Vísir - 17.01.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 17.01.1958, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Föstudaginn 17. janúar 1958 © 2)oroth/tJ I 1 s Quentin: 1 ji K ;Í |i /V A \ ! CJoitr N N ! 42 A j; A S T A R S A G A Í; gleymdi aöeins að vera á verði þegar Colette sagði eitthvað skemmtilegt. — Þá hló hún. Eða þegar hún fór að dást aö fötum Colette. Og þegar Colette fór að tala við einhvern sem sat nálægt — og það gerði hún hvað eftir annað — þá hafði Annie orð á að mál mundi verða komið til að fara heim. — Frú Moore verður svo reið ef við komum of seint í hádegisverðinn. Colette var skemmt en gramdist um leið, þvi að hún skildi að Annie hafði verið sagt að gæta að því að Colette kynntist ekki Pétri og Páli þarna. Henni fannst eins og hún væri lokuð inni í búri. — Það eru margir aðrir staðir hérna, sem ekki er eins margt íólk á, sagði Annie. — Já, en eg hef gaman af að vera innan um fólk, sagði Colette einbeitt, og það var satt. Henni þótti gaman að sjá heilar fjöl- skyldur sitja kringum sig — sjá börnin leika sér og unga fólkið sleikja sólskinið. Hún sagði Annie ekki að hún vissi um alla hina staðina, af því að John hefði sagt henni frá þeim — eða að hún væri ekki enn vonlaus um að hann færi einhverntíma með hana á þessa staði. hvernig foreldrum mínum hefur komið saman hef eg misst alla löngun til að gera — — langvarandi samninga. Hún fór að tala um annað. Henni féll ekki að heyra talað um hjónabandið sem „langvarandi samning“, en hún skildi vel að Nigel gerði sér ekki háar hugmyndir um hjónabandið. Hún var þakklát fyrir allar góðu endurminningarnar, sem hún hafði um sambúð foreldra sinna .... ef til vill bezta arfinn, sem nokkur getur fengið. __ ___ __ ■ rm Reiðskólinn tók aðeins einn klukkutíma af mörgum löngum tímum, og Colette langaði til að fara í sjó líka. En ömmu hennar var illa við aö hún færi ein í baöfjöruna, þar sem fullt var af fólki. — Sumarfríin eru um þessar mundir, væna mín, og jafnvel í Castleton er fullt af skemmtiferðafólki. Colette skellihló. — Það er bara betra, amma. Eg er alvön skemmtiferðafólki. Eg lifði á skemmtiférðafólki i mörg ár. Nú hljóp hún á sig, rétt einu sinni. Helen féll ekki að hún væri minnt á að dótturdóttur hennar hefði haft ofan af fyrir sér með því að selja ferðafólki lélegar myndir og róa ferðamönnum yfir Luganovatn. Venjulega var eingöngu talað um Evelyn, þegar þær töluðu saman, Colette og amma hennar. Helen vildi-vita sem mest um dóttur sína, og Colette sagði henni margar sögur og frá atvikum úr bernsku sinni. Colette hafði smámsaman gert sér skýra mynd af afa sínum, og henni leist ver og ver á þann mann. En hún gerði sér Ijóst, að amma hennar hafði oft átt erfiða daga. Til þess að bugast ekki alveg hafði hún gert sér sína eigin veröld, sem átti ekkert skylt við raunveruna. Helen var mild og ástúðleg gömul kona, en mjög þröngsýn og vanaföst. — Eg vil helzt að einhver af stúlkunum fari með þér, ef þú vilt endilega fara í baðfjöruna, Colette, sagði hún þýðlega en þó einbeitt. Colette hryllti við ef Coles ætti að fara með henni, eða frú Moore. Parkinson var skárstur, en ekki gat hún farið með hon- um. — Má hún Annie þá fara með