Alþýðublaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 8
AlþýðublaöiS Miðvikudagur 30. (»kt. 1957 Lognið á undan sforminu Framhald af 7. síðu. fengu sérstaka limsjónarmenn til þeirra starfa. Álit þeirra og tekjur byggðust hins vegar á því, hve miklu þrælarnir gátu afkastað. GRIMMD OG ÓMANNÚÐ. .Enda þótt margir plant- ekrueigendur færu ávallt vel með þræla sína, voru samt til rnörg dæmi um hina verstu grimmd, og fyrirkomulag þetta hlaut oft og einatt að hafa það í för með sér, að fjöl- skyldum svartra manna væri tvxstrað í ýmsar áttir. Beisk- asta 'gagnrýnin gegn þræla- haldinu fólst þó ekki í hörku og mannvonzku umsjónar- mannanna, heldur var hún öilu fremur fólgin í þeim fjötrum, sem þetta skipulag hlaut að leggja á órækan rétt allra manna til þess að njóta fuilkomins frelsis og jafnrétt- is, svo og í þeirri hættu á kúg- un og grimmd, sem öll ánauð, hverju nafni sem hún nefnd- ist, hlaut að hafa í för með sér. F. L. Olmsted, er var ■norðanmaður, sem lagði mikla stund á að rannsaka lifnaðar- hætti alla og þjóðskipulag í suðurríkjunum, og þótti einna skarps ky gg nas t ur samtíðar- manna á þau mál, sagði m. a.: ,,Anauðin kæfir allan vilja starfsmannsins til þess að bæta afkomu sína og starfsgetu, eyðileggur sjálfsvirðingu hans, kúgar og afvegaleiðir metnað hans og eyðileggur eðlilega hvöt mannsins til þess að verða landi sínu og heiminum að sem mestu gagni.“ K- RÓTTÆK ANDSTÖÐU- HREYFING. Hreyfing sú, sem barðist fyr- ir afnámi þrælahaldsins, var að ýmsu leyti afar róttæk og ó- sáttfús, iafnvel öfgafull á stund um. Hún krafðist þess, að þrælahald væri þegar í stað af- numið nreð öllu, og skeytti engu um þá vernd, sem það naut samkvæmt lögum og stjórnarskrá landsins. Róttæk- ustu meðlimir hennar nutu forystu William Lloyd Garri- sqps, sem var ungur maður frá Massaehusetts, en hann bjó yf- ir hugrekki píslarvottsins, engu síður en hæfileikum hins sigursæla fori'Cgja. Hann gaf út málgagn, sem vakti mikla at- hygli, og vakti marga norðan- menn til urnhugsunar um það böl, sem var samfara þessu skipulagi, Annar mikilvægur þáttur í starfi andstöðuhreyfingariy.nar var að veita brælupi aostoð til þess að flýja að aóttu til og koma þeim fyrir á öruggum stað eða flytja þá norður fyrir landamærin til Kanada. Kom- íð var á fót víðtæku og vel skipulögðu kerfi áf leynileg- um leiðum og felustöðum. sem þrælarnir gátu notað á flóttan- um. Áætlað er að í Ohioríki einu saman hafi ekki færri en 40.000 þrælum verið hjálpað tíl þess að strjúka og ná frelsi á árunum 1830 til 1860. Tala þeirra samtaka, sem börðust fyrir afnámi þrælahaldsins, jókst einníg stöðugt, og árið 1840 voru þessi félög orðin um 2.000 að tölu með um það bil 200.000 meðlimi innah vébanda sinna. BÓKMENNTIRNAR SKERP ANDSTÆÐURNAR. Um svipað leyti vgrð ný og þróttmikil bókmenntastefna til þess að skerpa enn betur en áð- ur andstæður þær, sem ríktu í innanlandsmálum landsins, og' réðist hún af mikilli heift og tíl- finningu gegn skiþulagi því, sem ógnaði tilveru ríkjabanda- lagsins, en sú ógnun var fólgin í hinum heiftarlegu póiitíska deilum, sem risið höfðu upp u.m réttindi einstakra ríkja til þess að ákveða sjálf, hyort þræla- hald skyldi leyft innan lögsagn arurndæmis þeirra, í stað þess að láta þjóðþingið, sem sat í Washington, ráða slíkum á- kvörðunum fyrir landið í heild, en. þar voru norðanmenn í meirihluta. Skipulagning nýrra landssvæða og ríkja innan ríkja bandalagsins, eftir því sem byggð landsins færðist lengra vest.ur á bóginn, og