Vísir - 03.03.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 03.03.1958, Blaðsíða 10
10 trfsm Mánudaginn 3. raárz 195S Jrahk l/erínf Fjársjóðurinn í Fagradai. 31 því að hann er ekki hér. Vertu svo vænn aö skrifa. Segðu mér allt: hvað þú gerir og hvað þú hugsar. Segðu mér allt, nema að þú sért hættur að elska mig. Þá dey ég. Eg er að bíða eftir bréfi frá Ted. Hann ætlar að senda mér. fyrir farinu til Kalíforniu. Það er orðið miklu auð- veldara að ferðast nú en áður. Það fara gufuskip viku- lega frá Charlestown og Savannah. Það tekur aðeins mán- uð núna að ferðast þessa leið. Eg skal skrifa þér seinna, hvenær ég kem, svo að þú getir tekið á móti mér — þú en ekki Ted.“ Bruce var skjálfhentur, þegar haiin braut saman bréfið. í sama bili sá liann Juana koma i áttina til sín. Hún var ■umleikin sólskini, hárið glóði hrafnsvart og hún brosti leyndar- dómsfullu brosi. Honum varð allt í einu fullkomlega ljóst, að hann varð að senda eftir Jo. Ted Peterson mundi varla gera það. __Pepe biður eftir þér í Bláa demantinum, senor, sagði hún. Bruce horfði lengi á hana. Svo strauk hann hendinni yfir enni sér, eins og til að þurrka burt liugsanir, sem hrjáðu hann. — Segðu honum, að ég komi til hans svo fljótt sem ég get. En ég á dálítið annríkt núna. Það, sem hann þurfti að gera, var að heimsækja Ted Peter- son. Þeir þurftu að komast að niðurstöðu um mál sín. a kvöldvökunni £ — Góðan dag, Ted, sagði Bruce rólega og rétti honum hend- ina. Ted hikaði andartak og tók síðan þétt í hönd Bruce. — Sæll Bruce, sagði hann og brosti. Ekki hélt ég, að ég mundi nokkum tíma verða feginn að sjá þig, en fjandinn hafi það, ef ég er það ekki. — Þú hefur séð mig einu sinni áður, sagði Bruce. Eg veit það. En það var áður en Mercedes kom til sögunnar. Nú finnst mér allt horfa öðru vísi við. Komdu inn. Nei, gerðu Maður nokkur afhjúpaði það ekki. Það er allt í drasli. Hússtjórn er ekki ein af dyggðum emu sinni leyndarniálið mikla, Mercedes. Auk þess held eg henni svo önnum kafinni við það hvernig^ hann færi að því að sem hún getur að hún hefur engan tíma til neiris annars. Sestu sel' svona grönnum eins hérna á tunnuna. Mercedes færir okkur eitthvað að drekka. Er.°® hann var: það ekki, elskan? j A hverium morgni, þegar — Si, mi amor, sagði Mercedes og rödd hennar var þrungin Ivahna, sagði hann, — hvað eisku og stolti. jsem klukkan er, hvernig Sem Bruce starði á Ted Peterson. Maðurinn hafði breytzt. Hinn rner h^ur, beygi eg mig fram hranalegi óvingjarnleiki, sem hafði auðkennt hann svo mjög snerl1 skona mina 25 sinn- var horfinn. Hann virtist friðsamur, næstum vingjarnlegur. Bruce um‘ Siðan, herrar mínir, fer eg hugði að stúlka eins og Mercedes gæti gert þetta mikið fyrir^ fsetur og set þá upp. einn mann. Þetta mikið og jafnvel meira. ' ★ Hún kom aftur með stóra skammta af vískýi í glösunum. Bruce bragðaði á sínu. Bourbonaviskýið var ágætt, það allra Það er aðeins eitt verra en að talað sé um mann, sem sagt, að bezta. Þar sem hann vissi hvað Bourbonaviskýið kostaði í Kali- ekkl se talað um mann. ÁTTUNDI KAFLI. Hann reið inn í litla kjarrið fyrir framan kofann og steig af baki hestinum, sem hann hafði tekið á leigu í gistihúsinu í Sacramento. Það var í fyrsta skipti sem liann liafði komið á bak hesti síðan hann kom til Kalíforníu og þó skepnan væri ekki upp á það bezta var það þó þúsundfalt betra en að ganga. Hann varð að brjóta odd af oflæti sínu og biðja Hailey að bæta svo miklu víð lánið, sem hann hafði þegar fengið, aö hann gæti keypt sér almennilegan reiðskjóta. Þegar tekið var tillit til allra ferðalaganna, sem farin voru í þessu héraði, var nauðsynlegt að eiga góðan hest. Hann barði að dyrum og stúlkan svaraði. Hann stóð og starði á hana. Pepe hafði á réttu að standa. Hún var fallergri'en Juana. Fegurð hennar þarna í aftanskininu var eins og hróp í myrkviði hjartans. Hún var öðru vísi en hann hafði búizt við. Hún hafði ekki neinn svip þrjósku eða lasta. Andlit hennar var sakleysið sjálft. Hún hefði getað verið fyrirmynd málverks af guðsmóður einhvers spánsks málara. Hún horfði á móti honum, dökk augun voru eins og í skógar- guði, djúp hræðsluleg og feimnisleg. — Afsakið, sagði Bruce, en er Senor Peterson hérna? Undrun kom í augu spönsku stúlkunnar, síðan brosti hún. Það var eitthvað við bros hennar. — Já, herra, sagði hún. Hann er hér. Eg skal ná í hann fyrir yður. Hún hvarf inn í myrkur kofans. Skömmu síðar kom Ted Peterson fram í