mér, sagði hún allt i einu. •— Hún Annie er svo viðfeldin. Helen hnyklaði brúnirnar. — Jæja. En þú mátt ekki láta hana gera sig of heimakomna við þig. Annie var ung. Hún var sú eina af heimafólkinu, sem féll vel við Colette og gat hlegið með henni. Annie varð himinlifandi yfir að fá að fara með Colette í baðfjöruna, en ekki kunni hún að synda, þó hún væri fædd og uppalin við sjó. Hún sat hátíöleg í legustól og gætti að fötum Colette, meðan hún var að synda, og á eftir sátu þær um stund í fjörunni og átu ísrjóma, sem þær keyptu í söluturninum. Colette reyndi að vera kunnugleg við hana. — Hefurðu nokkurntíma verið ástfangin, Annie? — Eg? Æ-nei, ungfrú Colette. Hún mamma átti ellefu börn, og eg hafði annað að hugsa um en aö eltast við stráka. Colette hló. Hún reyndi að fá Annie til að segja frá heimili sínu, bræðrum og systrum, en stúlkan var óframfærin. Hún VONBRIGÐI. í júlílok kom þrumuveður og rigningar. Gamla konan lasn- aðist og varð að liggja rúmföst. Colette var orðin málkunnug Cranford lækni, sem kom að jafnaði á heimilið, en í dag var hann alvarlegri en hann átti vanda til. — Þetta er ekki alvarlegt, sagði hann. — En það er áríðandi að amma yðar verði ekki fyrir neinni geðshræringu eða óvæntri áreynslu. Eg held að það sé ekki hyggilegt að fá lítinn dreng sem gest á heimilið, eins og sakir standa.... — En Pietro er svo þægur og rólegur, sagði hún. — Hann verður úti mestan hluta dagsins. Cranford læknir horfði út um gluggann — það var úrhellis rigning. — Veðráttan er duttlungafull hjá okkur, ungfrú Ber- enger — og tíu ára drengur getur valdið ókyrrð i jafn kyrrlátu húsi og þetta er. Eg ræð yður til að láta hann fresta heim- sókninni. Colette var í öngum sínum. Hún hataði Osterley House af lifi og sál þessa stundina. En það var þýöingaiiaust að reyna að sýna lækninum fram á, hve drengurinn mundi taka nærri sér ef hann yrði svikinn um þessa ferð, sem honum hafði verið lofað. Hún gekk hægt að dyrum ömmu sinnar og drap á hurðina. Coles opnaði fyrir henni og hvíslaði: — Frúin hvílist, ungfrú Colette. — Það er bezt að ónáða hana ekki. Aldrei hafði þetta dimma, óvistlega hús verið iíkara búri en núna. Colette hljóp upp í herbergið sitt, vatt sér í regnkápu, sem hún hafði haft með sér frá Lugano. dró alpahúfu niður á eyru og hljóp niður stigann og út. Hún hljóp og hijóp niður trjá- göngin, meðfram rhododendrontrjánum, framhjá krikjunni og áfram niður veginn í bæinn, í áttina til hússins, sem John átti heima í. Hann var sá eini sem gat hjálpað henni núna. John hafði lofað Pietro að hann skyldi koma til Englands — í dag varð hún að fá að koma inn til hans. — Eg verð að fá að tala við John, Bella frænka, sagði hún með öndina í hálsinum. — Já, væna min, hann er uppi i skrifstofunni sinni — fyrstu dyr til vinstri. Bella brosti vingjarnlega. — En farðu úr þessari votu yfirhöfn fyrst. En Colette var komin upp í miðjan stiga. Hún opnaði hurðina án þess að drepa á dyr, — hann mundi ekki hafa heyrt það hvort eð var, því að útvarpið hafði svo hátt fyrir innan. En þetta var ekki útvarp heldur ferðagrammófónn. John lá afturábak í lágum hægindastól við hliðina á grammófónmum. Hann reykti pípu og hlustaði á lagið og