spurningin um hvort þrælahald skyldi leyft þar, eða hvort hinum nýju ríkj- um skyldi veitt heimild ti] þess að ákveða það sjálf með ákvæð- um í stjórnarskrám sínum hvort þar skyldi þrælahald leyft, knúði einnig mjög á um að mörkuð væri ákveðin steína í þessu máli Eins og gefur að skilja voru nprðan- og sunnan- menn hér algjörlega á Öndverð- um meið. Og enn í dag er dgiJan um réttindi rikjanna sjáifra tií þéss að ráða málum sínum, án íhlutunar landsstjórnarinnar eða löggjafarvalds alls lands- ins mjög ríkur þáttur í þeirn átökum, sem eiga sér stað um aukin réttindi til handa svert- ingjum. Þótt þeim hafi farið ört fækkandi, eru þó enn marg- ir sunnanmenn, einkum í syðstu fylkjunum, sem mæla af beiskju gegn afskiptasemi og rekagátt stjórnarinnar og hæstaréttar af málefnum, sem einungis varðar ríkisþingin og sunnanmenn sjálfa. A 'ferð minni um suðurríki Bandaríkj- anna fyrir nokkru síðan hitti ég m. a. menn, sem sögðu við mig: „Við erum sjálfir bezt færir im að vita, hvernig hægt er: áð leysa þetta vandamál, og 'við getum og munum leysa það, ef þeir láta okkur bara í friði, og réttindin til þess að ráðá málum okkar sjáífir viljum við ekki selja í hendur nóröán- manna, sem aldrei hafá þurft að búa við þetta vandamál og skilja það því ekki eins ög við gerum, skilja ekki þárfir. okkar,- sögu eða erfðir“. En þetta er þeirra álit, og eins og áður seg- ir h&fur þeim farið ört fækk- andi. ' | BÓK VELDUR BYLTINGU. Þeir sem um miðbik 19. áldar aðhylltust þá skoð'un — og þeir voru ekki - fáir —■ að þrælahaldið og-vandam'ál þau, sern því. voru samfara. myndu leysast af sjálfu sér, reíknuðu einungis með stjór-nmálamönn- um og ritstjórum og áhrifum þeirra. Þeír gátu ékki séð það fyrir, að ein einasta skáldsaga myndi hafa mörgum sinnum meiri áhrif en Ipggjaíavaldið sjálft og ö.ll dagbiöð landsins. Skáldin Whittier, Lowell, Bry- ant, Emerson og Longfellow höfðu þegar látið í ljós hatur sitt á þrælalialdinu á hinn á- hrifaríkasta hátt. Þó voru þeir fáir, sem trúðu þyí, að hægt væri að rita um þetta efni skáldsögu, sem þegar í stað nvti' almennra vinsælda. Árið 1851 birtist teikning í vinsælu tíma- riti, er nefndist National Erá, og lýsti hún dauða þræls eins, sem kallaður hafði verið Tóm-' as frændi. Teikningin vakti slíka athygli, að Harriet Bee- cher Stowe, dóttir kéhnimanns, er naut mikils álits og virðing- ar, ákvað að rita neðanmáls- sögu, sem hún gaf heitið Kofi Tómasar frænda. Sagan fjallaði um h'fsferil þrælsins og þá at- burði, sem leiddu til dauða hans eins og teikningin sýndi. HÖFUNDURINN KOM ÖL.LUM Á ÓVART. P-ók þes.si getur á ýmsan hátt tali'zt hrein.asta kraftaverk. Eng inn vissi um það hema maður hennar, að. „Hattip“ Beecher, dóttir hins fræga prédikara Ijyman. Beecher, byggi yfir slík um hæfileikum til rifstarfa, og er hún hóf að rita bók sína, hafði hún hlotið prýðilegan sið ferðilegan undirbúning til þess að geta leyst verkefni sitt af hendi, og þegarhúnkvnntistlög- unum um meoferð flóttaþræla, fannst henni sem hún væri. knú in til þess að færa hugsanir síri- ar í letur. Saga. bókarinnar er einnig saga eins af furðulegustu fyrirbærum bókmenntasögunn- ar. Þegar hún byrjaði að skrifa, leit hún á bókina s.em smá upp- kast, en sagan vakti geysimikla 1 athygli löngu áður en henni var lokið. Hún kom fyrst út árið 3,8.52. og áður en árið var liðið höfðu meir en 300.000 eintök splzt og átta prentvélar unnu nótt og dag til þe.ss að geta sinnt eftirspurninni. SKURNIN SÍFELLT AD SPRINGA. Upp frá þessu