Vísir - 18.12.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 18.12.1957, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-lC-GO. WfiSl WL Miðvikudaginn 18. desember 1957 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Aítalákvarilanir lató- fundarins teknar í dag Ályktunartillaga frá fjögurra þjóða- nefnd tilbúin síðdegis. í dag er þriðji dagur NA-- ráðstefnunnar og lýkur henni á morgun. Fjögurraþjóða und- irnefnd kemur saman á fund í dag og skilar áliti og væntan- lega samræmdri tillögu, sem lögð verður fyrir fundinn síð- degis, en fundurinn heldur einnig áfram umræðu um eld- flaugamálið í dag. Dries forsætisráðherra Hol- lands,sem er farinn heim af ráðstefnunni, sagði við frétta- menn í gær, að hollenzka stjórn in vær'i ekki ósamþykk tillög- um eða tilboði Bandaríkja- stjórnar um eldflaugar og kjarnorkuhleðslur, en það væri mjög mikilvægt, að sameigin- leg afstaða yrði tekin í þessu jnáli. Vilja Rússar frið? Það sjónarmið hefur greíni- lega orðið ofan á, segja frétta- menn, að hafna ekki tillögum Rússa,heldur gera nýja tilraun til samkomulags, og fá þá úr því skorið, hvort Rússar raun- verulega vilja frið, en jafnframt verður ekkert slakað á vörn- nm og samstarfi, innan vébanda bandalagsins. Bretar og Frakk- ar hafa tekið þá afstöðu eins og smáþjóðirnar, að gera nýija samkomulagstilraun, en Banda ríkin eru þar á annarri skoð- un, telja hana ekki mundu koma að gagni eins og sakir standa. Tilboðið um meðal- langdrægar eldflaugar og kjarn orkuvopnabirgðir verður ’rætt frekara í dag. Óánægja fréttamanna. Spaak framkv.stjóri Nato hélt fund með fréttamönnum í gær og fóru snörp orðaskipti m'illi hans og þeirra, út af þeim ummælum hans, að Eisenhow- er forseti hefði tekið þátt í Samkomulagsumleitunum í gær, en fréttamenn þóttust hafa fyrir satt, að hann hefði aðeins rætt við fulltrúa einnar ^þjóðar í hléi. Umræða um utanríkismál átti fram að fara í neðri mál- stofu brezka þingsins á morg- • un, en henni hefur verið frest- I að til föstudags, þar sem Nato- fundurinn stendur degi lengur en upphaflega var ráðgert. Aneurian Bevan talar fyrir hönd stjórnarandstöðunnar. — Ræðumenn af hálfu stjórnar- jinnar verða þeir Harold Mac- jmillan forsætisráðherra og Sel- wyn Lloyd utanríkisráðherra. í Washington. Brezkir fréttaritarar í Wash- ington síma, að fregnirnar af Parísarfundinum hafi komið ónotalega Við menn þar og yfir- leitt í Bandaríkjunum, og menn sjái, að Eisenhower muni nú ekki eiga annars úrkost en stefnubreytingu á sviði utan- ríkismála í þá átt, að gerð verði , ný tilraun til samkomulags við Rússa, en Dulles hefur hvað eft'ir annað látið í ljós, að það væri tilgangslaust eins og sak- ir stæðu. Fréttamenn telia, að hið breytta viðhorf megi rekja til álitshnekkis þess, sem Bandarík;jamenn biðu við það, að Rússar urðu fyrri til að koma gerýitunglj á loft, og vegna misheppnaðra tilrauna Banda- ríkjamanna. Hernaðarmál voru til umræðu á fundi ut- a;4-íkisl-áðherra og landvarn- arráðherra á Natqfundinum í morgun. Eisenhovver hefur rætt við Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, Mendares forsætisráðherra Tyrklands og dr. Adenauer kanzlara V.-Þýzkalands. Óvenjumikil sala 'i jóiatrjám. Sala jólatrjáa í Reykjavík virðist ætla að verða meiri nú en nokkru sinni áður. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Landgræðslu- sjóði í gær eru stóru jólatréin sum á þrotum og hver síðastur að ná í þau úr þessu. Ennþá eru talsverðar birgðir til af hinum minni jólatrjám, en þó er sala í þeim einnig örari, en verið hefur og má búast við að þau gangi til þurrðar áður en varir. FEugféíagi ísEands veitt feyfi tii bappdrættisSáns. Afgreitt sem lög frá Þingi á dögunum Norðurlönd styðja Holland. Einkaskeyti frá Khöfn. Samkvæmt áreiðanlegum (heimildum hafa ríkisstjórnir Noregs Danmerkur og Svíþjóðar ákveðið, að fara fram á það, hver í sínu lagi við stjórn Indó- nesiu að hún hindri frekari að- gerðir, sem brjóti í bág við mannréttindi og eru andstæð- ar anda sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða var tekin, þar sem Norðurlönd vilja sýna sam hug sinn og vináttu í garð Hol- lands, með því að hvetja ein- dregið til þess að réttindi Hol- lendinga í Indonesiu verði virt. Skátar safna í Hafnarfirði. Skátar fóru um Hafnarfjarð- arbæ í fyrrakvöld á vegum Vetrarhjálpar Hafnarfjarðar. Söfnuðu þeir 14.700 krónum auk mikils af fatnaði. Fóru þeir aftur um bæinn í gærkvöldi. Happdrættislán Flugfélags Islands var til umræðu í Neðri deild Alþingis í gær. í frum- varpi þar að Iútandi er félaginu heimilað að hafa happdrætti í sambandi við skuldabréfalán. Vinningamir verða flugfarseðl- ar eða afsláttur af farseðlum. Frumvarpið er stjórnarfrum- varp og var Eysteinn Jónsson framsögumaður. Kvað hann mál þetta standa í beinu sam- bandi við flugvélakaup félags- ins á síðastl. vori, er félagið keypti tvær Vickers Viscount- vélar fyrir um 40 millj. kr. Rík- ið hefði tekið ábyrgð á % af innkaupsverðinu en % þyrfti félagið að greiða og hefði geng- ið erfiðlega. Erfiðleikarnir stöfuðu aðallega .af því, að ekki hefði gengið vel að selja flug- ■ vélar þær, er í ráði var að selja og einnig að í ljós hefði komið, 1 að sumar þeirra voru ómissandi. Minnti ráðherrann á, að flug- samgöngum hefði verið haldið uppi án ríkisstyrks og því ekki nema réttlátt, að styðja flugfé- lögin með ráði g dáð. Minnti hann á, að Efri deild hefði dag- inn áður afgreitt málið með þrem umræðum og skoraði á Nd að gera nú slíkt hið sama. Björn Ólafsson tók næstur til máls og kvaðst vilja taka undir þau orð ráðherrans, að deildin tæki málinu vel. Minnt- ist hann á flugvélakaup félags- ins á síðastliðnu ári. Kvað hann þær vélar vera í ferðum milli íslands og útlanda, en það flug' stæði einmitt undir innanlands- ; fluginu. Einnig kvað Björn, að einsdæmi myndi vera, að flug- ' félögin störfuðu hér án opinbers styrks. í raun og veru innti fé- agið af höndum slíka þjónustu, að allir landsmenn ættu að vera hluthafar, og með slíkum I rekstri, sem félagið hefði, þyrfti það á meira fé að halda en flest ,önnur félög. Vonaðist hann til, i að málið mætti ganga í gegnum Meildina í dag og tók Bjarni ! Benediktsson undir þau um- mæli. Málið var síðan tekið upp seinna um daginn og afgreitt frá Nd. í gærkvöldi. Hefir mál þetta því verið afgreitt sem lög frá Alþingi á tveim dögum. Vel heppnuð tilraun með Atlasskeyti í gær. Vegur 40 smál. og fer 15 sinnum hraðar en hljóðið. Ban ’aríkjamenn gerðu í gær þriðju tilraun sína með lang- drægt flugskeyti af Atlas-gerð, en þau eiga að geta farið allt að 8000 km. leið. Fyrrí tilraunir misheppnuð- ust. Skevtin létu ekki að stjórn, og varð að granda þeim, en nú heppnað'st tilraunin svo vel sem bezv varð á kosið. Skeytinu var stýrt t'il jarðar með fjar- stýrðum tækjum á annan stað á tilraunasvæðinu í allmikilli fjarlægð. Tilrunasvæðið er á Floridaskaga. Eldflaugar af þessari gerð eiga að geta farið með 15 sinn- um möiri hraða en hljóðið fer. Talið er, að skeytið vegi um 40 smálestir. Fjöldi