Alþýðublaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. janúar 1958 AlþýSublaSiS Siuiaudágur. . . . Einu sinni á ári eða svo herði ég mig upp í að fara á miðdegissýningu í bíó á síinnudegi. Þetta geri ég til að kynnast svoiítið um- gengnismenningu barna og unglinga. Það eru ekki skem-mtileg kynm undir þeim Jcringumsiaéðum. Smá- fólkið — nú og raunar er það ekki allt smátt — er ytfirleitt allt of hávað'asamt, kærulaust í framkomu og tiilitslaust. Ungiingarnir hugsai yfirleitt ekkert um þá, sem vera kynnu 1 húsinu og vilja hlusta á tal eða tóna í myndinni. Spark, sköll og skruðningar ganga oft úr hófi fram. Yfirleitt setur uppivöðslu- bragur svip á framkomu ung linga út á við, á samkomum, í strætisvögnum og á götum úti. Þetta er þeim mun leið- ara, ssm börn og uhglingar eru manndóms- og myndar- leg í útliti, vel krædd og táp- mikiL Og innan við skrápinn eru unglingarnir nú á dögum prýöilegasta fólk, dúgmiklir, velviljaðir og góðir í sér. — Þetía finna allir, sem um- gangast unglinga að stað- aldri. Hinu ber ekki að neita, að þeir kunna alis ekki að komá fram, hvorki hverjir við aðra né heldur á manna- mótum. Þeir eru einhvern- veginn úr reipunum. Auðvit- að er þetta gelgjuskeiðsein- kenni, ekki aðeins á þeim sjápum, heldur einnig á bæj arlífinu. Ungiingur, sem treðst inn í strætisvagn á undan konu með barn á hand Iegg, ætlar sér í rauninni ekki að vera dónskur og vondur, hann er aðeins hugs unarlaus. Uppeldið hefur ekki náð tii þessa atriðis. Hér eiga allir hlut að máli, bæði hinn almenni borgari, skólar og Iögregla. Börnum og unglingum á ekki að leyf- ast að troða sér eldri um tær, ekki vegna þess að þau séu litilsvirði, heldur vegna hins, að með því setja þau Ieiðinda brag á skemmtilega og gjör- vulega æsku. Skemmtistaðir’ kvikmyndahús ekki síður en aðrir, eiga ekki að leyfa ung- Iingam að böðlast áfram öð’r um til ama og leiðinda. Þetta er rniklu meira uppeldisatr- iði og þjóðarbragsmótun en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Mánudag'ur. . . . Ég drakk siðdegiskaff- ið á all'fjölsóttum stað'. Þegar ég var að ganga út, sá ég einseyring liggja á gólfinu í ganginum. Fjöldi manns hafðl áreiðanlega fariö þar um án þess að viija hafa fyr- ir því að beygja sig eftir hon um. Ég hirti hann af því að lítill drengur, sem ég þekki vel, safnar einseyringum sér tií gamans. Peningurinn var sp&gilfagur. Ég leit á ártalið á honum. Mig rak á roga- stanz. Á honum stóð 1957. Ég hafði ekki hugmynd um að enn væri verið að slá þessa smámynt. Það eru mörg ár síðan ég heýrði ein- hvers staðar eða las, að ell~ efu aura kostaði að slá hvern einseyring. Hvers vegna er enn verið að framieíða þetta, sem öllum er fyrir löngu orð- ið gersamlega sama um? Það hlýtur að kosta mikið í vinriu að handfjatla telja og reikna með þessum krílum sem eng- inn hirðir lengur um. Það hlyti að vera þjóðthagssparn- aður að því að láta einseyr- ingana hverfa úr urnferð. En það mætti nú víst segja um koparmvntina yfiríeitt. Og hver hugsar um að spara? Þríðjudagur. , . . í dag átti ég að vitja um ákveðinn hlut á