Vísir - 15.01.1958, Page 10
10
VISIB
8S6T .rennBf ‘CI uuigBpn^iAgijvj;
ó 2)orot(ifij 1
s Qaentin : Ji
Ií / K A
I ( Joiir N N
i 40 A
r \ S T A R S A VJV.VVVVV.VW.WW.W G A !; .wvwwww
— Góða barn! Hann hló stutt og fannst hann vera hræsnari
er hann reyndi að vera föðurlegur við Frances, en fann til þess
um leið, að tilfinningar hans til Colette voru allt annað en
föðurlegar. — Það getur ekkert eyðilagt tuttugu og eins árs af-
xnæli.
Frances var óheimsk. Hún hafði séð angurblíðuna í augum
hans er hann brosti til Colette Berenger. Nú mundi hún allt í
einu að það var hann, sem hafði komið með hana heim frá
Sviss. Hún leit framan í hann. — Hún Colette litla vinstúlka
þín er töfrandi, sagði hún hugsandi. — Manuna er hrifin af
henni, og Nigel er vitanlega ástfanginn upp fyrir eyru.
— Er hann það? sp^rði John þurrlega.
— Já, Nigel veit hvað hann syngur, en Colette er að vísu
stúlka, sem hver karlmaður sem ekki er rænulaus, hlýtur að
hrífast af, finnst þér ekki? Hún frænka þín og frændi minntust
ekkert á að þú ætlaöir að koma heim með fegurðardrottningú,
sagði Frances.
Hann hló stutt. — Það er líklega vegna þess að eg lýsti henni
ekki sem neinni fríðleiksstúlku. Hún er bara barn, Frances....
— Æ, þú ert ótækur! Frances gretti sig þegar hljómsveitin
þagnaði og hann skilaði henni af sér til annars dansara. Hún
grunaði hann um að hann væri ekki allur þar sem hann væri
séður, að því er ungu stúlkurnar snerti. Hann var ails ekki svo
gamall. En hann var ógiftur enn.... og eftirsóknarverður maður.
VALS VIÐ JOHN.
John gat ekki talað viö Colette fyrr en síðar um kvöldið þegar
fólkinu var boðin hressing. Nigel heilsaði honum og fór svo að
tala við kunningja sína. Colette og John urðu eftir ein sér við
krásum nlaðið matborðið, sem var skreytt blómum og ljósum.
Hljómsveitin hélt áfram aö leika inni í hátíðasalnum. — Það var
síðasti dans fyrir matarhléið. Þarna var fullt af fólki, sem kom
til aö ná sér í eitthvað matarkyns, og Frances var í miðjum
hnapp af fólki við hinn borðendann.
— Jæja? Það var bros í augum hans og eitthvað annað líka,
sem Colette tókst ekki aö skilgreina. — Þú ert svo breytt, Colette.
Þú ert eins og prinsessa í ævintýri. Eg þekki þig varla.
Hún roðnaði. — Þú líka. Það var ögrunarhreimur í röddinni.
— Eg hef aldrei séð þig svona fínan fyrr. Nú líturðu út eins og
doktor Grant, skurðlæknirinn frægi. Og þú sem sagðir, að þér
leiddist að fara í samkvæmi.
— Það var Bella frænka, sem rak mig hingað í kvöld, svaraði
hann lágt. — Hún taldi mér trú um að þú mundir þurfa á stoð
minni að halda, innan um allt þetta ókunnuga fólk. Hún hélt
að — þú mundir kannske verða hrædd.
Colette leit til hans og augun ljómuðu. Hann var þá kominn
til að hjálpa henni — ekki aðeins til að dansa við Frances, sem
var ástfangin af honum. — Ó, en eg var líka hrædd, sagði hún
•— Það var fallega gert af Bellu frænku — og af þér, Jolin. Eg
liélt að þú heföir gleymt mér og látið mig sigla minn sjó.
