Alþýðublaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 3
Þriðjiidagur 21. janúar 1958 AlþýðnblaðlS 3 Alþgúuhlaöiö Útgefandi: Ritstjórí: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsíniar: Auglýsinga sími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðufiolskurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 1490 2. 14906. 149 00. Alþýðuhúsið. Prentsxniðja Alþýðublaðs ns. Hverfisgotu 8—10. Smákonungamir í Reykjavík ■BiKYKJ&VÍK líkist að ýmsu leyti 'Noregi til forna áður en hann varð allsherjaxríki. Þá skiptisl landið í mörg smá- ríki, sera smákonungar drottnuðu yfir. Þeir börðust hver gegn öðrum, en útgjöld átakanna urðu landsmenn að greiða. Þar- ríkti svökallað framtak einstaklingsins, en þótti gefast illa. SjáMstæðisflokkurinn hefur svipaðan hátt á uto stjóm. Reykjavíkuríbæjar. Her er að vísu allsherjarríki í orði kveðnu, en fyrirkomulag norsku smáríkjanna segir til sín í verki. Afleiðing þess er sú, að hver höndin reynist upp á móti aimarrí í framkvæmd af þvt að heiHarstjórn og skipu- lag.vantar. Glöggt dæmi þessa eru memsirnir með ávísanaheftin, Þeir gegna í dag sama hlutverki í Reykjavík og smákon- ungamir í Noregi forðum. Menn þessir ráða yfir fámenu- om liópnm, sem annast eiga þessar og hinar framkvæmd- ir. l»eir ímýnda sér, að þeirra sé valdið og dýrðin, láta ntikið hera á ávísanaheftunum og eru ósparir á útgjöld bæjarfélagsins, en verk þeirra falla ekki í neina heildar- mynd og eru þess ve-gna. furðuleg tiltínsla. Afleiðing þessa er sú, að A fyrirskipar að leggja götuspotta eins oghonum þóknast og heldur að vel fari á. ,Þvi fær hann við komið me® ávísanaheftið sem embættistákn. En svo ber B að, og liann vill Játa vinna verkið með allt öðrum hætti. Þá fyrirskipar hann vinmtihóp sínum að rífa niður allt það, sem A lét gera. Loks kemtir € á vetívang, og hann hefur enn eina skoðunina á þv í hvernig haga skuli fram- kvæntdinni og veifar .ávísanaheftinu. Þá er öðm sinni rlfið rdður, og B sætir sömu meðferðinni og A. En áfleið- .iag þessa fyrir samfélagið ,er þreföld útgjöld. Sumir vilja konna smákonungunum þessa óhæfu. Það er ,út af fyrir sig rétt. En þeir hafa mikla afsökun eins' og norsku srfikonungarnir til forna. Og meginábyrgðin er auð- vitað hjá þeim HaraJdi hárfagra, sem stjórna á allsherjar- ríkinu, en er ekki þeim vanda vaxinn. Sjálfstæðisflokkurinn -vill haifa smáríkin í Reykjavík til að gera smákonungunum til hæfis og leyfa þeim að ]ifa í þeirri ímyndun, að þeir séu stórir karlar. En það eru þeir alls ekki. Sannarlega er ósig- ur'-en ekki sigur að því fyrir smákonung, að næsti maður rfifi niður það, sem gert hefur verið. Og fyrir samfélagið nær engri átt að eína með þessu móti til m-argfaldra út- gjalda. Þannig er fundin ein aðalskýringin á því, hvað Sjálfstáíðisflokknum heízt illa á fjármunum borgaranna. Ö'nnur afleiðing þessa er svo auðvitað sú, að fram- kvænndirnar taka miklu lengri tíma ea vera þyrfti. SMpöIagsleysið segir til sín. Og það er ennþá átakan- legra vegna þess, aft Reykjavíkurhær hefur í þjónustu sinni fjölmarga sérfróða skipulagsfrömuði. En þeir sitja í skrifstofum 'við að teilma og móta þær framkvæmdir, sem ti! verða í þremur og f jórum atrennum smákonung- anna. Það vantar ekki, ,að þeir kunna til þess verks að l>úa át sýningu eins og Ðærinn okkar. Hins vegar ráða þeir ekki við framfevæmd gatnagerðarinnar ög skipu- lagsmálanna. Þar mega smákonungarnir &ín meira. Reykjavík er sem sé smáríki þeirra, en ekki allsherjar- ríki. Yer'kefnið er að taka ávísanaheftin af þessum smáfeon- ungum og segja þeim fyrir verkum. Þá myndu Reykvík- ingar losna við þessa blóðtappa í æðaberfi höfuðhorgar- innar, fjánnunir og vinnuafl sparast og framkvæmdirnar táká inun styttri tima en nú er. Þá væri með öðrum orðum feómið til sögunnar allsherjarríki í Reykjavík. En því þarf eínhver annar að stjórna en sá