Vísir - 18.12.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 18.12.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 18. desember 1957 VlSIB 7 Frá fundinum í París: Engin bandaiagsþjöi reynir að hagnast á kostnað hinna. MJr rteðu Eisenhotvers í ftjrratitirj. í ræðu þeirri, sem Eisenhow- er flutti við setningu NA-ráð- stefnunnar árdegis í gær. Kvað hann m. a. svo að orði: „Eg er hingað kominn, til i>ess að vinna með yður að framhaldsstarfi Nato í þágu réttláts friðar. með yður, vinum mínum, sem ég hef átt samstarf með um mörg ár. Vér munum nú sem fyrr bera sameiginlega bagga þungrar ábyrgðar og ala sameiginlega bjartar vonir. Þessi ráðstefna er einstæð í sögu NA-varnarsamtakanna. Það er í fyrsta skipti, sem að æðstu stjórnmálaleiðtogar þeirra koma saman allir til fundar á vettvangi þeirra. Vér munum ekki láta þann kulda-kvíða, sem einstaka þjóðir kunna að finna til, hafa þau áhrif á oss, að vér gríp um ekki til sameigínlegra varnarráðstafana gegn þeim ofbeldismætti. sem kynni að verða beitt gegn einhverri þjóð varnarsamtakanna.“ Forsetinn lagði áherzlu á, að Natoþjóðirnar væru ekki saman komnar til þess að ota fram eig- in hagsmunum, — engin þeirra reyndi að hagnast á kostnað bræðraþjóða. Til au dreifa skuggunum. „Vér erum hingað komnir til þess að dreifa skuggunum, sem enn á ný hafa lagst á hinn frjálsa heim. Vér erum saman komnir hér til þess að gera oss grein fyrir hvers vér erum rnegnugir — hverju vér höfum yfir að ráða, andlegri orku vorri, mannafla, efni — vér er- rtm saman komnir til þess að sameina krafta vora, sem enginn efast um, til þess að byggja upp betri og öruggari heim fyrir allt mannkyn. Þetta eru miklir tímar — tímar til að sýna mikið hug- rekki — sterkan vilja til þess að leita að hverri færri leið til framdráttar réttlæti og frelsi. Vér biðjum þess, að oss auðn- ist að sinna þessum vandamál- um af stórleik hugans, mikilli samúð og félagslyndi, svo að oss auðnist sameiginlega, að leiða til lykta ágreiningsmál vor, svo að vér getum snúið oss heilhuga að því, að vinna að velferð vor allra. Vér biðjum um mikla vizku og trú, sem skapi með oss þá föstu sannfæringu, að hvað sem vér tökum oss fyrir hendur, verði gert í friðarins þágu.“ Gaman og aivara í norska úfvarpínu. Blaðinu hefur borizt „Radio- boka“, sem Aschehoug hefur gefið út og flytur efni, sem flutt hefur verið í norska ríkis- útvarpið á þessu ári. Bókin er þannig til orðin, að norskir hlustendur hafa oft sent útvarpinu fyrirspurnir um, hvort það gæti útvegað handrit að ýmsu efni, sem vakið hefur sérstaka athygli. Þá var ákveð- ið að gefa þetta efni út í bókar- formi. Efni bókarinnar er: fyrir- lestrar, skemmtiatriði, viðtöl og frásagnir. Þar er því bæði gaman og alvara. Ljóð 68 skagfirskra höfunda. Sögufélag Skagfirðinga hefir gefið út sýnishorn skagfirzkra ljóða. Koma fram í bókinni 68 höfundar. Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar h.f., Akureyri, MCMLVII. Bók- in er 264 bls., piýdd myndum allra höfundanna og fylgir stutt æviágrip hvers eins. Allur ytri frágangur bókarinnar or hinn prýðilegasti og prentsmiðjunni til mikils sóma. Eg hefi lesið þessa bók mér til mikillar ánægju. Eins og flestir gagnrýnendur bóka leit- aði eg fyrst að spörðunum; leitaði að leirveltunni. En mér til mikillar ánægju fann eg hana hvergi. Þá leitaði eg eftir ódýrum strengjum, sem slegn- ir kynnu að hafa verið í