Vísir - 18.12.1957, Side 6

Vísir - 18.12.1957, Side 6
VlSIB Miðvikudaginn 18. desember 195T WISX3R. DAGBLAÐ Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á nánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Hfjomleikar í Þjóðieikhiísinu. Bréf til vina og samherja. Það hefði sannarlega verið hin mesta smán, ef Búlganin ; íorsætisráðherra Sovétríkj- anna hefði ekki látið bréf til íslendinga fljóta með jóla- póstinum að þessu sinni. ,,Við eigum svo marga vini á íslandi,“ sagði Molotov einn daginn á árinu sem leið. og hann vissi víst, hvað hann söng. Hann hafði haft einn : st j órnmálaf lokk starfandi fyrir sig og sína um nokk- urra ára bil — án þess að það bæri verulegan árang- : ur — en skyndilega hafði hann fengið tvo sjálfboða- liða að auki, og vænkaðist hagurinn þá heldur en ekki. Þá var „kátt í hverjum hól'. P»réf það, sem ríkisstjórn ís- lands barst frá forsætisráð- herra Sovétríkjanna um helgina — eða jafnvel fyrir hana, hver veit það — hefir nú verið birt, og það mun ] mál manna, að það sé að flestu leyti mjög á þann veg, sem almenningur hefir gert ráð fyrir: í því eru bæði hótanir og skjall, eins og venjan er hjá þeim, sem hafa ekki hreint mjöl í pok- anum og vilja leyna því, að þeir eru að reyna að blekkja. L En þótt þannig sé, hlýtur bréf þetta að verða vest- ] rænum þjóðum og lýðræðis- sinum talsvert umhugsunar- efni, og þær bregðast við því hver á sína vísu. Það væri vissulega gleðilegt, ef hægt væri að treysta því, að allar ríkisstjórnir stæðu ' jafnan við loforð sín gagn- vart kotríkjum, en því er ekki að heilsa. Það verður einnig að segja, sannleikan- um samkvæmt, að þótt sóv- étstjórnin bjóðist til að 1 ábyrgjast öryggi íslands, þá er harla lítil trygging fyrir því, að sú ábyrgð yrði ís- lendingum eins heilladrjúg og þeim er ætlað að gera ráð fyrir. Öll fortíð komm- únista hræðir, þegar loforð eru annars vegar, og einkum gerðust þeir atburðir á síð- asta ári, sem vekja vantraust á þeim í öllum eínum. Island hefir rejmizt hinn veiki hlekkur í varnakerfi At- lantshafsbandalagsins. Það kom svo greinilega í ljós á síðasta ári, að ekki verður um villzt, að erfitt er fyrir aðrar bandalagsþjóðir að treysta á íslendinga og sam- stöðu þeirra. Tveir af nú- verandi stjórnarflokkum vildu alls ekki, að á því færi fram nokkur athugun, hvort sú breyting hefði raunveru- leg'a orðið á ástandinu í heiminum, sem af leiddi, að íslendingar gætu látið varn- arliðið fara. Þeir vildu að- eins samþykkja óskadraum kommúnista, brottflutning varnarliðsins, því að kosn- ingar voru í nánd. Þegar Alþingi hafði samþykkt ályktunina um þetta, fengu íslendingar viðurkenninguna sem getið er hér að ofan, og það er greinilegt, að sovét- stjórnin telur sig enn geta treyst á vinfengi einhverra manna hér. Þar við bætist, að hún getur bent á við- skiptasamböndin milli land- anna, sem gott er að hafa sem svipu, ef íslendingar ætla að gerast baldnir og óþægir. Það og' annað má og nota til að athuga, hvort hlekkurinn sé ekki raun- verulega enn veikari en menn ætluðu og þá varnar- keðjan öll. Það er þetta, sem verið er að gera með bréfi Búlganíns, hver sem árang- urinn af því verður. Sinfóníuhljómsveit íslands hélt hljómleika í Þjóðleikhús- inu þriðjud. 10 des. Á efnis- skránni voru: Sinfónía nr. 92 í G-dúr, ,,Oxford“-sinfónían, eftir Haydn, Konsert fyrir píanó og hljómsveit eftir Jón Nordal og Sinfónía nr. 4 í D-moll eftir Schumann. Stjórnandi var Wilhelm Schleuning', einleikari Jón Nordal. Báðar sinfóníurnar nutu sín vel í meðferð hljómsveitarinn- ar. Hér skal þó ekki frekar minnst á þær, heldur -vil ég leggja áherzlu á verk það, sem flutt var eftir Jón Nordal, en það var sem íyrr segir Konsert fyrir píanó og hljómsveit, sá fyrsti sem saminn hefur verið hér af íslenzku tónskáldi, og er það eitt út af fyrir sig nægileg't til þess að gera þessa