Alþýðublaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.10.1957, Blaðsíða 6
Ai þý Si' bla ðrð Miðvikudagur 23. okt. 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson Jlaðamenn: Biörgvin Guðmundsscn og Loftur Guðmundsson tuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Auglýsingasími: 14906 Afgreiðslusimi: 14900 Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10 Ungversk harmsaga í DAG er ár liðið síðan ungverska þjóðin með verka lýðinn og menntamennina í broddi fylkingar reis gegn ó- stjórn og ofstjóm og krafð- ist frelsis, mannréttinda og lýðræðis. Þessa harmsögu er óþarft að rekja, hún er kunn gervöllu mannkyni. Rúss- neskir skriðdrekar skökkuðu leikinn, frelsishreyfingin var kæfð í blóði, vilji fólksins virtur að vettugi og leppar erlends valds settir að vöid- um. En orðstír ungversku uppreisnarinnar lifir. Henn- ar verður að miklu getið í sögunni, og hún heíur reynzt heiminum í senn aðvörun og eggjun. Eðli kommúnismans varð lýðum ljóst við atburð- ina í Ungverjalandi. Og ung verska harmsagan minnir á þá staðreynd, að þjóðirnar bak við járntjaldið verða að una sama hlutskipti og olli því, að hetjurnar í Búdapest hófu vonlausa baráttu við ofureflið og gengu út í dauð- ann. Vopnagnýrinn er löngti þagnaður í Ungverjalandi, rússnesku skriðdrekarnir báru sigur af hólmi. Hundr uð' þúsunda hafa flúið land til að byggja upp ný.ia framtíð og sumir í þeirri von, að baráttunni verði haldið áfram. Fljótt á litið virðast atburðirnir í Ung- verjalandi liðnir hjá. En harmsagan heldur áfram. Handtökur og fangelsanir eru daglegt brauð. Dauða- dómar eru upp kveðnir fyr- ir sakir, sem þættu blægi- legar á Vesturlöndum. Á- standið minnir á svívirðing uíia í ríkjum fasismans og nazismans, meðan Hitler og Mussolini voru og hétu. f»ess vegna verður ekki hjá því komizt að líta á ung- versku harmsöguna sem ömurlegustu tíðindi vorra daga. Hún afhjúpar komm- únismann og sannar skyld- leika hans við villimennsku nazismans. Atburðirnir í Ungverja- landi hafa mikil áhrif víðs vegar um heim. Fylgið hryn- ur af kommúnistum alls stað ar í frjálsum löndum vegna þeirra. Sú þróun kennist einnig hér á íslandi. Gleggtsa sönnun þess urðu stúdentaráðskosningarnar á dögunum, þar sem kommún- istar biðu eftirminnilegan ó- sigur. Æskan vill frelsi. Og hún tekur ekki í mál að trúa á blekkingu eftir að verkin hafa talað með slíkúm hærti og raun varð á í Ungverja- landi. Henni er Ijóst, að fram tíðarríkið má aldrei veröa blóðvöllur, fangabúðir ■ og dauðaklefar kommúnismans. Og hún vaknaði til alvar- legrar umhugsunar við at- burðina í Ungverjalanöi. ís- lendingum varð við líkt og manni, sem heyrir bróður sinn hrópa í neyð og feigð. Vesturlönd gátu ekki komið Ungverjum til hjálpar. En þau heyrðu og sáu atburðina og háfa dregið af þeim tíma bæra lærdóma. Og stórveldið, sem kæföi ungversku byltinguna í blóði, hefur hlotið þungan dóm sögunnar. Athæfi Rússa í Búdapest svipti af þeim grímunni. Hér efíir trúir enginn friðartali þeirra og faguryrðum nema orðin sannist í verki. Rússnesku skriðdrekarnir drápu ekki aðeins fólkið í Ungverjalandi. Þeir skildu friðardúfurnar eftir í valn- um. Ofríkismönnum trúir enginn eða treystir. Og for dæmingin er rækilegust af hálfu þeirra, sem berjast fyrir sönnum sósíalisma. Þess vegna hafa jafnaðar- menn um allan heim for- ustu um að gagnrýna aí- burðina í Ungverjalandi. Sósíalisminn hefut' ekki -orðið fyrir áfalli, þó að ó- hæfuverkin í Ungverjalandi væru unnin í hans nafnl. En ungverska harmsagar. leiðir í ljós, að kommúnisminn á ekkert skylt við sósíalisma fremur en fasisminn og naz- isminn. Sósíalisminn þekkist á verkum, Og það var ekki hans andi, sem sagði tii sín í Ungverjalandi. Það var grimmd og miskunnarleysi einræðisins og harðstjórnar- innar. Ungverjar biðu ósigur í bardögunum um