þess- um Ijóðaleik. En mér til mik- illar undrunar fann eg þá ekki. Að enduðum þessum gagnrýn- islestri sannfærðist eg um, að bókin er skínandi hörpuleikur stafna á milli eða með einfald- ari orðum sagt, frá uppahfi til enda. Ritnefnd sú, sem Sögufélag Skagfirðinga kaus til að annast titgáfu þessarar ljóðabókar, var skipuð fimm mönnum, öllum þekktum ljóðasmiðum og gáfu- mönnum. Héraðsprófastur Skagafjarðar, séra Helgi Kon- ráðsson, hafði forseti í nefnd- inni. Var það vel til fallið, því að hann er bókmenntamaður og skáld gott. Allir nefndar- mennirnir eiga sýnishorn í bókinni. Eg get mér til að mikill vandi hafi verið fyrir nefndina að velja úr ljóðasöfnum höfund- anna. En hvað sem því líður, virðist mér ritnefndinni hafa tekizt vel, svo er innihald bók- arinnar gott. Má ske, að þetta hafi verið lítill vandi, svo hafi safnið verið gott, sem sent var. Samt er það nú svo, að sitt vill sýnast hverjum um and- legu verðmætin. Það er líkt um mat fallegra ljóða eins og mat á fegurð kvenna. Sitt sýn- ist hverjum. í fljótu bragði virðast höfundar ljóðanna ósamtakaniegir. Sumir eru sjálfunnir heimaalningar inn- an héraðsins, en aðrir eru há- menntaðir heimsborgarar og spekingar að meðfæddu mann- viti. Samt eru kvæðin undra jöfn. Flestir höfundanna eru ljóðrænir söngvarar, ljóðasvan- ir, en aðrir myndasmiðir í Ijóð- um sínum. Væri það efni út af fyrir sig efni í mikla rannsókn og langt mál. Undirrituðum þykir sómi að vera í hópi höfundanna, því mér er ljóst að yfir okkur alla hefir herra tilverunnar ausið af nægtabrunni andlegra verð- mæta og gætt okkur máli því, sem sjálfum Óðni var lagt á tungu. Stúd. mag. Hannes Péturs- son, Sauðárkróki, hefir, að sögn formála bókarinnar, verið rit- nefndinni til aðstoðar um efn- isval, niðurröðun efnis og ann- azt prófarkalestur. Er próf- arkalesturinn inntur af hendi með þvílíkri vandvirkni, að bókin er villulaus og er metbók hvað þetta snertir. Allir þurfa að lesa þessa þessa bók. Sérstaklega þó Skagfirðingar. Sá Skagfirðing- ur er ekki maður með mönnum, sem ekki tileinkar sér innihald Skagfirzkra ljóða og ekki verð- ur þess að kenna sig við svo SÖGUR HERLÆKNISINS l-lll í þýðingu Mattliíasar UÓÐMÆLI MATTHÍASAR iólagjöf hinna vandlátu ísafold Kjörstaðir verði 6 í bænum Bæjarráð samþykkti á fund.i náttúrufagurt og sögufrægt sínum nýlega að leggja til við hérað sem Skagafjörðinn. P. Jak. bæjarstjórn, að hún samþykki, að eftirfarandi kjörstaðir yrðu við næstu ba.-jarstjórnarkosn-« ingar: Austurbæjarskóli, Breiða- gerðisskóli, Langholtsskóli, Laugarnesskóli, Melaskóli, Mið- bæjarskóli. Auk þess verði sér- stök kjördeild í Elliheimilinu Grund. Bezt a5 auglýsa í Vísi ViS eigum jólagjöf, sem hæfir öllum ungum sem gömlum: Smávasaljós, aðeins 6V2X3V2X1V4 sm. aS stærS. RafhlaSan er þannig að hægt er að hla*a hana heima með hleðslutæki, sem einnig fæst hjá okkur. Þarf að vera til í hverjum vasa og hverri kventöskul I fyrradag var rafmagnslaust í klukkutíma. Þá hefði verið gott að hafa við hendina Ijósið, s im hægt er að setja upp eins og gleraugu. 3 gerðir: fyrir vasaljósahlöðu, 6 volta og 12 volta straum (fyrir bíla). Ljósið sem gerir yður mögulegt að vinna með báðum höndum og lýsir ávallt á réttan punkt. Ómissandi hverju heimili, verkstæði og bíl. Auk þess tilvalið leikfang. BORGARFELL H.F. KLAPPARSTÍG 26. Sími 11372. ViíW;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.