Vísir - 02.06.1958, Page 6

Vísir - 02.06.1958, Page 6
VlSIf Mánudaginn 2. júní 1953 WÍSIR DAUtJL.AH ▼íilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltitjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 8,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm linur) Víiir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f Ríkisstjórnin á þakkimar. Það stendur ekki á því, að dýrð og kostir bjargráða ríkis- stjórnarinnar komi fram í allskonar verðhækkunum. Arangurinn af margra mán- aða leit ríkisstjórnarinnar að leið út úr ógöngunum kem- ur nú ekki einungis fram í hækkandi verðlagi á öllum hugsanlegum varningi í landinu — jafnt brýnustu lífsnauðsynjum sem hrein- asta óþarfa — heldur og í hækkun á hverskonar þjón- ustu, sem innt er af hendi af hinu opinbera eða öðrum aðilum. Menn sáu þetta fyrir jafnskjótt og bjargráða- frumvarpið hafði verið at- iiugað lauslega, en þrátt fyr- ir það kemur það ævinlega jafn-illa við almenning, þeg- ar hækkanir koma til fram- kvæmda. Bæjarstjórn Reykjavíkur hélt fund á fimmtudaginn í vik- unni sem leið, og var þar gengið frá „fjárlögum“ bæj- arins — fjárhagsáætluninni. ' Er hún nú síðbúin í meira lagi, því að venjulega er hún afgreidd fyrir áramótin, en svo er nú blessaðri rikis- stjórninni fyrir að þakka, að það var ekki hægt, því að hún var ekki búin að gera landslýðnum kunnugt, hvernig hún ætlaði að leysa vandamál efnahagslífsins. Löggjöf af því tagi hefir svo mikil áhrif á fjárhag bæjar- ins, að ekki var um annað að ræða en að fresta öllum að- gerðum varðandi fjárhags- áætlunina, þar til ríkis- stjórn og Alþingi væru búin að Ijúka sér af. Fjárhagsáætlun bæjarins ber þess ljósan vott, hverskonar bjargráð það voru, sem rík- isstjórnin bar fram fyrir nokkru og lét þingið sam- þykkja. Björgunarstarf rik- isstjórnarinnar kostar bæj- Minningarathöfn tint sr. Þor- vatd Böðvarsson sálmaskáld. Fyrir skömmu voru 200 ár liðin frá fæðingu hans. arbóia hvorki meira né minna en nær tólf milljónirl króna, sem koma fram í hækkuðum útsvörum. Hefði þetta þó kostað tvöfalt meira, ef áhrifa bjargráðanna hefði gætt allt þetta ár, og sýnir, það að bæjarbúar eiga von á enn betri og meiri „.trakter- ingum“ fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar. En allskonar þjónusta, sem kemur útsvörunum ekki við, hækkar eðlilega einnig! vegna tillagna ríkisstjórnar- innar. Bæjarfyrirtæki — svo sem hitaveita, vatnsveita, strætisvagnarnir, höfnin og rafmagnsveitan — verða að taka á sig bagga vegna þeirra. Þessar stofnanir neyðast því til að krefjast aukinna gjalda af bæjarbú- um, og þau þurfa um það bil jafnmikla upphæð og bæjar- sjóður sjálfur. Það eru sem1 næst 23 milljónir, sem bjarg- ráðin kosta bæjarbúa í hækk unum á þessu sviði einu, og er þó ótalið það, sem ríkis- sjóðurinn tekur sjálfur. Annars er ástæðulaust að hafa mjög mörg orð um afleið- ingarnar af bjargráðunum — fyrirfram. Það er vitað, að þau munu valda miklum og margvislegum erfiðleikum, og þau munu segja til sín svo að um munar, þótt eng- inn veki athygli manna á þeim frekar en orðið er. En menn ættu að minnast þess, að nú er í fyrsta skipti að skella yfir skipulögð verð- hækkunarskriða, skipulögð af sjálfri. ríkisstjórninni, sem segist starfa fyrir vinnandi stéttir og í þeirra þágu fyrst og fremst. Hinar vinnandi stéttir hafa þetta vafalaust hugfast, þegar flokkar „þeirra“ biðja, um atkvæði þeirra í næstu alþingiskosn- ingum. Hinn 21. maí s.l. voru 200 ár liðin frá fæðingu séra Þorvalds Böðvarssonar, sálmaskálds, er síðast var prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Þann dag fóru nokkrir niðjar hans austur að Holti til þess að votta minningu ættföður síns virðingu og af- henda staðnum og héraðinu minnisvarða, er þeir höfðu látið reisa séra Þorvaldi. Minnisvarð- inn er gerður úr íslenzkri stuðla- bergssúlu, en við fót hennar liggur granithella, grópuð i grá- stein. Á stuðlabergssúlunn