Vísir - 15.09.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 15.09.1958, Blaðsíða 3
Mánudaginn 15. september 1958 V í S I K 3 Egilsstaöir ú Völlam: turlandi. Fyrsfa þorpSð á IsSandi sem bygglst frá □pplisfl eftir skipulagi. i 'iðieel &£ð Sw&isn Jtónssoas otM’VÍiae ú Egilssiöðusst. Egilsstaðaþorpið á Fljótsdalshéraði er fyrsta 'þorpið á ís- landi, sem hefur verið skipulagt áður en bað var byggt. Hafin var bygging fyrsta hússins þar árið 1954, en nú eru íbúar þorps- ins á þriðja hundrað talsins og tala íbúðarhúsa eitthvað á fjórða tugnum. Fréttamaður Vísis átti leið um Egilsstaði í sumar og hitti þá að máli oddvita hins nýstofnaða hrepps, Svein Jónsson bónda á Egilsstöðum og leitaði hjá hon- um frétta og upplýsinga um stofnun og vöxt þorpsins, sem er eitt yngsta þorp þessa lands, en er í örum vexti og byggt frá upphafi eftir ákveðnu skipulagi. — Fyrstu tildrögin til þorps- myndunar á Egilsstöðum urðu með endurbyggingar læknisbú- staðar og sameiningu læknishér- aðanna á Fljótsdalshéraði, sagði Sveinn. Læknisbústaðurinn í Fljótsdal brann í stríðsbyrjun og kom þá strax til umræðu að sameina læknishéruðin á út- og upphéraði og byggja Sameigin- legan læknabústað fyrir báða læknana, ásamt sjúkrahúsi, á Egilsstöðum. — Hvenær er svo hafist handa á byggingaframkvæmdum? — Það var árið 1944. Þá var byrjað á byggingu læknabústað- ar og nú sitja þar tveir læknar. Þetta var fyrsta byggingin í nú- verandi Egilsstaðaþorpi. 1 þess- ari byggingu var upphaflega gert ráð fyrir 12 sjúkrarúmum, en síðar var nokkuð af því rými tekið til annarrar notkunnar. I byggingunni er sérstök fæðing- ardeild og síðan hafa flestar kon- Ur í héraðinu fætt þar, sem er óneitanlega til mikils hagræðis og öryggis. Samtímis þessari sjúkra- og læknahússbyggingu var byggt yfir dýralækni beggja Múla- sýslna og enn var sama ár byrj- að á ibúðarhúsi eins einstaklings. með skólastjóra og einum föst- um kennara. Þá eru hér staðsett- ir tveir ráðunautar fyrir Búnað- arsamband Austurlands, annar sauðfjárrækt, hinn fyrir jarð- rækt. Enn fremur hefur yfir- maður rafveitna á Austurlandi hér aðsetur ásamt nokkrum að- stoðarmönnum hans. Hér er póst- og símahús, hér er flugvöllur, með bústað fyrir afgreiðslumann Flugfélags Islands og hér hafa einnig búsetu flugradióþjónustu- f i 4 Sveinn Jónsson. menn. Á Egilsstöðum er aðal- spennustöð fyrir rafmagn á Austurlandi, fyrst og fremst fyr- ir Grímsárvirkjun. En hér i þorp- inu búa svo, auk framantalinna atvinnugreina, trésmiðir, múr- arar og málarar, verkstjórar, bíl- stjórar og almennir verkamenn. Egilsstaðir er orðin borg í sínu litla ríki. — Er þorpið ekki orðið sér- Þetta var fyrsta myndun þorps. stakur hreppur? á Fljótsdalshéraði. Síðan hefur mikið verið byggt ár hvert og nú munu a.m.k. fimm hús vera iiér í smíðum. — Hver er eiginlega grundvöll- urinn fyrir því að þorp mynd- azt á Egilsstöðum? — Egilsstaðir liggja sem kunn- ngt er einkar vel við Samgöng- ttm og það mun vera megin- ástæðan fyrir því að hér mynd- azt miðstöð fyrir allt Fljótsdals- liérað. Auk þess sem þarna varð læknamiðstöð fyrir allt héraðið lilaut að koma upp verzlun á Egilsstöðum. Kaupfélag Héraðs- búa á Reyðarfirði kom bér fljót- lega upp útibúi og við það starf- ar þegar allmargt fólk. Þá er hér einnig starfandi verziun einstak- lings og loks er þriðja verzlunin norðan Lagarfljótsbrúar. Auk þessa hefur verið komið upp í þorpinu búvélaverkstæði, tré- smíðaverkstæði, slátur- og frysti- húsi og rjómabúi, sem nú er i þann veginn verið að breyta i mjólkurbú fyrir héraðið. Þá situr byggingarfulltrúi fyr- ir allt Austurland á Egilsstöðum. Hér er starfræktur barnaskóli — Jú, árið 1947 var myndaður sjálfstæður hreppur, svokallað- ur Egilsstaðahreppur, sem sarn- anstendur af þorpinu, jörðunum Egilsstöðum, Kolstöðum og Kol- staðagerði, sem áður höfðu til- heyrt Vallnahreppi og Eyvind- ará, Miðhúsum og Steinholti, sem verið höfðu áður í Eiðahreppi. Þá voru gjaldendur í hreppnum um 30 talsins, en nú eru þeir orðnir 70 og á þessu ári jafnað niður á þá um 280 þúsund krón- um í útsvör. Hæsta útsvar á ein- stakling er 9 þúsund krónur. Heildartala íbúanna er um 220 manns í hreppnum. Hreppsstjóri er Stefán Einarson afgreiðslu- maður Flugfélags Islands. — Hvaða