Vísir - 04.06.1958, Page 7
Miðvikudaginn 4. júní 1958
VlSIB
Æ*/fíðleitihú.v£ð:
„Kyssíu sis'g KaSa", fénilst
sf textar eftír Cob Porter.
Leiksíjóri Sven Aage Larsen.
Þjóðleikhúsið sýnir um þess-
ar mundir amerískan gaman
og söngleik, Kysstu mig, Kata.
Tónlist og söngtextar eru eftir
Cole Porter, en texti eftir
Samuel og Bellu Spewack.
Höfundur laga og ljóða, Cole
Porter er orðinn mjög þekktur
í heimalandi sínu og hefur
samið ljóð og lög við marga
gaman-söngleiki. Meðal þeirra
söngleikja, sem eftir hann
liggja, eru „The Gay Diverocel“
„Anything Goes“, „Jubilee“,
„Red Hot and Blue“, „Leave it
to me“, „Panama Hattie“, og
„Something for the Boys“ svo
að eitthvað sé nefnt. En söng-
leikurinn, sem Þjóðleikhúsíð
sýnir núna, Kystu mig, Kata,
hefur orðið einna vinsælastur
allra söngleikja hans og hefur
verið sýndur bæði vestan hafs
og austan. Hann hefur verið
sýndur á öllum 'Norðurlöndum,
en auk þess í París, Vínarborg,
Berlín, Amsterdam og London.
Söngleikurinn er byggður á
leikriti Shakespeares „The
Taming of the Shrew“ eða
„Svarkurinn taminn“ og gerist
í leikhúsi, þar sem verið er að
sýna þetta leikrit, en aðalleik-
endurnir, Lilli og Fred voru
einu sinni hjón. Er leikriti
Shakespeares ofið inn í deilur
þessara fyrrverandi hjóna á
hinn skemmtilegasta hátt. En
að lokum tekst að temja svark-
inn.
Frumsýning Þjóðleikhússins
á þessum skemmtilega söngleik
tókst einkar vel og var í alla
staði. hin glæsilegasta, enda
mun ekkert hafa verið til þess
sparað, að gera hana sem bezt
úr garði. Aðalheiðurinn af því
ber leikstjóranum, Sven Agc
Larsen, sem hefur sett leikinn
á svið af mikilli kunnáttu og
smekkvísi. Hraði og nákvæmni
var með ágætum. Þá eru þarna
ágætir dansar, eftir danska
ballettdansarann Svend Bunch,
sem einnig dansaði þarna af-
burðavel. Hinn ameríski hljóm-
sveitarstjóri Saul Schechtman,
sem æfði hljómsveitina og
stjórnaði herfni, skilaði einnig
sínu verki með mikilli prýði. Þá
aðstoðaði einnig Þjóðleikhús-
kórinn, en honum hefur stjórn-
að Magnús Bl. Jóhannsson.
Á sviðinu bar hita og þunga
kvöldsins Jón Sigurbjörnsson.
Hann hefur breiða og volduga
söngrödd og leikur einnig á-
I gætlega. Hin sænska óperettu-
, söngkona, Ulla Sallert, sem
| söng hlutverk Lilli Vanessi sem
gestur, virðist jafnvíg á söng
i og leik og var frammistaða.
hennar meS ágætum. Sigríður
Þorvaldsdóttir var fremur dauf’
en náði sér þó ágætlega á striki
í einu atriðinu. Rödd Árna Jóns
sonar, sem fór með hlutverk
Bills, er hljómfalleg og skær,
en fi-emur „spinkel“ og kveður
lítið að henni. Leikur hans var
einnig fremur daufur, en hann
er viðkunnanlegur á sviði og á
vafalaust eftir að vaxa fiskur
um hrygg. Rúrik Haraldssor
fór með hlutverk Harrison
Howell’s á bráðskemmtilegar
hátt. Sömuleðis skilaði Valde-
mar Helgason hlutverki Harry
Trevor’s af prýði. En alveg í
sérflokki voru Ævar Kvaran og
Bessi Bjarnason sem fyrsti og
annar bófi. Leikur þeirra og
söngur var bráðskemmtilegur
og samleikur þeirra hreinasta
afbragð. Klemenz Jónsson fór
þarna mjög snoturlega með
lítið hlutverk. Aðrir leikarar
voru Helgi Skúlason, Erlingur
Gíslason, Anna Guðmundsdótt-
ir og Haraldur Einarsson.
Dansfólkið úr Ballettskóla
Þjóðleikhússins puntaði mikið
Uíla Sallert sem Kata.
upp á sýninguna og sólódansmjög smekkleg og báru vott um
Bryndísar Schram var með á-ágæta kunnáttu.
gætum. Karl ísfeld.
