Alþýðublaðið - 24.01.1958, Side 8

Alþýðublaðið - 24.01.1958, Side 8
AlþýðublaðiS Föstudagur 24. janúar 1958 Framkald aí 6. síðu. röakar 100 roilljónir, eða úr 105 ■Miljónum í 224 milljónir. Hœkkunin hemur 113%, .jBjálfstasðisflokkurinn stend ur á verði ura aS íþyngja ekki aáaidþoli þegnarma1'. Þannig Jdgóðaði ein yfirlýsing borgar- stjára. Hvernig hefur nú sú varðstaða gengið? Á liðnu kjör- tímabili hefur bærinn og nokkr ar faelztu stofnanir hans, inn- heimt 1000 miUjónir úr vös- um Reykvíkinga. Aðeins út- svörin hafa rækkað úr 86.4 milljónum, sem þau voru á fjárhagsáætlun 1954, í 206 mill jc*iir á þeirri áæílun sem nú •hefur verið lögð fram, eða um 131%. Þessi óheillavænlega þróun hefur átt sér stað á sama tíma. og laun verkamanna, og anuoars lóglaunafólks, hafa að- eins hækkað um 30%, Enda er sannleikurinn sá, að í «tað þess að hér ættu að vera lægst útsvör, sakir sérstöðu Reykjavíkur sem miðstöðvar veFzílunar og siglinga, aðseturs ýmissa þjcnustu fyrirtækja og opinberra stofnana, þá eru út- svðr hér hærri á hvern íbúa en f nokkru bæjarfélagi öðru. íítum þessu næst á viðhorf- I* í atvinnumálunum. Hverjum hugsandi manni hefur um langt skeáð verið ljóst, að atvinnulíf Reykvíkinga favílir á mjög ó- tr«ustum granni. Stór hluti fa®darbúa hefur undanfarin ár haft atvinnu við tímabundnar framkværndir, sem vart munu verða til frambúðar. Þetta hefur verið Sjálfstæðis monnum jafn ljóst sem öðrum. En þrátt fyrir þessa vitneskju haía þeir reynzt ófáanlegir til þess að gera nokkrar þær ráð- stafanir sem gætu orðið til þess að efla og styrkja atvinnulífið í bænum. Engar ráðstafanir háfa verið gerðar á síðasta kjör tímabili af hálfu valdamanna bæjarins til eflingar útflutn- ingsframleiðslunni né til styrkt ar iðnaðinum. I umræðunum í gærlraeidi lét borgarstjóri mikið af for- ustu Sjálfstæðisflokksins fyrir aukmni útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík. Nefndi hann í því sambandi msar tölur um hlut- fieiid Reykjaví3tu.\ í útflutn- ingi framleiðslunnar. Þær töl- ur sanna það sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa hald- ið fram, að hlutur Reykjavíkur í Útflutningsframleiðslunni er stórum cf IftiU. En það er ann að sem borgarstjórinn nefndi ekki í ræðu sinni. Hann gat ekkert um hvert væri viðhorf þessara mála, ef stefna Sjálf- stæðisfIokksins í útgerðarmál- um hefði verið látin ráða. En svo sem alkunnugt er, er það og hefur veriö, meginstefna Sjálfstæðisflokksins, að bæjar- íélaginu beri ekki að hafa af- skifti af atvinnumálum né þró- ua þeirra, slíkt sé verkefni einstaldinga — hins frjálsa framtaks. Ef þessi stefna Sjálf- stæðisflokksins hefði fengið að ráða, hefðu ekki verið keyptir til Reykjavíkur 14 nýsköpunar togarar, heldur aðeins 6. Og þá hefði hlútur Reykjavíkur í framleiðslu útflutningsverð- mæta ekki orðið sá, sem hann Þó er í dag. þótt of lítill sé, heidur allur annar og lakari. Alþýðnflokkurinn hefur frá upphafi vega sinna, haldið því fram, að hinu opinbera, ríki og