Vísir - 02.06.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 02.06.1958, Blaðsíða 4
Vf SIR Mánudaginn 2. juní 1958 'A Með norrænum slíkviis- möonym í var • *í Kl. 9,30 árdegis 3. maí hóf leika ma með fótbolta vegna flugvél Loftleiða, Saga, sig á stærðarinnar, en aðrar vistar- loft með — auk annarra — Jón verur eru þar af svipuðu tagi, Guðjónsson og undirritaðan, tvo Þar er m- m- öðru megin innri fulltrúa héðan, sem sendir voru forstofa á efri hæð aðalálmu á mót Norrænna slökkviliðs- byggingarinnar, stór setustofa, manna, „Nordiske Brandmænds ,önnur álika með sjónvarpfetæki Studiedage 1958“, sem halda 'og venÍuleSu útvarpstæki, biij- átti í Kaupmannahöfn dagana! ardsalur, matstofa og eldhús. 5. til 9. maí. Við vorum alls 60 öðrum stöðum eru svo rúm- manns í vélinni og gekk loft-! Sóð svefnherbergi starfsmanna, ferðalagið með ágætum, enda Þar sem Þeir sofa á nóttunni allur aðbúnaður og veitingar með flugvélum Loftleiða fram- úrskarandi góður, og vel um alla hugsað af tveim yndisleg- um flugfreyjum. Fékk önnur þessa stöku á leiðinni: í háloftunum höndin þín huggun vill mér bjóða. Þú skalt koma, Kolbrún mín, með koniakið góða. Kl. 13,30 lentum við í Osló. Var stanzað þar í um 40 mínút- ur og fengin hressing í mjög glæsilegri flugvallarbyggingu. Eftir flug þaðan lentum við svo á Kastrup flugvellinum Kauumannahöfn kl. -19 um tveir og þrír í herbergi, rúmgóð baðherbergi og snyrtiherbergi, að ógleymdu herbergi þar sem starfsmenn geta fengið keyptan hinn ágægta danska bjór, öl og sígarettur eftir þörfum. Er þessi upptalning smá-lýsing á þessari miklu slökkvistöð, en hitt er miklu meira, sem ótalið er henni til ágætis. í þessari stöðvarbyggingu höfðum við íslendingarnir tveir, Norðmennirnir 20 og Austur- ríkisménnirnir tveir aðsetur mótsdagana, í skjóli svo ágætra og elskulegra manna, að betra varð ekki á kosið. Mánudaginn 5. maí var mót- við ið hafið méð því að kl. 18 áttu allir þátttakendur þess, — en ir þarna inn í veizlusal mikinn, allan skreyttan af mikilli list. Var þetta hinn rúmgóði íþrótta- salur stöðvarinnar. Voru þarna bornar fram stórkostlegar veit- ingar í mat og drykk. Þarna voru ýms skemmtiatriði, en einnig var þar fjöldasöngur, og meðal annars sungið langt kvæði, þar sem hvert erindi var með sínu lagi, en niðurlagser- indið var svona: Her er min hánd, du gode ven, velkommen til vort bord. Vi löfte vil vort glas igen og slutte med de ord: Gid venskabsbánd, der | bindes her, de aldrig má forgá. Velkommen da fra fjernognær; det vil vi skále pá. Var þetta mjög ánægjulegt samkvæmi, er stóð til kl. 23,30. Þriðjudaginn 6. maí kl. 8,45 var mótið svo sett í glæsilegri nýbyggingu, Folkets Hus, að Enghavevej 40. Skildist mér, að félög eða félagasamtök innan alþýðusambands Kaupmanna- hafnar hefðu látið byggja þetta hús, sem er litlu meira en árs gamalt, og ættu það. Er það ekki á mínu færi að lýsa þess- ari miklu byggingu, en mér var tjáð, að þarna væru tíu stórir samkvæmissalir með tilheyr- andi minni sölum og herbergj- þeir gætu betur fylgzt með því, sem fram fór. Á eftir ávörpum fulltrúa voru svo erindi flutt. Einar Schröder, slökkviliðsstjóri, flutti þarna er- indi, sem hann kallaði „Slökkvi- lið Danmerkur“. Annað erindi flutti svo „brandinspektör“ G. Hamrum, „Slökkvitæki í dag og á morgun“. Kom hann í þvi nokkuð inn á notkun háþrýsti- bíla, sem nú eru að ryðja sér til rúms í slökkvistöðvum Norð- urlanda. Taldi hann, að ekki bæri að nota þá með allt of miklum þrýstingi, og aðeins