Vísir - 02.06.1958, Síða 7

Vísir - 02.06.1958, Síða 7
Mánudaginn 2. júní 1958 VtSIK 7 Itróf: Um hesta og misskíb mg ÞingvalEavatn - Sigurður Jónsson frá Brúr hefir misskilið efni greinar minnar um þetta efni. Eg benti á, a"5 fóðrun og meðferð á ís- Jenzkum hestum væri ábóta- vant. Sigurður ræðir hinsvegar um sportið, hestamennskuna, og að vera hestamaður þýði, að vera eins og Jón Ásgeirsson á' tingeyrum og Hesta-Bjarni Jóhannesson, sem uppi voru íyrir löngu. Líklega hafa þessir menn átt nægilegt heyfóður handa hest- um sínum og ef til vill lausa- j gönguhesthús. Ef svo líefir ver- ið, er líklega rétt að samþykkja,1 að Jxessir menn hafi verið hestamenn. Hitt er ekki hægt' að samþykkja, að nútímabænd- ur séu engir hestamenn, því bæði er fóðuröflun handa hest- um orðin auðveldari, húsakost- i:r betri og svo hefir búskapar- þekking aukizt til mikilla muna á síðari árum í landinu. Með ári hverju eru bændur að j afmá smánarblettinn, sem fylgt hefir íslenzkum búskap, að setja skepnur á lítil hey, eða setja á guð og gaddinn. í dag er mikið skrifað um framleiðslukostnað í landbún- aðinum og þess vegna sé það hagsýni að eiga nytháar kýr, en ekki margar stritlur. Óhag- sýni, sem átti sér stað í kúabú- skapnum fyrir aldamót, á ekki lengur við. Hver skepna þarf sitt viðhaldsfóður auk fóðurs lil afurðamyndunar. í hesta- rætkinni virðist maðurinn Sig- urður frá Brún halda, að önn- ur lögmál gildi og það sé nauð- synlegt, að hafa marga hesta á íslandi. Líklega hefir hann aldrei bóndi verið, Sigurður. lir því hann er gersneyddur hagsýni nútímabóndans. — Líklega álítur hann nauðsyn- legt að viðhalda nytjalausum hestum, mörgum hverjum höltum af vanhirðu og brúk- unarleysi. Þá kemur kveðja hans til Reykvíkinga, að þeir eyðileggi íslenzku hestana með því að ríða fullir á hörðum vegum. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að hestar verðá venjulega fóta- veikir af vanhirðu á hófum þeirra og þar af leiðandi þrá- 'látum bólgum í hófnavarinu, er valda sprungum í hófnum, svo koma hreyfingarleysi og "innistöður til viðbótar og valda kyrkingi í hornvextinum. Ekki má heldur gleyma vanþekkingu á sviði hestajárninga, sem eyði- lagt hefir margan hestinn. Bóndinn, sem býr við mjúka vegi, þarf meira að segja líka að gæta þess af þekkingu og vandvirkni, að fótahirðan á hestum sé í lagi á hverjum tíma. Það virðist sem sagt vera eðiilegir og sjálfsagðir hlutir á íslenzkan mælikvarða, sem Sigurði frá Brún þykja und- arlegir. Ef gera á íslenzkum hestum gott, hirða þá. gefa þeim fóður og skýla þeirn í vondum veðrum, þá heitir það á hans máli að gera þá Ham- borgarhæfa. Hamborgarhæfir eru auðvitað ekki íslenzkir úiigönguhestar, sendir þangað í trássi við íslenzk lög, vekjandi hroll hjá siðmenntuðu fólki og t'áo grunsemd um, a'í ísiendingar séu skepnuníðingar. — Líklega hafa lög um bann við útflutn- ingi á íslenzkum hesturn að vetrinum verið samin af vitr- um og sérfróðum mönnum, sem þekktu ásigkomulag hest- anna á þessum tíma. Þessi iög-: gjöf hefir svo komið í veg fyr- ir, að með slíkum útflutningi hafi verið þverbrotin árlega þýzk dýraverndunarlöggjöf, því með henni er bannað allt vaneldi á skepnum. Þegar Sig- urður telur síðan upp