Vísir - 17.01.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 17.01.1958, Blaðsíða 3
Fösíudaginn 17. janúar 1958 VÍSIR 3 Sir Edmimd Hillary: Söguleg för til mörgæsabyggðar. Fiugvélin var þakin þrem metrum af snjé. SiU a£ hvci'jsi £i*á snðnr- skautínn. Súlin hvarf af Scott-stöðinni 14. apríl og þá gátum við hafið vetraráætlunina fyrir alvöru. Þó að ávallt væri að skyggja meira og meira var það mögulegt að fara nokkrar ferðir bæðl á hundasleðum og á skíðum og nokkrir flokkar frá okkar stöð heimsóttu meðal annars gamlan kofa við Evans-höfða, sem Scott hafði notað. Brooke og Guem, sem aldrei voru hræddir við að reyna á sig, fóru yfir íssléttuna, sem kennd er við Ross, á hundasleðum, í miklum kulda og gengu á Hvít- eyjarfjöll. Hinn vísindalegi grundvöllur að rannsóknaráætluninni var vel byrjaður og sérfræðingar okkar á þessu sviði höfðu und- ir handleiðslu dr. Hathertons öll sín tæki í lagi áður en hið alþjóðlega jarðeðlisfræðiár hófst 1. júlí. Athuganirnar beindust að rafagnasviðinu (ionosphere) með útvarpskönn- un, landskjáftamælingum með þrem landskjálftamælum, rann sóknum á útvarpssambandinu á ólíkum tíðnisviðum, athug- unum á segulsviðsfyrirbrigðum og geislum sólar og að verkun- um flóðs og fjöru á hafísinn í nánd við stöð okkar og ná- kvæmum athugunum á suður- Ijósunum, bæði með því að skoða þau og með aðstoð himin Ijósmyndavélar. Erfiðast var að athuga suðurljósin, því að sá sem gerði það, var að stinga höfðinu út um gluggann litla á þaki rannsóknarkofans og standa þar, oft tímunum saman, með næðinginn hvínandi um eyrun og í kulda sem var tölu- vert fyrir neðan 30 gráður. Hélt að eldur jíiefði komið upp. Hatherton stundaði þetta að mestu leyti sjálfur og var mjög samvizkusamur, en eftir marg- ar nætur með góðu skyggni og greinilegum suðurljósum mátti afsaka hann fyrir heitar bænir um nokkurra dægra byl. Flestir okkar höfðu lesið hinar glæsi- legu lýsingar Wilsöns á suður- Ijósa-skrautinu. En við urðum fyrir töluverðum vonbrigðum af því, sem við gátum athugað í raun og veru. Litirnir voru fölir og útsýnin var ekki stór- fengleg, en það bar við að við sáum það sem fagurt var. Sér í lagi einu sinni, þegar hálfur himininn í suðaustri var gló- ^andi rauður, þetta var svo sterkt að nágranni okkar ame- rískur, 3 kílómetra í burtu, hinum megin við útsýnisfjallið sendi okkur skeyti og spurði hræddur, hvort kviknað væri í hjá okkur. ■ 14. maí kom fyrsta hríðin. ^Marga daga í röð var vind- hraðinn sjaldan minna en 65 km. og marga klukkutíma var |hann frá 90 til 140 km. um klst. Skyggni var ekkert í byljunum. Um 50 st. gaddur. Við hreyfðum okkur þá lítið utan húss, nema þá stuttu' stund þegar stormurinn linaðist J ofurlítið, þá skruppum við út fyrir til að vitja um hundana og aðgæta taugarnar, sem tjóðruðu húsin við jörðina. J Okkur létti mikið þegar við sáum að húsin þoldu átökin. j Lægst varð hitastigið 50.5 gr. á C. en minnst 28.3 gr. Okkur varð það brátt ljóst að McMur- dosundið gat hrósað sér af ó- venjulegu veðri, samanborið við aðrar stöðvar á sömu breiddargráðu við suðurskaut- ið, en bústaðir okkar voru traustir og við töldum okkur örugga í verstu stormum. Það sem við þráðum mest voru tunglskinskvöld, því að vetrar- myrkrið var lang't — en þá gátum við farið stuttar ferðir til að liðka okkur og hundana okkar. Þar er sannkallað æv- intýri að legga af stað með