Vísir - 18.12.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 18.12.1957, Blaðsíða 10
10 VISIR Miðvikudaginn 18. desember 1957 Hún sat þarna og horfði á sofandi andlitið beint á móti sér <og fannst óhugsandi að John hefði getað látið gabbast af kvenna- lygum. Kannske einhverntíma fyrrum —• en ekki núna. Hún óskaði að hann liti á hana sem fullþroska félaga, sem hann gæti gert að trúnaðarmanni. Að hann segði henni frá konunni, sem, brást honum forðum. Hann þekkti hana svo vel að hann gat talað við hana um margt, en Colette vissi, að hann leit enn á hana sem barn. Hvernig átti hún að sannfæra hann um að hún væri fullþroska kona? Fá hann til aö skilja að hún var nógu þroskuð til að elska mann og gera hann hamingjusaman — eignast börn með honum og hugga hann þegar hann þurfti huggunar við? En ef til vill hafði starf hans lagt honum svo miklar skyldur á herðar að hann vildi ekki um annað hugsa. Henni hafði verið lofað að hún skyldi fá að fara til Lugano aftur ef henni leiddist, en það mundi aldrei verða það sama og áður. Bráðum mundi Ernilio giftast Francescu, og þau mundu ekki þurfa á henni að halda. Lucia var farin að verða gömul og Pietro og Bianca, sem voru börn ennþá, lifðu aðeins fyrir líðandi stund og mundu brátt gleyma henni. Nú fyrst rann það upp fyrir Colette að hún var foreldralaus einstæðingur, átti hvorki heimili né ættingja, að undantekinni ömmu sinni, sem hún hafði aldrei séð. Hún hafði lifað í ævintýraheimi og ímyndað ,sér að hún væri í Finoettifjölskyldunni, og hún hafði verið ham- ingjusöm þangað til John kom og spillti ævintýrinu. — Upp með höfuðið, Colette. Bráðum erum við komin til Basel! Hún heyrði djúpa og rólega rödd Johns. Hann laut fram og tók^ í skjálfandi höndina á henni með báðum höndum. Þær voru .sterkar og heitar. — Eg var hrædd, sagði hún mjóróma. — Þetta bláa ljós er svo ógeðfelt. — Nú skaltu fá eitthvað heitt að drekka þegar við komum til Basel. Þér líður betur þegar þú ert komin í rúmið. Það umlaði í gamla manninum í horninu, og John sleppti hendinni á henni. — Þarna geturðu séð ljósin á stöðinni í Basel. Kvíði Colette var horfinn í einu vetfangi, og hún setti upp hattinn og varð hálf sneypt þegar hún sá hvernig hann horfði á' hana. Þarna hafði hún setið og talið sjálfri ser trú um, að hún væri fullþroska kona, en þegar hún var með John hagaði hún sér æfinlega eins og barn. Það var bjart og heitt inni í veitingasalnum og þau fengu kaffi og -smurt brauð undir eins. Ungur svissneskur leiðsögu- maður sat við borðið þeirra og geispaði milli þess að hann saup á kaffibollanum. Hann sagði þeim að hann væri á háskólanum og hefði tekið að sér leiðsögu til að vinna fyrir aukaskildingi. — Hann var ansi myndarlegur, sagði Colette þegar hann var iarinn, og John fann snöggvast til afbrýði. Ungi stúdentinn hafði horft á Colette með ósvikinni aðdáun. John hugsaði um sinn innra mann. Colette Berenger var gull ialleg stúlka, og það var ekki nema eðlilegt að fólki yrði star- sýnt á hana. Hann var að fara með hana inn í nýja tilveru, þar sem hún mundi hljóta tiginn sess, hafa nóg af peningum og klæðast ríkmannlega. Vafalaust mundu margir ungir menn heillast af henni og ganga með grasið í skónum eftir henni. Sjálfur var hann ekki ástfanginn af þessu barni og það var ástæöulaust af honum að láta sér gremjast að hún vakti athygli. En