vinnu- stofu og hafði svo verið ráð fyrir gert að hann yrði þá tilbúinn. Að vísu var búið að lofa hlutnum fyrir viku, en þá var hann ekki til. Nú kom ég á tilsettum tima, en allt fór á sömu leið: hlutur- inn var því miður ekki til- búinn enn. í rauninni ætti maður að vera farinn að venjast slíku, svo mjög sem það tíðkast nú að standa ekki við gefin lof- orð, en samt er það svo, að maður verður alltaf heitsár, þegar það stendur e'kki, sem ákveðið hefur verið. Annars er þessi svikalenzka að verða þjóðarlöstur, og það kann áreiðanlega ekki góðri lukku að stýra til lengdar, ef þessu heldur svona áfram. Miklu nær er fyrir menn að lofa ekki en svíkja vitandi vits. Þessi eilífu svik sljóvga orð- heldniskennd allra, bæði þeirra, sem svíkja, og eins hinna, sem gera ráð fyrir að verða sviknir. Getur þetta þá ekki endað nema á einn veg: að enginn taki mark á neinum. — En kannski er það allt í lagi. Hvers vegna skyldi maður endilega þurfa að taka mark á meðbræðrum sínum? Miðvikuclagur. . . . Myndin, sem farið var að sýna á Austurbæjarbíó í í dag, er bráðskemmtieg og næsta frábrugðin venjuleg- um bíómyndum. í henni er engin kvenpersóna, sem máli skiptir, engin ástar- ,,sena“ eða elskendaþáttur. Hún gerist eiginlega öil um borð í flutningadalli, sem nefnd er „Skjólan“ af skip- verjum, og eru manngerðir gizka vel mótaðar og leikur- inn prýðilegur. Þetta er eig- inlega ágætis leikrit og dramatískt ris í atburðarás. Þótt alvara sé á ferðum, er fyndinn blær yfir öllum aí- burðum og margt grátbi'os- legt. Og myndin rís vel í end ann. En hléin á bíóunum eru frámunalega hvimleið. Hve- nær skyldi þessi ómenningar bragur taka endi hér á landi? Þeir, sem ekki gata setið tæpa tvo tíma og horft á kvikmynd án þess að ryðj- ast út til að reykja eða bryðja sælgæti, ættu að leita læknis. Það er eitthvað meira en Htið bogið við þá. Fimmtudagur. . . . Alþýðu’blaðið í dag birtir erindi Guðmundar Jónssonar söngvara uffl dag- inn og veginn. Það er góðra gjalda vert, rabb hans er skemmtilegt, og sumt af því orð í tíma töluð. En róm- brigði Guðmundar prentast ekki, því er nú verr. Ég held fáir séu eins skemmti- Iega fyndnir í rómnum og neyðarlegir, ef því er að skipta, og Guðmundur, þeg- ar hann þylur í hljóðnem- ann. Það er ekki öllum geíið að leika svo ynnilega með. röddinni einni. Harm beinlín is hlær fram oröin og skopr- ar þeim alla vega út úr sér, svo maður kemst í gott skap við það eitt að 'hlusta á xiutn- inginn. Ekki er vetur gamh alveg dauður. Þetta er nú rneiri veðurofsinn. Mér skilst af veðurfregnum, að þetta stafi allt af því, að lægð sé við norðurströnd landsins, en hæð við suðurströndina. — Stormurinn hefur þvx hreint ekkert tilhlaup, heldur spýt- ist beint úr hæðarhræsvelgn um og tætist yfir okkur hér um slóðir með þessu dauð- ans offoi'si. VeoUrgnðirnir eru sýnilega á móti þessu kosningabrambolti, menn haldast ekki við áróðurinn fyrir ofsa! Hvað vilja lika þessir kosningablásarar vera að etja kappi við veðurguð- ina! Tæplega verður sagt, að hið nýja framhaldsleikrít Agnars Þórðarsonar í útvárp inu hafi bvi'jað með neinurn gný. Fátt var frumlegt í fyrsta kaflanum og lítill veg- ur í efni, en sumt heldur „billegt“. Þessi smáborgara- fjöskylda var eiginlega aítur ganga úr ýmsum þátturn og bókum. En ekki er þó sann- gjarnt að dæma hari svona í byi'jun, fá kurl eru enn komin til grafar. Flutningur leikenda var ágætur, sérstak leg'a „hjónanna“. Þein'a þátt ur var drjúgum betri en höf- undar. Föstiulagm*. . . . Það þýðir víst ekki annað en minnast á kosning- arnar. Nú eru allii' faimir að ræða um þær, og þá hætta menn að vera fýndnir og iétt ir í máli. Það þykir ekki hlýða að tala um kosníngar í léttum tón, nerna þá kann- ski löngu seínna, þegar mesta alvaran er íarixx að fyrnast. Samt býst ég við, að margir lesi kvæði, Té>masar, Kosningar, sér til ánægju enn, jafnvel í sjálfri kósn- ihgavikunni. Miklum penmgum, vinnu og taugaró er jafnan sóað í kosningum, og mætíj sjálf- sagt margt þarflegra við þau verðmæti gera. Þótt nýju kosningarlögin séu sjálfsagt spor í rétta átt, koma þau ekki í veg' fyrir suhí hvim- leiðustu lætin. Néi, tillaga mín er enn sú’ sama: Það á að banna allan áróðiu*, bíla- akstur og ómenningarlæti í sambandi við kés'öih-gar, exi sekta kjósendur fyrir að neyta ekki atkvæðisréttar síns. Þá nxundi mai'gt spar- ast, sem fer forgörðum, og ekki síður sjálfsvirðing, liug- aiTÓ og æra en beinvr fjár- munir. En guð hjá-lpi mér, nú er ég farinn að gera lítið úr öll- um dugnaði pólitíkusanna! Hvað ætli 3. síðan, — nú og Sextugur í dag: Ingimunctur Hjorjeitsson. RÉTT um miðjan vetur fyrir sextíu árum — 21.1 1898 •—| fæddist í þennan heim austur [ á Sandaseli í meðallandi Ingi | mundur Hjörleifsson núver-' andi verkstj. hjá Bæjarúígerð Hafnarfjarðar. 10 ára gamall fluitist hann að austan að Sel skarði í Álftaneshreþpi, en tveim árum seinna að Görðum í Garðahreppi, en alfluttur til Hafnarfjarðar 1916 og síðan — - í rúm 40 ár — hefur hann bú- ið hér í firðinum. Ekki þarf að kynna Ingi- rnund fyrir Hafnfirðingum því það hvgg éy að þeir þekki hann allir að góðu einu. Eftir að hann fluttist íil Hafnai'fjarðar, stundaði hann algenga vérkamannavinnu og sjómennsku, en nokkru eftir að Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar var stofnuð, gerðist hann starfsmaður hennar og hefur um mörg undanfarin ár verið verkstióri hjá fyrirtækinu. Var það nrikið happ fyrir Bæjarútgerðina, að valdir menn réðust þar jafnan í hvert sæti, og hygg ég að eng um öðrum sé rangt til gert, þótt fullyrt sé að sæti Ingi- mundar hjá fyrirtækinu hafi jafnan verið vel skipað. Þeir og þær, ungir og gamlir, er nú margt að tölu til. sem hann hefur haft yfir að segja und- anfarna áratugi, og má segja með sanni, að vel mun hon- um hafa látið, að segja öllum þessum fjölda fyrir verkurn. Það er oft ei'fitt fyrir verk stóra að komast árekstralaust frá verkstjórastarfinu, þegar hann þarf bæði að vera trúr sínu fyrírtæki og ganga aldrei á " rétt fólksins. En þetta hvort tveggja hefur Ingi- mundi tekist með ágætum — húsbóndahollur og góður sínu undirfólki. Plann hefúr jafnan haft verkstjórn meö saltfisks- og skreiðarverkun Bæjarútgerð- ar Plafnarfjarðar að gera, og mun leitun á verkstjóra, séir. rækt hefur starf sitt með jafn. mikilli samviskusemi og Ingi mundur. Hefur fyrirtækið not ið þess í ríkum mæli hve verkstjórinn hefur jafnan kþst að kapps um að hafa sem mest af gæðavöru, enda oft. leitað þangað þegar slíka vöru vantar sérstaklega. Fólk það sem tmnið hefur und ir verkstjórn Ingimundar, h.ef ur jafnan sókst eftir að rnega vera sem lengst undir hans yfirstjórn. Hver sem kernur í þurrkhús eða skreiðarkemmur Bæjarút gerðar Hafnarfjarðar, sér fljótt óvenjulegan þrifnað og regluserni bæði úti og inni, hver tegund fiskjar á sínum stað cg alltaf veit Ingimundur um alla hluti í þessu „ríki sínu“. Það er í raun ög' veru á bvrgðarstarf að vera verk- stjóri hjá stóru fvrirtæki, sem umsetur vörur fyrir milljón- ir króna árlega, og telur sá, er þetta ritar að Ingimundur hafi verið vel fær um að takast þá ábvrgð á lxendur. Hafnarf jarðarfcær á þetta fyrirtæki og ég veit að allir þeir, sem unna því, munu þakka Ingimundi fyrir trú- verðugt og vel unnið starf und anfarin ár í þágu þessa fyrir tækis bæjarins. Ingimundur Hjörleifsson er léttur í lund, gaman hann að hitta, bæði heima og að heirn an. Hann er kvongaður hinni á gætustu konu, Mörtu Eii'íks- dóttui', sem hefur af mikJunx dugnaði og ósérhlífni starfað að slysavarnarmálum hér í Hafnarfirði. Og þegar viö sendum Ingi- mundi í dag hugheilar árnað- aróskir, þá skulum við ekki gleyma þeim þætti, er trúin hefur áít í því starfi, að viixna bæjarfélaginu heillaríkt starf á því sviði er fyrr getur. Fyr- ir þetta ber að þakka og ég veit að þau munu bæði finna það í dag, rjð fyrir þetta munu Iiafnfirðingar þakka. Þau hjón eiga eina upp- komxia dóttur, sem er gift hér í bæ. Unx leið og ég sendi þessar fáu línur, leyfi ég xxxér að senda honum Ixugheilar öskir um Ianga og góða lífdaga og vona að Elli kerling sé eíir. langt í burtu. Ó. J. $ segi við flestar hinar líka, þessuxxx útúi’borulxætíi!? Laugarcfagur. . . . Nú eru stórpólitíkus- ai'nir úti um heíminn að ryðja sig og svara bi'ófi Búlg anins, hinxi fyrra. Þessir bréfaspútnikar gamla mannsins fljúga eins og haukar út um allan hesm. Ég hitti ekki sérfræðing minn í heimspólitíkinni, Kalla á kvstinum, í dag, svo ég get ekkert haft eftir hon- um unx þessi stórpólitísku svör. En persónulega finnst mér mest gaman að svari Svisslendinga. Þeir segja bara ósköp góð- látlega: Jú, þao er alveg guð- velkomíð, að þið fáið ínni hjá okkur, höfðingjarnir, ef þig' skylduð láta svo lítið að vilja í-æða saman! Mikil ó- sköp, gerið þið bara svo vel, allir fundir og samkonxur vkkar stórmennamxa skulu fá að vera hjá okkur, við vilj um gjarnan hýsa ykkur. með an þið eruð að rabba saman! Það’ er býsna skemmtilegt að geta svarað á þessa lutxd. Undanskilið er: hins vegar verðið þið að reyna að koma ykkui' saman um ráð til að reyna að koma á slíkum fundi! Þetta er flók’ð allt saman, en svona er dipló- nxatx'ið! > 18.-1.-’5S. Yöggur. \ V \ V \ V v ý V V S ■s V \ V \ v \ v s v.. y M4 • ímí M • t» b b <J *1 * fc*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.