er grafið nafn séra Þorvalds, en á granithelluna nafn Kristínar Björnsdóttur, síðustu konu hans, svo og nafn séra B.jörns sonar þeirra, sem einnig var prestur í Holti, Sólveigar konu hans og Gísia sonar þeirra. Minnisvarðann gerði Ársæll Magnússon, steinsmiður í Rvík. Frumkvæði og forustu um gerð minnisvarða séra Þorvalds höfðu þeir Finnbogi Rútur Þor- vaidsson, prófessor, Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður á Akranesi, og Jón G. Maríasson, bankastjóri, en þeir eru afkom- endur séra Þorvalds í 3. og 4. ættlið. Finnbogi Rútur, prófessor, af- henti minnisvarðann fyrir hönd ættingjanna með ræðu, þar sem hann rakti æviferil séra Þorvalds og lýsti atgervi hans og störfum sem prests og kennara, eftir því sem frá er skýrt í minningar- grein um séra Þorvald í Fjölni 1837 eftir Tómas Sæmundsson. Jafnframt vottaði hann liðnum Eyfellingum þakkir fyrir trygga vináttu við séra Þorvald og hin- um yngri kynslóðum i Holts- prestakalli þakkir fyrir að hafa varðveitt og haldið í heiðri minn- ingu hans. Núverandi sóknar- prestur í IJolti, séra Sigurður skáld Einarsson, veitti minnis- varðanum móttöku fyrir hönd staðarins með ræðu um séra Þor- vald og sálmakveðskap hans; gerði hann grein fyrir trúar- stefnu hans og þeim áhrifum, sem hann ha.fði á samtíð sína og kristnilíf 19. aldar. Auk aðkominna niðja séra Þorvalds Böðvarssonar voru við-r staddir þessa minningarathöfn eyfellskir niðjar hans og nokkr- ir héraðsmenn aðrir. Að minningarathöfninni lok- inni sátu allir viðstaddir boð j presthjónanna í Holti, sem hald- ið var af mikilli rausn. Séra Þorvaldur Böðvarsson var fæddur 21. maí 1758, eins og fyrr segir, og andaðist 21. nóv- ember 1836. Faðir hans var séra Böðvar Högnason, síðast í Holta- þingum, sonur sára Högna Sig- urðssonar, síðast á Breiðaból- stað í Fljótshlíð, prestaföður sem kallaður var. Er í frásögur fært, að séra Högni og 8 synir hans, allir prestvigðir, hafi kom- ið til prestastefnu á alþingi 1760 og gengið til Lögbergs hempu- klæddir. Séra Þorvaldur Böðvarsson er i svo kunnur maður, að ekki er á- stæða til þess að rekja hér ævi- feril hans og störf. Hann var vinsæll og virtur af sóknarbörn- um sínum, en það er til marks um, hve hann var i miklum rnet- um meðal kennimanna samtið- ar sinnar og lærisveina, að hon- um fylgdu til grafar 12 prestar og nokkrir stúdentar þrátt fyrir erfiðar samgöngur um hávetur. Séra Þorvaldur var þríkvænt- ur. Fyrstu konu sina, Rannveigu Stefánsdóttur prests á Breiða- bólstað í Fljótshlíð Högnasonar, missti hann eftir þriggja ára sambúð. Önnur kona hans var Guðrún Einarsdóttir lögréttu- manns á Þrándarholti Hafliða- sonar. Hana missti hann eftir 17 ára sambúð. Þriðja kona séra Þarvalds var Kristín Björnsdótt- ir prests i Bólstaðarhlíð Jónsson- ar. Þau bjuggu saman í 32 ár, og lifði hún séra Þorvald. Hún var húsmóðir í Holti þau ár, sem hann var þar. Með konum sínum átti séra Þorvaldur 20 börn og auk þess einn son utan hjónabands.-Hann hefur og oi-ðið' mjög kynsæll í landinu, og munu niðjar hans nú skipta þúsundum. L. H. Bl. Samdráttur og atviniiuleysí. Bretar eyh árlega hálfuai mílljarii punda í veðmál. Veðja mest á kappreiðahesta. Það er þó verst við bjargráð ríkisstjórnarinnar, að þau munu valda samdrætti á nær ölium sviðum atvinnu- og efnahagslífsins. Hjá því getur varla farið, þegar þess- ar tillögur stjórnarinnar bæt- ast við það, sem áður hefir komið úr þeirri átt — stór- eignaskatt og annað þess háttar, sem sogar fé 1 stór- um stíl úr atvinnulífinu og í ríkissjóðinn, þar sem það kemur að nær engu gagni. Þess vegna er það fyrirsjáan- legt, að stjórn hinna vinn- andi stétta mun valda at- vinnuleysi hér á landi, og er ósennilegt, að fylgismenn stjórnarinnar hefðu fengizt til að trúa spá um það fyrir um það bil tveim árum, þeg- ar foringjarnir voru að gera hosur sínar grænar á fram- boðsfundum úti um landið. Þó ætlar þetta nú að verða