Alþýðublaðið - 29.12.1957, Side 3

Alþýðublaðið - 29.12.1957, Side 3
Sunnudagur 29. des. 1957. A 1 þ ý » u b 1 a 91 ð ASþýöublabíð Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsín:ar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn, Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Erailía Samúelsdóttir. 1490 1 og 1490 2. 149 06. 149 0 0. Alþýðuhúsið, Prentsmiðja Alþýðublaðs ins, HverfisgötU 8—lö. .V, Ræða Lesters Pearsons í Osló: Arið 2057 Á AI>Fi\iSÍG ADAG brá einn af starfsmönnum Morgun- blaðsins sér í. langferð til ársihs 2057 með Gíslá Halldórs- syni verkfræðingi. óg leserrdurnir fengu auðvitað að fylg'j- ast með. Þetta var skemmtilegasta ferðalag, enda er Gísli Halldórsson snjall og hugmyndaríkur ritböfundur. Lætur hann margt merkilegt gerast í frásögninni ög hefur meðal annars þær fréttir að segja, að kommúnísminn sé liðinn undir lok érið 2057. Hann þoldi ekki auknar samgöngur, fréttaþjónustu og kynni .meðal allra þjóða heims og betri menntun almennings — varð með öðrum orðum heima- skítsmát! Um þetta segir orðrétt í ferðasögu Gísla Halldórssonar og Þorsteins Thorarensens til frámtíðarinnar. „Bylting þessi varð kringum aldamótin 2000, með nokkru öðru móti en kommúnistar höfðu ætlaö. Um leið og velmegun <qg almenn menning jókst í ríkjum þeiri'a, ri'su upp háværar raddir um meira athafnafrelsi og hugsana- frelsi en þar hafði tíðkazt. Þjóðii’nar fundu, að án fx'eJsis einstaklinganna g'at enga sanna lífshamingju. Og þær slitu af sér hlekkina. Þrælabúðirnar voru rifnar og í öllum lönd- um heims var leitazt við að afnema þá lagasetningu, sem óþarflega dró úr frelsi manna. Hin.lamandi hönd sósíalism- ans og þeirrar ofstjórnar, sem gerði alla jafna í fátækt en ekki rxkidæmi, er þannig fyrir löngu visnuð. Með gjörbi’eyttu skattafyrirkomulagi og minnkuöum ai- skiptum ríkisins og bæjarfélaga af atvinnurekstri var al- menningi gert mögulegt að taka þátt í rekstri hlutafélaga og hagnýta starfsorku sína og hugmyndagetu til hins ýtr- asta. Alnienningur á íslandi unir þessu vel og telur sig far- sælli en íslendinga 1957, sem við teljum að hafi búið v:ð óþolandi ofstjórn og slíka skattakúgun að nægja myndi til að draga stórlega úr framtaki og auðsköpun þjóöarinnar". Hér er reynt með oi'ðalaginu að dylja sannleikann, en samt liggur í augum uppi, hvað Gísli Halldórsson á við. Hann boðar starfsmanni Morgunblaðsins, að jafnaðarstefn- an og samvinnuhreyfingin muni hafa unnið sinn framtíðar- sigur árið 2C57. En eitt vantar í spádóminn. Hvað varö uni Sjálfstæðisflokkinn? Ofstjórnin 1957 er honum að kenna öllum flokkum fremur. Hann ber stærri ábyrgð á þeim ósóma en kommúnistar, enda mátt sín ólíkt meira um landsstjórnina undanfarna áratugi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikizt um að létta skattabyrðunum af þjóðféiags- . þegnunum og atvinnufyrirtækjunum og ekki látið sér til hugar koma að gera almenningi kleift að taka þátt í rekslri hlutafélaga. Hann hefur verið sama dauða höndin og Gísli Halldci'sson eignar kommúnismanum í samtali sínu við Þorstein Thorarénsen. Hvað ætli bíði slíks flokks árið 2057, ef spádómur Gísla rætist? Á það er ekki minnzt í Morgun- blaðsgreininni á aðfangadag. En lesandinn getur svo sem gert sér svarið í hugarlund. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að fylgja kommúnismanum í glatkistuna. íslendingar ársins 2057 losna þannig við öfgarnar til hægri og vinstri. Og þá kemur framtíðarríkið góða til sögunnar. Gísli Halldórsson er ekki aðeins skemmtilegur maður og' ritfær. Honum lætur einnig vel markvís og tímabær ádeila. Hér hefur hann sagt sínum gamla flokki eftirminnilega til syndanna. Þorsteinn Thorarensen skildi aðeins orðanna hljóðan og kom henni dyggilega á framfæri. En lesendur Morguriblaðsins vita á hverju er von árið 2057. Þá verður flokkur sýixdarmennskunnar og ofstjórnarinnar genginn fyrir ætternisstapann með kommúnistana að förunautum. Alþýðublaðið vanlar unglinga til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: Laugarási Skjólunum, Vogahverfi, Kleppsholti. Talið við afgreiðiluna - Sími 14900 ur eð FRÁ ÞVÍ árið 1945 hefur sennilega verið meira um frið talað en nokkru sinni áður í sögunni. Oft eru þau orð falleg og áhrifarík. En samtímis bví sem við biðjum öll um frið, styðjum við ekki alltaf að sama skapi þá stjómmálastefnu, sem eykur friðarlíkurnar eða afneit um þeim stjórnmálastefnum, sem draga úr þeim. Við óskum eftir okkar sérstöku gerð af friði og eftir þeirri aðferð. sem •við teljum okkur bezt henta. • Eft'riú í dag standa þjóðirnar andspænis sömu úx’slitakostun- um og áður voru settir einstak- lingum,— friði eða tortímingu. Líf þjóða og ríkja getur ekki, fremur en líf eínstaklinganna, grundvallast á valdi og vilja einhvers aðila, hvei'su voldug- ur sem hann kann að vera, það vei'ður að byggjast á-samstöðu og samheldni þjóðaheilda og að þv.í hlýtur að koma, að öll ríki verði irinán þeirrar heildar. Yfirgangssamt og ránhneigt ríki vei'ður ekki þolað nú frem ur en ránhneigður einstakling- Ul'. Vandamál okkar er að sama skapi auðsætt og það er tor- ieyst: Hvernig getum við skap- að frið og örvggi á grundvelli, sem er að treysta. Erindi mitt er það eitt að leggja fram riokkrar hugleiðingar um það, sem ég lialla hinn fjói-þætta frið, — frið og viðskipti, frið og vald, frið og stjórnmál og frið og þjóðir, sagði Lester Peai'son. FRIÐUR OG VIÐSKIPTI. Sjónarmið manna varðandi samband friðar og viðskipta hefur mjög breytzt síðasta mannsaldurinn. Á þessari öld höfum við koniizt að raun um að það sem ræður atferli ein- staklinga og þjóða er marg- slungið og vandskýrt, og einnig bað að hvorugur aðilinn getur hlotð efnahagslegan ávinning fyrir stvi'jöld. Hvað svo sem bað er, sem knýr nútímaþjóðir út í styrjöld, er útilokað að það sé eiginhagsmunastefnan. Þjóð irnar fara ekki framar í stríð viðskiptanna vegna, en hins vegar getur viðskiptakreppa átt jsinn þátt í því að til styrjaldar dra.gi, þótt samhengið kunni að vera flókið. Ekki eru nema ein tuttugu ár síðan að fátæktin var talin siélfsagður hlutur í meiri hiuta heims. Nú vilja múgmilljón- imar í Asíu og A.fríku ekki ieng ur sætta sig við nýlendustjórn, eymd og fátækt sem óumflý.j- gnlegan örlagadóm. Ef til vill er þar um að ræða afdrifarík- ustu breytinguna á sambúð þjóða á vorum dögum. Langæ fátækt og neyð er í dag mun djúplægari og þýðingarmeiri orsök að átökum í alþjóðamál- um og aukinni styrjaldarhættu eri nokkru sinni fvrr. Hins veg- ar getur friðsamlega aukin vel- niegun þeirra þjóða, sem fyrir Skömmu hafa rlotið freLþ auk ið mannkyninu mótstöðuafl gegn styrjöldum. Ég álít að okkur hætti til þéss nú að vanmeta gildi frjálsrar verzlunar fyrir góða sambúð meö öllum þjóðum. Sú vísinda- ltga og tæknilega þróun, sem gert hefur stvrjaldir svo ólýs- anlega hræðilegri hefur einnig fært okkur nær hvert öðx'u og gert alþjóðlega hlutvei'ka- og starískiptirigu mikilvægari fyr- . ÞETTA er útdrótf.m- ur. \ ræðu þetrri, er Leaster Pear- ^ \ son flutti í Osló, er Jxann • \ veitti móttöku friðarverð-^ S lannum Nóbels nú í vetur, og ^ S er hann þýddur úr „Arbeid- ’’ S erbladet“. i \ : ir stjórnmálalegt jafnvægi en nokkru sinnj fyrr. Raunar hefur aiáðst mikill árangur á þvrsviði síðan styrj- öld lauk: nú eru Evrópuþjóðir að koma á hjá sér sameigmleg- um markaði og fríverzlunar- svæði í því sambandi, en