reyndist úti- lokað að þagga niður umræður fólks um vandamál þrælahalds- ins, Hin þunna skum samkomu lagsins frá 1850 var sífellt að springa yfir gjósandi hraunflóð inu, sem undir rann, en það fól í sér ákvæði þes sefnis að Kali- forníu skyldi heimilt að ganga í ríkjabandalagið og bann lagt við þrælalialdi þar, en öðrum nýnumdum héruðum veitt aðild að bandalaginu án þess að stjórnarskrár þeirra "hefpdu þrælahald nokkursstaðár: % <á. nafn; sunnanmenn nyti hins vegar verndar mjög stráiigra laga um meðferð strokuþræla. Við þetta bættist svo úrskhrð.ur vhæstaréttar landsins í : ,'má]i strokuþrælsins Dred . Scott. I Hann hafði flutzt mpð. hús-: bónda sínum til ríkisins Tllin- ois, þar sem þrælahald vap bann að, og síðar til virkisbæjáf’ eins í norðurhéruðum landsina,. þar sem þrælahald hafði einnig: yer- ið hannað með samkomulaginu frá 1850, Scott hóf þvf' máls- ( sókn og leitaði með henni eftir , frelsi s.ér til handa á þeim for-! seridum að búseta á ■ frjálsri grund hefði veitt honuhi rétt- ■ indi tíl fulls frelsis. Hæístirétt-1 ur hafnaði þessum forsendum og meirihluti dómaranna studdi þarrn úrskurð, að þar sem Scott gæti. ekki að lögum taíihí borg-; ari Iandsins, en var ófrjáís mað ur, þá gæti hann ekki hafið mál fyrir dómstólum landsins til þes að afla sér frelsis. Forseti i hæstaréttar gekk jafnvel skrefi lengra og hélt því fram, að eig endur strokuþræla gætu tekið þá fasta hvar sem var innan Bandaríkjanna og fainna ný- numdu héraða og eftir sem áð- úr teljast fulkomnir yfirdrottn- arar þeirra. Þetta hlaut að telj- ást meiriháttar sigur fyri þá, sem studdu þælahaldið, en þeim, sem hatramast börðust gegn því virtist nú sem ekkert myndi geta bundið endi á 'þrælahaldið annað en pólitísk og félagsleg bylting. Og það þurfti aðeins tyo atburði enn til þess. að út brytist blóðug borgarastyrj öld. Söguþráður kvik- myndarinnar Framhald af 4. síðu. Kóngurinn er fenginn til að fara með eintal Hamlets, en áður en hann byrjar iofar konan ágæti lykteyðandi efnis og eítir á há- stöfum verðleika ákveðins tann- krems. Sjónvarpsupptökutæki hefur verið koniið' fyrir á laun og „númer" hans kemur fram. á tíu til tuttugu milljón tækjum, eitt þeirra er tæki sendiherrans, sem heldur að hann sé orðinn brjálaður. Til að afsaka þessa launsend- ingu fær konan fagra h.onum tékka upp á 10 000 dollara. Hann rífur umslagið með tékkn- um (án þess að vita hvað í því er), en tekur hann saman aftur þegar honum er fenginn hótel- reikningurinn. En hann neitar eindregið öllum tilboðum sjón- varpsins, þótt hann sé orðinn stjarna gegn vilja sínum. Hann fer nú að heimsækja ,,frjálslyndan“ skóla þar sem allt frelsi er eftirlátið nemend- unum. Sumir eru teiknarar, aðr- ir myndhöggvarar o. s. frv. Loks er einn (Michael Chaplin), sem eyðir tíma sínum í að lesa Karl Marx. Kóngurinn ræðir við barn ið, sera er ósvikinn ræðuskör- .ungur og lætur ekki vaða oní sig, en hinir nemendurnir nota tækifærið til að sprella við kóngsa. Þar eð reikningurinn á Ritz er nú orðinn ískyggilega hár, Iætur kóngurinn sannfærast af fortölum konunnar fögru (en hún star-far yið sjónvarpið) og fellst á að auglýsa hið milda bragð þessa sterka dryltkjar, en tekst ekki betur en svo þegar til kemur, að hann spýtir því út úr sér og augun standa í höfði hans og sendingin er stöðvuð í mesta fáti. En hún hefur samt náð til 30 milljóna áhorfenda og allir veggir eru þaktir auglýsinga- spjöldum með myndum af kóng- inum Shadow þar sem hann stendur á öndinni a£ Royal Crown