samt fannst honum að Colette kæmi fyrst og fremst honum við — hún væri skjólstæðingur hans — og honum var meinilla við glampann, sem hann sá í augum stúdentsins. — Hvað gengur að þér, John? Hún starði forviða á hann. — Þú ert eins og þú ætlir að drepa mann! Hann brosti. — Kannske langar mig til þess. En eg hef ekki tíma til þess. Hann þreifaði í vasa sínum ög tók upp töflu, séM hann setti í kaffibollann hennar. — Þetta er til þess að þú sofir í lestinni. Eg vil ekki að þú verðir úrvinda af þreytu og svefnleysi þegar við komum heirn. í LONDON. Rúmin voru uppbúin í svefnvögnunum og þau höfðu ekki fengið klefa, sem lágu saman. John bauð henni góða nótt og bætti við: — Við fáum morgunmat í svefnvagninum og hádegis- verð í Calais. Ferðin gekk greitt, það sem eftir var. Henni fannst skipið sem átti að flytja þau yfir Ermarsund, afar stórt. Sjórinn var sterk- blár, og hún stóð við borðstokkinn hjá John til að reyna að sjá Folkstone. Hún var uppvæg og vonglöð, þó að ýmislegt hefðí lagst í hana, og undir niðri þótt henni gaman að heyra eintóma frönsku talað kringum sig. En hún varð þögul þegar þau stigu inn í ensku lestina. John hafði bent á bláan himininn og á máfana, sem vögguðu á öld- unum. — Nú sérðu að ekki er alltaf rigning í Englandi. Hún komst í betra skap þegar hún sá tágakoffortið sitt á Victoria Station í London og áður en varði voru þau komin upp í leigubíl og óku um borgina, sem Colette fannst stórfenglegri en nokkuð sem hún hafði áður séð. Hún varð hljóð og fór hjá sér þegar þau komu inn í anddyrið á gistihúsinu. Henni fanrist hún vera eins og skólastelpa þegar ármaðurinn horfði á hana, og hún varð felmtruð er hún heyrði að John hafði fengið her- bergi handa henni tveimur hæðum ofar en hans eigið herbergi. — Góða barn, þú getur notað símann ef þú villt ná til mín. Steve frændi og amma þín rnundi aldrei fyrirgefa ef eg gerði eitthvað til að koma óorði á.... þig, sagði hann. Þetta var í fyrsta sinn sem Colette hugleiddi, að til var eitthvað, sem hét „óorð“, og hún mundi hafa hlegið að öllu saman, ef henni hefði ekki fundist hún vera svo skelfing einmana í þessu feiknastóra gistihúsi, með þykku dúkunum á óralöngum göngunum og þjóna- lið á hverju strái. — John, sagði hún biðjandi. — Þurfum við að borða hérna? Þetta er allt svo stórt. Hún talaði frönsku og honum þótti vænt um aðgætni hennar og svaraði á sama máli: — Við getum borðað annarsstaðar ef þú villt það helaur. Nú skaltu fara og fá þér bað, og svo ferðu í svarta kjólinn þinn, og síðan skal eg sýna þér svolítið af London. Og Colette.... Hann færði sig nær henni og sagði lágt: — Vertu ekki hrædd við gistihúsin — eða neitt annað. Viltu lofa mér því? — Já, ég lofa þér því, sagði hún borubrött og fór á eftir vikadrengnum inn í lyftuna. * SINN ER SIÐUR í LANDI HVERJU. Það var misráðið að fara með Colette á þetta gistihús, hugsaði John með sér er hann var að fara í svörtu fötin sin, eftir baðið. Það hafði verið nautn að komast í bað eftir tuttugu og fjögurra tíma járnbrautarferð. Hann brosti í spegilinn og vonaöi að Colette mundi meta mikils að vera í herbergi með baði, Þessi breyting á æfi hennar, löng ferðin og kviðinn fyrir hinu ókomna sem beið hennar, var nóg til að gera hana ruglaða. þó að stærðin á gistihúsinu bættist ekki við. Það hefði verið betra að fara með hana á eitthvert