Augu hennar fylltust allt í einu af tárum. Þegar hann rétti
henni kampavínsglasið snerti hann hönd hennar óvart, og hann
skildi að hún var sú sama og áður. Hann sagði fljótmæltur:
— Nei, það geri eg aldrei, Colette. Eg verð alltaf vinur þinn, þú
verður að skilja það og muna það, ef einhver ætlar að neyða
þig til þess sem þú ekki vilt. Ætlaröu að lofa mér að muna það?
Hann þorði ekki að segja meira. En hann vildi ekki freista
hennar til að fleygja frá sér milljónum hans vegna. Ef hún kysi
Nigel og auðæfin, var ekkert við því að gera. En hún varð að
geta valið frjálst.
— Já, eg skal muna það. Hún deplaði tárunum burt. — Það
er svo langt síðan seinast — síðan í gær, John. Og í morgun
fannst mér eg vera lítil mús, þegar eg hitti Denbigh.
Hann brosti. — Komdu með mér út i garöinn. Þar getum við
talað saman í næði.
Álmur óx allt í kringum stóru grasflötina niðri í garðinum
fyrir neðan stéttina. Mislitar pappírsluktir hengu í trjánum og
kvöldið var hlýtt og ilmandi.
— Gamla England er upp á sitt bezta í kvöld, muldraði hann
er þau gengu niður flötina.
— Það er fallegt — eins og gamalt málverk, sagði hún lágt.
— En mér finnst það vera of stórt fyrir mig. Aldrei mundi eg
kunna við mig, ef eg ætti heima í svona höil.
Hann brosti til hennar. — Þú hefur staðið þig vel í kvöld,
Colette. Þú lítur ljómandi vel út. Eg vissi ekki að þú kunnir að
dansa.
Henni þótti vænt um þessa viðurkenningu. — Nei, við komum
aldrei á neinn gildaskálann við vatnið. Af því að Pietro var
veikur.... eg vona að hann sakni mín ekki mjög mikið, il pover-
ino. Svo sagði hún barnalega: — Það er auðvelt að dansa við
Nigel. Hann dansar ljómandi vel.
Hann hefur líka góða æfingu, ætlaði John að segja, en svo
brosti hann í staðinn og sagði: — Jæja, þú getur dansað næsta
dans við mig og séð hvernig það gengur.
Til að gleðja Bellu frænka, kannske? spurði hún glettnislega.
— Já, til að gleðja Bellu frænku, svaraði hann alvarlegur.
— Og þú mátt ekki hafa áhyggjur af Pietro.'Hann kemur hingað
bráðum.
— Ó, þú hefur þá ekki gleymt því! hrópaði hún glöð.
Nú fór hljómsveitin að leika á ný, og þau fóru inn til að
dansa. En að dansa vals við John var allt annað en að dansa
við Nigel. Þegar hún dansaði við Nigel hafði hún verið ung
telpa í fallegum kjöl og hálf ör vegna umhverfisins. í faðmi
Johns gleymdi liún öllu kringum sig og var öll í dansinum....
— Þetta var skrítið, sagði hún hissa. — Þú kemur mér til að
dansa miklu betur en við Nigel.
— Segðu ekki neitt, skipaði hann. — Gefðu þig alla dansinum
á vald og láttu fæturna hlusta á hljóðfærasláttinn.
Hún var meira en fús til að þegja. Það eina sem hún óskaði
var að dansa við John. Dansa — dansa. Bara að þau gætu
dansað svona áfram um aldur og æfi — þangaö til hann glevmdi
konunni, sem hafði spillt lífi hans — þangað til hann gleymdi
að hún, Colette væri barn....
Hún var ekkert barn lengur. Með sterkan arm John um mittið
var hún kona. Ástfangin kona.
a
kvöldvökunni
f 1
Mállaus og heyrnarlaus mað-
ur sefur með boxhanzka svo
að hann tali ekki upp úr svefni.
Scotland Yard segir, að
hið stærsta af 2500 innbrotum
í London síðustu þrjá mánuði
hafi verið frami, er fórnardýrin
voru viðstödd og vakandi —
og horfandi á sjónvarp.
