Alþýðublaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudag'iu- 30. okt. 1957 Alþýðublaðlð 9 ÍÞRÓTTtR. UÞROTTIR ÍÞRÓTTÍiQ C ÍÞRÓtTÍr) ( ÍÞROTTÍrJ Ársskýrsla FRS: isiaram 5§ og hugsanleg landskeppni EINS og áður helur verið rninnzt á hér á íþróttasíðunni var ársþing FRÍ háð um helg- ina 19. og .20. október s. 1. Ársskýrsla stjórnarinnar var bæði löng og fróðleg og ýerður hér drepið á 3 atriði úr henni, þ. e. samstarf FRI við ÍSÍ og aðra innl. aðila. Evrópumeistara mctið næsta sumar og hugsan- leg landskeppni, ein eða fieiri og að lokum verða birt hér •lokaorð skýrslunnar. SAMSTAFvF VIÐ ÍSÍ OG ABRA INNLENÐA ABILA. Samstarf við framkvæmda- stjórn ÍSÍ var enn sem fyrr með ágætum og átti stjórn FRÍ þar einatt vinsemd og skiin- ingi að fagna. Menntamálaráðherra, bæjar- ráð Reykjavíkur og stjó'rn í- fþr óttabandalags Reykj avíkur reyndust FRÍ einnig vel í sam- ! bandi við iandskeppnina við Dani. Sérstaklega reyndist menntamálaráðherra, Gylfí Þ. Gíslason, sambandinu vinsam- j legur og sýndi góöan skilning á þeim erfiðleikum, sem sam- bandið á í fjárhagslega. Tókst að leysa ýmis slík van'damál eingöngu fyrir velvilja ráð- herrans. Snemma á þessu ári srreri .stjórn FRÍ sér til Laugardaís- Zatopek. í fRjálsíþróttakeppni milli íþróttamanna úr rússneska og tékkneska hernum náði Za- topek hinum frábæra tíma 29:08,0 mín. í 10 þúsund metra hlaupi, sem er næstbezti tími á vegalengdinni í ár. Það er að- eins Englendingurinn Knight, sem er betri, 29:06,4 mín. Bezti tími Zatopeks á vegalengdinni er 28:54,2 mín., sem var lengi heimsmet. Zatopek er nú orðinn 35 ára, geri aðrir betra! Rússarnir unnu keppnina með 123 st. gegn 91. Annar ár- angur: Skobla varpaði kúlu 17,57 m., Jungwirth sigraði í 1500 m. hlaupi á 3:45,8 mín. Zatopek vann einnig 5000 m. hlaup á 14:18,0 mín. ooo—ooo Rússneskir frjálsíþróttamenn hafa verið á keppnisferðalagi í Kína. Helzti árangur: 800 m.: Li-Csung-Lin 1:51,6, stangar- stcikk: Csaj-1 Ju 4,25 m., Bula- tov, R. 4,25 m., hástökk: Sitkin, 2,05 m., kringlukast: Matajev, R. 52,71 m., stangarstökk: Bula- tov, R. 4,42 m. nefndar og mæltist eináregið til að reynt yrði að fullgera Laugardalsleikvanginn svo snemma, að landskeppnin við Dani, í byrjun júlí, gæti farið þar fram. Svar nefndarinnar var' á þá leið, að fjárveiting tii vallarins nægði ekki til að ganga frá honúm svo, að þar væri hægt að halda þessa lands- keppni þar á komandi sumri. Stjórn FRÍ reit þá Laugardals- nefnd aftur og taldi, að FRÍ yrði að sjálfsögðu að sætta sig við það sama og önnur sérsain- bönd og kvaðst skilja svar nefndarinnar þannig, að íþrótta greinum yrði ekki mismunaö í þessu efni og unnið að hlaupa- brautum og stökkgryfjum vall- arins til jafns við önnur mann- virki þar. Eins og kunnugt er urðu við- brögð Laugardalsnefndar þau, að þar voru í sumar leiknir 5 landsleikir í knattspyrnu ogauk þess fleiri knattspyrnuleikir. Eins og von er, er stjórn FRÍ mjög óánægð með þessi mála- lok og telur þau sýna, aö Laug- ardalsnefnd hafi hér sett frjáls ar íþróttir skör lægra en knatt- spyrnuíþróttina. E. M- 1958 OG HUGSAN- LEGAR LANDSKEPPNIR. Evrópumeistaramót verður, svo sem kunnugt er, haldið í Stokkhólmi 19.—24. ágúst 1958. Þegar haustið 1956 beitti stjórn FRÍ sér fyrir því, með aðstoð framkvæmdastjórnar ÍSÍ, að fjárveiting var tekin upp á fjárlög, 40 þúsund krónur vegna þátttöku í E. M. 1958. Er gengið út frá, að þetta sé fyrri greiðsla og nú unnið að því að fá aðra fjárveitingu á fjárlögum 1958. Það eru því góðar horfur á, að unnt verði, fjárhagsins vegna, að senda myndarlegan hóp þátttakenda. Stjórn FRÍ hefur þegar til- kynnt undirbúningsnefnd móts ins' væntanlega þátttöku íslend inga. _ í slíkri för eru vitaskuld góo tækifæri til að koma viö og þreyta landskeppni á heimieið, t. d. við Norðmenn eða Dani. Þegar hafa farið fram vioræður við báðar þessar þjóðir og nú verður það hlutverk næstu stjórnar að halda þeim áfram og hennar og e. t. v. ársþings- ins að ákveða, hvað gera skuli í málinu. Einnig hefur komið til tals að þreyta keppni við Au.