bæjarfélögum, beri að hafa for- | göngu um eflíngu atvinnulífs- t ins, í því skyni að tryggja öll- um vinnufærum körlum og | konum atvinnu við þjóðnýt störf. I samræmi %'ið þessa meg in stefnu sína barðist Alþýðu- flolckurinn fyrir því í áratugi í bæjarstjórn Reykiavíkur að Revkjavíkurbær stofnaði til togaraútgerðar, í því skyni að efla og trevsta atvinnulífið í bænum. Frá stefnu sinni felldi Sjálf- stæðisflokkurinn allar slíkar tillögur. Það var ekki fyrr en Sjálfstæðismenn stóðu frammi fyrir því, hve óraunhæf stefna beirra var í þessum málum og barátta Alþýðuflokksins og al- menningsálitið í bænum knúði bá til undanhalds á þessu sviði sem fjölmörgum öðrum, að Sjálfstæðisflokkurinn lét und- l an og gekkst inn á að hefja út- gerð 8 togaranna. Menn skyldu þó láta varast að blekkjast af bessu undanhaldi Sjálfstæðis- flokksins. Hér er ekki um neitt afturhvarf að ræða, eða aukinn. skilning á gildi kenninga jafn- aðarmanna. Nei, það sem gerð- ist er einfaldlega það, að einka framtakið marglofaða brást og Sjálfstæðisflokkurinn stóð frammi fyrir því, að aðeins yrði keyptir og gerðir út héðan í hæsta lagi 6 nýsköpunartogar- ar! Ef einhver skyldi nú halda, að hér væri orðum aukið, og aðeins verið að sverta hinn hreina skjöld Sjálfstæðisflokks ins, þá geta þeir hinir sömu flett upp á 4. síðu í Bláubók- in’ni 1958, og gengið úr skugga um hvort nokkuð sé ofsagt í bessu efni. Reykvíkingar hafa nú öðlazt rösklega 10 ára reynslu af því, hvað gildi Bæjarútgerðin hef- ur haft fyrir atvinnulífið í bæn um. Á árinu 1956 greiddi Bæj- arútgerðin rúmlega 32 milljón- ir króna í vinnulaun, eða sem svarar 50 þúsund króna árslaun um til 640 fjölskyldufeðra. All- ir Reykvíkingar viðurkenna nú hvílíkur aflffjafi Bæjarútgerðin hefur orðið fyrir atvinnulífið og hver lvftistöng hún hefur revnzt fvrir eflingu útflutnings framleiðsluna. En þessir sömu menn ættu að hugleiða hvílík verðmæti hafa farið forgörðum vegna fjandskapar Sjálfstæðis- flokksins gegn hugmyndinni um bæjarútgerð, í áratugi og iafnframt ættu Reykvíkingar að hugleiða hver hefðu orðið afdrif bessara togara ef gróða siónarmið einstakra útgerðar- manna hefðu ráðið. svo sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur bv<rgt alla. sina stefnu á. Hvað skvldu margir togarar %’era gerðir út frá Revkiavík, ef svo hefði orðið? Það hefur í bessu máli orðið gæfa Revk- víkinga, að einkaframtakið brást! I I Önnur undirstaða sem at- vinnulíf Reykvíkinga grundvall ast á, að iðnaðurinn, sem 40% bæjarbúa hafa framfært sér af. Aflgjafi iðnaðarins er rafork- an. Sjálfstæðisflokkurinn gum- ar mikið af frumkvæði sínu í beim málum, og síðast í gær- kveldi sagðá borganitjóri, að Sjálfstæðismenn hefðu haft vakandi auga fyrir nauðsynleg um framkvæmdum í þeim efn- um. Við skulum aðeins rifja upp, hvernig þeirri vöku hefur verið háttáð. Eftir að fram- kvæmdum lauk við fyrstu virkj un Sogsins 1937, hélt bæjar- stj órnarmeirihlutinn algj örlega að sér höndum, undirbj óengar framhaldsvirkjanir, enda þótt öllum væri Ijóst, að orkuþörf- in myndi margfaldast á örfá- um árum. Árangurinn af þessu sleifarlagi varð sá, að Reykvík- ingar bjuggu árum saman við algjöran rafmagnsskort, til ó- bætanlegs tjóns fyrir allt at- vinnulíf í bænum. Til þess að forða algjörum vandræðum, var gripið til þess ráðs, eftir áratugs svefn ráðamanna bæj- arins, að reisa varastöðina við Eiliðaár 1948, enda þótt það væri algjört neyðarúrræði og öfugstreymi, að setja upp olíu- knúið orkuver, í landi sem býr yfir óþrjótandi vatnsorku. Það er svo hins vegar rétt, að vara- stöðin hefur komið í góðar þarf ir, vegna fyrirhyggjuleysis Sjálfstæðisflokksins og sofanda háttar hans í þessu mikilvæga máli. Svipað verður uppi á teningn um um síðari aðgerðir Sjálf- stæðismanna í virkjunarmál- uiuim. Þegar írafossvirkjunin var tekin í notkun 1953, töldu séríræðingar að ný framhalds- virkjun þyrfti að vera tilbúin í síðasta Iagi 1958—1959, ef komast ætti hjá rafmagnsskorti á ný. Þrátt fyrir þessa vit- neskju vanrækti Sjálfstæðis- f'lokkurinn algjörlega að tryggja fjármagn til fram- kvæmdanna. Hvort þetta staf- aði af vilja eða getuleysi skipt- ir ekki öllu máli. Staðreyndin er sú, að þegar núverandi rík- isstjórn tók við völdum, hafði ekki verið tryggður eyrir til bessara framkvæmda, það féll bví í hlut núverandi rfldsstjóm ar að afla nauðsynlegs fjár til virkjunar Efra-Sogs. Þáttur Sjálfstæðisflokksins var sá, og sá eini, að reyna af fremsta megni að spilla lánsmöguleik- um þjóðarínnar erlendis. Reyk víkingar ættu að minnast þessa, begar beir renna augum yfir hina glæstu mvnd af fyrirhug- aðri aflstöð við Efra-Sog í Bláu bókinni nú. Nú boðar borgarstjóri undir- búning á rannsókn á börfum iðnaðarins! Allt síðasta kjörtímabil var ekkert gert af valdamönnum bæjarins, til eflingar iðnaðin- um, þegar undan er sldlið lög- boðið framlag til byvgingar iðnskólans. Lóða- og húsnæðis- mál iðnaðarins eru í hinum mesta ólestri, svo sem opinber- ar skýrslur sanna. Iðnlánasjóö ur hefur um árabil verið svelt- ur, undir forustu Sjálfstæðis- flokksins. Það var ekki fvrr en Alþýðuflokkurinn tók á ný við iðnaðarmálum í núverandi rík- isstjórn, að fyrir frumfcvæðí núverandi iðnaðarmálaráð- herra, Gylfa Þ. Gislasonar, sem iðnlánasjóður var efldur verulega þegar framlag til hans var brefaldað. Ég skal ekki fara lengra út í að ræða þessi mál, enda munu samherjar mínir í bessum umræðum gera þeim fvllri skil. Það bendir hins veg- ar ekki til bess, að vænta megi stefnubrevtingar af hálfu Sjálf stæðisflokksins í aðstöðunni til iðnaðarins, að enginn af for- ustumönnum verksmiðjuiðnað- arins í bænum skipar nú sæti á b'sta flokksins. Þeir e'nu á listanum sem einhvern skflning bafa á bessum málum. Pái] S. Pálsso^i hrl. og formaðnr iðn- verkafólksins. Guðjón Sigurðs- son, urðu að láta sér nægja að skiDa vonlaust sæti þrátt fyrir úrslit prófkjörsins fræga. Ég sagði í upphafi máls míns að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sætt réttmætri og rökstuddri gagnrýni íyrir það hvemig hann hefði staðið að verkleg- ^ um framkvæmdum bæjarins. Á | bví sviði rílrir algjört skipulags 1 leysi og handahóf. Engar heild-1 aráætlanir eru gerðar um fram I kvæmdir bæjarins. í hverri bæj arstofnun situr einráður smá- konungur með tékkhefti og spil jar fjármunum bæjarbúa eftir bezta geðþótta, án allrar íhlut- unar eða eftirlits af hálfu ráða- manna bæjarins. Það þarf enga sérfræðinga til þess að siá. að slík vinnubrögð hljóta að hafa í för með sér margföld útgjöld jfyrir bæjarfélagið, enda hefur reynslan sýnt, að milljónatug- um er kastað á glæ vegna skipu Iagsleysis og ónógrar fyrir- 1 hyggju við verklegar fram- kvæmdir bæjarins. Er sama hvort borið er niður á nýbygg- ingu eoa viðhald gatna, hol- ræsagerð, íbúðahúsabyggingar, eða rekstri einstakra bæarfyr- irtækja, alls staðar er niður- staðan sú sama, skipulagsleysi, úreltar vinnuaðferðir og ó- stiórn kosta bæjarbúa ótaldar fjárhæðir, sem vafalaust skipta milljónum, og sóttar eru beint í vasa borgaranna. Ég get ekki tekið undir það sem sagt hefur verið í þessum umræðum. að vanhæfni borgar stjórans til bess að gegna sínu umfangsmíkla starfi, eigi sök á þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í þessum efnum. Sjálx- sagt má til sanns vegar færa, að hann eigi hér að nokkru bátt í. En orsakanna er fyrst og fremst að leita í starfi og stefnu Siálfstæðisflokksins og beirra afla, sem honum ráða. Það er forréttindastétt Sjálf- stæðisflokksins. sem krefst bess, að engin breyting verði á bessum vinnubrögðum, hún perir kröfu til að seðja gróða- fvsn sína á kostnað bæjarfé- laffsins og smákonungarnir með tékkheftin eru fulltrúar þess- ara afla. Þetta er sá „stoðmúr“ sem hindrar bað, að bæjarfé- lagið hagnvti sem bá tæknibró- un. sem á sér stað í öðrum menningariöndnm. Þ=nn varn- arvegg þurfa Reykvíkingar að riúfa á sunnudaginn kemur og trvggja með bví að gjörbreyt- ing verði á sk’pulagi verklegra framkvæmda á vegum bæjar- félagsins. Undanfarnar vikur og mán- uði höfum við heyrt af því ýms ar fréttir að stórveldin glími við að skjóta „Spútninkum“ á loft. Sjálfstæðisflokkurinn vill að vonum ekki láta sitt eftir liggja í þessari keppni. Hafa málgögn hans undanfama daga ! verið að basla við að koma sínu gervitungli á loft — hinni svo- nefndu „Gulu bók“. Blöð Sjálf stæðisflokksins hafa að undan- förnu haldið því mjög á lofti, að tillögur þær sem í þessari umtöluðu bók eru settar fram, séu áform ríkisstjómarinnar, sem lögfesta eigi eftir kosning- ar. Síðast í gærkveldi fullyrti borgarstjóri í umræðunum hér í útvarpinu, að ef stjórnarflokk arnir megi ráða, verði tilhög- un þessarar lögfestar að af- stöðnum bæjarstjórnarkosning u-m. Af þessu tilefni þykir mér rétt að rekja nokkuð gang máls bessð, til þess að hlustendum aefist kosíur á, að hafa það sem sannara reynist. Sjálfstæðis- menn hæla sér mjög fyrir það, að þeir ræði málin máleífna- lega, og reyni að leggja þau sem skýrust fyrir kjósendur. Menn ættu að hafa málflutn- ing þeirra í þessu máli til marks um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Saga þessa máls er í stuttu máli á þessa leið. Með bréfi dags. 24. sept. 1956, skipaði fé- lagsmálaráðherra þrjá menn í nefnd til þess að rannsaka og gefa ríkisstjóminni skýrslu m. a um eftirtalin atriði: 1. Hvaða aðgerðir séu tiltæk ar, til þess að koma í veg fyrir óeðlilega háa húsa- leigu. 2. Hvaða ráðstafanir myndu hagkvæmasiar til þess að koma í veg fyrir óeðlilega hátt söluverð íbúðarhús- næðis. 3. Hvaða ráðstafanir af hálfu hins opinbera séu hentug astar til þess að unnt verði að byggja og selja íbúðar- húsnæði við sanngjörnu verðí. í nefnd þessari áttu sæti: Hannes Pálsson af hálfu Fram sóknarflokksins, Sigurður Sig- mundsson af hálfu Kommún- istaflokksíns og Tómas Vigfús son fyrir Alþýðuflokkinn. Nefndin hóf þegar störf sín, en það kom þegar í ljós, að grundvallarskoðanamunur var fyrir hendí mílli Tómasar ann- ars vegar og Hannesar og Sig- urðar híns vegar. Þessu lauk á bann veg, að nefndin klofnaði, mvnduðu þeir Hannes og Sigr urður meirihlutann og er hinn svonefnda „Guía bók“ álit þeirra. Tómas Vigfússon skib aði hins vegar séráliti í álits- gerð hans, dags. 4. nóv. 1956, segir m.a. svo um þetta atriði: „Á 11. fandi nefndarinnar varð þó endanlega úr bví skor ið, að nefnöin gæti ekki orðið sammála um eiít nefodarálit. Hannes og Sgiirðnr töldu þó, að skoðartamwnur þeirra á lei'ð um íil wrlausnar þessarar . mála væra ekkí meiri en svo, að þeir gæíu sent frá sér sam- eiginlegt nefndarálit um tvo fvrstu íiðma. Munurinn 4 sjónanniðum mínum ogþein a um Iausn þessara tveggja fvrstii atriða var svo mikill, að Ijóst var, að Iriðir okkar . hlutu að skiljasí. Eg stend því elnn að þessut nefndaráliti, og sendi álií mitt og tillögur um öll fjögur------------------- í niðurlagi álitsins segir Tómas: „Niðurstöður þessara tillagna minna og álitsgerðar eru þær, að langsamlega þýðingarmesta aðgerðin til lausnar þ°im verði nærilegt fjárrvsagn til bvgginga almenningsíbúða með hagstæð um kjörum. Legg ég því höfuð- áherzlu á, að reynt verði að levsa bann vanda. enda tel ég, að bau mál hafi verið vanrækt s.l. 25 ár, á sama tíma, sem þau hafa þróazt eðlilega hjá ná- ! grannabióðum okkar. og er sú vanræksla ein meginástæðan til beirra húsnæðisvandræða, er hér hefur verið við að stríða á síðustu árum. Reykjavík, 4. nóvemb°r 1956,' Tómas Vigfússon.“ Af þessu er Ijóst, að Alþýðu- ifl.okknrinn hefur aldrei staðið | að tillögum þeim, sem í „Gulu’ |bókinni“ felast. Þvert á móti Itók fulltrúi hans í nrindinni lafstöðu gegn þessum tillögum í heild. Ráðherrar flokksins og miðstjóm voru í einu og öllu sammála afstöðu Tómasar og hefur aldrei til þess koraið, að ráðh»rrar fíokksins léðu máls á bví í ríkisstiórninni, að þess- ar eða svinaðar tiflögur vrðu af hennar hálfu fluttar i frum-. varpsformi hvað þá meir. Um frumvarp það, sem Sjálfstæðis- Framhald á 9. síðu..

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.