Búdapest. En svo var um fleiri. Rúss- neska byltingin beið þar úr- slitaósigur. Og eftir blóðbað- _ i ið í Ungverjaland.i er allt mannkynið mikilli en sorg- legri reynslu ríkara. Áskriffasímar blaðsins eru 14900 og 14901. Bréfakassinn: ÉG HEF nýlega lesið grein, skrifaða af merkum bónda í Austur-Húnavatnssýslu. — Hann ráeðir þar um verð- lagsmál landbúnaðarins. — Þótt ég hafi kannski ekki eins gott vit á því og hann, vil ég samt leiða athvgli hans á nokkrum liðum sem nann ger- ir að umtalsefni, og átelur nefndina sem hefur haft það með höndum að ákveða verð- lagið. Ég hef oft hugsað u.m það, að ekki væri hún öfunds- verð, það væri kannski bezt að láta bændur eina um að á- kveða verð á sinni vöru eins og virðist líka vera vilji greinar- höfundar, en hver getur eða viil þá kaupa, er hlutur verkamanns ins betri, sém er ósjálfstæðasí- ur af öllum stéttum þjóðfélags- ins. Fæstum bændum hefur fund izt hagur sinn batna við að ger- ast ósjálfstæður verkamaður á mölinni, en sjá það oft um seinan. Þá er ekki hægt um vik að snúa við.' Búið sem miðað er við er 6M> kýr og 100 ær. Ég er viss um að þessi Halldór bóndi er það hagsýnn að hann sér að ekki borgar sig að hafa dýrar vélar við svona lítið bú, heldur not- ast við heimafenginn aflgjafa, þarfasta þjóninn sem talað var oft um áður fyrr, hestinn. Hvað reikning nurinbreytist þá bónd anum í hag fer ég ekki út í, ég hygg að það sé samt nokk- uð. — Ég hef reynt hvoru- tveggja, bæði vélakost nokkuð dýran og hesta-verkfæri og tel að dýrar vélar sé ekki hægt að hafa við jafn lítið bú og hér er reiknað með. Fóðurkaup tel ég að séu að miklu leyti óþörf í öllum góðum árum. Því miður eru hin árin kannski fleiri, sem full þörf er á að kaupa aðkeypt fóður til að bæta upp eínatap í lélegum heyjum. Mér er minnisstæður fundur í minni sveit þar sem rætt var um afurðasölulöggjöfina, ég benti á að hér mundi reynast mikill vandi með að fara og við- kvæmt mál. Ekki væri ólíklegt að þatta gæti farið út á var- hugaverða leið, sem gæti orðið sú að koma í stað víxlhækkun afurða og vinnu. Búin þurfa sjáanlega að vera það stór að þau skaffi næga atvinnu þeirra sem við þau vinna, en það tel ég ekki með jafn litlu búi og reiknað er með. Hollur er heima fenginn baggi er sjaldan athug- að sem skyldi. Bóndinn verður áreiðanlega oftlega að leggja hart að sér með að vinna að sínu búi og kaupa sem minnst að, kanski fremur en ýmsar nðr- ar stéttir í þjóðfélaginu, en. hann er á mörgum sviðum sjálfstæðari í því að geta unn- ið úr skauti fósturjarðarinnar þær nauðsynlsgustu neyzlu- vörur tíl viðhalds sér og sínu skylduliði, og hefur ekki yfir sér atvinnuleysis vofuna sem æfinlega getur barið að dyrum, hjá þeim sem verða að sækja allt til annarra. Ég hef haft tækifæri til að kynnast mörgum verkamanni, sem verður að greiða í húsa- leigu allt að því hálf laun sín, sem er af honum heimtað vægð arlaust, oftlega það nærri hon- um gengið að hann hefur ekki ráð á að kaupa handa sér og sínum nema það ódýrasta sem hægt er að fá til að seðja svang- an maga. Þykir gott að geta keypt kjötmeti í eina máltíð vikulega. Að þjóðin sem lieild lifi meira á sinni eigin framleiðslu er vússulega mál allrar þjóðarinn- ar og ekki síður er það sam- ejginleg ósk allra að bera klæði á vopnin milli flokka og stétta í þjóðfélaginu í því efni er margt skuggalegt útlits. Að snúa við er full þörf. Þeir, sem , það gera fyrstir munu þéna mest þegar til lengdar lætur og skapa sér virðingu alþjóðar eða svo er vonandi að þjóðin sé þroskuð áður en of langt er gengið út í foræði sundrungar og eiginhagsmuna togstreitn sem allt gerir dimmt og kalt. Ekki er að efa að launastétt- irnar gætu bætt sinn hag með viðskiptum við móður alls sem: lifir, moldina. En til þess þarf þroskaðan félagsanda en þar j eru eins og víðar í þjóðmálum ckkar mörg