smáhótelið, en hann þekkti ekkert þeirra. Hann var vanur að vera í þessu gistihúsi þegar hann kom til London, og hann brosti þegar hann hugsaði til þess hvað þjónustufólkið mundi segja urn Colette og tágakoffortið hennar. Hann hafði verið að hugsa um að senda koffortið beina leið til Osterley House, en tímdi því ekki þegar hann sá hve Colette varð glöð er hún sá það aftur á stöðinni. Það var líkast og hún hefði heimt það úr heiju. Dásamlegi friðurinn i Lugano var fjarri horium núna, er hann stóð við gluggann og horfði á aHa umferðina niðri á göt- E. R. Burroughs — TARZAIM — 2515 Tarzan var nauðbeygður I að taka þátt í bardaganum 1 til að verjast því að hann væri drepinn. Hann lagði fljótlega að velli nokkra menn, en svo heyrði hann tryllingslegt óp. Remu var kominn að honum með spjótið í kaststöðu og ætlaði nú að hefna sín á Tarzan. Æœjarfréttir Námsstyrkur í Kanada. Mennigarstofnun Canada Council í Ottawa býður fram námsstyrki til dvalar þar í landi skólaráið 1958— 1959. Styrkirnir eru tvenns- konar: A-styrkur, um $5000, auk ferðakostnaðar (ennfrem ur 2/3 ferðakostnaðar eigin- konu, ef um er að ræða). — B-styrkur, um $2000, auk ferðakostnaðar. — A-styrk- ur er veittur fræðimönnum og vísindamönnum. B-styrlc - ur einkum kandítötum og' Kennurum. Styrkurinn er veittur til náms eða rann- sókna í húmaniskum fræð- um, listum og þjóðfélags- fræðum. — Umsóknir um styrkina skal senda skrif- stofu háskólans fyrir 1. jan- úar næstk. Þangað má og' vitja umsóknareyðublaða og' nánari upplýsinga varðandi þetta mál. (Frá skrifstofu Háskólans). Yfirlýsing: Að gefnu tilefni skal tekið fram, að lokunartími lyfja- búða er háður samningi milli vinnuveitenda og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Eigendum lyfjabúða er því algjörlega óheimil breyting á lokunartímanum frá því sem kveðið er á um í þeim samningi. — Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur. Heima er bezt. Tvö síðustu hefti 7. árgangs eru nýkomin út með fjöl- breytt efni og myndum prýdd að vanda. Efni m. a.: Erlendur Einarsson, Fram- kvæmdastjórar S.Í.S. Sögu.'" Jóhannesar, eftir Magnús á Syðra-Hóli. Þættir úr Vest- urvegi, eftir Steindór Stein- dórsson. Minningaþáttur frá Möðruvöllum, eftir Gísla Gestsson frá Otrádal. Gaml- ir kunningjar, eftir Jóh. As- geirsson. Hvað ungur nem- ur — þáttur æskunnar, sem Stefán Jónsson námsstjóri annast. Möðruvallakirkja í Hörgárdal 90 ára, eftir Sig- urð Stefánsson. Fæðing Pad- ma Sambhava (þýdd helgi- saga). Úr dagbók Björns Jónssonar. Júlínótt, eftir Þuru í Garði. íslendingar í Saskatchawan, eftir Std. Std. Vetrarferð yfir Mos- fellsheiði, eftir Guðna Sig- urðsson. Framhaldssaga. Myndasaga. Bókafregnir. Ritstjórarabb o. fl. Örvar-Oddur, blað nemenda í Kennara- skóla íslands, jólahefti, er nýkomið út. Efni: Jólahug'- vekja, eftir Árelius Níelsson, Svona fór um sjóferð þá, Við Arnafell, kvæði eftir Hall- grím Jónasson, Liðskönnun stúdenta. Frá liðnu sumri, kvæði, Úr gömlum blöðum o. m. fl. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Thorvaldsensstræti 6 í húsakynnum Rauða kross- ins. Sími 10785. Styðjið og styrkið Vetrarhjálpina. Ríunið jólasöfnun M æðr asty rksnef ndar að Laufásvegi 3. Opið kl. 1%—6. Móttaka og úthlut- un fatnaðar er í Iðnskólan- um, Vitastígsmegin, opið kl. 2—5%.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.