mesta afrek ríkisstjórnarinn- ar og kemur ekki þeim á ó- vart, sem fylgdust bezt með því, hvernig hún varð til og hvers vegna hún varð til. Á síðasta ári eyddu Breíar um það bil 2,6 milljörðum lcróna (544 millj. punda) í hverskyns veðmál. Enska kirkjan hefur árum saman barizt gegn veðmálavit- leysu landsmanna, eins og ástríða þessi er kölluð meðal kii’kjunnar manna, og hefur sérstök nefnd, er kannar þessi mál, komizt að þeirri niður- stöðu, sem getið er hér að ofan. Veðmálin fara mjög ört í vöxt upp á síðkastið, meðal annars af því að nú eru engin takmörk fyrir því, hvað greiða má sigurvegara í veðmáli um úrslit knattspyrnuleikja. Anir- ars eru tekjur veðmálafélag- anna ekki mestar af knatt- spyrnunni, því að næstum tveim þriðju þeirra fjárhæðar, sem Bretar verja i veðmál, er varið til að veðja um úrslit veðreiða. Þar er um 350 millj. punda að ræða á ári, en þá koma hundaveðhlaup, sem gleypa yfir 120 millj. punda. Á tímabilinu frá 1956—57 juku Bretar útgjöld sín til veð- mála um hvorki meira hé minna en 90 milij. punda. Síræíisvasijiiiiieleiilim á cSagskrá. Harold Macmillan forsætis- ráðherra Stóra Bretlands rasfiiy í dag við stjórn Sambands verka Nú þegar vorið er komið og gróðursetning trjáplantna í fullum gangi, er vel þess vert að minna fólk á að hjálpa til við að „klæða landið.“ .*&/■ i Gróðursetning- í Heiðmörk. . 1 Þessu sambandi skal á það minnst, sem reyndar hefur ver- ið gert oft áður, að ýmis félög í Reykjavík hafa tekið að sér gróð ursetningu í ákveðna reiti í Heið- mörk. Vafalaust gengur þessum félögum misjafnlega vel að gegna hlutverki sínu, sem von er til. Þótt áhuginn sé oft mikill í upphafi dofnar hann oft þegar frá líður eins og gerist og geng- ur. Þó hefur Hákon Bjarnason skógræktarstjóri skýrt svo frá að almenningur hafi lagt meiri skerf til gróðursetningar í Heið- mörk í vor heldur en áður um sama leyti. Virðist það benda til aukins áhuga fyrir skógrækt, .enda ekki að ástæðulausu þeg- ar menn sjá að starfið ber ár- angur — að verkin tala. Stærsti skerfurinn. Ferðafélag Islands mun vera það einstakra félaga, sem hvað stærstan ' skerf hefur lagt til gróðursetningar í Heiðmörk og gróðursett þar á hverju vori sex þúsund plöntur. Út af fyrir sig ætti þetta að vera auðvelt verk fyrir jafn fjölmennt félag, sem telur um eða yfir 6 þúsund fé- laga og meiri hluti þeirra bú- settur í Reykjavík og nágrenni. Margir vinna ekki. Þetta er samt ekki eins auö- velt i framkvæmd og margur hyggur, því meginþorri einstak- linga, sem í félaginu er, gróður- setur enga plöntu á vegum fé- lagsins. Það kemur því í hlut ör- fárra einstaklinga að fara kvöld eftir kvöld upp í Heiðmörk og fórna félaginu starfskrafta sína. Og oft dregst það langt fram eftir vori — og miklu lengur en æskilegt er, að gróðursetningu ljúki sökum þess hve fáir vinna að henni. Áskorun. Skal því skorað á alla Reyk- víkinga sem unna gróðri og feg- urð landsins að ljá máli þessu lið, þótt ekki væri nema eitt kvöld á vori, og fara upp i Heið- mörk til að gróðursetja þar nokkrar plöntur. Allir hafa gott af útivistinni og flestir yndi af starfinu, þeim mun fremur sem þeir mega vera þess fullvissir að starfið ber árangur og ávexti. Hægt að aka víða. Búið er nú að leggja akbraut um nokkurn hluta Heiðmerkur og þangað sækir fjöldi fólks á hverju vori og sumri til þess að 'njóta útivistar og friðsældar. Þetta er orðinn griðastaður Reykvikinga, sem þeir flýja til eftir eril og annir dagsins og vik- unnar. Mætti þá jafnframt beina þeim tilmælum til bæjaryfir- valda hvort ekki væri tiltækilegt að koma upp stöðugum strætis- vagna- eða áætlunarferðum, einkum um helgar, upp i Heið- í mörk. ! lýðsfélaganna um deilu strætis- ' vagnamanna í London. Watkinson samgöngumála- ráðherra situr einnig fundinn. ' Sú hætta virðist nú hafa færst 1 nær, að verkfallið breiðist út til annarra starfsgreina.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.