framtíðarverkefni eru efst á baugi í Egilsstaða- þorpi? — Þau eru í rauninni mörg og sum allkostnaðarsöm. Við þurfum að stækka vatnsleiðsl- una meðal annars því sú gamla er ófullnægjandi orðin. Sama gegnir um frárennsli, því að skólpleiðsla sú sem upphaflega var lögð er ekki til frambúðar. Þá þarf að vinna að aukinni tatnagerð og götulýsingu. Ný- búið er að byggja barnaskólahús Dg skólastjóraíbúð. Gert er ráð fyrir að 45—50 börn sæki skól- ann. Á döfinni er bygging geysi- | mikils félagsheimilis fyrir allt IPÍIÉ::-i Fljótsdalshérað, e.n byggt verður | á Egilsstöðum. Hefur því þegar ij verið ákveðinn staður og gerður , hefur verið tillöguuppdráttur að ! byggingunni. Fjárfestingarleyfi hefur fengist til byrjunarfram- kvæmda og hugsanlegt að á þeim verði byrjað í haust. Búist er við þvi að byggingarkostnaður inn skipti milljónum króna. Við Egilsstaðaflugvöll er unn- ið í sumar að byggingu flugaf- greiðsluhúss með radarútbúnaði. Fyrst var þarna grasvöllur, en hefur nú verið breytt í malar- völl og er þetta einn af fáum millilandaflugvöllum á landinu. Flugferðir milli Reykjavikur og Egilsstaða eru alla virka daga að sumrinu og suma dagana með viðkomu á Akureyri eða Höfn í Hornafirði. — Þið fáið rafmagn frá Gríms- árvirkjuninni nýju? —Já, því va.r hleypt á í sumar, en áður hafði þorpið rafmagn frá diesélrafstöð. Rafmagnsieiðsl ur hafa verið lagðar i öll hús um leið og þau voru byggð.' EgilsstaðaflugvöIIur, er eini fl: auk bess einn af fóum milliland; eru ilaglegar ferðir alía gvelhirinn á Æusturlandi og iflí’.-rvallum á landinu. Þangað' virka claga á sumrin. Séð yfir akur Sveins á Egilsstöðum en Sveinn telur kornrækt vera eitt af helztu framtíðarniálum landbúnaðar á íslandi. lítur ágætlega út með vöxtinn á því, en uppskeran fer að sjálf- sögðu eftir tíðarfarinu. — Er ekki dýrt að ráðast i kornrækt? — Það er nú gallinn. Stofn- kostnaðurinn er gí/urlegur vegna vélakaupa og byggingar á korn- hlöðu og þessvegna svarar ekki kostnaði að rækta korn nema það sé gert i nokkuð stórum stíl. Sláttuvélar, sem slá og þreskja kornið samtímis eru dýrar, sömu leiðis súgþurrkunartæki og möl- unartæki, en allt þetta þarf korn- ræktarbóndinn að hafa til þess að kornræktin geti borið sig. Eg liefi fengið innflutningsleyfi fyr- ir kornmyllu, en notast hinsveg- ar við súgþurkunartæki sem ég hefi notað við hey. — Er það ekki riýlunrla ao r.ota súgþurrkunartæki í sambandi við kornrækt? —: Jú og sennilega er ég fyrsti maður sem reyni þá aðferð hér lendis. En hún virðist henta okk- ur Islendingum einkar v.el bæði vegna fólksfæðar og líka hjns hve haustveðrátta er hér yfirleiít óstöðug og oft úrfellasöm. Kornrækt á mikla fram- tíð fyrir höndum. - Teljið þér að skilyrði séu fyrir hendi til kornræktar hér á landi og að það svari kostnaði að rækta það? — Eg held því fram að korpið sé öllu árvissara heidur en t.d. kartöflu.rækt' hér á landi. Skil- yrði eru víða góð fyrir kornrækt hér á eíri hluta Fljótsdaíshéraðs og sérstaklega þó þar sem skóg- lendi er fyrir, því það veitir korn- inu skjól og veldur um leið miklu u.m vaxtarmöguleika þess. Annars veltur framtíð land- búnaðar á Islandi ekki hvað sízt á því hvort bændur geta oröið sér nógir um fóðurkorn eða ekki. Komrækt á að geta orðið stór liður í framleiðslunni, jafnframt Egilsstaðaþorp eins og það lítur út nú. Fyrir rúmum áratug var ekki eitt liús, þar sem nú er þvi sem hún sparar stórlega komið álitlegt þorp með á 3ja hundruð íbúa. I Frh. á 10. s. — Stunda þorpsbúar ekki bú- skap í neinni mynd? j -— Á sínuni tíma stofnuðu þorpsbúar með sér félag um rekstur kúabús, en gáfust seinna upp við búskapinn og seldu kýrnar einstaklingi hér í þorp- inu. Hann rekur 'kúabúið fyrir eigin reikning og hefur um 20 kýr. — En þér hafið sjálfur stórt bú? — Rúmlega 30 mjólkandi kýr í fjósi auk geldneyta, um 300 ær og auk þess hefi ég svínabú -— það eina, sem ég veit um hér í héraðinu. Kornrækt á Egilssiöðum. — En svo hafið þér líka byrj- að á kornrækt hér á Egilsstöðum. Hvernig gengur hún? — Eg byrjaði í fyrra með þvi að sá byggi i hálfan annan hekt- ara lands og gaf það góða raun. 1 vor færði ég út kvíarnar og hef nú 5 hektara. uridir korni. Það

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.