hundaæki á svona tunglskins- ,,deg'i“ — að koma út úr hitan- um í kofanum og finna skarp- an kuldann bíta sig og heyra hrifningargeltið í hundunum, að berjast við að fá ækið í lag meðan hundarnir þj-rpast kringum mann í skriðljóss- birtunni; að taka fast í sleða- rammann þegar allt er tilbúið, skipa fyrir stuttleg'a og níu sterkir dráttarhundar kippa þegar í taumana og bruna út á silfraða íssléttuna. Það er furðugott skyggni við tunglsljós, en það sjást samt ekki allar ójöfnur í ísnum og' nokkrar kollveltur þóttu því heju-a deginum til, En heppnin var með og enginn meiddist. Og hundunum leið vel af að fá dálitla hreyfingu. — Þeir eru nú prýðilega á sig komnir. Engin einangunartilfinning. Það var þrúgandi einmana- kennd, sem ómögulegt var að forðast, né komast frá. í stöðv- um Scotts og Chackletons; en hún er varla til í nýtízkustöðv- um. Skeyti og vísindalegar frá- sagnir voru daglega sendar að- alstöðvum okkar á Nýja Sjá- landi með útvarpi og við gátum gert ráð fyrir að fá ráð og upp- lýsingar með stuttum fyrír- vara eftir þörfum. Talstöðin okkar, sem var í sambandi við Nýja Sjáland, brást okkur sjaldan og það var einfalt mál að hringja til fjölskyldu sinnar, firma sins eða einhvers vinar þegar þess var óskað. Það var mjög þægilegt, sér í lagi fyrir þá sem áttu börn, og flestir okkar áttu börn. Á þessa leið fengum við stórfréttir af fjöl- skyldunni, um nýju tönnina sem hún litla væri að taka eða um mislinga drengsins og við fréttum þetta nærri því eins fljótt og við værum heima. En mesta og almennasta athygli vakti þó vikulegt samtal okk- ar við dr. Fuchs í Shacleton- stöðinni. Þá gátum við fylgst með starfi hans og komið okk- ur saman um hvernig haga skyldi ferðalaginu þvert yfir ísbreiðuna um sumarið. Flug- menn okkar höfðu tekið í sund ur Beaverflugvélina fyrir vet- urinn, en héldu Austinflugvél- inni flugfærri. En einn mánuð var hún þó ekki nothæf. Það hafði fennt yfir hana í mörgum byljum. En þegar versta snjó- ganginum var lokið gátum við grafið flugvélina upp aftur og voru skaflarnir á henni þriggja metra djúpir og' degi síðar var hún komin á loft til reynslu. Sólin sást úr flugvél. Það var annars flugmaðurinn okkar, Bill Cranfield, sem kom auga á fyrstu sólargeislana þegar hann flaug út yfir McMurdosundið. Slíkar ferðdr voru farnar reglulega, að nokkru leyti til þess að fylgj- ast með því hvað liði ísnum í sundinu og að öðru leyti til þess að hafa gát á lifi selanna að vetrarlagi og var það gert fyrir dýrafræðing okkar. En það kom ekki fyrir okkur að sjá sólina fyrr en nokkrum vikum siðar. Það var 23. ágúst. Það var töfrandi sjón að sjá fjallatindana í vestri loga í sól- skininu og fylgjast með því hvernig birtan teygði sig smátt og smátt yfir að Scotts-stöðinni. Og margir af sleðamönnum okkar beittu hundum sínum fyrir sleða sína og brunuðu eftir ísnum til að mæta sólinni. Upp frá þeim degi'hefur hraðinn og gleðin verið mikil við Scottstöðina. Undirbúning- urinn undir vorferðirnar út- heimti mikla vinnu og 5. sept- ember gátu þeir fyrstu farið af stað. Þar með fækkaði þeim. sem í stöðinni voru niður í 8 Framli. ó 9. síðu. Ný mynd af brezku prinsessunni Alexöndru, tekin er hún var 21 árs fyrir skömmu fli des.). Frœgii* verjendur I. Fernand Labori og Dreyfusmálið Framh. bjó þegar til lygasögu, sem átti að sýna hvernig Dreyfus hefði fallið í gildru og ósjálfrátt