★
Eftirfarandi auglýsing var í
blaðinu Frelsi þjóðarinnar í
Budapest: 23ja ára gömul
! stúlka, sem gengur með gler-
augu, er háskólanemi og býr
úti á landi langar að kynnast
og giftast alvarlegum manni
sem ekki er umhugað að kynn-
ast með auglýsingu.
*
í Philadelphiu var Jack Gee
tekinn fastur fyrir innbrot.
Hann sagði lögreglumanninum
sem handtók hann að hann
vantaði peninga til að greiða
tvær síðustu afborganir r.f
Cadiilacnum sínum.
*
— Bróðir minn varð að hætta
að vinna í dýragarðinum .
— Hvers vegna?
— Hann sá alltaf depla fyrir
augunum.
— Hvað gerði hann í dýra-
garðinum?
— Hann þvoði hlébarðana.
★
Litli drengurinn sagði hugs-
andi: Það er annars gaman að
því, að á okkar dögum, þegar
allt snýst um meiri hraða, þá
er þó einn hlutur, sem helzt á
að aka hægar og hægar og
það er grammófónninn.
★
— Þökk fyrir dansinn, Colette. John fylgdi henni til Nigels,
sem stóð og beið hennar með furðus'úp í laglegu en drembilegu
andlitinu. — Eg verð því miður að fa>a núna, því að eg þarf að
gera uppskurð í fyrramálið. Við sjáumst líklega ekki nema sjald-
an núna á næstunni, en þú getur alltaf náð til min gegn um I___________
Bellu frænku. Ef Joyce eða Nigel kvelja þig-------- Hann þagnaði, herra prestur er sannkölluð un-
hn ‘Nrio-pl víPi’i svn fiprri hnrm frnt pkk-i hpvrf. fil hí5v>c .v . „ . . . .
un aö koma 1 kirkju a sunnu-
dögum.
Maður nokkur kom til prests
jins eftir guðþjónustu og sagði:
Síðan þér komuð hingað
þó að Nigel væri svo fjarri að hann gat ekki heyrt til hans.
— Nigel er alls ekki sem verstur. Eg kann vel við hann. Eg
vorkenni honum. Hann afi minn hefur farið illa með hann,
sagði Colette.
John leit forviða á hana. Hann hafði ekki búist við að Colette
mundi vorkenna Nigel. Allt annað fremur.
Hún bætti við með þunga: — Eg skal ekki ónáða þig á skrif-
stofunni þinni hér eftir.
HÁTTVÍS UNGFRÚ.
Eftir dansleikinn hjá Milbur kom langur og leiðinlegur mán-
uður hjá Colette. John hafði reynst sannspár.... Þau sáust
E. R. Burroughs — Y A It Z A I^l —
2.128
Þögn og myrkur grúfði
yfir skipinu og Jacques
Durand læddist úr felustað
sínum og inn í búrið til a'o
leita sér að mat en þá kom
brytinn óvænt og hrópaði:
„Hvert í þreifandi, laumu-
farþegi!“ Hann ætlaði sér
ekki að láta hánn sleppa og
þaut með reidda kjötsveðju
á eftir Durand, sem hljóp
eftir þilfarinu í dauðans of-
boði.
— Það gleður mig, það
gleður mig sannarlega að yður
skuli líka við prédikanirnar
mínar, svaraði presturinn í
sjöunda himni.
— Nú, sagði maðurinn, það
er nú ekki beinlínis það, heldur
að nú getur maður alltaf fengið
almennilegt sæti.
★
Maður nokkur kom heim tit
konu sinnar og sagði við hana:
•— Þér finnst gaman að heyra
sögur um heppið fólk, Fríða,
Er það ekki?
— Jú, svo sannarleg'a, svar-
aði hún. — Hver var nú hepp-
inn?
— Olsen. Hann vann öli.
vikulaunin mín í póker.
'k
Hún hafði lengi verið önnum
kaíin af -að tala um sjálfa sig
en nú leit hún stórum augum
á vin sinn og sagði:
— Nú er nóg komið um mig.
Við skulum tala eitthvað um
þig-
— Hvað vilt þú vita?
— Jú, eg vil gjarna vita hvað
það var eiginlega sem kom þór
til að verða hrifinn af mér?