Haraldur hárfagri, sem nú lætur.smákonungana fara sínu fram og ber þannig ábyrgð á óstjórn Iteykjavíkur. Aiþýðublaðfö vantar unglitiga til að bera blaðið til áskrifenda i þessum hverfum: Tjamargötu, Laugavegi Grímsstaðaholtí lalið við afgreiðsiuna - Sími 14900 ( Utan úr Keimi ) MEÐAL almennings á Vest- ur-Þýzkalandl og blaðamanna um öll Vestu-rlönd vekur þaö nú mikla athygli, að á Neðra-Sax- landi, — en þár gætir nú sívax- andi áhrifa nýfasismans svo- nefnda, — hefur dómsvaldið gert ítrekaða tilraun til að hefta frjálsa blaðamennsku og beitt þar fyrir sig lagaákvæði. sem í rauninni á ekkert skyit við prentfrelsi eða blaðamennsku. Blaðamaður sá, sem varð fyr- ir barðinu á yfirvóldunum í Neðra-Saxlandi, heitir Wolf- gang Stiller, og á mál hans sér allanga forsögu. Stiller þessi er starfandi baðamaður í Wiíisen, smáborg á Neðra-Saxlandi, og hefst sagan á því, að hann komst á snoðir um hneyksli nokkurt i sambandi við embæít isstétt borgarinnar. Haíð: það vitnast um einn mjög háttsett- an embættismann, að hann not- færði sér aðstöðu sína til þess að beita ósæmilegustu þvingun við eina afskrifstofustúlkunura, fór fram rannsókn í málinu, og var vitanlega mjög mikið skegg rætt og skrafað um það í siíkri smáborg. StiIIer tókst að fylgjast með málsmeðferö allri, og birti alt það, er honum þótti helzt máli skipta. Tóku þá ýfirvöldin rögg á sig og reyndu að grafast fyrir hvaðan hann heföi upplýsingar sínar. Eftir vesturþýzkum lög- um er hverjum opinberum emb ættismanni með öllu óheimilt að yeita blöðum nokkrar upp- lýsingar varðandi embættis- störf eða annað það, sem gerist í embættisskrifstoíunni, hvort heldur um starfsmenn ríkis eða bæja er að ræða. ORUNURINN REINIST VI> VISSRI PERSÓNU Brátt beindist grunur yfir- valdanna að embættismanni ti nokkrum, lágt settum, en hon- ura veittist tækifærí til að hreinsa sig af þeim áburði'meo eiði. Yfirvöid þau, sem með á- kæruvald Xara, drógu samt eið- festa yfirlýsingu hans í efa og i létu höfða gegn honum málsókn varðandi meinsæri; var Stiller j þá stefnt fyrir rétt til að bera vitni. Hafði þá líka smám sam- an komið á daginn, að allur til- ! búnaðtir málsins miðaöist við það eitt að skapa dóms tordætni, um lagalegan rétt jTirvaldanna J til að krefia blaðamenn sagna ■ um hcimildir. j Stiller lýsti yfir þvi við dóm- arann,—sem samkvæmt þýzk-j um réttarvenjum er að nokkru leyti ákærandi, — að hann gætj ekki orðið við þeirri kröfu að segja til heimildarmanns snís,1 en hins vegar væri hann fús að sverja þess eið, að það hefði í ekki verið sá ákærði. Vann Still er því næst eiðinn. Er því var lokið tilkynnti dómari honum að hann hlyti fimm hundruð marka sekt fyrir að vilja ekki skýra frá heimildum, og sex mánaða varðhald í ríkisfangels- inu í Lúneborg, á meðan hann væri að ráða við sig, hvort hann ætti að þegja um heimildir eða segja. Og svo var Stiller, sem ekki hafði neitt aðhafst umfram það, sem hver blaðamaður piundi telja sér rétt og skylt, fluttur úr réttarsalnum beinustu leið í ríMsfangelsið og settur í klefa með óbótamanni. ALMENNINGSÁLITIÐ GEGN- YFIRVÖLDUNUM En nú barst fréttin um með- ferðina á Síiller um allt Vest- ur-Þýzkaland og vakti hvar- vetna mestu andúð og gremju. Sýndi almenningur Stiller mikla samúð: hins vegar fékk ; Hellweg ríkisstjóri á Neðra- Saxlandi og nýfasistarnir þar 6- spart orð í eyra fyrir að vjlja beita blaðamenn bolabrögðum og færa prent- og málfrelsi í fjötra. Þegar svo var komið að Stiller var orðinn dáðasti íangi á Vestur-Þýzkalandi, borðu yf- irvöldin á Neðra-Saxlandi ekki annað en setja hann í einka- klefa, en samtök vestur-þýzkra skattgreiðenda létu bera hon- um þá orðsendingu, að hann mætti treysta aðstoð beirra. Það hefði því verið tilvalið sem dómsfordómsmál varðandi prentírelsi á Vestur-Þýzka- landi, þegar lögfræðilegL'r ráðu nautur Stillers, Krögar, fyrrver andi dómsmálaráðberra