Whisky. Konan fagra tekur sjálf af honum þessar myndir og.fegurð hennar faef’ur nú gert það að verkum, að hann er meir en vilj ugur til verksins. Eftir að hafa neitað honum fær hun hann til að taka samningi um að auglýsa yngingarhormóna, fyrir það fær hann 100 000 dollara. En hann verður að fara til fegrunarsér- fræðings áður en hann kemur fram. Fegrunarsérfræðingurinn býr honum nýtt nef og strengir húðina við eyrun, svo honum er ógjörlegt að brosa. Þetta nýja andlit kemur honum sjálfum mjög á óvart, konunni fögru og sendiherranum. Til þess að hafa ofan af fyrir honum fer vinkona hans með hann á næturkabar- étf. Áhorfendurnir skemmta sér hjð bezta og engjast af hlátri, en Sþaöo'vV heldur sínu steingerv- ingsandliti. A3 lokum heldur hann þó ekki lengur út og að- gerðin rifnar upp. Ný aðgerð færir honum sitt gamla andlit. Eitt snjódrifið vetrarkvöld finnur hann við lióteldyrnar hinn unga lesanda Marx. Hann gefur sig á tal við hann, For- eldrar drengsins, sem eru grunuð um kommúnisma, hafa verið kölluð fyrir ó- am.erísku nefndina og dæmd í fangelsi. Kóngurinn þvær areng inn, klæðir og gefur honum að borða. Misskilningur veldur því að hann er tekinn fyrir frænda kóngsins, Rupert prins. Þegar hann er farinn út að kaupa föt, verður falsprinsinn einn eftir með stjórnarmeðlimum opinberr ar kjarnorkunefndar. Hann móðgar þá með logandi ræðum sínum og kóngurinn ætlar að láta hann aítur í skólann, en fær hann með því óviljandi í hendur FBI. Sjónvarpið tilkynnir nýtt hneyksli: Kóngurinn Shadow heldur verndarhendi yfir ung- um rauðliða. Þessi fregn, skelfir vini hans. Þau reyna flótta. En kóngurinn skrifar undir yfirlýs- ingu um að kðma fyrir óamer- ísku nefndina, er hann heldur sig vera að geía safnara eigifa- handarundirskrift. Eftir loka- fund með lögfræðingi sínum (Harfy Green) er ákærði of seinn fyrir nefndina. í lyftunni fálmar hann í brunaslöngu og losnar ekki við hana. Slangan eltir hann. Stamandi stendur hann fyrir nefndinni og hefur upp hægri hönd til að sverja, óvart fylgir slangan og tekur á sig líkingu frelsisblyssins. Frammi í gang- inurn taka menn eftir slöngunn.i og skrúfa frá og þarna stendur hann, vökvarinn, vökvandi gegn vilja sínum dómstólinn ,blaða- menn, forvitnisgesti og lögfræð,- ing sinn. Óhappíð hefur ekki al- varlegar afleiðingar og hann kýs að yíirgefa Bandaríkin. Hann hefur aftur unnið hjarta drottn- ingarinnar og sættir sig við að glata konunni fögru. Á leiðinni til flugvallarins heímsækir hann „frjálslynda“ skólann til að kveðja vin sinn Rupert litla. Til að frelsa foreldra sína hefur drengurinn „gefið upp“ við rannsóknanefndina alia vini þeirra og hlotið aðdáun skóla- stjórans. Og brátt fara þeir Shadow og hans tryggi sendiherra til Ev- rópu. FramhaM af G. sí'ðu. gjöfina heldur en taka við henni og álíta sig svo skuld- bundinn til að leika hana enda- laust. Með þökk fyrír birtinguna. P. S. Atvinnuleysis.skráping samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956 fer fram í Ráðningarstofu Pæykjavíkur- bæjar, Hafnarstræti 20 dagana 1., 4. og 5. nóvember þ. á. ogeiga hlutaðeigendur, er óska að skrá.sig samkvæmt lög- unum að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og 1-—5 e. h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig, s,éu viðbúnir að svara m. a. spurningunmn: 1. Um atyinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 3. Um eignir og skuldir. Reykiavík, 29. október 1957. Bprgarstjórinn í Reýkjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.