manna var nálægur, er tilraunin var gerð. Það reis hægt í fyrstu, en jók svo hrað- ann • skyndilega og hvarf í þrumuskýjum. Það hefur vakið eigi l'itla á- nægju í Bandaríkjunum, að þessi tilraun heppnaðist vel, og er hætt við, segja fréttamenn, að mikil vonbrigði hefðu kom- ið fram, ef þesái tilraun hefði misheppnast. Gullfaxi ■ Ítalíuflugi. Gullfaxi, Viscountvél Flug- félags fslands, kom í gærkveldi til London úr leiguflugi til Ítalíu. Gullfaxi fór í þessa Ítalíuför á vegum olíufélagsins Esso og var farið til Rómar og Bari, en í bakale'ið komið við í Nizza. jFlugstjóri var Sverrir Jónsson. I Gullfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur n.k. laugardag. Erfitt er um innanlandsflug í dag og fyrir hádegið var lok- að á alla áætlunarstaði aðra en Akureyri og Egilsstaði, en þang að átti Sólfaxi að fara fyrir há- degið, fullskipaður farþegum. Ahdullah enn í haldi. Fregn frá Kaslimir hermir, að stjórnin beri til baka, að Ab- dullali fyrrv. forsætisráðlierra, verði veitt fullt frelsi. í fregnum í gær frá Nýju Dehli var sagt, að stjórnin hefði breytt afstöðu sinni til Abdullah og mundi hann fá að fara sinna ferða eftir áramót næstu. Ungverjaland rætt á lokuðum fundi Ungverjalandsnefnd Samein- uðu þjóðanna kom saman á fund í gær og var hann hald- inn fyrir luktum dyrum. Rætt var m. a. um mál Bang Jensens, Danans, er vikið var frá störfum hjá Sþ., vegna þess að hann neitaði að láta af hendi lista með nöfnum yfir menn, sem yfirheyrðir voru um við- burðina í Ungverjalandi, þar sem hann taldi sér skylt að af- henda hann ekki, vegna gefinna loforða, en stjórn Sþ. lítur svo á að öll plögg eigi að varðveitast hjá Sj. „Misheppitaðir hvelti- brauðsdagar" í Njarðvíh Leikfélag Njarðvíkur hefir undanfarið sýnt leikritið Mis- heppnaðir hveitibrauðsdagar, eftir Kennetli Horn. Verður næsta sýning um há- tíðarnar, en síðan verður sýnt víðar á Suðurnesjum. — Leik- stjóri er Helgi Skúlason. Þá er Leikfélag Njarðvíkur nú að æfa enskan gamanleik. • Arabiskur fj ármálamaður, búsettur i Guatemala, hefir fengið leyfi Jordaníustjórnar tíl olíuleitar á 13 þús. fer- mílna svæði i Jordaniu. Mæðrastyrksnefnd hafa borizt 7-800 beiönlr Samkvæmt upplýsingiun er Mæðrastyrksnefnd hefur gefið blaðinu, liggja nú fyrir fleiri beiðnir um aðstoð en nokkru sinni fyrr. Alls hafa nú safnazt tæplega 60 þús. krónur í peningum og eitthvað af fatnaði en betur má ef duga skal. Sérlega vantar mikið af fatnaði og er vonandi að enn sjái sér einhverjir fært að hlaupa undir bagga með Mæðrastyrksnefnd og leggja eitthvað að mörkum til að bág- staddar mæður megi eiga gleði- leg jól. Til samanburðar má geta þess að í fyrra söfnuðust 154 þús. krónur og þá bárust 7—800 hjálparbeiðnir en nú þegar hafa borizt 800 beiðnir og má búazt við fleirum fyrir jólin. HHÍ. borgali kr. 556,000 í gær. Happdrætti Háskóla íslands borgaði út í gær fimm hundr- uð fimmtíu og sex þúsund krónur í vinningum. Á sama tíma í fyrra voru greiddar út í vinningum kr. 239,315. Á þessum mismun má sjá, að fólki liggur meira á að ná í vinninga sína nú en í fyrra. Happdrættið er op’ið til út- borgana í tvo tíma á dag og svara útborganir í gær til þess, að Happdrættið hafi greitt rúm- lega kr. 4.500 á mínútu. Burns hershöfðingi, yfirmað- ur gæzluliðs Sameinuðu þjóð- anna í nálægum Austurlönd- um, hefur laat tíl. að gæzlu- liðið verði eflt. svo að hægt sé að hafa flokka úr hví á verði begg!a vegna landa- mæra ísraels.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.