að vissu marki, þegar um stóreld væri að ræða, því þá þyríti ann- að og meira til að koma. kvöldið. Danir höfðu að þessu Þeir voru frá Austurríki, Nor- sinni boðið okkur tveimur ís- ,6®1- SvíÞjóð, Finnlandi, Dan- lendingum til þessa móts, en áð- i mðrku og íslandi, — að mæta ur hafði íslendingum verið boð- ið til Oslóar, Gaútaborgar, Stokkhólms og Helsinkis. Átta stöðvar í Kaupmannahöfn. Danirnir tóku á móti okkur af miklum höfðingsskap og gest- risni, og óku þeir okkur strax um kvöldið á slökkvistöðina Dæmningem Handstedsv. 7, Val by. Höfðu þeir búið okkur þar gisti- og dvalarstað, meðan á mótinu stæði, og var okkur sannarlega ekki í kot vísað, því að þessi slökkvistöð, sem tekin var í notkun árið 1947, líkist meira stóru hóteli en slökkvi- stöð, og þessu líkar eru þær flestar, slökkvistöðvarnar í Kaupmannahöfn, — en í Stór- Kaupmannahöfn eru, að mig minnir, átta slökkvistöðvar, og er einn slökkviliðsstjóri yfir þeim öllum. Hver slökkvistöð hefur sitt ákveðna umráða- svæði. Á slökkvistöðinni Hansteds- vej 7, þar sem við Jón bjugg- um, voru fimm útkeyrsludyr fyrir bílgeymslunni og hurðir opnaðar með rafmagnsútbúnaði. Á þessari stöð vinna um 50 menn, sólarhringsvaktir, skipt kl. 8 að morgni. Þessi stöð var svo búin tækjum sem hér segir: Einum talstöðvarbíl með tveim- ur mönnum, sjúkrabíl með; tveimur mönnum — aðeins til i slysaflutninga —, sérstökum bíl | með reykgrímur með 5 menn, j einum stigabíl fyrir fimm menn,! einum dælubíl með 6 menn og fíðrum dælubíl með 5 mönnum. Margar vistarverur. Yfir bílageymslu stöðvarinn- ar er leikfimissalur, þar sem til einskonar kynningarkvölds (Kammeratskabsaften) í Gen- tofte Brandstation, Bernstorffs- vej 159, mjög glæsilegri og full- kominni slökkvistöð, sem til- heyrir þó ekki Stór-Kaupmanna höfn. Góðar viðtökur. Þarna tók á móti okkur lúðra- sveit ein mikil, skipuð slökkvi- liðsmönnum eingöngu, og lék hún nokkur lög við góðar undir- tektir áheyrenda. Yfirmaður stöðvarinnar bauð okkur því næst velkomna með stuttri ræðu. Vorum við svo allir leidd- Héimsókn í ráðhúsið. Að loknum erindum þessara ágætu manna var matazt þarna í hliðarsal við sjálfan fundar- salinn. Kl. 14—14,45 var svo heimsókn í Ráðhús Kaupmanna- hafnar. Yfirborgarstjórinn, S. Munk, talaði þar um hið mikla hús og ráðuneyti hinna' 5 borg- arstjóra Kaupmannahafnar. Á eftir voru veitingar fram born- ar, og gengið nokkuð um húsið, undir leiðsögn umsjónarmanns. Kl. 16 var svo komið í aðal- slökkvistöð Kaupmannahafnar, um, og gætu verið samkvæmi ^ og fór þar fram minningarat- og fundarhöld í þeim öllum t höfn um slökkviliðsmenn, sem samtímis, án þess að nokkur truflaði annan. — Þetta var nú smá útúrdúr,- Avarp frá hverri þjóð. Formaður samtakanna, Börge Nordhav, setti mótið og bauð þátttakendur velkomna, en fundarstjóri var varaformaður samtakanna, Leo Kroner. Hófst svo dagskráin með því, að einn fulltrúi hverrar þátt- tökuþjóðar vor kallaður fram, til að flytja ávarp sitt, og færði hver þeirra formanni smágjöf. Las ég þarna á „dönsku“ vélrit- að ávarp okkar íslendinganna og færði formanni íslenzka fán- ann á fallegri silfurstöng að gjöf. Á eftir hverju ávarpi var leikinn þjóðsöngur, sem við átti hverju sinni. Austurríkismennirnir og Finn- arnir höfðu með sér túlka allan tímann, sem mótið stóð, svo að með einhverjum hætti höfðu lát ið lífið við störf sín. Var fagur blómsveigur lagður við minn- ingartöflu með nöfnum margra þeirra þar á vegg í portinu. Má sjá slíkar minningartöflur í mörgum