í Ham- borg, fór þess á leit. við hæsta- rétt að þar yrði gefinn út úr- skuröur í málinu. En þeSsi um- leitan varð hins vegar til þess að Stiller var skyndilega látinn laus. Hæstiréttur vildi engan úr- skurð kveða upp varðandi prent frelsi og strfsrétt blaðamanna,. en kvað Stiller sýknan sam- kvæmt 55. grein vesturþýzkra hegningarlaga, þar se msegir að að neita að bera vitni, sé málið hverju stefndu vitni sá heimili þanng vaxið, að viðkomandi geti með vitnisburði sinum tal- izt eiga á hættu að ákæra sjálf- an sig fyrir refsivert athæfi. EKKI ÞAR MEÐ BÚID Að ráði málafærslumanns síns lét Stiller sér þennan sýkh- uiiárúrskurð lynda, enda þótt hann kæmi raunverulega ekk- ert við máji hans. Og málinu er ekki heldur þar með lokið. Nú hefur borgarstjór inn í Winsen ákveðið að höfði mál gegn „óþekktum" sakborn- ingi, en þar með fær hann tæki færi til að fyrirskipa lögreglu- rannsótkn oð stefna Wolfgang Stiller enn fyrir rétt. EFTIR að hafa verið átta ár í minnihluta á þingi tókst Verkamannaflokki Nýja-Sjá- lands að ná meirihluta í í'uil- trúadeildinni í kosningum s. i haust. Meirihluti flokksins er sá naumásti, sem verið getur, aðeins 2 sæli. Enginn skyldi ætla, að Verka mannaflokkurinn eigi sigur sinn að þakka sósíálisma flokks ins. Sósíalistiskar skoðanir eiga að vísu griðland í verkalýðs- hreyfingu landsins, en meðal ráðamanna Verkamannaflokks- | ins er þær ekki að finna, frá ' því Jöhn A. Lee rak hóp manna ' úr flokknum og bar þeim á j brýn klofningsstarfsemi. Síðan hefir flokkurinn verið reikull og forustulaus. Hvernig mátti það verða, að flokkurinn náði meirihluta? Höfúðástæðan er vafalaust stefna íháldsmanna í lánsfjár- málum. íhaldsmeun höfðu keypt inn mikið magn af lúx- usvarningi, töpuðu smám sam- an lánstrausti í London og sáu loks það eitt ráð að takmarka láilsfjársstarfsem Ina með þvi aö hækka forvexti. Þetta varð til þess að fjölmargir smáiðh- aðarmenn og smásalar snerust til fylgis við Verkamannaflokk- inn. En erfitt var að finna nokk urt ágreiningsatriði í kosninga- stefnuskrám t’Iokkanna. íhaldsmenn toku upp á sína arma kenningu Verkamanna- flokksins um velferðarríkið. Báðir flokkarnir voru sammála um, að skattar væru teknir af kaupi jafnóðum og ];>ess væri aflað. Tiilögur íhaldsmanna um skattaívilnanir vorú greinilega gerðar til þægðar auðmönnum, þótt verkamenn ættu einnig að fá nokkra leiðréttingu sinna mála. Verkamannat'Iokkurinn sá sér leik á borði og lofaði að 100 sterlingspund af tekjum manna skyldu vera algerlega skattfrjáls. Þetta hafö’: mikil á- hrif á óákveðna kjósendur. Sósíalistar Nýja-Sjálands urðu sér til ævarandi skammai’, þegar Verkamannaflokkur landsins varð síðastur siíkra flokka í Brezka samveldinu, til þess að lýsa yfir samstöðu við enska Verkamannaflokkinn í Súezdeilunni. Stefna enskra sósíalista í því máli var skýr og afdráttarlaus og jhafðt áhrif á afstöðu Sameinuðu. þjóðanna. En hún virðist engin áhrif hafa haft á kosningamár í Nýja-Sjá- landi. Þar voru utanríkismál eSsfei nefnd í kosnineabaráft- unni. Verkamannaflokkuriiin þar er þó fylgjandi upptöku hins kommúnistiska Kuna í Sam einuðu þjóðirnar og styttingu herskyldutímans. Margir búast við því, að Verkamannaflokk- urinn geti ekki leng; stjórnað landinu með aðeins tveggja sæta meirihluta á þíngi, og þing rof sé skammt undan, en trúleg- ra er, að flokkurinn muni gera allt, sem hægt er til að hanga við stjórn út kjörtímábilið. Tribune. 1 Kosningabaráttan hafin vestra. CHIC-AGO, mánudagskvöld. Eisenbower Bandaríkjaíorseti lýsti yfir því í ræðu í kvöid, áð bann væri ákveðinn að hafa vamir Bandaríkjanna svo öft ugar, að þær gætu slaðið af sér hverja þá hættu, sem stafað gæti af Sovétríkjunum. Ræð& ]>essi var upphaf kosningabar- áttunnar af hálfu repúblvkana; en kosið er til þings á hausti lcnmanda. ..JS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.