játað sekt sína. Du Paty flýtti sér heim til Dreyfus gjcrði þar ár- angurslausa húsrannsókn og lék mikinn ættjarðarvin frammi fyr ir Lucie, konu Dreyfus, en hún varð dauðhrædd. — Ákæruefnið móti Dreyfus var klaufalega samsett og bætt inn i það athöfn iirrí; sem ekki komu ,,skjalinu“ við. Dreyfus var talinn sekur og verjendur hans fengu ekki að sjá allt „ákæruefnið". Lýð- skrumarablöð og Gyðingahatar- ar fundu andrúmsloftið og æstu upp almenning. Þegar Dreyfus, kaldan janúardag 1895, var sviftur öllum heiðursmerkj- um í bakportinu við herskálann í París, stóð múgurinn fyrir ut- an girðinguna og æpti dauða yf- ir júðann og svikarann. Axla- skúfar og foringjamerki voru rifin af honum en hermenn með byssustingi á byssunum stóðu í ferhyrningi umhverfis hann. Hann stóð beinn og hróp- aði: „Hermenn, saklaus maður er svívirtur! Lengi lifi Frakk- land! Lengi lifi herinn!“ Hann var sendur til djöflaeyjar ævilangt. Mercier, Sandherr, du Paty de Clans, Henry og allir aðrir fyrirliðar er afskipti höfðu haft af málinu voru mjög ánægð ir með sig. Þeir álitu sig hafa bjargað föðurlandinu. Þeir héldu að málinu væri lokið. Um þetta leyfi var ekkert sam- særi gegn Dreyfus vitandi vits, engin Gyðingahatara-klika. Af minniháttar mönnum var jafnvel Sandherr i góðri trú, hann var nógu þrælheimskur til að trúa því að Dreyfus væri sá eini, sem hugsanlegt var að væri sekur. Mercier hafði aldrei sett sig inn i málið: hann áleit sig verða að treysta undirmönrí- um sínum. Almenningur og stjórnmálamennirnir treystu á Mercier ráðherra. Þetta voru ekki haturssamtök heldur sam- tök fávizku og sljóleika. 1895 kom fram fyrirliði, sem hafði þann óþægilega eiginleika að skipta sér af málinu. Það vai ofurstalautinant Marie-Georges Picguart, sem nú varð forstjóri fyrir „Hagfræðiskrifstofunni". Hann var líka frá Elsass. Hann var greinilega andvigur Gyðingum. En hann var ólikur Sandherr að einu og áríðandi leyti: hann var heiðarlegur. Hann uppgötvaði að enn væri franskur fyrirliði, sem byði þýzkum sendimönnum upplýs- ingar um franska herinn. Og hann áleit að það væri skuldugur og almennt illa þokkaður majór, Marie-Charles-Ferdinand Ester- hary að nafni. Rithönd hans var alveg eins og rithöndin á „skjalinu", sem Dreyfus var kennt um. Þegar hann rannsak- aði hin leynilegu atvik, sem urðu Dreyfus að falli komst hann að því, að það væri ekkert, sem benti á sekt Dreyfus, en þó nokk uð, sem benti á sekt Esterharys. Málið komst nú á það stig, að Picguart hélt þvi stöðugt fram, að það ætti að rannsaka málið og þeir, sem voru yíirboðarar hans reyndu að þagga niðúr 1 honum með öllu móti og með vífi lengjum. En á meðan sat Henry og skrifaði skjal sem átti að sanna sekt Dreyfus. Einn a£ æðstu mönnum i herforingja- ráðinu, Charles Arthur Gonse herforingi, sagði einu sinni 1 samtal við Picguart nokkur orð, sem lýstu viðhorfi herforustunn- ar. ,,Herforingi,“ sagði Picguart. „Dreyfus er saklaus.“ ,,Ef þér minnist ekki á það, þarf enginn að fá að vita það,“ svaraði Gonse. Fermand Labori kom i málið með umboði frá Lucie, komu Dreyfus, þegar Picguart hafði með þrákelkni þvingað íram herrétt gegn Esterhazy. En þar gat Labori ekkert gert. Nú í byrjun ársins 1898 var öll herstjórnin flækt í málið. Kster- hazy var kærður af fjölskyldu Dreyíus, talinn sá seki, og hann

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.