- Þýzkaland. LOKAORÐ. Hér að framan hafa verið rakin ýmis þau mál, sem stjórn Frjálsíþróttasambands íslands vann að á síðasta starfsari. Ým- islegt er þó, sem ekki hefur verið á minnst. Störfin eru býsna fjölbreytt og umfangsmikil, en margt fleira hefur þó verið áeskiiegt að gera, ef fé og aðrar aðstæð- ur hefðu verið fyrir hendi. Til þess skortir líka meiri starfs- krafta bæði innan stjórnarinn- ar og einnig hjá félögum og héraðssamböndum. Það er nú mjög í tízku að heimta allt af öðrum, en sem allra minnst af sjálfum sér. Grundvöllur íþróttahreyfingarinnar er starf- ið í félögunum. Sé það í molum stoðar ekki að unnið sé vel hjá yfirstjórninni. Því miður er ekki nægilega vel unniö hjá sumum félögum og héraðssam- böndum, og þótt víða sé vel starfað, verður að gera betur, ef duga skal. Eins og sambandsaðilum er kunnugt, hefur fjárskortur ver- ið Frjálsíþróttasambandinu mik ill fjötur um fót, en nú standa vonir til að úr þeim málum ræt ist nokkuð á næstunni, og er það skoðun þeirrar stjórnar, sem nú skilar af sér, að fé sam- bandsins verði ekki varið til nytsamari hluta en uppbvgging ar íþróttahreyfingarinnar inn á við. Víða um land, í bæjum og sveitum, biður fjöldi unglinga, sem geta orðið mikill styrkur bæði félagslega og íþróttalega, ef íþróttahreyfingin nær til þeirra. Vonandi megnar sam- bandið að hafa umferðaþjáifara í nokkra mánuði næsta ár, t. d. tvo eða þrjá menn í 1—2 mán- uði hvern, sem gætu heimsótt þau byggðalög, sem versi eru úti með kennslukrafta. Yrðu þessir menn þá um leið erind- rekar FRÍ og myndu styrkja sambandið milli héraðssam- bandanna og FRÍ. Framundan er líka Evrópu- meistaramótið í Stokkhólmi næsta ár. Þar er verkefni fyrir þá, sem lengra eru á veg komn- ir. Samt er rétt að undirstrika þau orð, sem formaður FRÍ lét falla í setningarræðu sinni á síðasta Meistaramóti íslands, er hann jafnframt því, sem hann óskaði þess að íþrótta- mönnunum auðnaðist að ná langt á íþróttabrautinni, kvaðst vona, að þeim tækist að „varð veita starfsgleði sín, lítillæti og tryggð við átthaga sína og ætt- jörð. íþróttamaður, sem. húgs- ar um. það eitt að æfa, næra sig, sofa og keppa, er þjóðfélaginu verri en dauður. Framhald á 3. síðu. norrænna frjálsíþróttaleiðtoga í Sokkhólmi UM SÍÐUSTU HELGI hittust norrænir frjálsíþróttaleiðtogar í Stokkhólmi. Fulltrúi Frjálsí- þróttasambands íslan.ds á ráð- stefnunni var Brynjólfur Ing- ólfsson, formaður F'RÍ. Ekki hefur frétzt hvaða mál voru tekin fyrir á ráðstefnunni, en í sænska íþróttablaðinu s. i. föstudag er lítillega minnst a það helzta, sem búizt var við að rætt yrði um. EKKI NORÐUR- LANDAMÓT. Blaðið reiknaði með að Norð- menn muni leggja áherzlu á, að komið verði á Norðurianda- meistaramóti í frjálsum íþrótt- um. Það býst samt ekki við að það mál nái fram að ganga, þar sem bæði Svíar og Finnar séu því mótfallnir. Þeir áiíta, að það mikið sé af mótum fvr- ir, að ekki sé hægt að bæta svo stóru móti við, auk þess muni slík keppni eyðileggja mót fé- laga. Einnig er búist við að rætt verði um aðra keppni við Balk- anríkin og einnig um keppnina í Los Angeles næsta haust. Skýrt verður nánar frá þess- ari ráöstefnu síðar. Kaupið SHELLZONE frostlög tímanleqg Gleymskan getur orðið yður dýt SHELLZ0NE froslleg Ef þér viljið vera öruggir um kælikerfið í bifreið yðar í frostum vetrarins, þá notið SHELLZONE — frostlög. SHELLZONE inniheldur Ethylene Glycol og gufar því ekki upp. SHELLZONE skemmir ekki málm, leður, gúmmí eða lakk. SHELLZONE stíflar ekki vatnskassa eða leíðslur. SHELLZONE veitir ör- ugga frostv^rnd ailan veturinn. Ollulélagið Skeljungur h.i Alþýðublaðtð vanlar unglinga til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfuöi: Grettisgötu MíSbænum. Kleppsholti Túngötu. Kárnesbraut Taiið við algreiðsluna - Sími 14900 Sendiráð Bandaríkjanna vill selja notaða Chrysler bifreið 4ra dyra Linousine smíðamár 1951. Væntanlegir kaupendur geri skrifleg tilboð á eyðublöð er sendiráðið lætur í té. Bifreiðin verður til sýnis frá kl. 10—12 dagana frá 31. okt. til 12 nóv. (nema laugardaga og sunnudaga).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.