andlitssvipur hans var annarlegur. Colette staðnæmdist og horfði á hann og gleymdi sínum eigin vanda um sinn. Svölunnar leiö hlýt eg halda — heimkynni svölunnar Jinna. — John! Hún vissi ekki að hún hafði hrópað nafnið hans fyrr en hann spratt upp, stöðvaði grammófóninn og sneri sér að henni. Hann leit út eins og ástfanginn maður — maður sem dreymir um elskuna sína.... — Þetta er lagið þitt, Colette.... Þú ert ofurlítil svala, veiztu E. R. Burroughs — TAHZAW — 2530 Morgunsólin vermdi þau Tarzan og Betty, sem höfðu 1 hvílst eftir hina hættulegu \ ferð til strandarinnar, þar sem Betty ætlaði sér að komast um borð í skip. — Sólin skein einnig á Durand þar sem hann óð upp fjör- una kaldur eftir svamlið um nóttina. Það- gekk krafta- verki næst hvernig hann gat komizt til lands í náttmyrkr- inu. En hér var hann nú samt kominn. kvöldvökunni Petersen, óbreyttur her- maður, fékk leyfi til að vera við brúðkaup systur sinnar. Þegar hann kom til þjónustu aftur var hann kallaður fyrir liðþjálfann, sem sagði: — Eg hef því miður komist að því að j það er einn lygari hér í her- deildinni. Eg hef nefnilega tal- að við systur yðar og hún segist alls ekki liafa gifst í gær. Petersen rétti sig upp, stóð teinréttur og sagði: — Það til- kynnist hér með að tveir lyg- arar eru í deildinni. Eg á nefni- lega engu systur. ★ Aumingja hermaðurinn hafði aðeins eitt vandamál við að glíma. Nefnilega hvar hann gæti kysst unnustuna í friði. Loks þóttist hann finna góða lausn. Hann fór á járnbrautar- stöð og keypti miða að braut- arpöllunum og lét sem hann væri að kveðja. Þetta heppnað- ist svo vel að hann endurtók bragðið oft og mörgum sinnum. En einn járnbrautarþjónninn hlýtur að hafa tekið eftir þessu því hann kom og klappaði á ölxlina á honum og sagði: — Hvers vegna farið þið ekki niður á S-brautarpallana? Þaðan fer lest fjórðu hverja mínútu! ★ Maður nokkur sagði frá negra einum er hann sá í skipakví í New York. Negri þessi var að negla saman kassa og í þriðja hverju höggi sló hann á fingur sér svo að sárs- aukakippir fóru um andlit hans. Maðurinn g'at ekki á sér set- ið og' fór til negrans og spurði hann hví hann lemdi alltaf á fingur sér. — Jú, herra minn, sagði sá þeldökki. — Mér kennir alltaf geysimikið til í hvert skipti sem eg geri það, en líður þess vegna svo ósköp vel á milli. ★ Skoti nokkur, sem þurfti að greiða smáskuld opnaði pen- ingaveskið sitt hikandi ..... og upp úr því flaug' mölfluga. ★ Gamall maður: — Ja, hérna, frú mín góð, eg ætlaði bara ekki að þekkja yður aftur. Þér hafið breytzt svo mikið. Frúin: — Til hins betra eða verra? Maðurinn: — O, heiðraða frú, þér gátuð aðeins breytzt til hins betra. ¥ Ferðamaður nokkur stóð á ■ járnbrautarstöð og beið eftir innanhéraðslestinni, þegar : hraðlest nokkur þaut framhjá. A sama andartaki skauzt hund- ur stöðvarstjórans út úr bið- ' stofunni og hljóp á eftir hrað- lestinni með gelti miklu. — Gerir hann þetta alltaf? spurði ferðamaðurinn, — Á hverjum degi. — Hvað ætlast hann fyrir i með því? — Hef ekki hugmynd um það. Eg spyr sjálfan mig alltaf hvað hann ætli eiginlega að gera við lestina ef hann nær henni einn góðan veðurdag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.