á slíkt mundi hafa verið litið sem ó- ■ Lester Pearson raunhæfa óskhyggju fyrir fáum árum síðan. Er það þá óraunhæfara að gera ráð íyrir víðtækara fram- haldi á þessari efnahagslegu samvinnu? Er ekki tími til þess kominn að slík samvinna nái yfir höfin, og rifnir verði að minnsta kosti niður múrar á milli dollaralandanna og þeirra sem annan gjaldeyri hafa, en þeir múrar hafa, næst járntjald inu, valdið mestu um sundrung þjóðanna eftir styrjöldina?? ? Á vorum dögum er öruggt, þjóðlegt lýði'æði grundvöllur að almennri, aukinni velmegun og try.ggingu fyrir því að ekki verði um of munur á fátækum og ríkum. Eins er það að við koraum ekki á friði í heimin- um nema félagsleg og efnahags leg þróun verði að minnsta kosti ekki til að auka bilið á milli fátækra þjóð'a og ríkra. En til þess að slíkt jafnvægi megi skapast þarf verzlun og viðskipti að vera eins frjáls og frekast er unnt. FRIÐUR OG VALD. Sérhvert ríki hefur ekki að- eins rétt, heldur skyldu til að sjá svo um varnir sínar, sem það telur sér bezt henta, nema ekki á kostnað nágrannaríkj- anna. Slíka skyldu verður að meta eftir. efnahag, en fleira kemur til greina. Það á einkum við um smáríkin að hervarnir þeirra komi ekki að neinu haldi nema þær séu tengdar vömum stærri vinaþjóða. Því eru varn arbandalög nauðsynleg í veröld vox-ri, en þau víkka líka vett- vang styrjalda, ef til kemur, þótt tilgangurinn sé að forða styrjöld, þar sem sameinaður herstyrkur geti komið í veg fyr ir árás annara, vegna vona um auðunninn sigur. Ennfremur getur • vald sem slíkt bandalag leggur grundvöll að, í því skyni að tryggja sitt eigið öryggi, orðið til þess að draga úr öryggi annara þjóða. E‘r þá komið í illan vítahring. Fyrr meir lauk honum með styrjöld. Vopn, gei'ð af ótta og fyrir alþjóðleg átök, hafa aldrei varðveitt friðinn nema takmark að tímabil. Þá getur bezt til tekizt ef vopnin veita okkur nokkui'n frest til að leita grund vallar að eins konar öryggi, er leitt gæti til afvopnunar. Væru Sameinuðu þjóðimár virk öryggisstofnun, myndu öll slík bandalög ónauðsynleg og bá ekki heldur æskileg. En gæt um við ekki, með Sameinuðu bjóðirnar að bakhjarli, komið á beirri valdastofnun, er — sam- kvæmt umboði allsherjarþings ins — geti sett niður deilur smærri ríkja og komið í veg fyr ir að þær breiðist út? Alþjóðlegi herinn sem send- ur var til Egyptalands á veg- um Sþ í fyrrahaust var að minnsta kosti fyrsta tilraunin til að f.ylgja alþjóðlegri sam- þykkt eftir með alþjóðavaldi. Þessi her hefur haldið friði nckkurn veginn á landamærun um, þar sem ófriðlegt hefur ver ið, og haft eftirlit með vopna- hléssamningnum. Ekki skal þó ýkja þýðingu þess sem unnizt hefur, — enn er þar ekki um varanlegan frið að í'æða, og jnn an Sþ er ekki fullt samkomu- lag um beitingu herafla þessa í framtíðinni. Valdið er okkur ekki fi'amar til neinnar varnar, þar eð eng- um vöi'num verður við komið gegn kjarnorkusprengjum og flugskeytum. Evðileggingar- orka þessara vopna hefur gei't þau ónothæf, vegna þeirrar tor- tímingar, sem hún getur komið af stað. Þess vegna er friður- inn byggður á jafnvægi óvissu og ótta. En friðurinn verður áð vera eitthvað meira en hræðsla við alheimssjálfsmorð. Þess vegna er valdbeitingin ekki öf- uggasta ráðið til friðar, heldur að fjarlægðar séu hugsanlegar stvrjaldarorsakir og gerðir al- þióðlegir samningar, sem repnt geti traustari stoðum undir Framhald á 9. síðu. ’ Átthagafélag Kjósverja Jólatrésfagnaður fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra verður 1 í Skátaheimilinu fimmtudaginn 2. janúar kl. 3,30. Þátttaka tilkynnist í síma 33667. Stjórnin. !

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.