hljóm- leika athyglisverða. Þó a' Jón Nordal sé ennþá ungur að ár- um þá hefur honum þó totizt að skapa heilsteypt listaverk, sem boðlegt. er hvar í heiminum sem er. Það má með sanni segja að þetta verk sé með því bezta sem komið hefur íram eftir innlend tónskáid og bsr vissu- lega að fagna því. Konsertinn er í samanþjöppuðu formi og er að miklu leyti byggður á rythmiskum mótívum, sem síð- ar ganga eins og rauðir þræðir gegnum allt verkið. Tónverkið hljómar ekki aðeins mjög vel, þó það á köflum megi teljast abstrakt, heldur er það einnig mjög vel unnið og ber höfund- inum gott vitni um hugvit og' kunnáttu. Það er einnig vitni þess að til eru ung íslenzk tón- skáld, sem horfa fram á við og verða þar af leiðandi ekki uð bráð hinni miklu stöðnun, sem þegar var farin að gera va:t við sig í tónmenntum okkar. En þegar farið er að tala um stöðnun hafa tónskáldin ekki verið ein í sök. Hér koma einnig til greina ýmsir aðrir aðilar svo sem túlkendur og þá ekki sízt áheyrendur, sem oft á tíð- um hafa sýnt áberandi tómlæti í þessum efnum, og þá alveg sérstaklega þegar um ný tón- verk er að ræða, svo ég tali nú ekki um ef þau eiga að teljast moderne eða í ,,nútíma“ stíl, og hafa’ þá oft lagt fyrirfram dóma á þessi verk. Þetta er þó ekkert einsdæmi hjá okkur ís- lendingum þó það beri mun meira á þessu hér heldur en erlendis þar sem ýms félög og klúbbar gangast fyrir kynningu og uþpfærslu nýrra verka. Ilinum túlkandi listamanni er því að sumu leyti vorkunn þó að þeir komi sér undan að flytja þau verk, sem þeir vita að ef til vill nái ekki nema til örfárra „sérfræðinga“. Þetta hefir þó breyzt mikið til hins betra á síðasta áratug, þar sem útvarpið og ýmsir einstakling- ar'hafa sýnt þá djörfung, ef svo mætti að orði komast, að hefja kynningar á nútíma tónlist, sem fyrst í stað virðist vera mikið til vonlaust. En nóg um það, hér er hvorki tími né rúm til að ræða slíkt að sinni. M. B. J. í Kili skal kjörviður. Ný ævisaga sem Guðm. G. Hagalín hefur skráð. Afvopnun og friður. Ef sovétstjórnin er fús og reiðubúin til að gera samn- inga til að tryggja sjálf- stæði og hlutleysi íslands, hlýtur hún að vera fús og reiðubúin til að veita öðrum hina sömu tryggingu, annað getur ekki verið á samræmi við margyfirlýstan og lof- aðan friðarvilja og friðarást þessarrar stjórnar. Hinsveg- ar er fortíð hennar þannig, að menn eiga bágt með að trúa því, að hún vilji raun- ‘ verulega afvopnun og frið, kyrxð í heiminum. Á fundi A-bandalagsríkjanna, sem haldinn er í París um þessar mundir, hefir komið fram vilji þeirra í þá átt að draga úr vígbúnaðinum, hætta kapphlaupinu á þ/í sviði. Sovétstjórnin getur tekið bandalagsþjóðirnar „á orðinu“, eins og sagt er, ef hún hefir hug á að draga úr viðsjám, eins og hún segir. Það mundi vera miklu áhrifameira en að snúa sér aö íslandi einu. En sé hins- vegar tilgangurinn að sundra bandalaginu — deila Guðmundur G. Hagalín rit- íliöfundm' er kunnastur og vin- sælastur þeirra núlifandi ís- lcndinga sem fást vio ævisagna- ritun. Gildir þar jafnt hvort hann skrifar sína eigin ævisögu eða sér óviðkomandi manna. „f kili skal kjörviður“, heitir síðasta ævisagnarit Hagalíns og hefur hann þar tekið sér fyrir hendur að skrá ævisögu Marin- íusar Eskilds Jessens fyrrver- andi skólastjóra Vélstjóraskól- ans í Reykjavík, nafnkunns manns. Á því tímabili sem Jessen skólastjóri hefur dvalið og' starfað á íslandi hefur tækni- öld gengið yfir heiminn, en ís- land þó flestum löndum í Norð- urálfu fremur. Og Jessen er að vissu leyti upphafsmaður og brautryðjandi þessarar tækni- aldar á íslandi og hann hefur fylgst með hinni öru þróun véla menningarinnar allt fram á þennan dag, enda starf hans að verulegu leyti tengt tækniþró- uninni. Fyrir bragðið er þessi ævi- saga, sem Hagalín hefur skráð. eftir Jessen sjálfum, saga ís-j lenzkrar véltækni og