slökkvistöðvum í Kaupmannahöfn, og myndir af hinum látnu hanga með fögr- um umbúnaði í forstofum þess- ara glæsilegu húsa. Lýsir þetta fögrum hugsunarhætti og rækt- arsemi danskra slökkviliðs- manna við minningu fallinna félaga þeirra. Þarna var svo á eftir sýning á ýmsum slökkvi- tækjum. Meðal annars var sýnd- ur þarna og reistur 30 metra hár sjálfheldustigi og einum manni skotið upp með honum um leið. Endaði svo þessi dagur. Miðvikudaginn 7. maí var svo aftur settur fundur í Folkets Hus, á sama tíma og áður. Fund- arstjóri alla dagana var Leo Kroner. Þetta er frægasta bygging j Prag, höfuðborg Tékkóslóvakíu, Hradcinhöllin, sem gnæfir á hæð yfir umhverfinu. Farið á Kastruþffugvöll. Fyrstur flutti þar erindi Helgi Thomsen yfirlækni, um bruna- sár og' meðfefð þein'a. Annað erindi hélt svo þarna „Civilfor- svarsleder" P. Monicus Hansen, slökkvieftirlitsmaður, og talaði um öryggissveitir (herinn) og' slökkviliðið. Þriðja erindið jþenna dag hélt svo þarna for- maður sambands slökkviliðs- 'manna, A. C. Hansen, og talaði Jum iðnvæðingu Danmerkur. Á eftir var svo hádegisverður snæddur, en því næst var farið í heimsókn til bruna- og björg- unarþjónustu flugvallar Kaup- mannahafnar (Kastrup). Fimmtudaginn 8. maí var fundarhlé, en þá var farið með mótsgesti í langferðabílum una Norður-Sjáland, og' okkur sýnt Norður-Sjáland, og okkur sýnd. Friðriksborgarhöll, eða þrír fjórir salir þessarar undursam- legu byggingar, sem byggð var á árunum 1602 til 1620. Salir þessarar bygingar munu vera nálægt 70 —- allir f ullir af lista- verkum og ólýsanlegri fegurð, svo að hver venjulegur maður stendur orðlaus frammi fyrir því öllu saman. Eftir nokkra dvöl í Friðriks- borgarhöll var ekið til slysa- varnamiðstöðvar N.-Sjálands í Hilleröd. Er þarna nokkurs kon- ar herskóli, og margt manna, og mikið að sjá af öllu tagi —• hjálpartæki til flestra hluta, til aðstoðar í bæjum og borguni og alstaðar á vegum úti, hvar sem aðstoðar þarf við, til hjálp- ar mönnum og skepnuni'. Þarna var erindi flutt um Jpessa starf- semi, af forstöðumanni stofnun- arinnar, og á eftir drukkið hið góða, danska kaffi. Þaðán var svo haldið til Kaupmannahafn- ar og hver fluttur til sin,s heima. Síðasti dagur mótsins. Vegir í Danmöi’ku eru sléttir og breiðir, hvar sem ekið er, og þar sem farið var um þenna dag standa víða fögur bændabýli, og í landslaginu skiptist á hið græna flos jarðargróðursins, akrar og tún, og svo skógurinn. Allt geymir þetta líf hins bros- milda, fagra lands. Hinn 9. maí var svo síðastl dagur mótsins, og var mætt til fundar í Folkets Hus á sama tíma og áður. Slökkvieftirlits* maður H. Terkelsen hélt þar tvö erindi og talaði meðal annars um atomsprengjur. Lýsti hann mætti atomsprengja með'töluna ög táknmyndum. Eru tvæp nyndir, sem brenndu sig imt okkar allra, er þarna lér sérstaklega minnis- Önnur sýndi götuhom cgum byg'gingum á báð- Éur og litlum dreng á i á. hjólabrautinni; Var; : V i um mynd eftir bend- ingu i :*jóumanns,og sást þá ekk- ort e. iir af húsinu nema hrund- ir múrar og brennandi rústir, og ekkert var eftir af litla drengnum á hjólinu. Lýsti ræðú- maður því þá, að þarna hefði fallið amtomsprengja af ákveð- inni stærð, og þarna sæjum við afleiðingarnar. \ Hin myndin var af Ráðhús- torginu, með hinu glæsilega ráð- húsi Kaupmannahafnar og öll- um þeim stórbyggingum, sémi þar eru í nánd, og svo allri hinni miklu umferð. Þegar skipt var Frh. á 9. s. J A J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.