lögbrot manna og lesti í Reykjavík og annars staðar á íslandi, þá kemur það þessu máli ekki við. Ef íslendingar ætla að flytja út hesta, verða það að vera vel fóðraðir og vel hirtir gripir, og hestauppeldi útheimtir mikla þekkingu, ef fram eiga að koma þeir kostir hjá hrossunum, sem eftirsóknarverðir mega te.ljast á nútíma hrossamarkaði. Sig- ui'ður virðist misskilja hlutverk framleiðandans, sem þarf að auka gæði framleiðslunnar, svo verð fáist fyrir. Lítið verð fæst fyrir illa alda hesta, van- hirta og ótamda. Mcð því að láta hestana éta moðið frá kúnum, ganga úti í slagviðr- um og hríðarbyljum og hirða lítt um þá, er að vísu hægt að framleiða ódýrt hrossakjöt. Ef framleiða á úrvalshrott og gæðinga þarf að bæta meðferð- ina og viðurgei'ning á íslenzk- um hestum. Raunverulega vill Sigurður á Brún, að svo verði, en hann á eftir að gera þetta upp við sjálfan sig, því hugur hans sem hestamanns virðist því miður í dag bundinn við of marga hesta, sem verða alltaf lélegir og vanhirtir. . Hestamað'ur. Frh. af 1. síðu. sinni. Þótti honum báturinn kominn fulllangt frá landi, en gat ekki greint að neitt væri að í honum. Greip hann þá sjón- auka og sér hvar mennii’nir eru að reyna að koma upp segli. — Telur hann ástæðu til að koma þeim til hjálpar, því þeir muni eiga í erfiðleikum, hrindir fram báti sem hann átti með aflmik- inn utanboi'ðsmótor, setur vél- ina í gang og stefnir í áttina til þeirra. Skammt frá landi eru nokk- ur sker í vatninu og þegar þang að er komið tekur Magnús alJt í einu eftir því að bátur þre- menninganna er hoi'finn. Hann stefnir þó í sömu átt áfram og skömmu síðar sér hann glampa á eitthvað í vatninu og í sömu vipan sér hann á höfuð tveggja manna í vátninu, en það voru þeir Heiðar og Bergþór, sem enn héngu i bátnum. Telja þeir Heiðar og Bergþór að björgunin hafi ekki mátt ber ast öllu síðar, því þeiir voru þá báðir aðframkomnir af kuld anum í vatninu og Heiðar í þann veginn að missa meðvit- und. Sagði hann síðar, að hann hafi munað það síðast eftir sér að Bergþór hafi1 kallað, að þeir skyldu vera vóngóðir, því hann sæi til báts á leiðinni til þeirra. Þegar Magnús bar að, bað hann Bergþór, sem enn var með raánu, að reyna að halda í broð- stokkinn á bátnum sínum á meðan hann væri að innbyrða Heiðar, svo að bátnum hvolfdi ekki. Gekk þetta vonum fram- ar og strax þegar í land kom var mönnunum báðum hjúkrað af mikilli alúð í sumarbústað Magnúsar og hresstust þeir þá fui’ðu fljótt. i Lögreglunni í Reykjavík var begar gert aðvart og fóru rann- [ sóknarlögreglu’menrt, ‘ ___ SVeinn Sæmundsson og Ingólfur Þor- steinsson austur strax um kvöld ið, ásamt Guðmundi Guðjóns-j , syni froskmanni. Merktu þeir ium kvöldið slysstaðinn og leit-J 1 arsvæðið ,én Guðmundur hóf j leit í vatninu í gær. Sú leit bar þó ekki árangur. Seinna var reynt að slæða, en það var líka árangursiaust. Verður leit haf-| in aftur. við fyrsta tækifæi'i, en‘ það er ekki hægt nema í stilltu og góðu veðri. Dýpi vatnsins á þessum slóðum er 10—20 metr-( ar. | i Töldu báðir rannsóknarlög- reglumennirnir að ef athygli og greiðasemi Magnúsar hefði ekki notið við og ef hann hefði ekki brugðið við þegar í stað myndi enginn mannanna hafa bjargast. Smári