru því hræddir um það fyrirfram að við verðum að láta í minni pok- ann, — líkjast þá strútnum, er hann hyggst fela sig allan með því að stinga höfðinu niður í sandinn. Þetta, sem ég nefni einu nafni minnimáttarkennd, getur kom- ið fram hjá mönnum á marg- víslegan hátt. Einn er feiminn og hlédrægur, lætur ekkert á sér bera, kemur fram eins og hann þurfi að afsaka nærveru sína og lítilmegin lands síns og þjóðar. Annar er framur og jafnvel grobbinn, slær um sig og miklast af því, sem eru ekki nóg rök til að stæra sig af. Þá eru þeir, sem geta gert sig að athlægi með peninganotkun, — þeir vilja halda sig rikmannlega, Framh. á 11. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.