ljón á veginurn. Það j er kannski bezt, að hver stért sé frjáls að setja vero á sína framleiðslu, ef stéttirnar ganga of langt og setja of hátt verð á sína framleiðslu þá er opin leið fyrir stéttirnar að fara inn á hvers annars svið. En verð- lag hlýtur að byggjast á þvr hvað við fáum fyrir vinnu okkar í seldri vöru á erlendum mörkuðum, ef tölurnar eru í ósamræmi við það hlítur illa að fara. Ég man vel eftir því þegar sveita- og sjávarbændur höfðu skipti saman að trygg vin átta myndaðist á milli manna, hvor um sig passaði að láta nokkuð umfram það sem til- skilið var eftir gömlum við- skiptareglum. Það voru óskráð lög, eftir því sem þjóðin á meira af þeim því betra. Skráð lög geta aldrei að öllu leyti komið í stað óskráðra laga. Það er vissulega mikið villu- ljós á veginum í hækkandi töl- um og verkföllum eða verk- bönnum, sem er sjáanlega sama og gengislækkun. Ef ekki er snúið við, þá er sjáanlegt að það endar með þrengingum í einni eða annarri mynd. Október 1957, Jón Guðmundsson, Valhöll. Framhald af 1. síðu. að þeir muni ekki aðeins ræða aukna hernaðarlega- og efna- hagslega samvinnu, heldur líka hvernig vesturveldin geti veitt efnahagsaðstoð þeim löndum, sem hennar þarfnast. Benda m.enn á, að Sovtéríkin, með sínu sentralíséraða stjórn arfari, hafi getað boðið ýms- um löndum skjótari aðsíoð og hafi því orðið vesturveldun- um fljótari í ýmsum tilfellum. KVENNAÞÁTTU Ritstjóri Torfhildur Stemgrímsdóttir PENNAVESKI OG BUDDA ÞAÐ eru ekki mörg skóla- börn, sem ekki eru í rneiri eða minni vandræðum með ritáhöld sín, ef þau ekki hafa þægileg pennaveski. Þau fást að vísu í öllum ritfangaverzlunum á litlu verði, en þó væri mun skemmti- legra, að geta framleitt þau sjálfur, og þá haft þau persónu- legri en ella. Pennaveski það, er myndin er af, er snoturt og hefur þann kost urnfram önnur álíka, að í því er einnig geymsla fyrir pen- inga. Veskið er búið til úr filti eða ullarefni og fyrir yngri nemend urna má gjarnan nota skæra liti, rautt eða grænt með gulum saum, eða gult, jafnvel blátt með brúnum saum. Fyrir þau eldri má nota daufari liti bæði í efn- inu og saumum. í veskið þarf þrjú stykki af efninu, 10 sentímetra breiða og einn 28 sentímetra langan, ann- an 23 sentímetra langan og þann þriðja 9 sentímetra langan. Leggið 23 sentímetra bútinn ofan á 28 sentímetra bútinn, þannig að neðri endarnir séu jafnir, leggið síðan 9 sentímetra bútinn ofan á 23 sentímetra bút- inn, þannig að hann sé 3 sentí- Stingið svo neðri brún hans fasta á 23 sentímetra bútinn þannig að stungan sé um 1 sentí metra frá brún báðum megin. Stingið síðan jaðra bútanna fasta saman með sams konar saumi og sýnt er á myndinni upp að efri brún 9 sentímetra bútsins, þar fyrir ofan verður að sauma jaðar hvers búts fyrir sig. Eru þá þeir hlutar, er þannig verða fyrir ofan brúnina lagðir yfir og lotaðir sem lok, annað fyrir oudduna og hitt fyrir penna- /eskið. Nota má smellur til að loka neð, en til þess að saumurinn á þeim sjáist ekki að utanverðu, iarf að sauma þær á skábönd ig festa þeim síðan á lokin inn- mverð, helzt á neðri jaðar loks- ns. Þ«gar svo veskið er tilbúið, ná gjarnan sauma nafn barns- ns með lykkjuspori á ytra iok- ð, eða þá aðeins upphafsstafi, ;ða bara annan upphafsstafinn í íafni barnsins. Gott er að nota annaðhvort Vurorugarn eða perlugarn til að auma veskið saman með, en •eyndar má nota hvers konar iterkt ullargarn. Ef óskað er eftir enn meiri til- breytingu, kemur svo til mála að sauma út í veskið. Þá er munstr- ið teiknað á flötinn, sem mynd- ast neðan við budduna, t. d. mynd af Bamba, fugli, Hans og Grétu eða hverju öðru, er þér hafið í strikateikningu, sem auð velt er að sauma út á svona efni. Má þá sauma munstrið út með lykkjuspari og þá jafnvel í fleiri en einum lit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.