heitinn var 31 árs að aldri, rakari að iðn og lætur eft- ir sig konu og barn. De Gauile - Frh. af 12. s. Mollet, úr flokki jafnaðar- manna. Þeir ráða ekki yfir sér- stökum stjórnardeildum, en alls eru ráðherrarnir 4, sem eins er ástatt um. Fer til Alsír. De Gaulle fer til Alsír á Raflagnír og vi5ger5ir Raftækjavinnustofa Olafs Jónassonar, Laufásvegi 37. Síniar 33932 og 15184. Sir Richard Gale hinn nýi aðstoðar- yfirhershöfðingi í SHAPE, aðalstöð Nato. morgun. Mun hann vilja hraða viðræðum við forustumenn þar, en það er harðfylgi þeirrá að þakka að hann komst til valda. Enginn vafi er, að samræma ;þarf stefnu De Gaulle og manna í Alsír, en vafalaust ræður atkvæði De Gaulle úr- slitum. „Þegar maður hefur kosið sér lækni deiiir maður ekki við hann um lyfseðilinn,“ er haft eftir einum úr þjóðar öryggisnefndinni í Alsír. Bandaríkin og Frakkland. Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna hefur birt tilkynn- ingu, þar sem segir, að Banda- ríkjastjórn fagni því, að stjórn-. arkreppan sé liðin hjá, Banda- ríkin vilji Frakkland vel og hyggi til góðs samstarfs. Sjómannadagur — Framh. af 1. síðu. annai's með ívilnunum á sviði skatta. Afreksmerki sjómannadagsins voru engin veitt að þessu sinní en heiðursmerki sjómannadagsi ins voru veitt 6 eftirtöldum mönnum: Hallgrimi Jónssyni, siðast fyrsti vélstjóri á Gullfossi. Pétri Björnssyni fyrrverandi skip stjóra á Gullfossi, Pétri Þórðar- syni bátsmanni, kunnum togara- sjómanni í nær hálfa öld, Birni Helgasyni togaraskipstjóra um fjölda mörg ár, Guðmundi Knúts syni háseta sem er nýfarinn í land 70 ára gamall eftir æfistarf á sjónum og Guðbjarti Ásgeirs- svni matsveini, sem kunnur er iyrir ljósmyndir sínar af skipum. Mikið fjör var í kappróðrinum að þessu sinni, enda voru áhorf- endur fleiri en nokkru sinni áð- ur. Þetta var líka hálfgsrð al- þjóðakeppni, því þarna kepptu sem gestir róðrasveitir úr flota. stærstu sjóvelda heims, Breta Bandaríkjamanna og Frakka. Það voi'u hinnir knáu drengir á togaranum Marz, sem urðu hlutskarpastir og hlutu þeir að- verðlaunum „Sjómanninn“ og lárviðarsveiginn, sem hangir nú á stefni „Marz“, sem siglir með hann á Grænlandsmið. Áhöfn v.b. Arnar Arnarsonar úr Hafnarfirði hlaut June- Munktell-bikarinn. Róðrasveitii) af franska herskipinu var hin kátasta að keppni lokinni „Við unnum Bandaríkjamennina“ en það var sveitin af olíuflutninga- skipi varnarliðsins, sem rak lest- ina. Skrifstofuhúsnæði til leigu á Laugavegi 28 (Laufahúsinu) ca. 40—45 fm. á annarri hæð. Hentugt fyrir hárgreiðslustofu, tciknistofu, léttan iðnað, o. fl. — Uppl. á Laugavegi 28, 4. hæð, sími 13799. Inntökupróf í Samvinnuskólann, Bifröst fara fram síðara hluta septembermánaðar n.k.. Umsóknir sendist skclanum cða fmðsludeild S.Í.S. fyrir 1. september. Samvinnuskóíinn, Bifröst Gefið börnunum SÓL GRJÓN á hverjum morgni ...! Góður skammtur af SÓL GRJÓ- NUM með nægilegu af mjólk sér neytandanum fyrir ■/, af.dag- legri þörf hans.fyrir eggjahvítu- efni og færir líkamanum auk þessgnægðafkalki, járni, fosfór og B-vítaminum. Þessvegna er neyila SÓL GRJÓNA leiðin til heil- þrigðl og þreks fyrif börn og unglinga. Þramleldd •! »OTa«

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.