Leiktjöld Lothar Grunds voru
Þrjú umferðarslys í gær.
Ivær bifreiðir skemmast af eldi í nótf.
Þrjú umferðarslys u.rðu hér
í bænum í gær og í tveimur
tilfellanna var um beinbrot að
ræða.
I
| Um klukkan 4 í gærdag varð
í drengur, Þorvarður Jónsson
' Nökkvavogi 15 fyrir bíl á
Langholtsvegi og bæði hand-
leggs- og fótbrotnaði.
Á mótum Skólavörðustígs og
Bankastrætis varð umferðar-
slys litlu síðar. Unglingspiltur
Jón Sören Jónsson varð fyrir
. bíl og fótbrotnaði.
Þriðja slysið varð í gær-
| kvelöi, laust fyrir kl. 10 á mót-
| um Hverfisgötu og Vitastígs.
. Þar varð maður, Sigurður
Daníelsson að nafni fýrir bíl og
meiddist á læri.
Sjúkrabílar fluttu alla hina
slösuðu í Slysavarðstofuna.
Kviknar
í tveim bifreiðum.
í nótt var slökkviliðið tví-
vegis kvatt á vettvang vegna
elds í bifreiðum. Fyrra skiptið
laust fyrir kl. 4, en þá hafði
lcviknað í bílnum R-8373, sem
stóð við Fossvogskirkjugarð.
Smávegis skemmdir urðu á
bílnum.
Nokkrum' mínútum seinna
kviknaði í bíl á Nýbýlavegi.
Þar var eldur í dekki á vinstri
afturhjóli bílsins R-4099, en
eldurinn komst þaðan upp í
aftursæti og bak bifreiðarinn-
ar og skemmdist hún allmikið.
Auk þessa var slökkviliðið
kvatt út þrívegis s.l. sólár-
hring. Fyrst að vélbátnum
Auði Re-100, sem lá við
Grandagarð. Hafði verið unnið
með logsuðutækjum í bátnum
Orðsending. -
Framh. af 1. síðu
þjóðar til fiskveiða utan þriggja
mílna landhelgi, og var þetta
ítrekað síðar um daginn af tals-
manni franska utanríkisráðu-
neytisins, sem sagði, að franska
stjórnin féllist ekki á einhliða
ákvörðun íslenzku ríkisstjórn-
arinnar um útfærslu landhelg-
innar og bann við veiðum er-
lendra togara innan nýju mark-
anna. Talsmaðurinn kvað
Frakka þó fúsa til viðræðna um
þessi mál við aðrar þjóðir, sem
hér ættu hlut að máli,ogmyndu
þær krefjast þess, að þannig
yrði frá málum gengið, að allir
gætu við unað.
Blaðið Yorkshire Post, sem er
íhaldsblað, segir í morgun, að
heppilegra myndi, að gert yrði
út um slík mál sem þessi á viss-
um svæðurn af þeim þjóðum,
sem mestra hagsmuna eiga að
gæta, heldur en að útkljá þau á
alþjóða vettvangi. Þá kemur
fram í blaðinu uppástunga um,
að íslendingar og brezkir tog-
araeigendur reyni að komast að
samkomulagi í málinu. (Vafa-
laust eru það skoðanir brezkra
togaraeigenda sjálfra, sem hér
eru túlkaðar, enda hafa þeir
löngum litið á sig sem eins kon-
ar stórveldi, og alkunn er af-
staða þeirra í löndunarbanns-
deiluni, er þeir yirtust ætla, að
allar deilur um landhelgina þá
mætti leysa með samkomulagt
milli íslendinga og þeirra.)
Bonn setur markið
hátt.
Ætlunin er, að um 80.008
menn verði í flugher V.-Þýzka-
lantls eftir 5 ár.
Á flugher sambandslýðveld-
isins þá að vera fullskipaður,
og mun hann þá hafa á að
skipa 2700 flugvélum af öllum
stærðum og gerðum. Á þessu
ári verður lokið við að skipu-
leggja þrjár sveitir orustuflug-
véla og eina sveit sprengju-
flugvéla.
Tékknesk'.r
strigaskór kyenna
eftir hádegið í gær, en neisti |
komist milli þilja og valdið
þar íkveikju. Búið var að,
] slökkva þegar slökkviliðið komi
á staðinn.
Mikið úrval.
1. leikur fcr fram á íþróttavellinum í kvöld kl. 8,39 e.h.
Þá leika
iliir j F.C. og lí.11
Komið og sjáið ensku knattspyrnusnillingana. — Aðgöngumiðar verða selöir á Iþrótta-
veíIiiUMn frá kl. 1 e.h. leikdaginn. — Verð: S.úkusæti kr. 40,00. — Síólar kr. 30,00. —
Stæði kr. 20. — Börn kr. 5,00.
KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR.