Alþýðublaðið - 16.02.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1958, Blaðsíða 3
Simnudagwr 16. febrúar 1958 AlþýSnbla818 —N Alþyðublaóió Útgefandi: Alþýðuílokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingast j ór i: Emilía Samúelsdóttír. Ritstjórnarsímar: 1 4 9 0 1 og 14902. Auglýsingaslmi: 14906. Aigreiðslusími: 149 00. Aðsetur: Alþýðuhúsið. 1 Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. ! 1*. * ( Utan úr Heimi ) I Umhyggjan fyrir A l þýðu fíokknum MORGLTNBLAEIÐ iðkar það nú daglega í dálkurn sín- um að ræða aif fjíálg'leiik miklum um gengi og' frámtáð Al-; þýðuíflokksins. Verður namnast annað ráðið af skrifum þessum í fljótu bragði en íhaldið beri alveg takmarkalausa umhyggju fyrir Alþýðuflokknum, starfi hans, vexti og: við- gangi. Er engu líkara en þeir skritffinnar Morgunblaðsins hafi loksins fengið um það sérstaka vitrun, að Alþýðuflokk- urinn sé einstaklega góður flokkur, þeir vilji honum allt hið bezta og óski honurn vegs og virðingar. Nú kann ýmsum að finnast, að hér hafi heldur betur skipt um tón, annað hljóð sé komið í strokkinn en áður var og fagna beri þessum sinnaskiptum. Öðruvísi mér áður . brá, mætti jnargúr segja. En þegar iesið er milli línanna og skyggnzt er til kjarnans. kemur berlega í Ijós, að allur er tilgangurinn sá sami. Umhyggjan fyrir Alþýðuflokknum er aðeins áróðursbragð, til þess eins gert að koma ár sinni fyrir borð í gruggugu vatni stjórnmálanna, greiða fyrir gengi íhaldsins á kostnað Alþýðuflokksins, Má um það segja, að íagurt er mælt. en flátt hugsað. í öllum þessum skrifum íhaldsins er iögð á það rík áherzía, að AÍþýðuOokkurinn tapi stórkostlega á að vinna með vinstri flokkunum. Allt illt, sem fyrir Alþýðuflokkinn komi, statfi fyrst og fremst af því, að hann heíur samstarf við Eramsókn og Aiþýðubandalagið um ríkisstjórn. Og þarna liggur einmitt hundurinn grafinn: Hér er aðeins um stjórnarandstöðumoldfviðri að ræða. Tæki Alþýðuflokkur- inn ekki þé-tt í stiórn með hinum vinstri flokkunum, væri áf.eiðanlega litil umhyggjan fyrir honum hjá íhaldinu. Þá væri það engin áróðursbriella lengur að láta sér annt um hann, engin útreiknuð pólitík að bera hann fyrir brjóstinu. Sjálfstæðis 11 okkurinn hefur alla tíð verið liöfuðand- stæðingnr Alþýðuflokksins í þjóðmiálum. Grundvallar- stefna Aiþýðuflokksins er andstæ'ð þeirrj sérhagsmuna brasksfeínu, sem er kjarninn ,í kenningum Sjálfstæðis- manna. þótt oft isé hann falinn í fögru orðskrúði uni sjálfstæði og velgengni allra stétta. Alþýðuflokkurinn var beinJínis stofnaður til að berjast gegn yfirgangi sér- hagsmunamanna á kostnað alnvennings. Hann skar í önd- værðu upp herör gegn þeirri óheillastefnu, sem leiðir af sukki og valdníðslu síngjarnra eiginhagsmunamanna. Þessi stefna hefur í grundvallaratriðum aldrei breytzt og rnun ekki breytast. íhaldið þekkti líka fljótt þennan andstæðing og hamað- ist gegn honum af öllum m0ætti. Eitt áíhrifamesta baráttu- bragð þess var að styðja kommúnista til valda í verkalýðs- félögunum. Þannig hugðist það knésetja Alþýðutfiokkinn alveg. Um þetta lagði núverandi aðalritstjóri Morgunblaðs- ins á réðin, þegar hann kom heim frá Hitlers-Þýzkalandi sællar minnihgar. Þetta varð til að efla komm/únista meira til álhritfa í þjóðfélaginu en nokkuð annað, enda fann íhald- ið brátt, að Moskvumenn voru kjörinn andstæðingur þess. Lýðræðissinnaður jafnaðarmannaflokkur, sem stöðugt fylga ist með þróun tímans og ávallt stóð vökulan vörð um hag fjöldans, var auðsöfnunarpostulum og hentistefnuprelátum mestur þyrnir í augum. Öfgafullur einstefnuakstursflokkur, sem dáði eiiweldið í austri, gat aldrei orðið því líkt eins hættulegur. Sjálfstæðisflokkurinn er enn saraa sinnis. Foringjar hans ivilja Alþýðuflokkinn fcigan. l»ess vegna raæla þeir fagurt. Deiidu og drottnuðu, er þeirra kjörorð, og allt er með ráðunv gert. l*að er nógu slóttugt a'ð dilla eirnnn vinstri flokkanna, sem lvlut á að ríkisstjórn, ,en skamma hina. Nú þykir ráð a'ð láta vcl að Alþýðuflokknum, áður var það Framsókn, og eitt sinn voru það komniar. En Alþýöuflokksfólk mun sjá í gegnum þessa svikamyllu Sj'álfstæðismanna. íhaldið var aldrei heilt í baráttunni gegn Moskvumönnum. Þess eigið pólitíska stundargengi var fyr- ir öllu. Alþýðuíflokkurinn mun því gjalda fullan varhug við fagurgala íhaldsins í hvaða mynd, sem hann birtist. Fortíð og fyrri reynsla haldast í hendur og vísa veginn til baráttu gegn íihaldinu, hvernig svo sem það hagar áróðri sínum. UTANRÍKISRÁÐHERRA kínverska alþýðulýðveldisins og forsætisráðherra, Chou En- Lai, liætti samkvæmt eigin ósk störfum utani'íkismálaráð- herra í vikunni sem leið, og tók þá Chen Yi, e'nn aí at- hatfnarmestsu aðstoðarforsætis- ráðherrum Kína, — en þeir eru tíu talsins, — við því em- bætti. Chou En-Lai hefur ver- ið bæði forsætis- og utanríkis- málaráðherra frá því 1949. Stjórnmálafréttaritarar í Hongkong telja, samkvæmt fréttastofuskeytum að dæma, að þessi skipímg hafi verið vel undirbúin og Chou muni' eftir sem áður hafa sín sterku áhrif á allt, sem ríkisstjórnin hefur með hö_ndum. Ekki geti það heldur talizt óvænt ráð- stöfun, að einkavinur hans, Chen Yi, hefur tekið við utan- r í kisráðherraembættin u. Þessi skipting' ráðherraemb- ættisins var tilkvnnt í lok kínverska þióðþingsrns í Pek- ing. Um ieið voru tilkynntar ýmsar aðrar ráðstafanir ríkis- Chen Yi. stjórnarinnar, meðal annars hætta ýmsar ráðuneytisdeild- ir störfum eða verða samein- aðar öðrum Þá hætta og þrettán ráðsfulltrúar störfum, og eru ekki nema tiu útnefnd- ir í þeirra stað. Sex ráðfulltrúar, sem allir Garðar Jánsson : FRETT. í útvarpinu segir: , ,®tr andifi er ðaski pið , .Erling Jarl“ brann í höfn í Bodö. -- Margir fórust.“ Þegar slíkir atburðir gerast s;em hér var sagt frá, er ekki úr vegi að maður hugleiði ástand- ið hér hjá okkur sjálfum í ör- yggismálum sjófarenda, og hvort við séum undir það bún- ir að taka á móti slíkum vá- gesti, ef til kæmi. Eldsvoðar á landi eru hættu- legur atburður, — en hvað er hann á móti eldsvoða á sjó? — Þar verður ekki hlaupið í burtu. Þar þarf að ráða ró og stilling, snögg og örugg hand- tök, elckert fum eða læti. Við höfum sem betur fer sloppið við eldsvoða á sjó hér heima síðan b.v. Gylfi brann og björgun tókst svo giftusamlega, sem raun varð á. Þessir atburðir geta alltaí gerzt, þess vegna verðiun við ávallt að vera viðbúnir að mæta óvininum. Hvernig gerum við það bezt? Með því að vera þaulæfðir í báta- og brunaæfingum. Sjómienn. Þegar þið sjáið öll þau dýru tæki, sem eru ætluð ykkur til öryggis, ef háska ber að höndum. þá hugleiðið, hvort allt er eins og það á að vera. Það er áreiðanlega ckki í þágu útgerðanna, ncma síður sé, að öll þau dýru tæki, smá og stór, sem þær íeggja til, séu ekki i lagi- En