þá fyrst og fremst þeirri, er lýtur að skipum og skipavélum. Bókinni, sem er nær 350 og drottna — þá sinnir sov- étstjórnin aðeins einstökum ríkjum en ekki samtökunum í heild. blaðsíður að stærð, skiptir höfundur í tvo meginþætti: Móðurlandið og Fósturlandið. Fyrri kaflinn fjallar um æsku Jessens heirna í Danmörku, menntun hans þar, uppvöxt og störf fram til fullorðinsára. Seinni kaflinn fjallar aftur á móti um tildrögin til þess að Jessen flytur til íslands, störf hans hér og í stórum dráttum það sem fyrir hann hefur borið á íslandi og markverðast má telja. Um frásagnarsnilli Hagalíns efast enginn, sem lesið hefur bækur hans, sameiginlegur grunntónn þeirra er fjör og lífsorka. Afgreiðslutíml um hátíðirnar. Sölubúðir: í Reykjavík og Hafnarfirði verða sölubúðir opnar til kl. 10 að kvöldi n. k. laugardag. Þor- láksmessu, mánudag, til kl. 12 á miðnætti og aðfangadag til kl. 1 e. h., en 3ja í jólum, föstu- daginn 27. des., verður opnað kl. 10 f. h. Á gamlársdag er lok- að kl. 12 á hádegi og fimmtu- daginn 2. janúar er lokað allan daginn vegna vörutalningar. Eftir áramót verður lokað kl. 1 e. h. á laugardögum og kl. 7 e. h. á föstudögum. P. Á. telur þær ástæður geta verið fyrir hendi, að Vetrarhjálp in ætti að hjálpa bágstöddu fólki um peninga. Vetrarhjálp- inni er að sjálfsögðu velkomið rúm fyrir athugasemdir við bréfið. Fer það hér á eftir: 5 pund af kartöflum, annars ekkert. Charles Dickens segir frá því í sögunni „Oliver Tvvist", að klæðlaus maður kemur til fá- tækrastjórnar og biður um föt til að skýla sér með, en fátækra stjórnin fékk honum 5 pund af kartöflum i staðinn og sagði að það gæti hann fengið en ekki föt. Mér kom þetta til hugar er mér var tjáð af Vetrarhjálpinni, I að þar gæti fólk aðeins fengið I matvæli og föt, en ekki peninga. j Vel mættu þeir mætu menn, er að Vetrarhjálpinni standa, vita það, að þær ástæður geta verið fyrir hendi að fólk geti verið hjálparþurfa þótt það, einhverra hluta vegna, ekki geti hagnýtt sér ávisanir á matvöru eða föt. Og harla einkennilegt er að álita að fólk þarfnist ekki peninga frá Vetrarhjálpinni til annars en áfengiskaupa og ekki sanngjarnt, að skera þar alla „over en Kam“. Enda getur þessi einstrengingsháttur gert marga, sem kannske eru ekki síður hjálparþurfi en margir aðrir, sem hjálp fá, algeriega af- skipta, þvi ekki er það allt ó- reglufólk, sem þarfnast getur peninga fremur en annarar hjálpar. Mér skilst að hið mjög svo á- gæta og þakkarverða starf Vetr- arhjálparinnar sé til þess að létta hinum fátæku lifsbarátt- una og gleðja þá á fagnaðarhá- tið kristinna manna og er slíkt lifsvert. — En ekki er þó ólík- legt aðskugga geti slegið á jóla- fögnuð þeirra, sem þaðan hafa gengið bónleiðir til búða og kannske orðið fyrir sárum von- brigðum. Óska Vetrarhjálpinni alls gengis og þeim, er þar starfa gleðilegra jóla. — P. Á. Vandræði bílaeigenda. Stöðugt verður erfiðara fyrir þá, sem aka bifreiðum, að finna staði, þar sem þeir geta skilið bíla sína eftir. Mörg bréf hafa borizt og margir hafa rætt um það i síma við blaðamann þann, sem annast um Bergmálsdálk- inn, að taka verði þessi mál öðr- um tökum en nú. Menn segja, að bifreiðastöður séu bannaðar æ víðar og stöðumælum fjölg- að, en ekkert gert til þess að greiða fyrir þeim, sem er það til mikils hagræðis að geta geymt bifreiðar sínar nálægt vinnustað sínum. Bréf með skyn samlegum tillögum um lausn þessa vandamáls verða fúslega birt í þessum dálki. Brau'ðbúðir: Laugardag n. k. til kl. 4 e. h., Þorláksmessu til kl. 8 e. h„ að- fangadag og gamlársdag til kl. 4 e. h. Mjólkurbúðir: Næsta laugardag til kl. 2 e. h„ sunnudag kl. 9—12, Þorláks- messu til kl. 6 e. h„ aðfangadag til kl. 2 e. h„ 2. jóladag kl. 9—• 12 og gamlársdag til kl. 2 e. h. (Frétt (rá Sambándi smásölu- verzlana).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.