dyrnar, geispandi og klórandi sér. Hann kom auga á Bruce og snarstanzaði. forníu, dollar til einn og hálfan dollar einn sjúss á vínkránum, gat Bruce séð hvað Hailey átti við, þegar hann sagði að Ted væri efnaður. — Jæja, drengur, sagði Ted. — Hvað er þér á höndum? Eg veit vel að þú mundir ekki allt í einu flaðra með vinalátum upp um gamla Ted Peterson. Eg býzt við að þaö sé Jo aftur. — Já, sagði Bruce. — Jo. — Jæja, sagði Ted. — Hvað um hana? —- Þú lofaðir að senda eftir henni, þegar þú værir búinn að koma þér fyrir. Mér sýnist að þú sért búinn að því nú. — Ted glotti að honum, rólega, skeytingarlaust. — Er nú ekki nóg komið? sagði nann. — Ertu ekki ánægður með að hafa tekið konu mína frillutaki öll þessi ár? Viltu að eg borgi fyrir hana fargjald hingað svo þið getið haldið leiknum áfram? — Eg hlusta ekki á slíkan talsmáta, Ted, sagði hann rólega. ■—Sérstaklega þegar Jo er annars vegar. Ted reis einnig á fætur. Hreyfingin var hæg, letileg og full sjálfstrausts. — Hvers vegna ekki, drafaði hann. — Þú veizt þó að svo var það, ekki satt? ■ Bruce svaraði honum ekki. Þetta voru ekki orð sem manni jókst virðing af að svara. — Hvers vegna sendir þú ekki eftir henni? sagði Ted hæðnis- lega. — Þessi blíði kveðjukoss, sem hún gaf þér ætti að vera þér það mikils virði — svo maður minnist nú ekki á hina hlutina, sem hún hefur veitt þér. Bruce sló hann og fylgdi högginu eftir af öllum sínum þunga. Ted Peterson hreyfðist ekki. Hann hristi hausinn og glotti enn. Mjór blóðstraumur kom út úr munnviki hans og hríslaðist niður skeggið. — Eg vil ekki slást við þig, drengur, rumdi hann. — Það væri alltof auðvelt. Þú veizt og eg raunar líka, að eg gæti brotið þig í tvennt með aðra hendina bundna aftur fyrir bak. — Reyndu það, hreytti Bruce út úr sér. Ted hristi höfuðið. — Nei, sagði hann. — Byrjaðu að slást og eg missi stjóm á mér og drep þig. Og það vil eg ekki. Mig langar til að leika mér að þér. Það er alltof gott fyrir þig, rottan þín, að verða drepinn. Bruce sló hann aftur, reiðin svall í honum eins og sjúkdómur. En þá kom Mercedes hlaupandi frá kofanum með finguma bogna, krafsandi eftir augum hans. Andlit hennar var ekki samt og áður. Sakleysi engilsins var horfið, hún var ofsa reið, djöfulleg. Ted greip um mitti hennar og þreif hana frá Bruce en ekki fyrr en húri hafði klórað allan vanga hans með beittum nögl- unum. — Góður ræðumaður, sagði einhver, — skiptir ræðu sinni í þrjá hluta: Fyrst segir hann frá. í öðrum hluta segir hann hvað hann hafi sagt. í þeim þriðja segir hann hvers vegna hann sagði það sem hann sagði. _ ★ &. Það var mikið óveður með þrumum og eldingum og móð- irin hélt að sonur hennar ung- ur mundi verða hræddur, svo að hún læddist inn til hans tíl að hugga hann. Drengurinn opnaði augun og tautaði: — Hvern fjandann er pabbi nú að gera við sjónvarpið? ★ — Pabbi, var mjög ánægður, þegar hann heyrði, að þú værir skáld. — Það þykir mér gaman að heyra. — Síðasti pilturinn, sem eg var með og hann henti út, var sem sé hnefaleikamaður. ★ Ritstjóri blaðs nokkurs fékk eftirfarandi bréf frá Edinborg: Herra, ef þér hættið ekki að prenta skrýtlur um nízka Skota, þá hætti eg að fá blað yðar lánað. * — Hver ákveður hvert þið farið í sumarlefinu? — Auðvitað eg. Konan segir hvert hana langar og þá segi eg: Allt í lagi það er þá á- kveðið. 30 Brittanniaflugv. smíðaðar í Belfast. Fyi’sta Britannia-flugvélin, sem smíðuð er í Belfast, fyrir Kandadiska flugfélagið fór fyrstu ferð sína yfir Atlantshaf 20. þ. m., frá Bristol til Montreal. Var þetta reynsluferð. Þetta er þriðja Britannia-flugvélin, sem Shortflugvélaverksmiðurn- ar smiða, og flýgur yfir Atlants- haf viðkomulaust Hinar tvær eru i notkun hjá mexíkönski’. flugfélagi. Flugferðin milli Brist- ol og Montreal tekur Britannia- vél 10 klst. Ein Britanníaflugvél smíðuð í Belfast er í notkun hjá Northeast Airlines í Boston, Mass. Shortverksmiðjurnar eiga að smíða 30 af 77 Britanniaflugyél- um, sem smíða á.. E. R. Burroughs — TARZAN — 2567 Lögreglumaðurinn rétti fram myndina og sagði: „Við erum að leita að stroku- fanga, sem heitir -Jaques Durand, sem haldið er að leynist hér, í frumskógin- um.“ Trúboðinn tók við myndinni og virti hana fyrir sér. „Þér getið séð að mynd- in er ekki af mér,“ sagði hann. „Hafið þér ekki eitt- hvað annað, sem maðurínn gæti þekkst af, til dæmis fingraför?“ „Því miður,“ sagði lögreglumaðurinn. ■ V- V'íií.T" í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.