það er ekki nóg að hafa þessi tæki um borð í sklpun- um, mtenn vei’ða lika að vita hvernig á að nöta þau, og eihn- ig hvaða starf hver maður á að hatfa, ef hætta steðjar að. í regiugerð um eftirlit með skipum og öryggi þeirra frá 1953 segir svo, m. a. um báta og brunaætfingar: Sérhverjum af áhöfn skipsins i skal fengið í hendur sérstakt | hlutvei'k, við báta- og brunaæí- ; ingar. I Skal hlutverk hvers skip- verja til tekiö á æfingaskrá, ! sem festa skal upp í ramma á • áberandi stöðum. | í farþegaskipum skal skips- höfn kvödd til æfinga við björg ; unarbáta og slökkvitæki einu sinni í viku. Er þetta haldið? í flutningaskipum stærri en 500 tonn skal ekki iíða lengri tími en 1 mánuður milli kvaðn- ingar skipshatfnar til báta- og brunaæfinga. Ef æfing fer ekki fram viku- iega á farþegaskipi, eða mánað- arlega á flutningaskipi, skal gera grein fyrir því í dagbók skipsins, hvers vegna æfing féll niður. Á fiskiskipum skulu bátaæf- ingar fara fram eins oft og við verður komið, en minnst ann- an iivern mánuð. Er eftirlit með þvi, að þetta sé haldið? Og ef svo er, hver hefur það etftiriit? Þessi reglugerð er seít sjó- mönnum til öryggis, og lienni ber að hlýða. Garðar Jónsson, P.S. Ég vil taka það fráni, aö það er ekki í þágu útgerðanna, að öll þau dýru tæki, sem þær leggja til, til að bjarga 3nanns- lrfum, séu látin gi’otna nxður vegna vanhirðu. G. J. hafa veif.ð í f^Ikingarbrjósti kommúnistaflokksins, voru leystir frá mei'kilegum leystir frá mikilvægum emb- ættum án þess að vera skip- aðir í önnur ný. Meðal þeirra var vélaframleiðsluráðherr- ann Juang Ching. Chen Yi, sem nú vei’ður utanríkismálaráðherra, var æðsti fori'ngi fjórða kínverska hersins við Jar.gtse-fliótið og í Shantung-tfylkinu. En frá því 1940 og þar til síðari heimsstyrjöldin hófst, var hann fox’ingi kínvei’ska hers- ,ins á austurvígstöðvunum. Chen Yi er sextugur að aldri, hámenntaður og kominn af ættum menntamanna í Sehe» ehuanfylki, en þaðan var hann ritstjóri um nokkurt skeið. Hann hefur stundað nám við Chengtu-háskólann og í l'riý ^ ’.kum skóliírh. Hernaðar- lega menntun og þjálfun hlaut hann hiá hinum fræga Sun-Yat-Sen, föður nýtízku ríkis í Kína. Hann tók þátt í byltingu'nni frá 1925—’27, barðist með „járnsíðunum“, sem gátu sér hinn mesta orðstír. Hann barðist gegn Chang Kai-Shek þegar hann hóf gagnbyltrngu sína 1927. Síðan varð hann yfrrmaður stjói’nmálastarfsem -innar innan rauða hersins í Kína. Honum er lýst sem. miklum menntamanni, frá- bærum rithöfundi og góðu skáldi. Chen Yi hefur verið kín- vei’ska kommúnistaflokknum hinn mesti styrkur, einkum hvað það snertir að vinna | m'enntamenn og rithöfunda til fylgis. Einnig er sagt, að hann hafi gegnt mikilvægu hlut- verki varðandi tajörgun og varðveizlu ýmissa menning- arverðmæta í brimi’óiti býlt- ingairinnar. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Esja vestur um land í hringferð hinn 21. þ. m. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar Bíldudals Þingeyrar Flateyrar Súgandafjarðar ísafjarðar Siglufjárðar Dalvíkur — og Akureyrar á þriðjudag. Farseðlar seld- ir á miðvikudag. M.s Skjaldbreið vestur um land til Akui’- eyi-ar hinn 21. þ. m. Tekið á móti flutningi til Húnaflóa- og Skagafjarðarhafna — og Ólafsfjarðar á þriðjudag. Farseðlar seld- ár á fimmtudag. tnw'- '&j V:..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.